Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 13 DV ,í bókum Viðurkenning ævintýri allra fyrir tíma - segir handhafi íslensku barnabókaverðlaunanna 2001 V gleði, spenna og af- þreying, svo auk þess að efla tilfinnir.gu fyrir málinu hafa þœr ótvírœtt skemmtigildi, “ seg- ir Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur. Hún bœtir því vió að nauósynlegt sé aó hvetja börn til aó lesa bœkur enda sé lestur undirstaóa velgengni í námi á flestum sviðum og í lífínu sjálfu. Sjálfhefur hún átt þátt í aó efla áhuga barna á lestri meó því aö skrifa góðar sögur fyrir þau. Sú nýjasta, Sjáumst aftur, þótti bera af þrjátíu handritum sem þátt tóku í samkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra barna- bóka. Gunnhildur hlaut því íslensku barna- bókaverólaunin 2001 og kveðst mjög stolt af þeim. „Ég lít á þau sem viöurkenningu fyrir œvintýri allra tima. “ Gunnhildur hefur skrifað margar barna- og unglingabækur og auk þess liggja eftir hana leikrit, smásögur og sagnaþættir fyrir útvarp. Hún hóf rithöfundarferilinn með stæl. Fyrsta bók hennar, Undir regnboganum, hlaut 1. verð- laun í sagnasamkeppni sem Ríkisútgáfa náms- bóka efndi til á barnaári, 1979, og kom út árið eftir. Bókin var notuð sem ítarefni i skólum vegna þess að þar var komið skemmtilega inn á umræðuna um jafnrétti kynjanna á heimil- um. Einnig hlaut Gunnhildur viðurkenningu IBBY-samtakanna 1997 fyrir framlag sitt til barnamenningar. Hún hefur nú gefið út alls tólf bækur handa börnum. Sjáumst aftur kom út á vegum Vöku-Helgafells daginn sem Islensku barnabókaverðlaunin 2001 voru afhent og höfundurinn tók stoltur við fyrsta eintakinu við það tækifæri. Bókin segir frá Kötlu, 12 ára, sem flytur með foreldrum sínum til Vest- um. Hún hefur áður notað það sögusvið í bókinni Óttinn læðist (1992). Öll framþróun tekin í skrefum Á síðustu árum hefur fjölgað mikið þeim bókum sem ætlaðar eru börnum og unglingum og það finnst Gunnhildi fagn- aðarefni. Hún kveðst þó vona að í fram- tíðinni verði íslenskum barna- og ung- lingabókahöfundum gert enn hærra und- ir höfði en hingað til. „Við erum enn að glíma við það viðhorf í samfélaginu að við séum „bara“ að skrifa fyrir börn með- an aðrir eru höfundar fagurbókmennta og fræða,“ segir hún. Þó finnst henni út- hlutun íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000 til Andra Snæs Magnasonar fyr- ir Söguna af bláa hnettinum hafa verið sigur fyrir alla sem skrifa fyrir böm og unglinga. „Það var mikilvægt skref á þeirri leið okkar að teljast alvöruhöfund- ar og öll framþróun er tekin í skrefum," segir hún. Að sjálfsögðu ætlar Gunnhildur Hrólfs- dóttir að halda áfram að skrifa enda seg- ir hún nýfengin verðlaun verulega hvatn- ingu til dáða. Stundum kveðst hún hafa staidrað við og efast. „Þegar góðar bækur falla 1 skuggann af því þær eru ekki aug- lýstar og fá hvorki að fylgja pylsunum í Bónus né sjást á skjánum þá geta höfund- ar fyllst miklu vonleysi," segir hún. Bætir svo við og brosir um leið: „En eftir að við fórum að fá greitt fyrir fjölda útlána á bókasöfnum þá lyftist heldur á okkur brúnin." -Gun. Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur Þegar góðar bækur falla í skuggann af því þær eru ekki auglýstar og fá hvorki aö fylgia pylsunum í Bónus né sjást á skjánum þá geta höfundar fyllst vonjeysi. mannaeyja og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Meðal annars sækja á hana dularfullar sýnir og sérkennilegir draumar... Efniviðinn kveðst Gunn- hildur hafa sótt í eigin sjóði og sviðið er henni líka kunnuglegt því sjálf er hún fædd og uppalin í Eyj- Nútímauppfærsla á gamla ævintýrinu: Þyrnirós sprautufíkill „Hann er ekki raunverulegur prins í þessari út- fœrslu, hann er bara kallaöur prins, “ segir ungi ballettdansarinn Kári Freyr Björnsson, sem var valinn til að dansa „prinsinn“ í nútimaupp- fœrslu á Þyrnirósu eftir Mats Ek hjá Norska þjóðarballettinum núna í haust. Mats Ek er eitt stœrsta nafnið í nútímaballett á Noróurlöndum, enda er hann sonur hinnar þekktu sœnsku ball- erínu, danshöfundar og ballettmeistara Birgit Cullberg. Mats Ek setur sjálfur ballettinn sinn á sviö í Noregi og valdi Kára í hlutverk bjargvœtt- arins. Ævintýrið gerist í nútímanum. Áróra „prins- essa“ fæðist og á hamingjuríka æsku. „En þegar hún er sextán ára kynnist hún Carabos, spennandi náunga sem lifir býsna hættulegu lífi. Hún fer að neyta eiturlyfja með honum, stingur sig á sprautu- nál og finnst hún sofa í hundrað ár. Þá kemur „prinsinn" og vekur hana. Hann er alger andstæða dílersins," segir Kári. - Eins konar meðferðarfulltrúi, kannski?; „Nei, nei,“ segir Kári hlæjandi, „bara venjulegur strákur sem hjálpar henni upp úr eiturlyfjafeninu. Tónlist Kári Freyr Björnsson ballettdansari Dansar prinsinn í Þyrnirósu eftir Mats Ek í Ósló. Tónlist Tsjaíkovskís við klassíska ballettinn er notuð í sýningunni, en sporin eru gerólík," heldur Kári áfram. „Það er rosalega gaman að dansa í þessu verki og ótrúleg heppni að fá að vinna með svona manni.“ Mats Ek starfar aðallega í heimalandinu Svíþjóð en setur lika upp ballettsýningar um allan heim. Þyrnirósarballettinn hans hefur þegar verið settur upp í Svíþjóð og Þýskalandi og frumsýningin í Nor- egi verður 6. október. Kári er að hefja annað ár sitt hjá Norska þjóðar- ballettinum og þetta er stærsta sólóhlutverk hans til þessa. Flokkurinn sýnir i Norsku óperunni og frumsýnir 6-8 verk á ári. Það verða að minnsta kosti 13 sýningar á Þyrnirósu í haust og vetur. Kári er ánægður í Noregi en þýðir það að hann staðnæmist þar? „Já, allavega út þetta starfsár, en þá er spurning hvað maður gerir.“ - Hvert langar þig til að fara? „Það væri gaman að skoða heiminn svolítið, fara kannski til Englands, þar eru mjög góðir flokkar. En í augnablikinu er ég ekkert að hugsa mér til hreyfmgs!" Risið úr sætum Tónleikaröð Ýmis fer vel af stað en aðrir tónleik- arnir í röðinni voru haldnir nú á sunnudag. Að þessu sinni var það sópransöngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir sem heillaði tónleikagesti svo upp úr skónum meö söng sínum að þeir risu úr sætum í tvígang í lok tónleikanna og hylltu söngkonuna og meðleikara hennar, Gerrit Schuil píanóleikara, ákaft. Söngkonan þakkaði fyrir sig með þvi að syngja aukalag eins og vera ber og endaði aríuna á hnjánum fremst á sviðinu - var þetta sannarlega tilkomumikill endir á glæsilegum tónleikum. Þrjár klassískar aríur voru fyrstar á dagskrá og var arían Nun beut die Ffur úr óratoriunni Die Schöpfung eftir Haydn blíðlegust af því sem Elín Ósk söng, en hún er dramatískur sópran og valdi sér verkefni í samræmi við það. Arían var fallega sungin, röddin ljúf og þýð og vel til fundið að byrja á þessum söng um þriðja dag sköpunarinnar. Tvær gustmeiri aríur fylgdu, konsertarían Ah Perfido opus 65 eftir Beethoven og Höre Israel úr óratorí- unni Elíasi eftir Mendelssohn. Báðar aríurnar voru mjög vel fluttar og sveiílaði Elín Ósk sér fyr- irhafnarlaust allan tilfmningaskalann með tilþrif- um í raddbeitingu og túlkun. I Höre Israel grát- bænir trúkona ísraelsmenn um að hlýða rödd Guðs. Arían hljómaði átakanlega á þessum síðustu og verstu tímum og áhrifaríkt að enda á henni fyr- ir hlé. En það var í rómantísku og dramatísku aríunum eftir hlé sem Elín Ósk varð svo mögnuð að bravó- hróp áheyrenda tóku að hljóma í salnum. Aríurn- ar sem Elín Ósk söng eftir Verdi, Ponchielli, Boito og Cataláni fjalla allar um svipað efni, ólgandi til- finningar kvenna sem sviknar hafa verið í ástum og/eða elska í meinum. Kannski hefði mátt ætla að þær væru fullkeimlíkar að efni og stíl til að stilla þeim upp hverri á eftir annarri, en einbeiting Elín- ar Óskar og smitandi innlifun gerði hverja aríu fyrir sig að heilum heimi, og oft var eins og söng- konan stæði á mun stærra sviði í fullum herklæð- um i miðri tilbúinni óperuuppsetningu. Aldrei fór hún þó yfir strikið í túlkun sinni og látbragði eins og oft vill verða um söngvara sem ekki hafa notið leikstjórnar á slíkum söngtónleikum, hún gerði allt smekklega og á sannfærandi hátt. Elín Ósk hefur frábært vald á rödd sinni, beitir henni jafn hátt sem lágt af miklu öryggi og var túlkun hennar á þessum harmrænu persónum ógleymanleg. Píanóleikarinn Gerrit Schuil skilaði sinu sérlega vel, var á köflum eins og heil hljómsveit og átti oft stórglæsilegan leik, t.d. í forspilinu að Tu che la vanitá úr Don Carlo eftir Verdi og aríunni eftir Cataláni svo eitthvað sé nefnt. Hér var um einstaka tónleika að ræða sem verða án efa lengi í minnum hafðir af þeim sem sóttu. Hrafnhildur Hagalín _______________________Menning Umsjón: Silja A&alsieinsdóttir Tilnefnd til IMPAC- verölaunanna Slóð fiðrildanna eft- ir Ólaf Jóhann Ólafs- son hefur verið til- nefnd til IMPAC-bók- menntaverðlaunanna sem veitt eru árlega fyrir skáldverk á ensku, frumsamið eða í þýðingu. Verðlauna- féð nemur 100.000 írsk- um pundum eða tæplega 12 milljónum króna og eru þetta hæstu peningaverð- laun sem veitt eru fyrir bókmenntaverk í hinum enskumælandi heimi. Verð- launin voru fyrst veitt árið 1996 og ákveður alþjóðleg dómnefnd hver hlýt- ur þau hverju sinni en bókasöfnum víða um heim er heimilt að leggja fram bæk- ur til verðlaunanna. Dublinarborg stendur að verðlaununum ásamt fyrir- tækjunum Dublin Corporation og IMPAC en Borgarbókasafnið i Dubiin sér um framkvæmdina. Útgefandi Ólafs í Bandaríkjunum, Pantheonforlagið, á tvær bækur í viðbót í pottinum og er því kátur þessa dagana. í mars verður birtur stuttlisti yfir þær bækur sem helst koma til greina en verðlaunin verða afhent í júní. I dóm- nefnd eru rithöfundar víðs vegar að úr heiminum. Medúsa Oddnýjar Oddný Sen, kvik- myndafræðingur og rithöfundúr, lætur sér ekki nægja að halda Wim Wenders-hátíð í Bæjarbíói í Hafnar- firði 24.-28. október og tvenna kvikmyndatón- leika í Háskólabíói í nóvember - þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands leikur undir Beitiskipinu Potemkin annars vegar og Sirkusi Chaplins hins vegar - heldur gefur hún einnig út sína fyrstu skáld- sögu. Medúsan heitir saga Oddnýjar og fjallar að sögn um leiðina frá niðurrifi til sköpunar og er sambland af endur- minningum og skáldskap. Söguhetjan býr yfir dulrænum kröftum og sagan gerist í raunheimi, draumheimi og á himneskum svæðum ... Drauma- leikhúsið mitt í kvöld kl. 20 hefst umræðufundurinn „Draumaleikhúsið mitt“ á 3. hæð Borgar- leikhússins. Þrír frummælendur tala um þá dagskrá sem leikhúsin í Reykjavík hafa kýnnt þetta leik- árið, segja kost og löst á henni og ljúka máli sínu með því að lýsa draumaleikhúsinu sínu. Að fram- söguerindum loknum eru allir hvattir til að taka til máls og lýsa draumaleik- húsinu sínu: Að leiðarljósi skal fólk hafa fimm verkefni, aðferðir við upp- setningu þeirra og ástæður fyrir þessu öllu saman. Frummælendur verða Halldóra Frið- jónsdóttir, blaðamaður og gagnrýnandi á DV, Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri og Harpa Arnardóttir, leikkona og leik- stjóri. Aðgangur er ókeypis. Hneyksli Aðalfundur Leikskáldafélags íslands lýsir furðu og vandlætingu á því að nú sé hvergi hægt að leita eftir styrkjum til handritsgerðar, þróunar eða framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni og krefst þess að úr verði bætt nú þegar. Samkvæmt áhorfskönnunum er leik- ið innlent efni vinsælasta sjónvarpsefni á íslandi og ekkert sjónvarpsefni er mikilvægara í menningarlegum skiln- ingi vegna gríðarlegs framboðs á er- lendu efni af þvl tagi. Þrátt fyrir þetta hefur Menningarsjóöur útvarpsstöðva nú verið lagður niður án þess að nokk- ur sjóður tæki við hlutverki hans hvað varðar leikið sjónvarpsefni. Það er fagn- aðarefni að styrkir til allrar annarrar kvikmyndagerðar hafa verið stórauknir en um leið ekkert annað en hneyksli að jafn mikilvægum þætti í menningar- legri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og leiknu íslensku sjónvarpsefni skuli nú hvergi ætlaður fjárhagslegur stuðning- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.