Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 28
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið f hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gastt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands: Framkvæmdastjór- anum sagt upp - „greinilegur trúnaðarbrestur* „Það hafa ákveðnir samskiptaörð- ugleikar verið í gangi milli nefndar- innar og fram- Matthías Garðarsson. kvæmdastjórans og því höfum við falið lögfræðingi okkar að ná starfslokasamn- ingi við hann,“ sagði Heimir Haf- steinsson, for- maður Heilbrigð- isnefndar Suður- lands, við DV í Hjartakast í kjölfar áreitls morgun. Nefndin ákvað þetta á síð- asta fundi sínum og í fundargerð segir að „greinilegur trúnaðarbrest- ur“ hafi orðið. Deilur hafa verið um nokkurt skeið milli heilbrigðisnefndarinnar og tveggja starfsmanna heilbrigðis- eftirlitsins, þar á meðal fram- Nýleg frétt DV DV hefur sagt fjölda frétta af deilum heilbrigöiseftirlits og heilbrigðis- nefndar Suöurlands. kvæmdastjórans Matthíasar Garð- arssonar, eða allt frá því að upp kom campylobacter í kjúklingabúi Reykjagarðs á Ásmundarstöðum í Holtum. Ónægja var í nefndinni með framgöngu starfsmannanna í fjölmiðlum vegna þess máls og hef- ur öldurnar ekki lægt. Heimir Haf- steinsson segir þetta hafa verið inn- abúðarvandamál og að nú sé unnið að endurskipulagningu á starfsemi heilbrigðiseftirlitsins. Starfslok framkvæmdastjórans séu hluti af því, en nú sé tímabært og nauðsyn- legt að öldurnar lægi, starfsemi heilbrigðiseftirlits vegna. Matthías Garðarsson hefur verið í veikindaleyfi undanfarið. í samtali við DV í morgun kvaðst Matthías ekki vilja tjá sig um þá stöðu sem nú er komin upp í hans málum. Stéttarfélag Matthíasar hefur falið Gesti Jónssyni hæstaréttarlög- manni að gæta réttar hans í þessu máli. -sbs Opin kerfi vilja ráöandi hlut í Landssímanum: Meiri áhugi en talið var - segir forstjóri Opinna kerfa um kjölfestufjárfesta Opin kerfi eru eina islenska fyr- irtækið sem vitað er til aö hafi skilað yfirlýsingu um áhuga á því að gerast kjölfestufjárfestir í Landssímanum. Á miðnætti í gær rann út frestur þeirra sem skiluðu inn yfirlýsingum um að kaupa 24% í Landssímanum. Tveir óska nafnleyndaíffcg gætu verið inn- lendir aðilar en að ööru leyti er að- eins um útlend fyrirtæki að ræða fyrir utan íslenskan verðbréfasala í New York. Frosti Bergsson, forstjóri Op- inna kerfa, sagði i samtali við DV í morgun aö erfitt hefði verið að sjá fyrir hve mikill áhugi yrði á þessum hluta sölunnar en áhuginn væri meiri en hann hefði átt von á. Nokkuð ströng skilyrði eru sett fyrir þátttöku í þessum hluta, enda fær kjölfestufjárfestirinn meirihluta í stjórn Landssímans. Ljóst er að Opin kerfi uppfylla ekki skilyröi um íjölda viðskipta- manna og fleira að óbreyttu en Frosti sagði aö menn sæju fyrir sér samstarf við erlend símafyrir- tæki og innlenda og erlenda fjár- um hefur einnig sagt að verðið væri of hátt. Frosti Bergsson. Hreinn Loftsson. festa. Aðeins er verið að lýsa áhuga á kaupunum en ekki er um bundna yfirlýsingu að ræða. Meðal stórfyrirtækja sem eru á listanum má nefna Telenor í Nor- egi, Detecon í Þýskalandi, Malta Telecom á Möltu, Schroders Ventures í Bretlandi, Alacra í Bandaríkjunum og svissneskt fyr- irtæki. Þá er Guðmundur Frank- lín Jónsson, verðbréfasali í New York, einnig á listanum. Guð- mundur er einn þeirra sem sagt hafa opinberlega að verð símans sé of hátt og hefur gagnrýnt þátt einkavæðingarnefndar harkalega. Frosti Bergsson hjá Opnum kerf- Pólitískt deilumál? Ýmsar kenningar hafa litið dags- ins ljós undanfarið vegna misjafns gengis við sölu Landssímans og hafa ummæli Össurar Skarphéðins- sonar, formanns Samfylkingarinn- ar, í DV vakið athygli. „Við tjáum okkur ekki um pólitísk deilumál,“ sagði Pétur Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Islandssíma, þegar DV innti hann viðbragða í gær. Afleit niðurstaða hlutabréfaút- boðsins til almennings var skýrð þannig af Össuri að Hreinn Lofts- son, formaður einkavæðingarnefnd- ar, hefði upplýst að sölu Símans í vor hefði verið frestað til að trufla ekki útboð Islandssima. „Þetta er að mínu mati ekkert annað en pólitísk spilling. Með því að hagræða fyrir vini sína í Íslandssíma verðfelldu Hollvinasamtök Sjálfstæðisflokks- ins þessa eign þjóðarinnar," sagði Össur en Íslandssími vill sem fyrr segir ekki tjá sig um ummælin. -BÞ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MálVilhjálms kynnt háskólaráði: Textinn ekki til frjálsra afnota - segir upplýsingafulltrúi ESB Niðurstaða deildarfundar laga- deildar Háskólans i máli Vilhjálms H. Vilhjálmssonar var kynnt á fundi háskólaráðs sem fram fór i gær. Lagadeildin ákvað í siðustu viku að afturkalla einkunn sem Vil- hjálmur hlaut fyrir kandítatsritgerð sína við lagadeild og svipta hann titli lögfræðings. Páll Skúlason, rektor og formaður háskólaráðs, sagði í samtali við DV að á meðan kæra lægi ekki fyrir í málinu myndi háskólaráð ekkert aðhafast. Hann sagði niðurstöðu lagadeildar hafa verið reifaða á Háskólí Islands Engin kæra borist. fundinum mönnum til fróðleiks. Að- spurður um hverja Páll teldi fram- vindu málsins verða sagði hann að það væri óljóst á þessu stigi. I gær sendi Aðalsteinn Leifsson, upplýsingafulltrúi hjá ESB, frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar þeirri fullyrðingu að hann hafi sent Vilhjálmi texta „til frjálsra afnota" eins og kandídatinn orðaði það sjálf- ur. Vilhjálmur hafnar hins vegar afturköllun embættisgráðu sinnar og segir lagadeild ekki hafa heimild til slíks. Hann hefur ráðið lögfræð- ing til að reka mál sitt en engin kæra hefur þó borist yfirvöldum Háskóla íslands eins og fyrr greinir. -aþ Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______ i i i i i i i i DV-MYND RÓSA Refur fær sér bita í byggð Þessi yrötingur komst í feitt í Biskupstungunum í vikunni og var ekki lengi aö láta sjá sig eftir að sumarbústaöaeigandi haföi lagt kjötbita út á stein. Kom hann einungis 10 mínútum eftir aö lyktin af bitanum haföi leikiö um and- rúmsloftið utandyra. Töluvert er rætt um þaö meöal fólks á Suðurlandi aö mikið sé um ref, ekki síst í Biskupstungum og alla leið niöur á Skeiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.