Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Page 12
12 Menning Tvist og bast um list Erros Erró ásamt einu listaverkanna á sýningunni dvmvnd þök Ef rétt er á hatdiö má nota verk Errós tii aö draga upp ótalmargar heillegar myndir af liststefnum í Evrópu á seinni hluta 20. aldar. Nú er vísast kominn í hús lunginn af þeirri miklu gjöf sem Erró færði íslensku þjóðinni. Þó hefur þessi geðfelldi vinnuþjarkur látið að því liggja aö hann muni áfram slaka til þjóð- arinnar mynd og mynd, svona eftir því hvern- ig hann er upplagður. Og þótt hann sé illa upplagður akkúrat nú er ekki að efa að hann verður bráðlega búinn að ná fyrri kröftum og afköstum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gildi þessarar gjafar listamannsins fyrir is- lenskar sjónmenntir. Ef rétt er á haldið má nota verk Errós til að draga upp ótalmargar heillegar myndir, ekki aðeins af myndlistar- þroska hans sjálfs heldur einnig af flestum þeim myndlistarstefnum og heimspekilegu viðhorfum til myndlistar sem grasserað hafa á Vesturlöndum frá því seinni heimsstyrjöld lauk, afstraktlistinni, síðsúrrealisma, popp- list, frásagnarmálverkinu, uppákomum o.s.frv. Myndlist Menn biðu því með nokkurri eftirvæntingu „stóru sýningarinnar" á verkum Errós sem rætt var um að setja upp í þar til gerðum söl- um Hafnarhússins þar sem hún mundi gefa vísbendingu um það hvernig Listasafn Reykjavíkur ætlaði sér að hagnýta þessa lista- verkaeign í bráð og lengd. Nú þegar þessi sýn- ing hefur hangið uppi samfleytt í þrjá mánuði ætti engum að vera vorkunn að mynda sér skoöun á henni. Og þá er sá sem þetta skrifar örugglega ekki einn um þá skoðun að í litlu samfélagi reyni þriggja mánaða myndlistar- sýningar um of á þolinmæði áhorfenda. Yfirlit skortir En mest veltur auðvitað á samsetningu sýn- ingarinnar. í tilefni formlegrar opnunar á Erró-sölum bjóst maður við að fá skilvirkt yf- irlit yfir gjörvallan myndlistarferil lista- mannsins; við slíkt yfirlit mætti síðan prjóna margvíslega útúrdúra á næstu mánuðum og árum. Skipuleggjendur kjósa hins vegar að fara tvist og bast um þennan feril: leggja einn sal undir stórbrotna fleka af teiknimynda- fígúrum, annan undir myndirnar frá sjötta og sjöunda áratugnum, þann þriðja eingöngu undir gjörninga, fjórða salinn undir seríur frá ýmsum tímum og þann fimmta undir saman- tekt á aðskiljanlegri tækni sem Erró hefur Tónlist beitt um dagana. Heildstæðastir eru tvímæla- laust salirnir með teiknimyndaflgúrunum og eldri málverkunum. Þessi vinnubrögö eru auðvitað réttlætanleg ef reynt er að gera grein fyrir því sem er að gerast i hverjum sal og tengslum salanna inn- byrðis í formi vísbendinga eða prentaöra upp- lýsinga. Hins vegar er allur gangur á upplýs- ingamiðluninni. Leiðandi textar á íslensku og ensku eru óþjálir; hvað er t.d. „mögnun" lista- manns? Upplýsingatextar við einstakar myndir eru allt of oft menntaskólaþýðingar á gagnslausu froðusnakki einhverra blaðamanna úti í Frans, meðan forsómað er að gera grein fyrir einföldustu staðreyndum. I salnum með eldri myndum Errós hefði til dæmis mátt vísa til sterkra áhrifa ítölsku eftirstríðsmálaranna Birolli og Sironi, jafnvel að birta ljósmyndir til samanburðar. Aðalsmerki: fagmennska Síðan er hreinn og klár viðvaningsbragur á salnum sem helgaður er listmiðlum Errós (tönnlast er á „artistic media“, en venjan er að tala einfaldlega um „media“ þegar „artist" á klárlega í hlut). í fyrsta lagi virðast verkin í salnum valin af fullkomnu handahófi, sjálf upphengingin er allt of þétt; auk þess sem ekki er stafkrók að finna um þau „media“ sem notuð eru í hverju verki. Raunar er alls engar upplýsingar um efnivið verkanna að fmna á gjörvallri sýningunni. Loks eru i saln- um teikningar frá ca 1958 af tættum hálf- beinagrindum og eru þær sagðar „nafnlaus- ar“ (untitled). Þær eru í rauninni hluti af myndröð sem nefnist „Sur-atom“ (I skugga atómsprengjunnar?) sem stökkbreytir merk- ingu þeirra. í framtíðinni verður Listasafn Reykjavíkur að gera upp við sig hvað það vill segja þjóð- inni með verkum Errós, meðhöndla þau síð- an af þeirri fagmennsku sem er aðalsmerki hans sjálfs. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Errós er í öllum sölum Hafnarhússins til 7. október. Opið alla daga kl. 11-18 en til kl. 19 á fimmtudögum. Illmenni og kjáni Kóngur, kjáni, illmenni var yfirskrift tón- leika sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. Þar komu fram Bjarni Thor Kristinsson bassi og Austurríkismað- urinn Franz Carda píanóleikari og leyfðu þeir áheyrendum að kynnast hinum fjöl- breyttu hlutverkum sem bassinn gegnir á óperusviðinu. Það er ekki vanþörf á því, flestir taka bara eftir prímadonnunni eða hetjutenórnum og þá feflur bassinn í skugg- ann. Bjarni Thor myndi þó sennilega valta yfir flestar skærari raddir, hann er einstak- ur söngvari með mjög dimma rödd, nánast svarta, afar kraftmikla og vel mótaða. Hin ólíkustu gervi birtust manni ljóslifandi á tónleikunum: þarna var Heinrich konungur í Lohengrin Wagners, presturinn Sarastro i Töfraflautu Mozarts, öryrkinn Porgy í „al- þýðuóperunni" Porgy og Bess eftir Gershwin og afls konar aðrar skrautlegar persónur. Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari kynnti hverja aríu og gerði það sérlega líf- lega, enda var létt andrúmsloft á tónleikun- um. Eitt skemmtilegasta atriðið var þegar Bjarni Thor brá sér í hlutverk kjána nokk- urs í aríunni Solche hergelauflne Laffen úr óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart. Áður en atriðið byrjaði var stillt upp nótnastatífl með pappirsspjaldi og merkti söngvarinn við í hvert skipti sem hann söng setninguna „Ich habe auch Verstand" eða „ég skil þetta líka“. Fyrst voru þó áheyrend- ur spurðir hvort einhver þeirra vissi hversu oft setningin kæmi fyrir i aríunni en enginn gat svarað því. í ljós kom að það var hvorki meira né minna en fjórtán sinnum og samt var ekki dauðan punkt aö flnna i tónlistinni. Enda var túlkun Bjarna Thors svo litrík og fyndin að margir áheyrendur réðu sér ekki fyrir hlátri. Lagið Ich bin ein Bass eftir Edmund Kötscher var sömuleiðis mjög skondið. Þar geröi söngvarinn grín aö sér óæðri mönnum og hélt því fram með skrækum rómi að ten- órar syngi eins og böm en ekki eins og full- tiða karlmenn. Illmennin á tónleikunum voru einnig kostuleg og geðveikislegur hlátur Kölska í ariu úr Fást eftir Gounod hefði sómt sér ágætlega í hvaða B-mynd sem er. Dægurlögin sem flutt voru á tónleikunum voru frábær, þar var Bjarni Thor ósköp blátt áfram og ekki í þessum DV-MYND GVA Bjami Thor Kristinsson óp- erusöngvari Einstakur söngvari meö mjög dimma rödd, nánast svarta, afar kraftmikla og vel mótaöa. tilgeröarlegu stellingum sem óperusöngvar- ar setja sig gjarnan í. Ber þaö gáfum söngv- arans fagurt vitni að hann leyfði tónlistinni að flæða eðlilega án þess að upphefja sjálfan sig í leiðinni. Eins og áður sagði lék Franz Carda á pí- anóið sem var hinn nýi Steinwayflygill Sal- arins. Hann var opinn til fulls alla tónleik- ana, enda aríur á efnisskránni þar sem pí- anóið gegnir hlutverki heillar hljómsveitar. En hljómurinn var dálitið hvass hér og þar, eins og Carda hafi ekki alltaf verið að passa sig. Hann gerði þó margt afar vel, fylgdi söngvaranum fullkomlega, hreyfði úlnliðinn ótrúlega hratt i La Calunnia úr Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini og ásláttur hans var silkimjúkur í dægurlögunum. í stuttu máli sagt voru þetta frábærir tón- leikar og með þeim betri sem undirritaður hefur farið á. Jónas Sen mannsgaman Með fullri ljóðrænu Mánuðir ársins eru misjafnlega rænumiklir. Sumir líða hjá án þess að eftir þéim verði tek- ið. Aðrir líða eins og örskot og enn aðrir kom- ast varla úr dögunum. Marga mánuði sér mað- ur ekki fólk. Og suma sér maður ekki sól. Loks eru þeir mánuðir sem maður hefur sérstaklega mikiö dálæti á og telur sig elska. Ég hef alltaf dáðst að október. Hann er svip- mikill mánuður að minu viti og fellir heila árs- tíð með svo tilkomumiklum hætti að ljósmynd- arar missa tár á bökkum Þingvallavatns. Eins hafa listmálarar lagst út á þessum tíma árs þegar rauði litur náttúrunnar verður svo ástriðufullur að andinn mælist einn á Ríkter. Svo eru þaö ljóðskáldin sem vilja helst ekki yrkja um annað en haustið. Þau klæðast haustinu og eiga þar sitt heimili og varnar- þing. Þeim líður aldrei betur en í október. Fátt er nefnilega ljóðrænna en október með flognum fuglum og fólki með axlir upp í tungl. Það er eins og skáldin eigi þessa árstíð þegar hauströkkrið hellist yfir þau. Það fellur eins og fullskrifuð blöð af trjánum. Ég elska október og tek eftir því að hann er nokkuð hændur að mér. í október fær maður aftur myrkrið sitt sem er svo mikilvægur part- ur af því að skilja birtuna. í október er eins og lífð hrífi mann með sér. Allt fari af stað og opn- ist upp á gátt; listhús og búðir og leikhús og námskeið. Allt samfélagið byrji að undirbúa veislu sína sem varir veturinn á enda. Október skiptir sköpum. Hann breytir fólki. Og um hann verður áfram ort. -SER MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001 ________________DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Arndís Halla næturdrottning í stað Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, sem vera átti gestur Óperunnar i hlutverki nætur- drottningar- innar á sýning- unum 26. og 28. október, kem- ur Arndís Halla Ásgeirs- dóttir - sem einmitt þessa dagana syngur hlutverk næt- urdrottningar- innar við óp- eruhúsið í Neustrelitz í Þýskalandi. Tónlistarunn- endur minnast áreiðanlega glæsilegs söngs hennar á Vínartónleikum í byrjun þessa árs. Orðrómur hefur borist um að Diddú hafl fengið spennandi tilboð frá útlöndum eftir stórfenglega frammistöðu á tónleikunum með Carreras í Laugardalshöllinni 17. sept- ember og það sé ástæðan fyrir því að hún get- ur ekki sungið í Töfraflautunni hér heima... Lukkunúmer Jazzhátíð Reykjavíkur er ekki alveg lokið enn. Eins og getið var um við kaup á að- göngumiðum og í kynningum á tónleikum voru allir aðgöngumiðar hátíðarinnar núm- eraðir og fólk hvatt til þess að geyma þá. Nú er verið að safna miðunum saman og er fólk beðið um að senda þá í pósti á eftirfarandi heimilisfang: Jazzhátíð - Lukkunúmer, Póst- hólf 8955, 128 Reykjavík. Látið fylgja nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og net- fang. Frestur til að skila miðum hefur verið framlengdur til 10. október. Þá veröur dregið úr öllum innsendum nöfnum sem fylgja full- gildir miðar og umbeðnar upplýsingar. Sendu alla miöana þína, því þú hefur eins marga möguleika og miðarnir eru margir. Ef þið viljið líta á vinningana er slóðin www ReykjavikJazz.com og smellt á „Lukkunúmer" krækjuna á aðalsíðunni. Birgir og Ágústa fyrirlesa Birgir Snæbjörn Birgisson, myndlistar- maður og kennari við Listaháskóla íslands, heldur opinn fyrirlestur um verk sín í fyrir- lestrasal Listaháskólans, Laugarnesi, í dag kl. 12.30 i stofu 024. Birgir mun fjalla um frá- sögnina sem er rikur þátt- ur í verkum hans og mikil- vægi þátttöku og nærveru áhorfandans. Skoðuð verð- ur þróunin sem hefur orð- ið á verkum Birgis síðast- liðin ár. Ljóst og loftkennt yflrbragð er orðið allsráð- andi og lýsir listamaður- inn því sjálfur sem svo að hann sé að hvisla að áhorfandanum. Á miðvikudaginn kl. 12.30 heldur Ágústa Kristófersdóttir, safnvörður á Kjarvalsstöð- um, fyrirlestur í LHÍ í Skipholti 1, stofu 113, sem hún nefnir: „Þegar hugmyndafræði verð- ur tíska.“ Fjallað verður um þær breytingar sem funktionalisminn tók frá því hann varð til sem hugmyndafræði í Evrópu á þriðja ára- tugnum þar til íslenskir múrarar og smiðir teiknuðu hús í anda hans og byggðu þau í Norðurmýrinni i Reykjavik. Tölvur og tónlistarkennsla Námskeið um tölvur og tónlistarkennslu hefst 5. október við Opna listaháskólann. Það er ætlað tónlistarkennurum og fjallar um notkun tölvutækni við tónlistarkennslu. Gengið er út frá að þátttakendur hafi grunn- þekkingu á tölvuvinnu. Kennarar eru Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari og Hilmar Þórðarson tónskáld, og kennt verður í tölvuveri LHÍ, Skipholti 1, stofu 305. Er ævintýrið úti? Annað kvöld kl. 20 verður haldið Bókakaffi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Þá tilkynnir íslandsdeild IBBY hverjir verði til- nefndir til H.C. Andersens verðlaunanna og á heið- urslista IBBY-samtakanna árið 2002. Síðan veltir Dag- ný Kristjánsdóttir upp spurningunni „Er ævintýr- ið úti?“ sem allir taka þátt í að ræða fram eft- ir kvöldi. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.