Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Qupperneq 8
8 Útlönd MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 DV Oleksandr Kuzmuk Oleksandr Kuzmuk, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur viðurkennt ábyrgð hersins á flugsiysinu við strendur Svartahafs. Úkraínski herinn viðurkennir að bera ábyrgðina Oleksandr Kuzmuk, varnarmála- ráðherra Úkraínu, viðurkenndi um helgina þátt úkraínska hersins í flugslysinu sem varð við strendur Svartahafs fyrr í mánuðinum en i kjölfarið hefur Volodymyr Tkachov, yfirmaður loftvarna úkraínska hersins og helsti aðstoðarmaður hans, boðist til að segja af sér. Kuz- muks sagði í yfirlýsingu á laugar- daginn, daginn eftir að rússnesk rannsóknarnefnd upplýsti að flug- skeyti hefði grandað vélinni, að ekki væri enn vitað hvað hefði or- sakað þetta hræðilega slys en viður- kenndi þátt hersins í harmleiknum. Kuzmuk notaði tækifærið til. að biðja ísraelsku þjóðina, aðstand- endur fórnarlambanna og forseta Úkraínu afsökunar, en meirihluti þeirra 78 sem fórust með vélinni voru ísraelskir borgarar. Talibanar hvetja andstæðingana til sameiningar Qari Ahmadullah, yfirmaður leyniþjónustu talibana í Afganistan, hvatti í gær foringja hersveita Norð- urbandalagsins til að sameinast rót- tækum múslímum í landinu í heilögu stríði þeirra gegn innrásar- liði Bandaríkjamanna. Ahmadullah sagði þetta í viðtali við pakistönsku útvarpsstöðina AIP og bætti við að Mullah Mohammad Omar, leiðtogi talibana, hefði bann- að hermönnum sínum að afvopna þá sem gengju til liðs við mál- staðinn. „Við erum tilbúnir til að gleyma því sem liðið er ef þið gangið til liðs við okkur,“ sagði Ahmadullah í ákalli til hermanna Norðurbandalagsins, „því nú snýst stríðið um að verja trú okkar og fósturjörð," sagði Ahmadullah, en hersveitir hans, sem eiga nú undir högg að sækja, ráða enn yfir um það bil 90 prósent landsins. Friður fyrir botni Miðjarðarhafs forendan fyrir árangri gegn hryðjuverkum: Arafat hittir Tony Blair á mikilvægum fundi í dag Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, er kominn til London, þar sem hann mun hitta Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands og Jack Straw utanríkisráðherra, á fundi sem hann sjálfur segir „mjög mikilvæg- an“, til að tilætlaður árangur náist í sameiginlegum aðgerðum þjóða heims gegn hryðjuverkum. „Við munum auðvitað fyrst og framst ræða ástand- ið fyrir botni Miðjarðarhafs og einnig ástandið í heimsmálunum eftir síð- ustu atburði," sagði Arafat við kom- una til Heathrow flugvallar, en þang- að kemur hann í kjölfar þriggja daga heimsóknar Tony Blairs til Miðaaust- urlanda í síðustu viku. Tony Blair, sem hitti Hosni Mubarak, forseta Egyptalnds á fundi á fóstudaginn, þar sem Mubarak lagði á það mikla áherslu að friður í Paestínu væri forsendan fyrir árangri gegn hryðjuverkum, mun því örugglega leggja hart að Arafat að tryggja vopnahlé milli stríðandi fylkinga, sem Arafat í London Yasser Arafat kom til London í gær þar sem hann mun hitta þá Tony Blair og Jack Straw á fundi í dag. að kröfu ísraelsmanna er forsendan fyrir því að friðarviðræður geti hafíst. Bæði Bush og Blair gera sér báðir grein fyrir mikilvægi málsins, enda þrýstingur arabaríkja á að friður komist á í Palestínu mikill og í mörg- um tilfellum algjört skilyrði, auk þess sem arabaríkin leggja á það ríka áherslu að ekki verði ráðist á önnur ríki sem gætu verið grunuð um aðild að hryðjuverkum. Reyndar hefur Bush þegar lýst því yfir að sjálfstætt ríki Palestínumann sé hluti af friðar- ferlinu sem Bandaríkjamenn hafa lagt til og varð það til þess að Ariel Shar- on sendi frá harðorð mótmæli, en Palestínumenn hafa aftur á móti skorað á Bush að standa við orð sín. Heimafyrir hefur Blair einnig orðið fyrir gangnrýni vegna ummæla um hugsanlegar árásir á önnur arabaríki, en þar fer fremstur í flokki Robin Cook, fyrrum utanríkisráðherra, sem segir að engar sannanir liggi fyrir um sekt annara ríkja, sem réttlæti innrás. 1 i 1 Afgönsk móöir viö hlóðir Ftóttamannastraumurinn að landamærum nágrannaríkja Afganistans færist sífellt í aukana með áframhaldandi loftárásum Bandaríkjamanna og Breta á landið og er ástandið hvaö verst við landamæri Pakistans, þangað sem meginstraumurinn liggur. Hér á myndinni sjáum við afganska móður í Toza-Lokai-búðunum við landamæri Tadsjikistans, en þar er ástandið skelfilegt meðal sveltandi flóttafólksins. Breska fréttakonan Yvonne Ridley gefur talibönum góð meðmæli: Colin Powell til Pakistan og Indlands Colin Powell, ut- anríkisráðherra Badaríkjanna mun á leiðinni til Pakist- an og Indalands, þar sem hann ráð- gerir að hitta ráða- menn kjarnorkju- þjóðanna beggja vegna vaxandi óróa eftir að Banda- ríkjamenn og Bretar hófu loftárasir á nágrannalandið Afganistan. Heim- sókninni hefur af öryggisástæðum verið haldið leyndri til þessa, en Powell mun vera væntanlegur til Islamabad, höfuðborgar Pakistan í dag en síðan halda til Nyju-Delí á morgun, áður en hann heldur til Sjanghæ í Kína þar sem hann mun sitja efnahagsráðstefnu 20 Asíu- og Kyrrahafsríkja 17. og 18. október. Einn lést og tólf slösuð- ust í Pakistan Einn maður lét lífið og að minnsta kosti tólf slösuðust, þar af tveir mjög alvarlega, í alvarlegum óeirðum sem blossuðu upp í Jac- obabad í Pakistan á laugardaginn. Upp úr sauð þegar mannQöldinn hóf að grýta lögregluna sem á móti hóf skothríð á mannfjöldann með áður- nefndum afleiðingum. Bush afneitar talibönum George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, hafnaði í gær enn einu tilboði talibanastjórnar- innar í Afganistan um að afhenda hry ðj uverkamann- inn Osama bin Laden til hlutlauss ríkis. Aukinn þrýstingur á talibanastjórnina heima fyrir vegna framhalds loft- árásanha er talinn hafa þvingað þá til að ehdurtaka tilboðið, en þeir eru þó við sama heygarðshornið og gera kröfu um að Bandaríkjamenn leggi fram haldbærar sannanir fyrir sekt bin Ladens og hætti jafnframt strax öllum aðgerðum. Mullah Omar í sigtinu Bandaríska tímaritið „The New Yorker" segir frá því í síðasta tölu- blaði að ómönnuð njósnaflugvél á veg- un CIA, vopnuð flugskeytum, hafi komist í dauðafæri við Mullah Muhammed Omar þar sem hann ferð- aðist með bílalest á leið frá Kabul á fyrsta degi loftárásanna á Afganistan. Fulltrúar CIA hafi hins vegar ekki haft leyfi til að taka í gikkinn og hafi reyndar verið synjað um það af þeim sem völdin hafa vegna tilmæla lög- fræðinga hersins. „Talibanar eru heiðvirt fólk“ Breska fréttakonan Yvonne R idley, sem handtekin var af talibön- um í Afganistan eftir að hún hafði farið inn í landið án leyfis, sagði í sjónvarpsviðtali á BBC í gær að komið hefði verið fram við sig af mikilli virðingu þá tíu daga sem hún var í haldi í landinu. „Þeir sýndu engan fjandskap en reyndu þó hvað þeir gátu til að veiða upp úr mér upplýsingar," sagði Ridley sem var látin laus úr haldi fyrir viku. „Ég sannfærðist um það að tali- banar eru mjög heiövirt fólk sem stendur við gefin loforð. Ég varð þó virkilega hrædd þegar einn af prest- unum þeirra spurði mig hvort ég vildi snúa til islamskrar trúar. Þá fyrst grunaði ég þá um græsku og að þeir væru að leiða mig í gildru en það reyndust svo óþarfar áhyggjur, þó ég hefði leyff mér að- gagnrýna meðferð á konum í löndum Suður- Asíu. Ridley, sem var handtekin í ná- grenni borgarinn- ar Jalalabad í norðausturhluta landsins, sagðist hafa farið inn í landið af því sig langaði til að kynnast fólkinu. „Eftir stutt kynni finnst mér Afgan- ar vera stórkost- legt fólk, mjög vingjarnlegt og konurnar ótrúlega sterkar þrátt fyrir þá kúgun sem þær þnrfa að' búa við. Yvonne Ridley Breska fréttakonan Yvonne Ridley ræöir við fréttamann í Pakistan eftir að hún var látin laus úr haldi talibana. Hún lýsir Afgönum sem stórkostlegu fólki en harmar slæma ..............meðferð talibana á konum. Þeim er til dæmis bannaö að kaupa sér fot, mega helst ekki snyrta sig og er bannað að syngja. Þetta er sú staða sem ofstækistrú talibana hefur skapað þeim, sem er auðvitað skelfi- legt. Það var einmitt þessi neikvæða afstaða talibana til kvenna sem varð til þess að ég var handtekin, en það gerðist þannig að asninn minn tók allt í einu á rás þegar ég var stödd nálægt landamærum Pakistans og við það brást einn hermanna tali- bana ókvæða við og dró mig niður af asnanum. Við það uppgötvaði hann myndavélina mina og handtók mig.“ Þegar Ridley var spurð um fang- elsisvistina sagðist hún ekki hafa yf- ir neinu að kvarta. „Það versta var að mér var bannaður aðgangur að síma þannig að ég gat ekki látið neitt frá mér heyra,“ sagði Ridley. Tólf féllu í Kasmír Indverska lögreglan sagði i gær að sjö Pakistanar hefðu verið meðal þeirra tólf sem féllu í óeirðum í borg- inni Jammu í Poonch-héraði í Kasmír þegar aðskilnaðarsinnar efndu þar til mótmæla á laugardaginn. Vaxandi ófriður hefur verið í Kasmir á milli pakistanskra íbúa héraðsins og ind- verskra stjórnvalda síðan í sjálfs- morðssprengingunni sem múslímar stóðu fyrir í stjórnsýslubyggingunni í Jammu fyrr í mánuðinum, en þar létu að minnsta kosti 38 manns lífið, flest- ir indverskir. Ófriðurinn i Kasmír hefur nú staðið í nær tólf ár og hefur hann kostaþ um 30 þúsund manns líf- ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.