Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Page 28
ÍFRÉTTASKOTIÐ MSÍMINNSEM ALDREI SEFUR 550 5555 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö ! hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 .. Flórída: Islendingar • áhyggjulitlir „Við höfum ekki miklar áhyggjur á meðan tilfellin eru ekki fleiri,“ segir Hilmar Skagfield, aðalræðismaður ís- lands á Flórida, vegna þeirra tilfella af miltisbrandi sem komið hafa upp í Skagfield. Bandaríkjunum. Einn maður er látinn af þessum völd- um á Flórída en alls hafa 12 tilfelli komið upp í Bandaríkjunum. Sýklun- um er dreift í pósti og hafa dagblöð og sjónvarpsstöðvar helst verið skot- spónn þeirra sem smitinu dreifa. -j Hilmar, sem býr í Tallahassee, seg- ist ekkert hafa heyrt frá íslendingum varðandi þessi mál. Hann segir fólk al- mennt vera rólegt vegna þessa. „Þetta er frekar einangrað og fólk þarf að vera varkárt. Það hefur enginn íslendingur hringt í mig vegna þessa. Það er óþarflega mikið gert úr þessum málum í fjölmiðlum," segir Hilmar. Nánar á bls. 9 -rt cm- Riúpnaveiðin er hafin: Engar skyttur þjófstörtuðu Lögreglumenn víða um land fylgdust vei með þvi um helgina að rjúpnaveiði- menn væru ekki að halda til veiða áður en veiðitímabilið gekk í garð sem var á miðnætti sl. Lögreglumenn á Vopnafirði, Seyðis- firði, Egilsstöðum, Húsavík og í Borg- amesi sem DV ræddi við í gær, sögðu að menn hefðu ekki verið staðnir að verki við ólöglegar veiðar. Lögreglu- menn á Húsavík og í Borgamesi létu sér ekki nægja að fylgjast með á hefð- bundinn hátt heldur fóm í eftirlitsferð- ir í flugvélum en urðu lítils varir. -gk Fimm fastar í veitingaskipi - fundu ekki dyrnar Lögreglan í Reykjavík fékk upp- hringingu i fyrrinótt frá konum sem sögðust vera lokaðar inni um borð i veitingaskipinu Þór, sem liggur við Ingólfsbakka, og kæmust þær ekki í land. Lögreglunni tókst að hafa uppi á að- ila sem gat farið og losað konurnar úr prísundinni en þær voru fimm talsins. Konurnar munu hafa verið í einka- samkvæmi á „efri hæðinni" eins og þjónn um borð í Þór orðaði það við DV í gær. Hann sagði málið pinlegt en ekki hefði átt að vera flókið mál fyrir konurnar aö komast út úr skipinu og i land, til þess hefðu þær aðeins þurft að opna einar dyr og ganga síðan út. -gk Biskupar heilsast í kirkjunni DVMYND Þ0K Biskupinn, hr. Karl Sigurbjörnsson, og sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup heilsast við messu í Dómkirkjunni i gær- kvöld en búast má við að hin umdeilda skipun i embætti Kaupmannahafnarklerks muni bera á góma á kirkjuþingi. Ríkisútvarpið hætt útsendingum á stuttbylgju: Sjómenn segjast sviptir mikilvægu öryggistæki - sparnaðarráðstöfun, segir útvarpsstjóri Sjómenn án sambands Ríkisútvarpið hefur ákveðið að loka fyrir stuttbylgjusendingar sínar. Sjómenn í millilandasiglingum eru reiðir. Megn óánægja er meðal sjómanna eftir að forráöamenn Ríkis- útvarpsins tóku þá ákvörðun að hætta út- sendingú á stuttbylgju. Sjómennimir telja að verið sé að svipta þá mikilvægu öryggis- tæki. Útvarpsstjóri segir að grípa hafi orð- ið til þessa úrræðis í sparnaðarskyni. For- ráðamenn Eimskips hafa ritað útvarps- stjóra mótmælabréf vegna þessa en hann segir að ákvörðuninni verði ekki breytt í þeim niðurskurði sem RÚV standi frammi fyrir. „Við erum búnir að mótmæla þessu,“ sagði Haukur Már Stefáns- son, framkvæmdastjóri skiparekstr- ardeildar Eimskips, við DV í gær. „Forstjóri Eimskips skrifaði útvarps- stjóra bréf þar sem hann var beðinn um að hlutast til um að stuttbylgjan yrði sett aftur af stað. Það er mikil óá- nægja hjá okkar fólki og öllum sjó- mönnum yfir höfuð. Þeir ná ekki út- varpinu lengur." Haukur Már sagði að sjómenn fengju sendar veðurfregnir á telexi. En þar væru engar langtímaspár sem væri afar bagalegt fyrir alla sjómenn. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagði að stuttbylgjusendingun- um hefði verið hætt í spamaðar- skyni. RÚV hefði þurft að greiða til- tekna upphæð til Landssímans vegna þessara sendinga. Hins vegar hefði RÚV verið að auka þjónustu sína á Netinu sem kæmi t.d. íslendingum búsettum erlendis að góðu gagni. Þá hefðu langbylgjustöðvar verið reistar og teknar í notkun. Það hefði verið gert með það að mark- miði að bæta þjónustu við sjómenn á hafinu í kringum ísland sem ekki hefðu náð FM- sendingum. Lang- bylgjusendingar frá Gufuskálum og Eiðum næðu niður undir strendur Kanada og upp í Barentshaf. í ís- lenskum skipum sem væru á ferð annars staðar á jarðarkringl- unni væri búnaður sem hefði gert þeim kleift að ná stutt- bylgjusendingunum. „En núna, þegar við erum að spara, höfum við fellt þetta niður,“ sagði Markús Örn, sem kvað RÚV spara á aðra milljón króna á ári með því að fella stuttbylgjusendingamar niður. Hann sagði enn fremur að hér- lendis væri verið að auglýsa og selja búnað fyrir skip til að taka á móti netsendingum. Vonir stæðu til að skipafélögin sem gerðu út farskip myndu koma upp slíkum móttöku- búnaði í þeim fyrir sína menn. -JSS Kirkjuþing hefst í dag: Fríkirkjur fái inni í þjóð- kirkjunni Kirkjuþing hefst í dag í safnað- arheimili Grensáskirkju. Viö setninguna flytja ávörp þau hr. Karl Sigurbjörnsson biskup, Sól- veig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Jón Helgason, forseti kirkjuþings. Að því loknu verður opnaður form- lega nýr kirkjuvefur. Meðal þess sem rætt verður á þinginu er stofnun nýrrar sóknar f Kópavogi, Lindasóknar, og sam- eining nokkurra prestakalla í landinu, einnig lagafrumvarp frá dóms- og kirkjumálaráðherra um breytingu _ á lögum um kirkju- garða, greftrun og líkbrennslu. Nokkrar tillögur liggja líka fyrir kirkjuþingi. Ein þeirra er um að heimila fríkirkjum sem starfa á játningargrundvelli þjóðkirkj- unnar að starfa innan hennar og önnur um að jafnréttisáætlun kirkjunnar sé höfð í huga við kosningar til kirkjuþings því þar eru fáir fulltrúar kvenkyns. -Gun Slagsmál í Kópavogi: Aukalið lög- reglu kallað til Til slagsmála kom á Sæbólsbraut í Kópavogi í fyrrinótt. Þar voru tugir unglinga samankomnir og þeir neituðu að fara að tilmælum lögreglu og yfir- gefa svæði við íbúðarhús þar. Gleðskapur var í húsi við götuna og var þar margt unglinga á aldrinum 17-19 ára. Húsráðanda sinnaðist við einn gesta og tókust þeir á. Þá visaði hann gestum sínum, sennilega um 30 talsins, á dyr og kallaði á lögreglu. Þegar lögreglan kom á vettvang neit- uðu unglingarnir, að sögn lögreglu, að hlýða þeim fyrirmælum að fara og sýndu mótþróa. Lögreglan í Kópavogi hefur aðeins tvær bifreiðir og fjóra menn á þeim að næturlagi svo kallað var á aðstoö og kom ein bifreið lög- reglu frá Hafnarfirði og tvær frá Reykjavik með liðsauka. Til nokkurra átaka kom og lögregla handjárnaði nokkra aðfla. Þá fengu nokkrir skrámur í átökunum. Ungling- ar úr hópnum bera að lögregla hafi beitt þá mikilli hörku og er rætt um að kærur kunni að vera væntanlegar vegna þess. Lögreglan segist hins vegar einungis hafa beitt nauðsynlegu valdi sem þurfti til að dreifa fjöldanum. -gk „Flugdólgafjölskylda" látin laus „Flugdólgafjölskylda“ sem var með læti og hótanir í flugvél Flug- leiða á leið til Minneapolis á föstu- dagskvöld var látin laus af lög- reglu þar í borg eftir stutta yfir- heyrslu. Um var að ræða íslensk hjón og son þeirra sem eru búsett í Bandaríkjunum. „Áhöfn vélarinnar taldi rétt að gera lögreglu í Minneapolis við- vart um komu vélarinnar til borg- arinnar vegna framkomu fólksins sem m.a. viðhaföi ummæli um sprengingu," sagði Guðjón Arn- grímsson, fréttafulltrúi Flugleiða, um máliö í gær. Guðjón sagði að uppákoma eins og þessi væri litin mjög alvarlegum augum en Flug- leiðir hygðust ekki aðhafast frekar í þessu máli. Hjónin og sonur þeirra voru talsvert ölvuð og með ólæti í vél- inni. Steininn mun þó hafa tekið úr þegar þau höfðu í hótunum um að sprengja vélina í loft upp og þótti áhöfninni þá rétt að grípa til aðgerða. Lögreglu var því gert við- vart og þremenningarnir hand- teknir strax við komuna en sleppt aftur að lokinni yfirheyrslu sem fyrr sagði. -gk Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 bíother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.