Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Qupperneq 10
10
Útlönd
sÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001
I>V
REUTER-MYND
Condoleezza Rice
Þjóðaröryggisráögjafi Bush segir að
BNA séu ekki í stríöi gegn íslamstrú.
Bandaríkin verða
að herða sig í
áróðursstríðinu
Bandaríkjamönnum kann að hafa
orðið eitthvað ágengt í hernaðarað-
gerðum sinum gegn Afganistan und-
anfarna rúma viku. Þeir eiga þó enn
langt í land ef þeir ætla sér að vinna
áróðursstríðið, að sögn sérfræðinga
i fjölmiðlun og utanríkisstefnu.
„Baráttan um upplýsingamar er
lykilatriði fyrir okkur ef okkur á að
miða eitthvað í baráttunni gegn
hryðjuverkum þegar til lengri tíma
er litið,“ segir Jamie Metzl, fyrrv.
starfsmaður þjóðaröryggisráðs BNA
í forsetatíð Bills Clintons.
Fréttaskýrendur segja að stjórn-
völd verði að gera meira til að koma
í veg fyrir að átökin verði túlkuð
sem krossferð kristinna gegn
múslímum. Condoleeza Rice, þjóð-
aröryggisráðgjafi Bush forseta, kom
fram í arabísku sjónvarpsstöðinni
al Jazeera í gær og sagði einmitt að
stríðið gegn Osama bin Laden væri
ekki stríð gegn íslam.
Engir arabar í
trukkaskólanum
Bandariska alríkislögreglan FBI
hefur fengið staðfestingu á því að
ekki hefðu neinir arabískir karl-
menn, sem ekki töluðu ensku, skráð
sig í ökuskóla fyrir flutningabíla í
Kólóradó, að sögn talsmanns FBI.
í nýjasta tölublaði tímaritsins
Time kemur fram að starfsmaður
ökuskóla í Kólóradó hafi gefið FBI
upplýsingar um að milli 25 og 35 ar-
abískir karlmenn hefðu stundað
nám í skólanum á undanförnum
tveimur árum. Að sögn Time töluðu
mennirnir enga ensku og notuðu
allir sama túlkinn.
Ótti er við að hryðjuverkamenn
kunni að beita flutningabílum í
frekari árásum sínum á Bandaríkin
eða bandaríska hagsmuni.
Rudolph Giuliani
Breska krúnan hefur ákveðiö að slá Giuli-
ani, borgarstjóra New York, til riddara.
Giuliani aðlaður
Andrew prins, hertogi af York, sem
nú er í heimsókn í New York, hefur
staðfest að til standi að breska krúnan
heiðri Rudolph Giuliani borgarstjóra
og að hann verði sleginn til riddara
fyrir frækilega framgöngu sína í kjöl-
far hryðjuverkaárásanna á borgina.
Prinsinn mun hafa tilkynnt Giulliani
þetta um helgina og sagðist borgar-
stjórinn bæði vera snortinn og þakk-
látur fyrir þennan mikla heiður sem
sér sé sýndur. „Ég vil nota tækifæriö
til að þakka Bretum frábæran stuðn-
ing, en lít þó á þetta sem viðurkenn-
ingu til okkar allra," sagði Giuliani.
Fundur Yassers Arafats og Tony Blairs í London:
Blair ítrekar stuðning sinn
við stofnun Palestínuríkis
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, notaði tækifærið á frétta-
mannafundi í gær, sem haldinn var
eftir fund þeirra Yassers Arafats, leið-
toga Palestínumanna, að Downing-
stræti 10 í London, til að ítreka ákveð-
inn vilja sinn til stofnunar sjálfstæðs
ríkis Palestínumanna og tók þar með
undir yfirlýsingu Georg W. Bush
Bandaríkjaforseta sem hann gaf fyrir
heimsókn Donalds Rumsfelds til Mið-
Austurlanda í fyrri viku.
Blair hefur aldrei verið einarðari í
afstöðu sinni til málsins, enda skynj-
aði hann mikinn þrýsting arabaríkja í
málinu í heimsókn sinni á svæðið í
síðustu viku, þar sem ráðamenn
gerðu honum ljóst að friöur í Palest-
ínu væri algjört skilyrði fyrir áfram-
haldandi samvinnu gegn hryðjuverk-
um í heiminum. Orð Blairs á frétta-
mannafundinum verða ekki túlkuð á
annan veg en að stofnun ríkisins hafi
nú allan forgang og að friðarviðræður
við ísraelsmenn þoli enga bið.
Það gæti þó orðið þrautin þyngri,
því ísraelsmenn hafa gert það að al-
gjöru skilyrði að umsamið vopnahlé
stríðandi fylkinga í landinu haldi áð-
Blair og Arafat
Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands,
tekur á móti Arafat við komu hans til
bústaðar hans að Downingstræti 10.
ur en ferlið fari í gang, en á sama
tíma gera hægri öflin í ríkisstjórn
ísraels og róttækari armar Palestínu-
manna allt til að spilla fyrir. ísraelar
hafa þar ekki verið neinir eftirbátar
Palestí'numanna og notuðu til dæinis
tækifærið um helgina, meðan Arafat
var í London, tO að myrða tvo hátt-
setta foringja Hamassamtakanna, sem
grunuð eru um að hafa staðið á bak
við sjálfsmorðsárásir á ísraelska borg-
ara á undanfórnum vikum.
Fyrra morðið var framið á sunnu-
daginn i þann mund sem Arafat var
að halda til London og það seinna á
mánudag, meðan Arafat fundaði með
Blair. Á sama tíma hóf ísraelski her-
inn að flytja herlið sitt frá herteknu
svæðunum á yfirrráðasvæði Palest-
ínumanna á Vesturbakkanum, sem
sýnir að hver höndin virðist vera upp
á móti annarri í herbúðum ísraela,
þar sem hægri öflin vilja ekkert gefa
eftir. Þeir segja að ekkert nýtt hafi
komið fram í máli Arafats í London
og að Blair viti það fullvel að hann sé
ekkert annað en hryðjuverkamaður
sem tali tveimur tungum.
Á meðan fundurinn fór fram í
London var ungur Palestínumaður,
sem skotinn var til bana af eigin ör-
yggissveitum í mótmælum sem fram
fóru í Gaza gegn árásinni á Afganist-
an, borinn til grafar og var búist við
auknum óróa á svæðinu í kjölfarið.
REUTER-MYND
Andstæöur á flugvellinum í Istanbúl
Tyrkneskir múslímar í hefðbundnum klæönaði spjalla saman nærri upplýstu auglýsingaskilti inni í flughöfninni í
Istanbúl á meðan þeir bíða eftir að skrá sig í flug. Hálfnakta konan á auglýsingaskiltinu er að auglýsa tyrkneskt
netfyrirtæki og er mjög áberandi í brottfararsal flugstöðvarbyggingarinnar.
Mestu loftárásir í björtu frá upphafi átakanna:
Ráðist 130 sinnum á
talibanana í Kandahar
Bandarískar orrustuvélar gerðu í
gær hörðustu árásir sínar í dags-
birtu á Afganistan frá því hernaðar-
aðgerðimar hófust fyrir rúmri
viku. Donald Rumsfeld, landvarna-
ráðherra Bandarikjanna, varaði
hersveitir talibana fyrir norðan af-
gönsku höfuðborgina Kabúl að fleiri
sprengjur væru á leiðinni.
Talibanastjórnin sagöi í morgun
að bandarískar flugvélar hefðu farið
í 130 árásarferðir gegn höfuðvígi
þeirra í Kandahar í sunnanverðu
landinu í gær og að fjöldi manna
hefði týnt lífi. í þeim árásum beittu
Bandaríkjamenn AC-130-sprengju-
flugvélum sem eru þær skaöræðis-
legustu sem þeir hafa yfir að ráða.
Rumsfeld sagði á fundi með
fréttamönnum að síöustu daga hefði
REUTER-MYND
Ógnvekjandi drápstól
Bandaríkjamenn beittu AC-130-
sprengjuflugvélum í árásum sínum á
borgina Kandahar í Afganistan.
Bandaríkjamenn hafa ekki yfir að
ráða flugvél sem getur valdiö meira
tjóni en þessi.
gengið betur að afla upplýsinga,
bæði úr lofti og af jörðu niðri, eða
frá því árásir í dagsbirtu færðust í
aukana um helgina.
Richard Myers, yfirmaður banda-
ríska herráðsins, bætti við að bæði
bandarísk og bresk herskip hefðu
skotið flugskeytum á ný á skotmörk
eins og flugvelli og þjálfunarbúöir
hryðjuverkamanna.
Liðsmenn Norðurbandalagsins,
sem berst gegn talibönum, hafa
hvatt Bandaríkjamenn að undan-
fomu til að ráðast gegn rúmlega
fimm þúsund hermönnum talibana
norðan við Kabúl. Rumsfeld sagði
aö næstu daga yrði ekki gott að vera
þar. Hersveitir stjómarandstæðinga
hafa nokkur landsvæði í norðan-
verðu Afganistan á valdi sínu.
Stuttar fréttir
Samfylkingin lifi áfram
John Prescott,
aðstoðarforsætis-
ráðherra Bret-
lands, lét þá ósk í
ljós í Moskvu í
gær að samfylking-
in sem nú hefur
sameinast i barátt-
unni gegn hryðju-
verkamönnum gæti tekið á um-
hverfismálum og útbreiddri fátækt I
heiminum að átökunum loknum.
Líkir íslam við nasisma
í nýjasta flokksblaði Danska þjóð-
arflokksins er nasisma og íslamstrú
spyrt saman og því haldið fram að
margt sé líkt með þeim og að þau
eigi sameiginlega sögu.
Loforð í Makedóníu
Þingmenn í Makedóníu höfðu í
gær uppi fögur fyrirheit um að
blása nýju lífi i friðarferlið en ekki
virðast miklar líkur á árangri nema
þeir láti af skilyrðum sínum fyrir
umbótum sem friðarsamningur við
albanska skæruliða gerir ráð fyrir.
Efnahagsmálin á dagskrá
Bandaríkin fullvissuðu aðildar-
lönd APEC, viðskiptabandalags
Asíu- og Kyrrahafsþjóða, í gær um
að baráttan gegn hryðjuverkum
myndi ekki skyggja á fyrirhugaðan
leiðtogafund. Tekið yrði á efnahags-
málum og viðskiptum.
Flugmenn varkárir
Flugmenn sem fara í árásarferðir
á Afganistan frá flugmóðurskipinu
Carl Vinson eru sérlega varkárir í
kjölfar frétta um að enn ein
sprengja hafi fallið á rangt skot-
mark, að sögn yfirmanna þeirra.
Ekki fariö víðar
Jack Straw, utan-
ríkisráðherra Bret-
lands, sagði í við-
tali við arabísku
sjónvarpsstöðina
sem sýnt var i
morgun að Bretar
hefðu ekki uppi
nein áform um að
ráðast á önnur lönd en Afganistan i
baráttunni gegn hryðjuverkamönn-
um. Þá sagðist hann ánægður með
stuðning ríkja við Persaflóann.
Morð vegna vonds kaffis
ítalskur karl sagöi í gær að hann
hefði drepið 72 ára eiginkonu sina
af því að kaffið sem hún hafði lagað
var ódrekkandi. Karlinn, sem er 84
ára, barði konuna til bana með
hamri.
Fáránlegar tölur
Donald Rumsfeld,
landvarnaráðherra
Bandarikjanna,
sagði í gær að stað-
hæfingar talihana-
stjórnarinnar í Afg-
anistan um að
hundruð óbreyttra
borgara hefðu fallið
í árásum Bandaríkjamanna á þorp
eitt væru fáránlegar. Talibanar
sögðu að allt að tvö hundruð hefðu
týnt lífi í þorpinu Khorum.
Annan harmar mannfall
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, harmaði í
gær að óbreyttir borgarar skyldu
hafa fallið í lofthemaði Bandaríkja-
manna og Breta gegn Afganistan
síðustu daga.