Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Page 22
26 íslendingaþættir iJmsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára__________________________ Svanhvít Guðmundsdóttir, Skothúsvegi 15, Reykjavík. Sigurlín Guðmundsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. 85 ára__________________________ Kristín Siguröardóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Ástfinna Pálsdóttir, Eyrargötu 22, Siglufiröi. 80 ára__________________________ Gunnar Pétursson, Hringbraut 50, Reykjavík. Halldór Siguröur Haraldsson, Starmýri 23, Neskaupstað. 75 ára_________________________ Guðrún Sumarliðadóttir, Vesturbergi 143, Reykjavík. Ingiberg Benediktsson, Stóra-Múla 1, Búöardalur. 70 ára_________________________ Helga Henrysdóttir, Efstaleiti 10, Reykjavík. Guömundur Halldórsson, Logafold 5, Reykjavík. Sveinberg Hannesson, Kirkjustétt 7, Reykjavík. Hann er að heiman. Sveinsína Frímannsdóttir, Suðurgötu 12, Keflavík. Védís Bjarnadóttir, Höfðabrekku 14, Húsavík. Ingvar Kárason, Árlandi, Húsavík. 60 ára_________________________ Huginn Sveinbjörnsson, Efstahjalla la, Kópavogi. 3ára Ólafsdóttir, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. 30 ára_________________________ v/alborg María Stefánsdóttir, Stigahllð 48, Reykjavík. Margrét Óskarsdóttir, Fiskakvísl 3, Reykjavík. Siguröur Valtýsson, Reyrengi 33, Reykjavík. Helga Guðsteinsdóttir, Blikanesi 21, Garðabæ. Ragnhildur Freyja Sverrisdóttir, Bæjargili 11, Garðabæ. Eiður Arnarson, Fagrahvammi 3, Hafnarfirði. Jónas Hallgríms Jónasson, Geldingalæk, Hella. 40 ára_________________________ Arnaldur Sigurðsson, Ljósvallagötu 18, Reykjavík. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Sjafnargötu 9, Reykjavík. Gréta Ösp Jóhannesdóttir, Laugarnesvegi 92, Reykjavík. Ólöf Brynja Jónsdóttir, Hafnardal, Hólmavík. Birkir Björnsson, Aðalstræti 10, Akureyri. Lára Ósk Garöarsdóttir, Lerkilundi 15, Akureyri. Svanlaug Inga Skúladóttir, Þórunnarstræti 81, Akureyri. Smáauglýsingar Allt til alls ►I550 5000 Andlát Anna Gísladóttir, Álfabyggð 3, Súðavík, lést á Heilbrigðisstofnun ísafjarðarbæjar að morgni fimmtud. 11.10. Jarðarförin veröur auglýst síöar. Úlfar Einar Kristmundsson, Huldulandi 4, lést á Landspltala Fossvogi fimmtud. 11.10. Sigurbjörg P. Sigurhannesdóttir, Stór- holti 24, Reykjavík, lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund sunnud. 7.10. sl. Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Guölaugur Halldórsson frá Hvammi, síð- ast til heimilis á Ægisgötu 4, Akureyri, lést á heimili sínu laugard. 6.10. sl. Út- förin hefur fariö fram I kyrrþey aö ósk hins látna. Gísii Ingimundarson, Grettisgötu 52, Reykjavík, andaðist á líknardeild Land- spítalans I Kópavogi föstud. 12.10. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 DV Helgi Ágústsson sendiherra íslands í Kaupmannahöfn Helgi Ágústsson, sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn, er sextug- ur í dag. Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1958, stúdentsprófi frá VÍ 1963 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1970. Helgi var fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu 1970-73, sendiráðsritari og sendiráðunautur í sendiráði íslands í London 1973-77, deildarstjóri í ut- anríkisráðuneytinu 1977-78, deildar- stjóri og formaður varnarmála- nefndar 1979-83, sendifulltrúi i sendiráðinu í Washington 1983-87, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt- inu 1987-89, sendiherra í London 1989-95, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins 1995-99 og hefur verið sendiherra í Kaupmannahöfn frá 1999. Helgi sat í stjórn körfuknattleiks- deildar KR 1959-73 og 1977-80, var formaður körfuknattleiksdeildar 1966-70 og 1977-79, sat í stjórn Körfuknattleikssambands íslands 1966-67 og 1972-73 og var formaður KKÍ 1982-83. Fjjölskylda Helgi kvæntist 7.12. 1963 Hervöru Jónasdóttur, f. 18.9.1943, húsmóður. Hún er dóttir Jónasar Björgvins Jónssonar, f. 29.6. 1907, d. 10.9. 1996, og Guðbjargar Hallgrímsdóttur, f. 24.6. 1906, d. 1.5. 1980. Börn Helga og Hervarar eru Jónas Ragnar, f. 3.10. 1963, lögreglu- maður í Reykjavík, en eiginkona hans er Jóna Bára Jónsdóttir, f. 16.10. 1968, innheimtustjóri Ferða- skrifstofu íslands, og eiga þau sam- an þrjú börn auk þess sem Jónas á eitt fósturbarn; Guðmundur Björg- vin, f. 3.12. 1964, ráðuneytisstjóri í Reykjavík, en eiginkona hans er Helga Jóna Benediktsdóttir, f. 13.12. 1960, lögfræðingur og á Guðmundur eina dóttur frá fyrra hjónabandi en Guðmundur og Helga Jóna eiga saman tvo syni; Helgi Gunnar, f. 19.11. 1971, BA í sálfræði, búsettur í Reykjavík, en eiginkona hans er Fríða Ingibjörg Pálsdóttir, f. 30.6. 1972, hjúkrunarfræðingur og eiga þau einn son; Oddfríður Steinunn, f. 28.5.1977, nemi, búsett í Hafnarfirði, og á hún þrjú börn. Alsystir Helga: Kristjana Ágústs- dóttir, f. 27.3. 1938, d. 28.1. 1994. Hálfsystkini Helga eru Emil Pét- ur Ágústsson, f. 7.7. 1944, stýrimað- ur í Keflavík; Ásgerður Ágústsdótt- ir, f. 14.4. 1946, hárgreiðslumeistari á Akureyri; Ásthildur Ágústsdóttir, f. 24.12. 1955, skrifstofumaður, bú- sett í Búðardal. Foreldrar Helga voru Ágúst Her- bert Pétursson, f. 14.9. 1916, d. 1.3. 1996, bakarameistari, sveitarstjóri og oddviti Patreksfjarðar, og Helga Jóhannesdóttir, f. 20.10. 1915, d. 16.10. 1941, húsmóðir. Fósturforeldrar Helga voru Guð- mundur R. Oddsson, f. 6.6. 1896, d. 1.2. 1984, forstjóri Alþýðubrauðgerð- arinnar, og Oddfríður S. Jóhanns- dóttir, f. 6.6. 1896, d. 6.8. 1976, hús- móðir. Ætt Ágúst var sonur Péturs Jóns, skipstjóra í Bolungarvík, Sigurðs- sonar, b. á Meiribakka, Péturs- sonar, og Friðrikku Elíasdóttur. Móðir Ágústs var Kristjana Þór- unn, systir Mariu Bjargeyjar, móð- ur Þorvalds Garðars Kristjánsson- ar, fyrrv. alþingisforseta. Kristjana Þórunn var dóttir Einars, sjómanns í Bolungarvík, bróður Elínar, langömmu Böðvars Bragasonar lög- reglustjóra. Einar var sonur Jó- hannesar, b. á Blámýrum, Jónsson- ar. Móðir Jóhannesar var Þóra Jónsdóttir yngra, b. á Laugabóli Bárðarsonar, ættföður Arnardals- ættar, Illugasonar. Helga var dóttir Jóhannesar, verkamanns í Súgandafirði, bróður Kristínar, langömmu Gylfa Guð- munssonar skólastjóra, Óttars Felix framkvæmdastjóra og Sveins Rún- ars læknis Haukssona. Jóhannes var sonur Friðberts, hreppstjóra í Vatnadal, Guðmundssonar og Sig- mundínu Sigmundsdóttur frá Botni. Móðir Helgu var Sigrún, dóttir Benedikts Gabríels, formanns í Bol- ungarvík, Jónssonar, bróður Mar- grétar, langömmu Valdimars Örn- ólfssonar menntaskólakennara. Jón var sonur Jóns, húsmanns á Ósi, Sumarliðasonar. Móðir Benedikts Gabríels var Sigríður Friðriksdótt- ir, b. á Látrum, Halldórssonar. Móð- ir Sigrúnar var Valgerður Þórarins- dóttir, b. á Látrum, Þórarinssonar, b. á Látrum, Sigurðssonar. Helgi og Hervör taka á móti gest- um í KR-heimilinu á afmælisdaginn kl. 17.00. Fímrntugur 1 Attræð Valdimar Reynir Björnsson Filippía Kristjánsdóttir nemi viö Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki húsmóðir í Kópavogi Valdimar Reynir Bjömsson, nemi við Fjöl- brautaskólann á Sauðár- króki, til heimilis á sam- býli fatlaðra á Sauðár- króki, varð fimmtugur i gær. Starfsferill Valdimar fæddist á Sauðárkróki en ólst upp í Framnesi í Blönduhlíð. Þá átti hann heima i Varmahlíð um skeið hjá Sigurlaugu systur sinni. Valdimar flutti í sambýli fatlaðra á Sauðárkróki 1998. Hann stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Norður- lands á Sauðárkróki. Fjölskylda Systkini Valdimars eru Sigtrygg- ur Jón, f. 4.1.1938, kennari á Hvann- eyri; Broddi Skagfjörð, f. 19.7. 1939, oddviti í Framnesi; Sigurður Hreinn, f. 16.5. 1941, kennari við Nesjaskóla; Sigurlaug Una, f. 25.2. 1943, húsmóðir og verkakona í Varmahlíð; Helga Björk, f. 7.11.1944, forstjóri í Hveragerði; Gísli, f. 16.4. 1947, húsasmíðameistari á Sauðár- króki; Ingimar Birgis, f. 1.3. 1950, húsasmíða- meistari á Sauðárkróki. Foreldrar Valdimars: Björn Sigtryggsson, f. 14.5. 1901, fyrrv. bóndi á Framnesi í Blönduhlíð, nú á Sauðárkróki, og k.h., Þuríður Jónsdóttir, f. 10.3. 1907, fyrrv. hús- freyja á Framnesi. Ætt Bjöm er sonur Sigtryggs, b. í Framnesi, Jónatanssonar, b. í Litla- Árskógi og á Reykjahóli í Fljótum, Ögmundssonar, b. á Efri-Vindheim- um í Eyjafirði, Ólafssonar. Móðir Sigtryggs var Hólmfríður Gunn- laugsdóttir frá Gröf. Móðir Bjöms var Sigurlaug Jó- hannesdóttir, hreppstjóra á Dýr- finnustöðum, Þorkelssonar og Krist- ínar Jónsdóttur, b. í Framnesi, Jónssonar. Þuríður er dóttir Jóns ríka á Flugumýri Jónassonar og Sigríðar Guðmundsdóttur frá Gröf í Laxár- dal í Dalasýslu. Filippía Kristjánsdóttir húsmóðir, EfstahjaUa 21, Kópavogi, er áttræð í dag. Starfsferill FUippía fæddist á Flat- eyri og ólst þar upp. Hún var búsett á Flateyri til haustsins 1970 er hún flutti með fjölskyldu sinni í Kópavoginn þar sem hún hefur átt heima síðan. FUippía starfaði að mestu sem húsmóðir en eftir að hún Uutti suð- ur vann hún töluvert við sauma- skap að ýmsu tagi. Fjölskylda FUippía giftist 16.10. 1943 Einari Jóhannessyni frá Hlíð í Álftafirði, f. 23.6. 1923, d. 5.5. 1988, vélstjóra. For- eldrar hans: Jóhannes Gunnlaugs- son og Málfríður Sigurðardóttir en þau stunduðu lengst af búskap að Hlíð í Álftafirði. Böm Filippíu: Ásbjörg, f. 1939, skrifstofumaður, búsett í Kópavogi; Agnes, f. 1943, hárgreiöslumeistari, búsett í Reykjavík; Erna, f. 1945, skrifstofumaður, búsett í Kópavogi; Kristján, f. 1950, rafveitustjóri, búsettur á Flateyri; Jóhannes, f. 1953, vélstjóri, búsettur í Hafnarfirði; Reynir, f. 1956, húsasmíðameistari, búsettur í Reykjavík. Barnabörn Filippíu eru nú fimmtán talsins en langömmubörnin eru tíu talsins. Systkini Filippíu eru öll látin. Þau voru Ragnheiður, húsmóðir á Flateyri; Ásgeir, fórst ungur maður, var búsettur á Flateyri; Hjálmar, lengst af verkamaður og síðan húsvörður, búsettur á Flateyri og síðan í Reykjavik. Foreldrar Filippíu voru Kristján Guðnason og Rögnvaldína Hjálm- arsdóttir, bæði fædd og uppalin í Langadal við Djúp. Filippía verður að heiman á af- mælisdaginn en hún tekur á móti vinum og vandamönnum að Skógar- hlíð 8, Reykjavík, (húsi Krabba- meinsfélagsins), á 4. hæð, laugard. 20.10. milli kl. 15.00 og 18.00. Merkír Islendingar Stefán frá Hvítadal Stefán frá Hvltadal fæddist á Hólmavík 16. október 1887, sonur Sigurðar Sig- urðssonar, kirkjusmiðs á Hólmavík og víðar, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur. Stefán ólst upp á Stóra-Ejarðarhomi við Kollafjörð og í Hvítadal í Saurbæ. Hann lærði prentnám á ísafirði og í Reykjavík, var í Noregi 1912-1915, m.a. á heilsuhælum sökum tæringar, stofn- aði heimili á Ballará, var á Krossi á Skarðsströnd en bóndi í Bessatungu í Saurbæ frá 1925 og til æviloka. Stefán gerðist ungur kaþólskrar trúar. Ljóðabækur Stefáns: Söngvar föru- mannsins, 1918; Óöur einyrkjans, 1921; Heilög kirkja, 1924; Helsingjar, 1927, og Anno Domini, 1930. Söngvar förumannsins er lang- besta ljóðabók Stefáns og tímamótaverk í ís- lenskri ljóðlist. Hún gerir hann að einu fremsta skáldi nýrómantísku stefnunnar, og ásamt Davíð Stefánssyni, (Svartar fjaðrir, 1919), að helsta boðbera hinnar hinnar lífsglöðu, kraftmiklu og rómantísku aldamótakynslóðar. Stefán var rómantískt lífsnautna- skáld en ástarljóð hans eru áleitnari, berorðari og holdlegri en áður tiðkaðist. Ýmis höfuðskáld hafa skrifað um Stefán og dásamað skáldskap hans, s.s. Tómas Guðmundsson sem gaf út heildarljóðasafn hans, meistari Þórberg- ur sem brallaði með honum í Unuhúsi og víðar, Halldór Laxness í bókinni Af skáldum og Hannes Pétursson í Eimreiðina 1972. Jarðarfarir Pétur Sigurjónsson, húsasmiðameistari frá Þingeyri, verður jarösunginn frá Há- teigskirkju þriðjud. 16.10. kl. 13.30. Útför Guðbjargar Pálsdóttur, Furugeröi 1, fer'fram frá kirkju Óháða safnaðarins fimmtud. 18.10. kl. 15.00. Útför Bergþórs N. Jónssonar sjómanns, Ránargötu 13, fer fram frá Fossvogs- kirkju, fimmtud. 18.10. kl. 13.30. Útför Jóhannesar Jónssonar, fýrrv. raf- verktaka, Stóragerði 9, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjud. 16.10. kl. 13.30. Ólafur Sigurður Jóeisson skipstjóri verð- ur jarðsunginn frá Hallgrimskirkju þriðjud. 16.10. kl. 15.00. Þórhallur Hálfdánarson skipstjóri, Vita- stíg 2, Hafnarfirði, veröur jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjud. 16.10. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.