Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001
Fréttir X>V
Steingrímur J. Sigfússon endurkjörinn formaður Vinstri grænna á samstöðufundi:
m
Aldrei mikilvægara
að losna við herinn
- neyðarástand í húsnæðismálum brennur mjög á mönnum, að mati Ögmundar
Ánægja með stjórnina
Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn formaöur meö langvinnu
lófaklappi á landsfundi Vinstri grænna í gær.
„Það sem mér finnst helst standa
upp úr er hve þetta reyndist ein-
staklega kraftmikill og öflugur fund-
ur. Ég er nú búinn að vera á
nokkrum svona samkomum í gegn-
um tíðina en minnist þess ekki að
hafa verið á betri fundi. Hann var
einstaklega starfsamur og skemmti-
legur. Hér rikti mikil eindrægni,"
sagði Steingrímur J. Sigfússon að
afloknum landsfundi Vinstri
grænna í samtali við DV í gær.
Hann var endurkjörinn formaður
sem og öll stjórn félagsins. Engin
mótframboð komu fram.
Óvissa um R-lista samstarf
Fleiri fulltrúar landsfundarins
taka undir með Steingrími um að
eindrægni og samstaða hafi verið sá
andi sem sveif yfir vötnunum en
skiptar skoðanir komu þó í ljós
varðandi þátttöku i Reykjavíkurlist-
anum. Fundinum var hins vegar
ekki ætlað að taka afstöðu til þess
máls og því ríkir enn óvissa um ör-
lög R-listans.
Steingrímur sagði að umræður
um umhverfisvernd, utanríkis- og
friðarmál hefðu verið áberandi.
Viðamikil stjórnmálaályktun hefði
verið afgreidd og margar ályktanir
um sérmál, s.s. atvinnu, byggðir,
menningu og menntun. Norskur
fulltrúi systurflokks Vinstri grænna
var á fundinum og bar þau skilaboð
að norsk stjórnvöld myndu ekki láta
það átölulaust ef Norsk Hydro hygð-
ist standa fyrir miklum umhverfis-
spjöllum á íslandi. Aukinheldur
sagði fulltrúinn að Noregur myndi
ekki hugsa sér tU hreyfings varð-
andi aðild að Evrópusambandinu.
Steingrímur segir um R-listann
að það hafi ekki verið hlutverk
fundarins að ræða aðild eða ekki en
hins vegar hafi þau mál borið á
góma og ekki hafi komið á óvart að
ýmis sjónarmið og ólík væru uppi
þar. „Verkefnið er á hendi okkar fé-
lags í Reykjavík en það er nokkuð
ljóst að framboðsmálin í sveitar-
stjórnarkosningunum verða með
Með grímu og járnstöng:
10/11
verslun
rænd
Vopnað rán var framið í verslun
10/11 í Héðinshúsinu á laugardags-
kvöld. Rétt fyrir klukkan 21 um
kvöldið ruddist grímuklæddur mað-
ur inn í búðina, ógnaði starfsfólkinu
með járnstöng og komst á brott með
80 til 90 þúsund krónur í reiðufé.
Samkvæmt frásögn sjónarvotts
voru margir viðskiptavinir í búðinni
þegar ránið var framið, þar á meðal
við kassana. Maðurinn - „breiður og
ákveðinn" - kom inn í búðina með
lambhúshettu á höfðinu, mölbraut
örbylgjuofn með járnstönginni og
hélt því næst að kössunum með bar-
eflið á lofti. Starfsmennirnir tveir
viku frá og hann opnaði kassana
sjálfur og tæmdi úr þeim. Vitorðs-
maður hélt hurð verslunarinnar op-
inni á meðan og saman forðuðu þeir
sér eftir ránið. Ránið tók ekki nema
rúma mínútu í framkvæmd og ekkert
var sagt meðan á því stóð.
Árangurslaus leit var gerð að
mönnunum í nágrenni búðarinnar
eftir ránið og í gærkvöldi voru þeir
enn ófundnir. -fln
ýmsum hætti eftir stöðum.“
Hemaðaraðgerðir Bandaríkjanna
og blikur á lofti í öryggismálum
heimsbyggðarinnar voru mjög til
umræðu hjá Vinstri grænum og
náðist góð sátt um málefnalega and-
stöðu gegn aðgerðum Bandaríkj-
DV. HVERAGERDI:
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra og bæjarstjóri Hveragerðis
undirrituðu á laugardag samkomu-
lag, þar sem lýst er yfir þvi að heil-
brigðisráðherra muni leggja til við
Alþingi að veittur verði styrkur til
byggingar á nýju baðhúsi við
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Þá mun ráðherra leggja til að styrk-
ur verði veittur til byggingar íbúð-
arálmu fyrir 25-30 vistmenn ásamt
viðbótarframlagi. Bæjarstjórinn í
Hveragerði mun á sama hátt leggja
til við bæjarstjórn Hveragerðisbæj-
ar að veita styrk úr bæjarsjóði til
þessa verkefnis. Að lokum segir í
samkomulaginu að heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra muni beita
sér fyrir því að Framkvæmdasjóður
aldraðra veiti styrk til byggingar
íbúðaálmunnar.
Aðspurður sagðist heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra lítast mjög
vel á uppbyggingu þessarar stofnun-
ar. Baðhúsið yrði mikilvæg viðbót
við þá starfsemi, sem verið hefði og
anna, að sögn Steingríms. Hver eru
skilaboð fundarins til íslenskra
stjórnvalda?
„Þau eru ótvírætt að ísland verði
tryggt sinni arfleifð sem friðarþjóð
án hers. Við viljum að deilumál
verði leyst með friðsamlegum að-
mikilvæg fyrir heilbrigðiskerfið i
landinu. Varðandi upphæð styrks-
ins, 65 milljónir króna, teldi hann
ekki vera vegið að öðrum heilbrigð-
ferðum eins og nokkur kostur er.
Við erum andvíg því að ríkisstjórn-
in sé að draga íslendinga inn í hern-
aðaraðgerðir gegn öðrum þjóðum."
Herinn burt
- Hvað með afstöðu til bandaríska
hersins í Keflavík?
„Við viljum að herinn hverfi úr
landi og ísland segi sig úr hernaðar-
bandalaginu en í staðinn verði kom-
ið á alþjóðlegu friðar- og öryggis-
gæslukerfi í anda Sameinuðu þjóð-
anna. Við trúum ekki á stálið."
- Var einhugur um að herinn
skyldi á brott?
„Já, ályktun um þetta var af-
greidd án mótatkvæða."
- Þannig að þið gefið lítið fyrir
þær raddir sem halda því fram að
vera hersins sé einstaklega mikil-
væg á þessum tímum?
„Já, það er alveg gagnstætt. Ef
eitthvað er ættu þessir atburðir í
heimsmálunum undanfarið að
minna okkur á haldleysi vígvæðing-
arinnar þegar mesta herveldi sög-
unnar getur ekki tryggt öryggi
þegna sinna.“
Hvað skoðanakannanir varðar
segir Steingrímur að menn séu ekki
allt of uppteknir af jákvæðum vís-
bendingum þeirra. Athyglisvert sé
þó hve þétta mælingu stjórnmála-
hreyfingin fái og þá réttum megin
við 20 prósentin. „Við höfum náð
því í tvö ár að halda okkur sem
næst stærsta flokki landsins sam-
kvæmt könnunum og það er hvetj-
andi en við munum ekki láta skoð-
anakannanir stjóma lífi okkar.“
Ögmundur Jónasson sagði í sam-
tali við DV að Vinstri grænir teldu
brýnast, auk baráttu gegn stóriðjuá-
formum stjórnvalda og einkavæð-
ingu, að komið verði skikk á hús-
næðismálin. „Það hefur skapast al-
gjört neyðarástand í húsnæðismál-
um hér á suðvesturhorninu og
menn fengu þau skilaboð að hendur
skyldu standa fram úr ermum til að
leysa þau mál,“ sagði Ögmundur.
isgeirum, þetta verkefni væri mjög
mikilvægt fyrir endurhæfingu og
forvarnir í landinu öllu.
-eh
Matstillaga samþykkt
Skipulagsstofhun
I hefur faUist á tillögu
Landsvirkjunar að
| matsáætlun Norð-
•,'v-j J lingaölduveitu með
■ allmörgum skilyrð-
\ - , /u um. Þau lúta meðal
I annars að fram-
----® kvæmdinni í heild,
tengdum framkvæmdum, upplýsingum
um umfang og áherslur umhveríismats-
ins og samfélagsáhrifum og landslagi.
Athugasemdir við matstillöguna bárust
frá 13 umsagnaraðilum, fimm félaga-
samtökum og þremur einstaklingum.
Fundað í sjúkraliðadeilu
Kjaradeila sjúkraliða stendur enn
yfir og mun samninganefnd þeirra
funda í dag með samninganefndum
sveitarfélaga og ríkisins. Fyrst fundar
nefndin með Launanefnd sveitarfélaga
og strax þar á eftir með samninga-
nefnd ríkisins.
Bústaður brann
Sumarbústaður í Djúpárhreppi ofan
við Þykkvabæ brann til grunna á laug-
ardagskvöld.. Ekki er útilokað að um
íkveikju hafi verið að ræða og eru þeir
sem orðið hafa varir við mannaferðir
við bústaðinn, sem er á bökkum Hólsár,
í gærkvöldi beðnir að hafa samband við
lögreglu. Bústaðurinn var mannlaus
þegar eldurinn kom upp.
Vígsluafmæli sex presta
björn Einarsson biskup sem vígði
prestana þá og prédikaði hann einnig í
Dómkirkjunni í gær. Prestarnir eru
Gunnþór Ingason, Hjálmar Jónsson,
Pétur Þórarinsson, Sighvatur Birgir
Emilsson, Vigfús Þór Ámason og Vig-
fús Ingvarsson.
Rjúpnaskytta kom í leitirnar
Björgrmarsveitir á Héraði og á
Austfjörðum leituðu að týndri
rjúpnaskyttu við Borgarijörð eystra
síðastliðið laugardagskvöld. Stóð leit-
in langt fram á nótt en maðurinn
fannst við Bjarglandsá heill á húfi.
Hann hafði villst í Sandaskörðum
suðvestur af Dyrfjöllum.
Hlutafé aukiö
Stjóm hf. Eim-
skipafélags íslands
hefur samþykkt að
nýta sér heimild í 4.
gr. samþykkta félags-
ins til að auka hluta-
fé þess um allt að kr.
150 milljónir. Það
verðm' gert með því
að gera á næstunni kaupréttarsamn-
inga við fasta starfsmenn félagsins og
dótturfélaga þess innanlands og er-
lendis. Kaupréttarsamningar þessir
byggjast á kaupréttaráætlun sem sam-
þykkt hefur verið af ríkisskattstjóra.
Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu
Verðbréfaþings íslands.
Vilhjálmur íslandsmeistari
íslandsmót í einmenningi fór
fram um helgina í Reykjavík og
hafði Vilhjálmur Sigurðsson jr.
vinninginn. 80 spilarar tóku þátt í
mótinu sem var jafnt og spennandi
allan timann. Vilhjálmur og Þor-
steinn Joensen voru efstir fyrir síð-
ustu umferðina en mættust þá sem
andstæðingar. Vilhjálmur hafði bet-
ur og hampaði íslandsmeistaratitl-
inum að launum. I þriðja sæti varð
Sverrir Þórisson. Guðmundur
Ágústsson, forseti BSÍ, afhenti verð-
laun í mótslok. -MA/BÞ
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði:
Fær 65 milljónir
króna í rikisstyrk
Samkomulagiö undirritað
F. v. Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri, Jón Kristjánsson, heilbrigöis- og trygg-
ingamálaráöherra og Gunnlaugur H. Jónsson, formaöúr NLFÍ.