Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 37 4 DV EIR á mánudegi Óskar og síminn Veröandi for- stjóri íslands- sima hvorki veit né vill vita hvaö hann og fjöl- skylda hans greiða í sím- reikninga á mánuði. Óskar Magnússon hef- ur sagt aö hann sé vel að for- stjórastarfinu hjá Íslandssíma kominn enda sé hann alltaf í símanum hvort sem er - eða svo segi eiginkona hans. „Ég dreifi þessu á mörg númer til að blekkja sjálfan mig varöandi kostnaöinn. Ætli ég sé ekki með Qögur símanúmer," segir Óskar. „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað þetta kostar mig og vil reyndar ekki vita það.“ Oskar Meö fjögur númer. Lús í Kvennó Lúsar hef- ur orðið vart í Kvennaskól- anum í Reykjavík. Er það í fyrsta sinn sem fréttir berast af lús i fram- haldsskólum höfuðborgar- innar en hingað til hafa fregnir af lúsafaraldri einskorðast viö grunn- skólana. Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Kvennaskólans, segir viðkomandi nemendur hafa verið senda heim með tilmælum um að grípa til viðeigandi aðgerða: „Ég vona að við höfum komist fyrir þetta,“ segir skólastjórinn. Kvennaskólinn Lúsin færist upp í skólakerfinu. Skáldiö meö bókina Yrkir um árshátíöir og hunda og ketti. Líka sálma. 83 ára skáld „Ég lifi fyrir ljóðið og bridge,“ segir Ólafur Kr. Þórðarson sem er að gefa út sína fyrstu ljóða- bók 83 ára að aldri. Ólafur hefur ort allt sitt líf en fyrst nú ráðist í úgáfu bókar og gerir það sjálf- ur. „Þetta er þverskurður af skáldskap mínum í gegnum lifið. Ég yrki ekki aðeins um haustið og vorið heldur og ekki síður um afmæli, skólauppsagnir, árs- hátíðir og hunda og hesta. Þá yrki ég einnig sálma ef þannig ber undir,“ segir Ólafur sem hef- ur starfað við kennslu allt sitt líf en er fæddur í Haga á Barða- strönd og alinn upp 1 Múla sem er þar næsti bær. „Ég læt skýringar fylgja hverju ljóði þannig að fólk geti áttað sig á því hvers vegna var ort. Ég sel töluvert af bókum vegna skýringanna. Fólk virðist hafa gaman af þeim,“ segir Ólaf- ur sem lét prenta ljóðabók sína í 200 eintökum. Hann selur stykk- ið á 1000 krónur. Bókin heitir Leitað í sandinn. Leiörétting í frétt hér að ofan um súlusósur Geira í Maxím láðist að geta þess að meginuppistaðan í sósunum eru strípuð ber. Meö stúlkunum sínum Geiri meö hluta af starfsstúlkum sínum - nóttin ung og stúlkurnar enn vel klæddar. Geiri á Maxím stefnir á Ameríkumarkað með lostæti: Úr súlum í sósur - skreytir sig með gulli og gimsteinum fyrir 4 milljónir hversdags Súlúkóngurinn Geiri á Maxim er að hasla sér völl í bandarísku við- skiptalífi með sölu á sósum sem byggðar eru á íslenskum uppskrift- um. Sósurnar eru framleiddar af fyrirtækinu Úrvalssósur sem komið hefur sér upp starfsaðstöðu i Al- bany í New York-ríki. Með Geira í sósuframleiðslunni eru þeir Þor- steinn Hjaltested, óðalsbóndi á Vatnsenda, og Þórður Bragason matreiðslumeistari. Kampavínssteinn „Við leggjum aðaláherslu á bern- aise-, rjómasveppa- og gráðostasósur Gullakkeriö á brjósti Geira Metiö til jafns viö nýlegan Renault af gullsmiöi á landsbyggöinni. en svo er verið að hanna nýjar,“ seg- ir Geiri sem gefur sér nú loks tíma til að líta upp úr erilsömu starfi sem einn umsvifamesti súlúkóngur höf- uðborgarsvæðisins. Hann rekur Maxím í Hafnarstræti og svo Gold- fmger-klúbbinn á Smiðjuvegi í Kópavogi og er með 30 súlustelpur í vinnu. Geiri hefur orðið skraut- menni hin síðari ár og skreytir sig daglega með gulli og gimsteinum fyrir um fjórar milljónir. „Það er nú aðallega konan mín sem er að gefa mér þetta,“ segir Geiri um djásnin sem hvarvetna vekja eftirtekt þar sem hann fer og Geiri fer víða. Mun- ar þar mest um dýrindis hring með kampavínssteini sem metin er á 1,5 milljónir króna. Þá ber Geiri akker- isfesti um háls sem gullsmiður á landsbyggðinni bauð nýlega Renault-bifreið í skiptum fyrir. Ótalið er Rolex-úr Geira auk ann- arra og minn hringja. Geiri hefur verið kvæntur eistneskri konu í þrjú ár en hún heitir Jaruslava og vill hafa Geira frnan. Price Chopper og Chaws Sósusamningamir sem Geiri og félagar hans hafa gert vestanhafs eru við verslunarkeðjumar Price Chopper og Chaws. Fyrmefnda keðj- an hefur þegar gert samninga um kaup á sósum fyrir 22 milljónir á mánuði og er sala í verslunum Price Chopper þegar hafm en þær em 103 talsins. Segir Geiri að sósumar geri stormandi lukku. Við síðamefndu keðjuna hefur verið gerður stærri Hringirnir Kampavínssteinninn metinn á 1,5 milljónir. Hinir hringirnir eru til staö- festirngar trúlofun og hjónabandi Geira og Jaruslövu konu hans. samningur sem gerir ráð fyrir sósu- kaupum fyrir 88 milljónir mánaðar- lega en Chaws-keðjan rekur 290 verslanir víðs vegar um Bandaríkin: „Samtals gera þessir samninga ráð fyrir sölu á sósum okkar fyrir fimm milljarða íslenskra króna og Fimm ráð fyrir vil 1 EVRÓPSKT Bregðið ykkur á jyA jffj Mokka á Skóla- ^ ■■■■jCjSKV' vöróustíg. Eina evrópska kaffi- ■HHHi húsið í Reykja- vík sem rís undir nafni. Hljóðið í kaffivélinni gott og ristaða brauðið afbragð með vel úti- látnu smjöri og osti. Gestirnir yfirleitt augnayndi. INDÆLT Leigið ykkur sumarhús hjá stéttarfélögun- um. Nægt fram- boð - allt stend- ur autt. Njótið kyrrðarinnar með þeim sem þið hafið van- rækt. Fjórar nætur kosta sjö þúsund. Margborgar sig. HLEMM-KLIPP Látið snyrta hárið á Hlemmi. Hvergi betra út- sýni úr rakara- stólnum en hjá Torfa á Hlemmhominu. Hann er líka ódýrari en kvenlegu tísku- klippararnir. Og betri. Hann kenndi þeim. TVEIR GÓÐIR Beðið eftir Godot á nýja sviðinu í Borg- arleikhúsinu. Gaman að sjá salinn en skemmtilegra að sjá Benedikt Erlingsson og Hilmi Snæ fara á kostum. Þétt upplyft- ing. GOTT BENSÍN Reynið bensín- stöð Essó við Ægissíðu. Hvergi betri *- þjónusta og starfsmennirnir sérstakir hver með sínum hætti. Takið eftir skeggvextinum á þeim. Eins og í sértrúarhópi. En þeir eru það ekki. þetta er rétt byrjunin," segir Geiri sem sjálfur er gamall bryti á varð- skipum og gerir greinarmun á góðri sósu og vondri. Hann hefur þó verið aö reyna að hemja eigin sósu- neyslu og fór því gagngert í megr- unarbúðir i fjallaþorpi í Ungverja- landi ásamt samstarfsfélaga sínum í fyrra. Þar misstu þeir 15 kfló hvor en hafa bætt á sig 5 kílóum eftir heimkomuna. Munar þar mest um sósumar. „í framhaldi af þessum samning- um stöndum við i samningaviö- ræðum við enn stærri verslunar- keðju um þróun og framleiðslu á 15 nýjum sósum sem eingöngu yrðu seldar I verslunum keðjunnar. Þar erum við að tala um mánaðarlega sölu upp á 300 milljónir en þá verð- um við líka að stækka verksmiðju okkar," segir Geiri en i sósuverk- smiðjunni í Albany starfa nú 10 manns. Gervigras við Austurbæjarskóla: Fótbolti allt árið Unnið er að gerð sparkvallar með gervigrasi á lóð Áusturbæjarskól- ans og kemur hann til með að leysa annan malbikaðan af hólmi. Völlurinn verður upphitaður og þannig verður hægt að leika knatt- spymu á skólalóð- inni allt árið. „Þetta er 20x40 metra sparkvöllur og við notum heita- vatnsaffallið úr skólanum tii að hita hann upp. Völlurinn verður afgirtur og upplýstur og er hugsaður fyrir alla krakkana í hverfinu sem vilja spila fótbolta," segir Kristinn Gíslason, verkfræöingur hjá Reykjavíkurborg, sem hefur umsjón með verkinu. Hann gerir ráð fyrir að völlurinn verði tO- búinn í næsta mán- uði en gervigrasið verður þó ekki sett á fyrr en að vori af tæknilegum ástæð- um. „Ásgeir Sigur- vinsson hefur verið okkur innan hand- ar i sparkfræðOeg- um efnum og hann telur að þessi völi- ur geti orðið mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna í land- inu,“ segir Kristinn. Reykjavíkurborg hyggst gera fleiri gervigrasveOi á opnum svæðum við skóla borgarinnar og hefur þegar ver- ið ákveðið að veita fjármagn í fjóra slíka á næstu fjómm árum. Hvar þeir verða hefur þó ekki verið ákveðið. Fótboltaframkvæmdir 20x40 metra sparkvöllur, upphitaöur og flóölýstur, fyrir krakkana í hverfinu. Rétta myndin Krókódíll í kæli Þeir eru ófáanlegir hér á landi en sjást víöa í kæliboröum verslana erlendis. Kjötiö þykir ágætt; líkist kanínukjöti og eryfirleitt steikt á pönnu. Einnig ágætt í pottrétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.