Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001
Skoðun
Verður veturinn mildur?
Spurt á Akureyri.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir móttökuritari:
Síöasti vetur var mjög mildur og ég
vil fá annan slíkan.
Nanna Kristín Bjarnadóttir húsmóðir:
Ég vona aö þaö veröi einhver spjór.
Fjölskyldan mín á sumarhús í Ólafs-
firöi og þar er gaman aö vera á vet-
urna í snjónum.
Sigurkarl Aðalsteinsson hárskeri:
Veturinn veröur snjólítill fram aö ára-
mótum en vonandi á hinn veginn eftir
nýár þannig aö maöur geti farið í
jeppaferðalög um hálendið.
Helena Magnúsdóttir, heimavinnandi:
Tilfinningin segir mér aö veturinn
veröi góöur. Ég hlakka tii þess aö
komast á skíöi í Hlíöarfjalli - og nú
er ný skíöalyfta í fjailinu bónus.
Kristján Pétursson netagerðarmaður:
Veturinn veröur góöur. Eg hlakka til
aö leika mér á stígasleöa, fara á
skíöi og komast í rjúpur.
Svavar Ottesen ellilífeyrisþegi:
Veturinn veröur mildur og góöur - og
vel mun viöra til kosninga aö vori.
Þannig var nú það
Tryggvi P. Friðriksson,
listmunasali í Fold, skrifar:
Undanfarnar vikur hefur undirrit-
uöum borist til eyrna sögur sem sagð-
ar eru hafðar eftir Bárði Halldórssyni
sem rekur fyrirtækið Svarthamar. Sög-
urnar ganga út á að lögreglan hafi
nappað þekktan ógæfumann við þá
iðju að mála eftirmyndir af málverk-
um næfistans Stefáns Jónssonar frá
Möðrudal, Stórvals. Ennfremur að fyr-
irtæki sem ég rek ásamt eiginkonu
minni, Elínbjörtu Jónsdóttur, þ.e. Gall-
erí Fold, hafi selt þessar myndir
ógæfumannsins sem verk Stórvals.
Hefur þá verið vitnað til landslags-
myndar sem seld var á 14. listmuna-
uppboði Gallerís Foldar 16. september
sl. Myndin var nr. 25 á uppboðsskrá,
metin á 30-40 þúsund en var slegin á 20
þúsund.
Það sem gerði þessa mynd dálítið
sérstæða var að hún var merkt árinu
1996 en Stefán lést nokkrum árum fyrr.
Vegna þessa létum við sérfræðing
skoða verkið og niðurstaðan var sú að
það væri eftir Stórval. Eftir þetta ferli,
en ekki fyrr, var tekin ákvörðun um að
selja það á uppboði. Undirritaður, sem
bauð verkið upp, gat þessa ósamræmis
sérstaklega þegar uppboðið fór fram.
Það er óráðin gáta hvernig á þessu
stendur en hafa verður í huga að Stef-
án var mikill lífskúnstner og getur ver-
ið að hann hafi haft gaman af þessu
háttalagi, eða að honum hafi einfald-
lega orðið á mistök. Hins vegar hljóta
allir þokkalega vel gefnir menn að sjá
að ef einhver ætlar að falsa verk þessa
listamanns þá er ekki góð hugmynd að
ársetja myndina á þennan hátt.
Næst gerðist það í málinu að Eirík-
ur Jónsson blaðamaður, sem hefur
gaman af sérkennilegum hlutum, hafði
samband við mig og sagðist hafa heyrt
söguna. Spurði hann hvernig á þessu
máli stæði. Ég sagði honum það sem
hér að ofan stendur og jafnframt það
að við hefðum skráða eigendasögu eins
og ávallt áður. Frétt Eiríks birtist svo í
DV 12. október sl.
Til að taka af allan vafa um uppruna
verksins hefur fyrri eigandi gefið eftir-
farandi yfirlýsingu: „Stefán Jónsson
frá Möðrudal - Stórval var góður
kunningi minn. Fyrir meira en aldar-
flórðungi tók ég í geymslu fyrir hann
DV MYND GVA
Lífskúnstner
Stefán Jónsson úr Möðrudal, Stór-
val, var þekktur borgari og sannkall-
aöur lífskúnstner.
„Augljóslega á aö telja
fólki trú um að verk hans
séu hundruða þúsunda
virði. Það bendir ýmislegt
til þess að hópurinn hafi
komist yfir álitlegar birgð-
ir af verkum eftir Stórval
og sé nú að leita að sak-
lausum fórnarlömbum.“
mörg hundruð myndir sem hann hafði
málað, en Stefán hafði ekki geymslu-
pláss á þeim tíma. Myndirnar hafði ég
í geymslu árum saman. Að sjálfsögðu
ætlaðist ég ekki til að Stefán greiddi
leigu fyrir en hann vildi samt endilega
gefa mér nokkrar myndir eftir sig.
Fyrr á þessu ári ákvað ég að selja
nokkrar myndir sem ég átti og þar á
meðal voru fáeinar eftir Stefán. Fékk
ég Galleri Fold til að selja myndirnar
fyrir mig. Meðal myndanna eftir Stef-
án var ein sem var ómerkt og önnur
sem var 68x97 sm að stærð. Sú var
merkt Stefáni, en af einhverjum ástæð-
um var á henni ártalið 1996, sem er
nokkrum árum eftir dauða listamanns-
ins. Ég vissi aldrei hvemig stóð á að
listamaðurinn merkti myndina á þenn-
an hátt. Mér er kunnugt um að list-
munasalinn lét sérfræðing athuga
þessa mynd og var hún talin vera eftir
Stórval.
Reykjavík, 12. október 2001, Jón
Ólafsson, Sæbraut 16, Seltjarnarnesi,
fv. forstjóri Hjólbarðaverkstæðis Vest-
urbæjar."
Þannig var nú það.
Undirritaður ráðleggur þeim sem
hafa grun um að þeir hafi undir hönd-
um falsaða mynd að láta fagmenn
skoða þær og snúa sér til lögreglu í
framhaldi af þvi, séu líkur á að verkið
sé ekki í lagi. Með þeim einum hætti er
hægt að koma reglu á málverkamark-
aðinn eftir það hryðjuverk sem unnið
var á honum og 'íslenskri myndlistar-
sögu með sölu á alit að 900 fólsuðum
myndverkum, mestmegnis á árunum
1990 tii 1997, en að einhverju leyti fyr-
ir þann tíma.
í upphafi greinarinnar var Bárður
Halldórsson nefndur á nafn og i frétt
Eiríks er þess sérstaklega getið að
þessi allsnægtabrunnur sannleika og
visku staðfesti „að lögreglan hafi kom-
ið að manni þar sem hann málaði
myndir í hreinræktuðum Stórvalsstíl i
kjallaraholu í austurbæ Reykjavikur".
Þá er bara eitt atriði eftir, þ.e. full-
yrðing, höfð eftir margnefndum Bárði,
að myndir eftir Stórval „seljist á 200
þúsund krónur". Vel getur verið að
einhver eða einhverjir hafi verið plat-
aðir tii að kaupa mynd eftir Stórval á
200 þúsund krónur, annað eins hefur
nú heyrst. Hafi það gerst er trúlega um
hrein svik að ræða. Vitað er að hópur
manna stundar alls konar neðanjarðar-
brask með málverk og myndir, greiðir
t.d. fyrir bíla og húseignir með mál-
verkum. Á undanfórnum vikum hafa
nokkrir aðilar, sem hafa orðið fyrir
barðinu á þessum mönnum, haft sam-
band við Gallerí Fold til að spyrjast
fyrir um verð á málverkum sem þeir
hafa eignast á þennan hátt. Má þar
nefna nokkur verk eftir Svein heitinn
Björnsson, sem sögð eru vera milljóna-
virði en eru i raun á verðbilinu 200-300
þúsund og ómerkt verk eftir Sigurliða
Kristjánsson (Silla í Silla og Valda),
sem eru sögð kosta hundruð þúsunda
en eru í raun verðlaus. Fleira má telja.
Þetta eru auðvitað hrein svik. Nú má
sjálfsagt bæta Stórval við. Augljóslega
á að telja fólki trú um að verk hans séu
hundruða þúsunda virði. Það bendir
ýmislegt til þess að hópurinn hafi kom-
ist yfir álitlegar birgðir af verkum eft-
ir Stórval og sé nú að leita að saklaus-
um fórnarlömbum. Full ástæða er til
að vara fólk við að taka listaverk sem
greiðslu upp í viðskipti eða vinnu án
þess að verðmæti þeirra sé metið af
ábyrgum aðilum.
Tvær reginvillur um stríðið
Alhœfingar hljóma svo vel
og auðvelt að melta þœr þeg-
ar menn leyfa sér þann mun-
að að sleppa því að hugsa.
Jón Valur Jensson
skrifar:
Það er í tízku að segja stríð ævinlega
bitna harðast á saklausum borgurum.
Hvaðan menn fengu þessa flugu í höf-
uðið er ekki ljóst en víst er að hver
tyggur upp eftir öðrum. Alhæfingar
hljóma svo vel og auðvelt að melta þær
þegar menn leyfa sér þann munað að
sleppa því að hugsa. En er ekki við
hæfi að kanna sögu styrjalda, eins og
herir hafa háð þær frá öndverðu, áður
en menn alhæfa svona? Þegar þessi
ósannaða og ótrúverða alhæfing er
gerð að grunnforsendu i rökræðu um
stríð þá er ekki nema von að þrengt sé
að möguleikanum á þeirri niðurstöðu
að nokkurn tímann geti verið siðlegt
að heyja varnarstríð, hvað sem í húfi
er. Stóri munurinn á árás öfgamúslíma
á World Trade Center og loftárásum
bandamanna á Afganistan er sá að þeir
fyrrnefndu stefndu vísvitandi að íjölda-
drápum óbreyttra borgara en þeir síð-
arnefndu stefna að þvi að brjóta niður
hernaðarvél talibana en alls ekki að
drápum óbreyttra borgara. Þeir sem
leggja þessar tvenns konar árásir að
jöfnu siðferðislega séð þurfa á kennslu-
stund að halda í siðfræði.
Garri
Á móti!
Garri hefur alla helgina fylgst með fréttum af
fundi Vinstri-grænna, enda var komið að þeim
að vera í sviðsljósi fjölmiðlanna. Eins og við var
að búast var þetta talsverð leiksýning þótt hún
hafi að sjálfsögðu ekki verið nándar nærri eins
umfangsmikil og leiksýning Sjálfstæðisflokksins
í Laugardalshöll um þarsíðustu helgi. Þetta var
svona meira eins og sýning hjá frjálsum leikhópi
hjá Vg á móti skrautsýningu i Þjóðleikhúsinu
hjá Sjálfstæðisflokknum. Það segir hins vegar
ekkert um það hvort sýningin snerti fólk meira,
og satt að segja telur Garri leiksýningu Vg verð-
skulda alveg ágætis umsögn. Eins og í öllum
sýningum af þessu tagi skiptir upphafsþátturinn
gríðarlegu máli - þegar flokksforinginn ávarpar
sitt fólk. Þar mátti varla á milli sjá hvor hefði
betur, Steingrímur eða Davíð. Davíð var orðljót-
ari og jafnvel orðheppnari en Steingrímur var
hins vegar margfalt skörulegri.
Boöskapurinn
Og Garri hefur vitaskuld reynt að átta sig á
því sem Stengrimur var að segja og þeim skila-
boðum sem hann flutti sínu fólki. Og boðskapur-
inn var nokkuð skýr - verum á móti öllu sem
kemur frá ríkisstjórninni og valdablokkum hins
vestræna heims, og
verum stolt af því.
Þannig hljómaði ein
hvatning formanns-
ins í setningarræð-
unni til flokksmanna
eitthvað á þessa leið:
„Við skulum því
bera höfuðið hátt og
vera stolt af því hlut-
skipti okkar í ís-
lenskum stjórnmál-
um að bera fram skýran valkost við stefnu nú-
verandi rikisstjórnar, vera póllinn á móti í
hverjum málaflokknum á fætur öðrum.“ Með
þessu staðfesti Steingrímur í raun þann al-
mannaróm sem fyrir margt löngu skilgreindi Vg
sem „flokkinn sem er á móti“.
Fjölbreytnin
Þannig er Vg á móti álveri, á móti loftárásum
á Afganistan, á móti skattabreytingum Geirs
Haarde, á móti einkavæðingu, á móti efnahags-
stefnunni, á móti meðferðinni á Ríkisútvarpinu,
á móti Evrópusambandinu, á móti Schengen, á
móti hernaðarbandalögum, á móti sölu Lands-
símans, á móti fiskveiðistjórnarkerfinu, á móti
Kárahnjúkavirkjun, á móti Reyðaráli, á móti
hemum og svo mætti lengi telja. í andstöðu
sinni við sumt eiga þeir bandamenn í öðru ekki
en þvi verður þó ekki á móti mælt að andstaða
þeirra er gríðarlega fjölbreytileg. Þess vegna er
Garri líka svo ánægður með yfirskrift fundarins,
og þykir hún sérstaklega viðeigandi og lýsandi
en hún er: „Byggjum framtíð á fjölbreytni". Aug-
ljóst er að Vg mun áfram sjá til þess að fjöl-
breytni verður í andstöðu flokksins við hin
ýmsu málefni og menn munu sjá sóma sinn í að
vera „póllinn á móti“ á sem fjöl-
breyttustum sviðum þjóðlífsins. GðlTÍ
Styður Atla
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Að undanförnu
hafa heyrst ýmsar
raddir þess efnis að
Atli Eðvaldsson
skuli segja upp
vegna tapsins gegn
Dönum á dögun-
um. Eigum við að
missa frá okkur
ungan, ferskan
landsliðsþjáifara
vegna danska draugsins? Ég held nú
ekki. Það tíðkast ansi mikið í Evrópu
í dag að knattspyrnuþjálfarar segja
upp vegna minnsta óhapps. Að vísu
var tapið gegn Dönum ekkert smáó-
happ - en engu að síður, við megum
ekkert við því að missa starfskrafta
Atla. Gangi þér og landsliðinu ævin-
lega vel, Atli minn.
Atlanta á
hættuslóðum
Guðni skrifar:
Mér líst vægast sagt illa á það að
flugfélagið Atlanta fari að fljúga
með múhameðstrúar pílagríma til
Mekka. Mér sýnist að ábyrgðin sé á
herðum íslenskra skattgreiðenda ef
eitthvað stórt hendir flugvélakost-
inn. Ríkið hefur jú ábyrgst trygging-
ar flugfélaganna upp á hundruð
milljarða. Þetta er of mikil áhætta á
þessu óróasvæði sem botn Miðjarð-
arhafsins er. Það er aldrei að vita
hverju þetta fólk tekur upp á næst.
Atli
Eðvaldsson
Villtu vinna milijón?
Milljónin vill ekki
tala við eldri
heiðursmenn
Guðmundur G. hringdi:
Ég hef verið að reyna ítrekað að ná
sambandi við þáttinn Viltu vinna
milljón? bæði í fyrra og núna. Símtal-
ið kostar víst 200 krónur og margir
þúsundkallar farnir í þetta, án þess
að ég nái sambandi. Ég er orðinn sex-
tugur og það virðist vera að þátta-
stjórnendur vilji ekki fólk á þeim
aldri. Gott væri að vita hvort það þýð-
ir nokkuö fyrir eldra fólkið að
hringja. Ef það eru aldursmörk, látið
það þá koma fram. Ég efast um að
eldra fólk en 45 ára hafi komið fram í
þættinum. Ég þykist eiga erindi i
þetta, finnst ég vita svör við öllu, alla
vega heima i stofu. En kannski er
þetta bara æskudýrkun og þá nær
það ekki lengra.
Þorskar Sjálf-
stæðisflokksins
G.Þ. hringdi:
Halda menn
virkilega að það
verði sátt um fisk-
veiðstefnuna,
jafnvel stórkost-
leg ánægja, eftir
samþykkt landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins? Ég varð fyrir miklum
vonbrigðum með þessa samkomu
sem komst ekki að neinni niður-
stöðu sem menn sættast á. Ég veit
það nú, og vissi reyndar áður, að
hvorki ég eða aðrir venjulegir
menn eiga svo mikið sem einn
þorsk í sjónum, og mun víst aldrei
eignast.
DVl Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.