Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 15
14 DV MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 ______27 0, Skoðun Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Aðstoðum Afgana Mikilvægt er aö íslenska þjóðin taki virkan þátt í söfn- un sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði kross íslands hafa hrundið af stað til að hjálpa sárþjáðum og saklausum fórnarlömbum átakanna í Afganistan. íslendingar hafa oft- sinnis sýnt að þeir geta safnað fjárhæðum sem skipta hjálparstarf miklu máli og er ekki að efa að nú sem fyrr leggi þeir sitt af mörkum. íslenska þjóðin ber mikið traust til beggja þessara samtaka sem hafa nú sameinast í brýnu starfi sem rétt er að þjóðin leggi lið. Með þessari söfnun eru íslendingar ekki aðeins að senda fjármuni til bágstaddra Afgana heldur og að senda þau skilaboð til fólksins að hugur landsmanna er hjá því. Með þessari mikilvægu hjálp eru íslendingar að lýsa þvi yfir að þeir eigi ekki í stríði við almenning í Afganistan. Aðstoð- in er yfirlýsing þess efnis að landsmenn vilja á öllum tím- um rétta nauðstöddum hjálparhönd, hvar sem þeir eru í heiminum og hverrar trúar sem þeir eru. Á þann hátt haga sér þjóðir sem vilja láta taka mark á sér. Afganska þjóðin hefur gengið í gegnum ótrúlega miklar hremmingar á síðustu árum. Gömlu Sovétríkin börðu á þjóðinni í áratug og skildu eftir sig slíka eyðileggingu að vonlítið virtist að reisa efnahag landsins úr öskustónni. Eft- ir að Rauði herinn lagði rófuna milli fóta sér kepptust víga- flokkar í Afganistan við að ná völdum í landinu og svifust einskis í æðislegu kapphlaupi sínu að kjötkötlunum. Sigur- vegarinn í þeirri orrahríð dustaði rykið af ævagömlum kompás og fór með landa sína langt aftur á miðaldir. Talibanastjórnin hefur níðst á fólki sínu í fimm ár. Þessi valdahópur uppreisnarmanna úr röðum bókstafstrúaðra múslima náði Kabúl á vald sitt um mitt ár 1996. Hann setti saman fornaldarlega ríkisstjórn og tók gamla kommúnist- ann Najibullah af lífi, sem var þjóð sinni enginn harmdauði, enda stjórnaði hann síðustu leppstjórn Sovét- manna í landinu. Eitt fyrsta verk nýju herranna var að kalla til starfa trúarbragðalögreglu sem hefur keppst við að halda heimsmetið í mannréttindabrotum. Ofstæki talibanastjórnarinnar í Afganistan hefur fært landsmönnum hungursneyð og réttleysi, langvarandi eymd og angist. Heimildarmyndir i islensku sjónvarpi hafa sýnt okkur að konur búa þar við meiri niðurlægingu en þekkist víðast hvar í heiminum. í nafni trúarinnar halda svo talibanar hlífiskildi yfir hrottalegustu hryðju- verkamönnum heims og láta ekki segjast þótt þjóðin standi enn á ný frammi fyrir hrikalegri hungursneyð af manna- völdum og fari aftur á vergang. Fólk skiptir þá engu máli. Alþjóðasamtök Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins þekkja vel aðstæður í Afganistan, enda hafa bæði félögin starfað þar að neyðaraðstoð í 20 ár. Þau hafa fyrir löngu varað við því sem nú er komið á daginn. Heimurinn þaif að hlusta og bregðast við. Hjálpin þarf að berast núna ef ekki á að skapast sama skelfingarástand og til dæmis í Rúanda þegar allar viðvaranir voru hundsaðar. Þá létu 800 þúsund manns lífið. Þær miklu hörmungar sem nú blasa við í Afganistan ógna milljónum manna. íslenska þjóðin þekkir þær stundir þegar aðrar þjóðir hafa rétt henni hjálparhönd á erfiðustu stundunum í sögu sinni. Þjóðinni er í fersku minni þakklætið sem hún færði þessum sömu þjóðum þegar mest á reyndi. Ekkert er mik- ilvægara í samskiptum þjóða en mannúð og gagnkvæm virðing. Með því að taká virkan þátt í söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins eru landsmenn að sýna að þeir leggja rika áherslu á heilbrigð samskipti fólks og þjóða. Og þeir hafa rík efni á því að efna þá hugsun. Sigmundur Ernir Löggæslan: Ábyrgð dómsmálaráðherra Það verður að segjast eins og er að það er allt aö því kómískt að hlusta á þá pólitísku orðræðu sem átt hefur sér stað að undan- förnu um löggæslumál í Reykjavík. Sjálfstæðismenn eru greinilega slegnir algerri pólitískri blindu og gera ekki greinarmun á hags- munum borgarbúa og eigin pólitisku hagsmunum sem felast í því að koma höggi á Reykjavíkurlistann. Er það virkilega svo að hæstvirt- ur dómsmálaráöherra vilji gera allt sem í hans valdi stendur til þess að þurfa ekki að bera ábyrgð á lög- gæslumálum í Reykjavík? En hvað skyldu lögin segja og hvar er nú öryggi borgaranna, sem ályktað er um á hátíðarstundu? Hagsmunir borgaranna eiga auðvit- að að vera í fyrirrúmi -óháð pólitík. Hvað með ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, þar sem varað er við því að of nærri réttaröryggi borgara landsins sé gengið með sparnaði í ríkisútgjöldum á húsa hefur venö talsverð? | mnm im h t i.r . ■ f-.w w 9 , vettvangi löggæslu og dóms- Eiga þeir líka að kosta til við- _ U J mála. Verður þeirri ályktun bótarlöggæslu og axla sína ekki framfylgt? ábyrgð? ^- ^S|l , ?w- J 1 ,&f I« Það hefur meira að segja Gaman væri að fá svör við f' -■ I gengið svo langt að hæst- því. virtur dómsmálaráðherra Ekki veit ég til þess að sjálf- telur að Reykjavíkurborg stæðismenn í borgarstjórn ^ 2(j eigi að sjálf að kosta til við- Reykjavíkur hafi bókað eða bótarlöggæslu vegna fjölg- unar vínveitingahúsa í borginni -Reykjavíkurborg greitt atkvæði gegn nýjum vín- veitingaleyfum í borginni. Það væri þá saga til næsta Guðrún Ogmundsdóttir alþingismaöur eigin samþykktum. Er þá hæstvirtur dóms- málaráðherra að lýsa sig samþykkan tillögum sem sjálfstæðismenn komu fyrst fram með í nóvember 1994 í borgarstjóm Reykjavíkur og síðan aftur nú frá Reykjavíkurlistanum um að staðbundin löggæsla eigi að fara yflr til sveitarfélagsins? En þetta er kannski leið ráðherr- ans til að lýsa þeirri skoðun sinni? Gott ef satt væri Ekki er úr vegi að spyrja hvort sama viðhorf sé t.d. gagnvart Akur- eyri, þar sem fjölgun vínveitinga- uðu að leggja stein í götu einkaframtaksins. Stefnumörkun sjáifstæðismanna Ég hef heldur ekki orðið sér- staklega vör við sérstaka stefnumörkun í vínveitinga- málum af hálfu sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykja- víkur. Hvorki þegar ég sat þar, né nú nýverið. Ó - en ég gleymdi einu: Tillögu um að enginn megi vera fullur á Austur- velli! Afar mikil framsýni! Er hér ekki um ákveðinn tvískinn- vör við sérstaka stefnumörkun í vín- veitingamálum af hálfu sjálfstœðis- manna í borgarstjóm Reykjavíkur. Hvorki þegar ég sat þar né nú nýver- ið. Ó - en ég gleymdi einu: Tillögu um að enginn megi vera fullur á Austur- velli! Afar mikil framsýni! ung að ræða? Það er eflaust spurning sem margan borgarbúann fýsir að fá svör við. Það er afar fróðlegt að skoða hvort úrskurðarnefnd í málefnum vínveit- legt Tilveruvandi stjórnmála Morgunblaðið hélt upp á lands- fund Sjálfstæðisflokksins um daginn með því að minna á þá skoðun sína, að flokkurinn væri bestur vettvang- ur fyrir málamiðlun um stjórn fisk- veiða, enda væri í honum að finna „þverskurð þjóðfélagsins" með öllum hugsanlegum skoðunum í málinu. Hér var talað um fiskveiðistjórnun eina, en þetta er í raun ítrekun á víð- feðmari staðhæfingu: í áranna rás hefur blaðið mjög ýtt undir þá sjálfs- mynd Sjálfstæðismanna að flokkur þeirra væri „eölilegur vettvangur málamiðlana" í þjóðfélaginu yfir- leitt. Óþarfir flokkar Þetta er skondin skoðun: gefið er til kynna að eiginlega sé flokkakerfið íslenska hálfgerður óþarfi, flokkur- inn stóri er sá þverskurður sem næg- ir lýðræðinu. Enda hefur því viðhorfl oft andað frá Sjálfstæðismönnum, að aðrir flokkar hafl svosem engu hlut- verki að gegna í tilverunni. Og fylgir með sú vissa, að ef Flokkurinn stóri er settur hjá, þá séu ábyrgðarleysi og upplausn vís. Einmitt þess vegna er mesta pólitíska beiskja samtímans tengd þeirri móðgun við Sjálfstæðis- flokkinn, að R-listinn skuli stjóma Reykjavíkurborg og það fleiri en eitt kjörtímabfl. Svo vill tfl að nú þessa dagana er verið að endurtaka aðra þulu um pólitíska flokka sem gengur í sömu átt. Sú þula segir: það er enginn mun- Þessi mikli flokkur byggir á óttanum við að velja, kjósa sér hlut, eiga sér sannfœringu sem eitthvað má kosta í fé eða óþœgindum. Og það er hann sem nagar nú af mestu kappi rœtur allrar póli- tískrar hugsunar. ur á pólitískum flokkum, þeir eru a0- ir eins og kannski er þá best að þeir hverfi með öUu. Þetta er gamaU söngur og byggir meðal annars á því, að menn mikla það mjög fyr- ir sér að þegar flokkar búa sér til jákvæða ímynd leita þeir aUir í sama orðaforða: frelsi, framfarir, velmegun, lýðræði, réttlæti. Að sjálf- sögðu gera þeir það eins og aðrir auglýsendur: komið til mín og ykkur mun vel líða. En munur er samt á flokk- um - það er meira að segja tölverður munur á repúblikönum og demókröt- um í Bandaríkjunum - eins og G. W. Bush sannar. Ottinn viö valiö Hitt er svo rétt að það er erfitt fyrir pólitíska flokka nú á dögum að koma því á framfæri hverjir þeir séu og hver þeirra sérkenni. Um það ræður miklu yfirgangur flokks, sem að vísu ekki býður fram í kosningum en er þó enn stærri en sjálfur Sjálfstæðisflokk- urinn. Hann verður hér eftir kaUaður Fjölmiðla- flokkurinn, vegna þess að hann nærist mjög á því hvernig tekið er á málum i flölmiðlakórn- um. Stuðningsmenn þessa mikla flokks eru ekki sammála um alla hluti. Samnefnarinn er sá að í hverjum og einum þeirra rúmast andstæðar Arni Bergmann rithöfundur skoðanir á helstu stórmálum án þess að þeir geri sér sérstaka rellu út af því. Fjölmiðla- flokkari vill til dæmis lækka skatta - og um leið vUl hann endilega auka op- inber útgjöld til hvers merkilegs málaflokks út af fyrir sig (nema eins eða tveggja sem hann hefur per- sónulega andúð á). Hann vUl að einstaklingar beri ábyrgð á sjálfum sér, en finnst líka sjálfsagt að þeir flýi með rekstur sinn og skuldahala undir pilsfald ríkisins hvenær sem á bjátar. Hann viU bæði sjálfstæöi íslands og um leið er hann alveg tU í að sigla með það til Brus- sel og skipta á því fyrir einhverja fyrirgreiðslu sem honum finnst nota- leg. Hann viU bæði virkja á hálend- inu og vernda óbyggðirnar. Hann vill að úlfamir séu saddir og sauð- irnir heUir á húfi. Þessi mikli flokkur byggir á óttan- um við að velja, kjósa sér hlut, eiga sér sannfæringu sem eitthvað má kosta í fé eða óþægindum. Og það er hann sem nagar nú af mestu kappi rætur allrar pólitískrar hugsunar. Kannski er það þessi sami ótti sem fær menn svo tfl að haUa sér af mik- illi og einlægri ástriðu að Leiðtogan- um sterka - sem í Sjálfstæðisflokkn- um kom fram í því að landsfundur kaus, Davið Oddsson til formennsku með 98% atkvæða. Menn ýta frá sér eigin ótta við val og vanmætti sem af honum leiðir með því að setja allt sitt traust á Foringjann öfluga, sem tekur að sér kvölina við völina og ber þann kross fyrir okkur öU. Árni Bergmann ingahúsa hafi úrskurðað Reykjavíkurborg og íbúum hennar í hag, þegar synjað hef- ur verið um vínveitingarleyfi á vettvangi Reykjavíkurborgar? Nefndin hefur oftast -ítreka oftast, úrskurðað vínveitingar- aðilum í hag. Ég man einungis eftir einu tilviki í fljótu bragði, þar sem synjun hefur átt sér stað. En er ekki eitthvað athuga- vert við löggjöfina ef að sveit- arfélög hafa ekki nægjanleg tæki til að stýra þróuninni í þessum málum? Er það ekki það sem hið háa Alþingi þarf að skoða? Og er þá kannski ekki kom- inn timi til að Reykjavíkurborg fái málin í sínar hendur og stýri staðbundinni löggæslu borgurunum til hagsbóta? Mitt svar er að slíkt sé óhjákvæmi- eins og staðan er í dag. Því svona stríð við borgaryfirvöld um jafn alvarleg mál, gengur ekki öllu lengur. Guðrún Ögmundsdóttir Ekki í takt við tímann „íslenskt efnahagslíf stendur í dag frammi fyrir miklúm vanda. Verðbólga er mjög há og vextir enn hærri. Alþýðusambandið hefði talið að atvinnulífið í landinu hefði miklu meiri hagsmuni af því að ná tökum á verðbólgunni og tryggja þar með stöðugleika á vinnu- markaði áfram, heldur en hvort tekjuskattur þeirra væri hærri eða lægri. Það er því ákaflega furðulegt að horfa upp á það að ríkisstjórnin virðist mjög upptekin af þeim að- stæðum sem uppi kunna að verða á árinu 2003 í stað þess að ráðast að þeim vanda sem nú steðjar að.“ Gylfi Arnbjömsson, framkv.stj. ASÍ, í grein á vefsföu samtakanna. Hvaö bíður bak viö hornið? „Við höfum öll misst einhvern nákominn sem okkur þykir óum- ræðilega vænt um. Og það er sjaldgæft að allir draumar manna rætist. Þannig er nú lífið einu sinni. Við verðum líka að trúa því að dauðinn sé ekki endir alls heldur haldi lífið áfram eftir að því lýkur í þeirri mynd sem við þekkjum það. Einhvern veginn hef ég grun um það að þeirri tilvistarlegu spumingu verði aldrei svarað þrátt fyrir að leit okkar að svarinu ljúki vist seint. En þrátt fyrir að lifið sé duttlungafullt og skammti hamingjuna úr hnefa þýðir víst lítið að hræðast á göngunni. Við vitum nefnilega aldrei hvað bíður bak við næsta hom. Við skulum bara reyna að mæta því brosandi - þegar við getum. Geram lífið skemmti- legra!“ Bjarni Brynjólfsson í leiöara Séö og heyrt. Spurt og svaraö Hjálmar Ámason alþingismadur: Hugmyndin skynsamleg „Mér flnnst þessi hugmynd afar skynsamleg og niðurstöður hag- kvæmniathugunar koma mér ekki á óvart. Hér er horft til langrar framtíðar og til grund- vallar eru lagðir heildarhagsmunir þjóðarinnar; studd- ir efnahagslegum rökum. Tækni hefur fleygt fram á þessu sviði auk þess sem eldsneyti járnbrautarinnar yrði vistvænt. Jafnframt er þetta skref í að koma í veg fyrir öngþveiti í umferðarmálum höfuðborgarsvæðis- ins. Járnbrautarhugmyndin er tii þess fallin að við færumst inn á nýja öld í samgöngumálum þjóðarinnar, og sjálfur er ég þess sannfærður að þegar brautin er komin eftir einhver ár munum við spyrja okkur hvers- vegna hún hafi ekki veriö komin löngu fyrr.“ Ólafur Kjartansson, Markadsskrifstofu Reykjanesbœjar: Styrkur fyrir Reykjanes „Okkur ber í fullri alvöru aö skoða þennan áhugaverða mögu- leika. Ég tel að í þessu fælist mikill styrkur fyrir byggð hér á Reykjanesi, rétt eins og höfuð- borgarsvæðiö, en það voru borgaryfirvöld sem höfðu fumkvæðiö að þessari hagkvæmniathugun. Ýmsir telja að framkvæmd eins og þessi gæti aldrei veriö arðbær, en taka veöur inn í dæmið verðmæti þess lands sem losna myndi ef járnbraut kæmi og Reykjavíkurflugvöll- ur viki. Hugmyndin er sú að járnbrautin yrði milli höf- uðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Viö í Reykjanesbæ teljum mikilvægt að ein stoppistöð yrði til dæmis í Njarðvík og önnur við Bláa lóniö, sem nú er orðinn vinsælasti ferðamannastaður landsins." Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstœdisflokks: Ingibjörg seilist langt „Járnbrautin er ekki skynsam- legur kostur og vegur þar þyngst gífurlegur stofnkostnaður. Sá kostn- aður næmi 105 þúsund krónum á hvern íslending eða 420 þúsund á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Oft hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri seilst langt í röksemdum sínum við óþarfa eyöslu á skattfé en þarna hygg ég að hún slái persónulegt met. Hún vill að skattgreiðendur greiði tugmilljarða króna stofn- kostnað við járnbrautina en viðurkennir jafnframt að ekki muni fást króna upp í þann kostnað. Á meðan margar arðbærar samgönguframkvæmdir bíða í Reykjavík vegna áhugaleysis R-listans er 12 milljónum króna eytt í óþarfa járnbrautarskýrslu." Magnús Oddsson ferðamálastjóri: Eru vanir einkabílnum „Þá útreikninga sem era lagðir til hér grundvallar hef ég ekki kynnt mér neitt, þannig að ég get ekki tjáð mig um þetta mál nema með ákveðnum fyrirvara. Hvað varöar járnbrautarhugmyndin almennt þá hef ég ákveðinn fyrirvara um að svona samgöngur henti aöstæðum hér, meðal annars út frá fólks- fjölda. Tíðar rútuferðir eru einnig milli höfuðborg- arinnar og Leifsstöðvar, en samt kjósa æ fleiri að keyra þarna á milli. Það sjáum við best á vaxandi þörf fyrir bílastæði við fiugstöðina. Einkabilinn er það samgöngumynstur sem íslendingar þekkja best og eru vanir.“ tV; Skv. hagkvæmniskýrslu myndi kostnaður af slíkri framkvæmd vera á bilinu 24 til 29 milljarðar króna. Tekjur stæðu undir rekstrarkostnaði, segja skýrsluhöfundar. Ofstæki og vanþekking Áfengisneysla unglinga í fram- haldsskólum fer minnkandi en notk- un ólöglegra vímuefna fer að sama skapi vaxandi. Krakkarnir hafa því ekki sagt skilið við vímuna þótt eitt- hvað dragi úr áfengisþambinu, en tækifærin til að velja úr eiturefna- tegundum til að njóta eru fleiri og betri en áður fyrr. Hass, kókaín, e- pillur og amfetamín eru algeng fíkni- efni sem auövelt er að nálgast fyrir þá sem þekkja til markaðsins. Þessi efni eru kölluð ólögleg en það er líka ólöglegt að selja eða veita unglingum á framhaldsskólaaldri áfengi, svo að öll þeirra víma er saknæm og þeir sem selja þeim áfengi eða útvega eru brotlegir við lögin. Samt veltast þús- undir krakka drukknir og dópaðir um stræti og torg um hverja helgi og fylla tugi eða hundruðir kráa, þar sem vín og bjór flýtur og úir og grú- ir af sölumönnum fíkniefna í alls kyns formi. Aukning fikniefnaneyslu unglinga er sönnuð með mikilli könnun sem ábyrgar stofnanir stóðu og hafa nið- urstöður nýlega verið kynntar. At- hygli vekur að rannsóknin fór fram aðeins meðal nema í framhaldsskól- um. Eftir er að gera aðra könnum rneðal- jafnaldra þeirra sem ekki stunda nám. Fróðlegt verður að frétta hvort vímuefnaneysla þeirra unglinga sem hættir eru námi er svipið og hinna eða meiri eða minni. Engu skal um það spáð, en líklegt má telja að þeir unglingar sem lifa meira og minna í eiturrús séu í þeim hópi sem hættir námi á ungum aldri. Meiningarlausir orðaleppar Forvarnarstarf á þessu sviði er greinilega langt frá þvf að vera eins áhrifaríkt og af er látið. Það er eitt- hvað mikið að þegar stór hópur sæmilega upplýstra unglinga æðir út í stórhættulega fikniefnanotkun að gamni sínu, eða til að tolla í tísk- unni. Áróðurinn gegn fikniefnunum er rekinn af ofstæki og oft af van- þekkingu. Sumir þeirra sem um vandamálið fjalla slá sjálfa sig tfl riddara orðaleppum eins og „sölu- menn dauðans" og „hart verður að taka á ..." og alls kyns buUi um að lögregla og tollverðir séu þess megn- ugir að stöðva fikn og gróðavænleg- ustu viðskipti sem alþjóðavæðingin og afnám landamæra býður upp á. Lítið er gert af því að rannsaka það umhverfi sem gerir ístöðulitla ung- linga að eiturfiklum. Hve stór hópur þeirra elst upp við alkóhól- isma og aðra fikniefna- neyslu foreldranna? Sá hóp- ur barna og unglina sem flýr á náðir athvarfa vegna óreglu á heimilunum er margfalt stærri en hægt er að sinna með góðu móti. Ekki er nokkur leið að blása lífi í umræðu um áhrif fyrirmynda unga fólksins á lffsstfl þess. Skemmtana- og tískuheimurinn er meira og minna löðrandi af eitur- svalli þar sem ekki er litið á það sem löst að taka kókaín í nös eða fjörga upp á tflveruna með því að fá sér e-pillu hressingu. Þarfir markaðsins Tilverufirrtir pólitíkusar og aft- aníossar þeirra sem leggja mennta- kerfin og fjölmiðlunina undir sig, rausa í síbylju um að gauka þurfi meiri peningum að lögreglunni til að hægt verði að fjölga um nokkra ein- kennisklædda á útihátíðum miðbæj- ar um helgar. Öll sú máttvana um- ræða sýnir aöeins ráöaleysi og öm- urlega vanþekkingu á þeim vanda sem við er að fást. Það er eftirspurnin sem gerir fíkniefnaframleiðslu, smygl og sölu að þeim öflugu og gróðavænlegu viðskiptum, sem raun ber vitni. Glæpa- hyskið sem stundar þann atvinnuveg svarar þörfum markaðsins, rétt eins og Áfengisverslun ríkisins og bruggarar gera á sínu sér- sviði. Þessar atvinnugrein- ar þurfa ekki að eyða fé i auglýsingar eða markaðs- setningu. Viðskiptavinirnir leita sölufólkið uppi og er neðanjarðarhagkerfið sem þrífst á verslun með ólögleg fikniefni vel virkt, enda er varan eftirsótt og neytendur fúsir að greiða ofljár fyrir skammtana sína. Ef þeir sem þykjast vera að berjast gegn eiturfíkninni fara ekki að líta til annarra átta og reyna aö átta sig á hver er undirstaða viðskipta með ólögleg fikniefni muni enn fleiri, ungir sem eldri, ánetjast og líta á neysluna sem eðlilegan lífsstíl og ánægjuauka í táradalnum. Svo er náttúrulega hægt að eyða vandamálinu með því að lögleiða eit- urlyfin og spara þar með lög- og toll- gæslu, að ógleymdu uppihaldi deikventa í fangelsum. Það er eftirspurnin sem gerir fíkniefnaframleiðslu, smygl og sölu að þeim öflugu og gróðavænlegu viðskiptum, sem raun ber vitni. Glæpahyskið sem stundar þann atvinnu- veg svarar þörfum markaðsins, rétt eins og Áfengisversl- un ríkisis og bruggarar gera á sínu sérsviði. c ■r <- T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.