Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 8
8
Útlönd
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001
DV
Eftirlýstur, dauður eöa lifandi
CIA hefur nú fengið leyfi hjá Bush til
að ráða bin Laden af dögum ef
nauðsyn krefur.
CIA fær frjálsar
hendur
Samkvæmt heimildarmanni
bandaríska dagblaðsins The Was-
hington Post undirritaði George W.
Bush Bandaríkjaforseti fyrirskipun
sem gefur leyniþjónustu Bandaríkj-
anna, CIA, leyfi til að ráða Osama
bin Laden af dögum.
Leyniþjónustan fær milljarð doll-
ara til ráðstöfunar i öflun upplýs-
inga um ferðir bin Ladens og félaga
hans í al Queda samtökunum.
Fyrirskipunin gerir einnig ráð
fyrir nánara samstarfi CIA og
bandaríska hersins. Hersveitir
verða tilbúnar í aðgerðir um leið og
upplýsingar berast um ferðir bin
Ladens eða samstarfsmanna hans
og geta beitt ótakmörkuðu valdi ef
nauðsyn krefur.
Nýtt miltis-
brandstilfelli
Starfsmaður bandarísku póst-
þjónustunnar í höfuðborg Banda-
ríkjanna, Washington, greindist
með miltisbrandssýkingu um helg-
ina. Maðurinn smitaðist við innönd-
un, sem er alvarlegasta smitleið
miltisbrands, og liggur þungt hald-
inn á spitala. Þetta er þriðja tilfellið
af sýkingu við innöndun. Það fyrsta
var maðurinn sem lést í Flórída. í
allt hafa nú sex manns sýkst af milt-
isbrandi í Bandaríkjunum síðan
miltisbrandssýktar póstsendingar
hófust.
Ótti við miltisbrand er mikill
víða um heim og hafa byggingar í
mörgum löndum verið rýmdar
vegna grunsamlegra bréfa eða gabb-
hótana um sýktar bréfsendingar.
Klaus Wowereit
Fyrsti samkynhneigöi borgarstjóri
Berlínar.
Sósíal-demókrat-
ar vinna Berlín
Sósíal-demókrataflokkur Gerards
Schroeder, kanslara Þýskalands,
vann sigur í borgarstjórnarkosning-
um í Berlín í gær. Höfuðandstæð-
ingar hans, Kristilegi demókrata-
flokkurinn, tapaði hins vegar miklu
fylgi. Þá vann arftaki gamla komm-
únistaflokksins í Austur-Þýsklandi
einnig mjög á og gæti farið í sam-
starf við sósíal-demókrata.
Klaus Wowereit, borgarstjóraefni
sósíal-demókrata, er fyrsti samkyn-
hneigði borgarstjóri Berlínar.
Átta úr sömu fjöl-
skyldunni farast
— í loftárásum á Kabúl
Loftárásir Bandaríkjamanna og
Breta héldu áfram í gær. Nokkrar
sprengjur féllu á Khair Khana,
úthverfi í höfuðborginni Kabúl en
áttu að lenda á herstöð talibana.
Fréttastofa Reuter greindi frá því að
um 18 manns hefðu falliö i
sprengjuárásunum og 20 særst. Af
þeim 18 sem féllu voru átta úr sömu
fjölskyldunni, þ.a. voru fjögur böm
á aldrinum fjögurra til átta ára.
Haft var eftir frænda þeirra að auk
þess hafi móðir bamanna fallið og
þrír aðrir ættingjar sem bjuggu í
sama húsi. Faðir barnanna er mikið
slasaður.
Talibanar sögðust í gær hafa
hrundið árásum rúmlega hundrað
sérsveitarhermanna bandaríska
hersins sem hentu sér í fallhlífum á
afganska grund um helgina.
Talibanar segjast hafa fellt á milli
20-25 hermenn, auk þess að hafa
skotið niður eina þyrlu frá
bandariska hernum.
Stund milli stríöa
Hermaður Noröurbandalagsins
undirbýr málsverð.
Richard Myers, hershöfðingi í
flughernum, neitaði því að mannfall
hefði orðið á meðal
sérsveitarmannanna og kallaði það
óskhyggju í talibönum. Hann
viðurkenndi hins vegar að
Blackhawk þyrla hefði farist og
tveir menn með henni. Myers sagði
ekkert benda til þess að talibanar
hefðu skotið hana niður. Frekari
rannsókn ætti þó eftir að fara fram.
Hersveitirnar réðust á flugvöll og
herstöð. Ekki er vitað hvort þær
hafi verið sóttar eða hvort þær séu
enn í landinu.
Mótmæli gegn
hernaðaraðgerðum Bandarikjanna
gegn talibönum fóru fram í
nokkrum löndum i gær. Þ.á m. í
Pakistan þar sem mikil andstaða er
við aðgerðirnar. Pervez Musharraf,
forseti Pakistan, var einnig
gagnrýndur af fylgjendum talibana
og sagður vera ekkert annað en
brúöa í höndum Bandaríkjanna.
Leiötogar Kyrrahafsríkja hittast I Kína
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, George W. Bush Bandaríkjaforseti og Jiang Zemin, forseti Kína, sjást hér skarta
heföbundnum kínverskum fatnaöi á ráðstefnu APEC, samtaka Kyrrahafsríkja. Ráðstefnan sendi frá sér yfirlýsingu þar
sem ríkin fordæmdu hvers kyns hryöjuverkastarfsemi í heiminum.
Áframhaldandi ofbeldi
fyrir botni Miðjarðarhafs
Fjórir palestinumenn féllu í gær í
bardögum við ísraelska hermenn.
ísraelski herinn hefur enn ekki
dregið til baka skriðdreka og
hersveitir í og við palestínskar
borgir á Vesturbakkanum og sendar
voru inn eftir að palestínskir
byssumenn réðu af dögum ráðherra
í ríkistjórn Ariel Sharon.
Palestínskir embættismenn telja
áframhaldandi veru ísraelskra
hermanna á þessum svæðum gerða
til að grafa undan völdum Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínumanna.
Arafat lýsti þvi yfir að það væri
vilji ísraelskra stjórnvalda að valda
meiri ófriði þrátt fyrir tilraunir
erlendra ríkja til að stilla til friðar
og endurvekja friðarferlið á milli
striðandi fylkinga.
ísraelsk stjórnvöld neita öllum
ásökunum og segja ástæðuna fyrir
Ásakar Arafat
Sharon segir að Arafat verða að
berjast gegn hryðjuverkamönnum.
veru hersveita á palestínsku
yfirráðasvæði vera til að koma í veg
fyrir að öfgamenn úr röðum
Palestínumanna kæmust inn í
ísraelskar borgir til að fremja
voðaverk. Haft var eftir Sharon að
ísrael hefði engan áhuga á að hafa
hersveitir sínar á palestínsku
yfirráðasvæði. Herinn yrði hins
vegar þar, þar til Arafat tæki sig á í
baráttunni gegn palestínskum
hry ðj uverkamönnum.
Shimon Peres, utanrikisráðherra
ísrael, tók undir orð Sharons og
sagði að Palestínumenn yrðu að
taka næsta skrefið. Samkvæmt
Reuter fréttastofunni fékk Peres
hringingu frá háttsettum
samflokksmanni í
Verkamannaflokknum sem fór fram
á að Peres sliti stjórnarsamstarfi
viö Ariel Sharon.
Vill vera í fararbroddi
Junichiro
Koizumi, forsætis-
ráðherra Japan,
lýsti því yfir á ráð-
stefnu leiðtoga
ríkja við Kyrrahaf
að hann vildi að
Japan yröi í farar-
broddi við uppbygg-
ingu í Afganistan eftir að átökum
lýkur. Japan styður aðgerðir Banda-
rikjanna gagnvart talibönum í
Afganistan en getur ekki veitt að-
stoð í hemaðinum vegna ákvæða í
stjórnarskrá landsins.
Kraminn af fílum
Starfsmaður dýragarðsins
London Zoo lést í gær eftir að hafa
verið kraminn af fll í garðinum.
Talið er að maðurinn hafl dottið i
búri þriggja asískra fíla með fyrr-
greindum afleiðingum. Ekki hefur
verið ákveðið hvað gera skuli við
fllana.
Sjö ár fyrir gabb
Bresk stjórnvöld er um þessar
mundir að leggja lokahendur laga-
frumvarp um refsingar fyrir gabbhót-
anir. Ef lögin taka gildi verður hægt
að dæma þá sem hóta efnaárásum á
borð við miltisbrand í þvi skyni að
gabba í allt að sjö ára fangelsi.
Stuðningur við Evru eykst
Samkvæmt nýrri könnun eykst
stuðningur við Evruna í Svíþjóð.
42% vilja Evru miðað við 30% fyrir
ári. Andstæðingum hefur hins veg-
ar fækkað úr 52% í 43%.
Óskað eftir framsali
Alejandro Toledo,
forseti Perú, hefur
fariö fram á það við
Junchiro Koizumi,
forsætisráðherra
Japan, að Alberto
Fujimori, fyrrver-
andi forseti Perú,
verði framseldur.
Fujimori er í sjálfskipaðri útlegð í
Japan en perúsk yfirvöld vilja að
hann svari til saka fyrir spillingar-
mál i stjórnartíð hans.
Árás á Coca-Cola
Öfgasinnaður hópur vinstrisinn-
aðra Indverja sprengdi eina verk-
smiðju Coca-Cola í Indlandi. Ástæð-
una segja þeir vera til að mótmæla
árásum Bandaríkjanna á Afganistan.
Gagnrýnir ofbeldi
í messu í dóm-
kirkju heilags Péturs
i Róm lýsti Jóhannes
Páll páfi II yfir
áhyggjum sínum
vegna ástandsins fyr-
ir botni Miðjarðar-
hafs. Hann skorar á
valdhafa í ísrael og
Palestínu sem og annars staðar í
heiminum að koma í veg fyrir
frekara ofbeldi, hvar sem er í heim-
inum, það leiði aðeins til dauða og
eyðileggingar og sé vanvirðing við
Guð og reisn alls mannkynsins.
Kúrsk í höfn
Flak rússneska kjarnorkukafbáts-
ins Kúrsk kom i höfn í Rússlandi í
gær eftir sex daga siglingu frá slys-
stað þar sem kafbáturinn sökk í
fyrra.