Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 IZ>V Menning 13 DV-MYNDIR E.ÓL. Boðskapurinn er að öll verðum við að rækta barnið í sjálfum okkur Gunnar Hansson og Ólafur Guömundsson leika Blíöfinn og Barniö. Á vit ævintýranna Eftir því sem ég hef hlerað hjá vinum og kunningj- um er ástæða vinsælda bóka Þorvaldar Þorsteinsson- ar um Blíðfinn ekki síst fólgin í þeirri staðreynd að fullorðnir hafa jafngaman af þeim og börn. Mér skilst að á sumum heimilum hafi jafnvel verið rifist um hvort foreldrið fengi að lesa kvöldskammtinn yfir af- kvæmunum. Það skýrist ekki einungis af skemmtileg- um stíl og ævintýralegri fléttu heldur einnig boð- skapnum sem gengur út á það að öll verðum við að rækta barnið í sjálfum okkur. Á laugardaginn frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur leikgerð Hörpu Arnardóttur á sögunum um Blíðfinn. Til að leikverkið standist sem sjálfstætt listaverk þarf það að vera þannig úr garði gert að forþekking á skáldverkinu sé óþörf. Þannig er því einmitt varið með Blíðfinn. í stuttu máli lýsir leikritið leit Blíð- finns að Barninu sem kemur til hans óvænt einn góð- an veðurdag en hverfur seinna jafn skyndilega - eins og Spekingurinn hafði raunar spáð. Þrátt fyrir úrtöl- ur og hræðslu við hið ókunna ákveður Blíðfinnur að leita Barnsins og heldur af stað út I óvissuna ásamt Smælkinu með alheimskort og fleiri góða gripi í farteskinu. Hætturnar eru við hvert fótmál en sem betur fer hitta þau líka fyrir verur sem eru þeim vin- veittar eins og dvergarnir 1 farandleikflokknum, fiðr- ildastúlkan Merla og Gúbbarnir. Hræðilegastir eru Akademónarnir og eftir viðureignina við þá hverfur Smælkið til Ljósheima. Eins og i klassískum ævintýr- um þarf Blíðfinnur að sigrast á þrautum til að kom- ast til þroska. Hann fær líka sína umbun á leiðarenda þó ekki sé hún nákvæmlega í samræmi við vænting- ar. Leiklist Uppsetningin á Blíðfinni hefur tekist einstaklega vel og leggst þar allt á eitt, Harpa Arnardóttir, sem einnig leikstýrir, hefur fengið úrvals listamenn til liðs við sig og ber þar fyrstan að telja Snorra Frey Hilmarsson sem á heiðurinn af frábærri leikmynd og bráðskemmtilegum búningum. Tæknilegir möguleik- ar stóra sviðsins eru nýttir til hins ýtrasta og einfald- ar lausnir eins og bogarnir sem marka Háskahelli verða ótrúlega áhrifaríkar með markvissri lýsingu og dulúðugri tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar. Það er treyst á ímyndunarafl áhorfenda en stemningin í hverju atriði fyrir sig engu að síður skýrt mörkuð. Út- færslan á ævintýralegum persónum verksins verður væntanlega lengi í minnum höfð og nægir þar að nefna Gúbbana sem voru sérstaklega hugvitsamlega hannaðir. Smáatriði eins og blómin á stígvélum Smælkisins eru til vitnis um nostrið og alúðina sem einkennir alla uppsetninguna. Ástæðulaust er að gera upp á milli leikaranna átta sem taka þátt í þessari uppfærslu því allir nálgast þeir viðfangsefnið af einlægni og gleði sem smitast yfir til áhorfenda. Gunnar Hansson, sem leikur Blíð- finn, er sá eini sem ekki bregður sér í fleiri gervi og Ásta Sighvats Ólafsdóttir er nánast aUan tímann í hlutverki Smælkisins. Aðrir leikarar eru Jón Hjartar- son, Ólafur Guðmundsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Hvert um sig á þátt i að gera sýninguna á Blíðfinni að jafneftirminnilegri leik- Blíöfinnur og Smælkið mæta háska viö hvert fótmál Gunnar Hansson og Ásta Sighvats Ólafsdóttir voru eins og sköpuö í hlutverkin. húsupplifun og raun ber vitni. Blíðfinnur er hugljúft og skemmtilegt ævintýri en á stundum ógnvekjandi eins og mátti merkja af ótal litl- um höndum sem áttu það til að grípa fyrir augun á frumsýningunni. Sum atriðin eru svo sorgleg að jafn- vel hinum fullorðnu vöknar um augu og þvi er óhætt að lofa væntanlegum áhorfendum spennu, hlátri og gráti. Halldóra Friðjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviöi Borgarleikhússins: Blíöfinn eftir Þorvald Þorsteinsson ! leikgerö Hörpu Arnardóttur. Leikgervi: Sigríöur Rósa Bjarnadóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Tón- list og hljóömynd: Hilmar Örn Hilmarsson. Dramatúrgia: Ingi- björg Þórisdóttir. Aöstoö viö búninga: María Ólafsdóttir. Leik- mynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikstjóri: Harpa Arnardóttir. Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Jeep Willys ■fand Rover Musso Isuzu ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 heimasíða: www.simnet.is/aptast Framleiðum brettakanta, sólskygni og boddíhluti á flestar geröir jeppa, einnig boddíhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir. Efhún er ekki inni skaiég hundur heita! Nokkur dæmi um vörur á tilboði í október og nóvember 2001 Sérmerkjum glös og postulín !IH Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhéisi 2*110 Reykjsvik Slmi 520 6666 • Bréfaslmi 520 6665 • Mls@rv.it

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.