Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 12
12 Menning Hver með sínu nefi Nýtt gallerí, Skuggi, hefur tekið til starfa í útjaðri Skuggahverfisins, nánar tiltekið að Hverflsgötu 39, og er hægt að taka strætisvagn alveg upp að dyrum. Eft- ir að flestir opinberir sýningarstaðir hættu útleigu á aðstöðu hefur vöntun á hentugu sýningarrými óneitanlega staðið myndlistinni í landinu fyrir þrifum. Eink- um hefur hún komið niður á yngri kyn- slóð listamanna sem ekki hafa enn fundið sér stuðningsaðila, hafa því tæplega efni á kostnaðarsömum kynningum á verkum sínum. Þótt sýningarrými í Skugga sé ekki ýkja mikiö (um 80 fm) hefur galleríið ýmsa kosti, ekki síst staðsetninguna, ágæta birtu og töluvert veggpláss, bæði á jarðhæð og í kjallara. Aukinheldur ættu leigugjöld ekki að vera ofviða venjulegum íslenskum daglaunamanni. Sömuleiðis hafa aðstandendur innréttað setustofu baka til, þar sem gestir geta tyllt sér yfir kaffibolla, skipst á skoðunum eða blaðað í fyrirliggjandi bókum og tímaritum. Allt er þetta af hinu góða. Ekki hefur verið gefin út yfirlýsing um þá listpólitík sem Skuggi hyggst ástunda, nema þá að opnunarsýningin „Hver með sínu nefi“ veiti vísbendingu um hana. Hér er um að ræða samsýningu Birgis Andréssonar, Guð- mundar Odds, Akusa (Ásmundar Ámundssonar og Justins Blaustein) og Lilju Bjarkar. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna er hér ekki um að ræða heildstæða uppákomu heldur mjög ólik viðhorf fjögurra samlyndra listamanna. Vísanir án viðmiðs Reyndastur sýnenda er Birgir Andrésson se'm sýnir annars vegar „Húsa-ljóð“, blýantsteikning- ar byggðar á grunnmynd hins „týpíska" íslenska torfbæjar, hins vegar uppstoppaðan hrafn með lambhúshettu og upptökur af „dúlli" í anda Guð- mundar Ámasonar dúllara ásamt með ljósmynd af honum sjálfum. Birgir hefur ítrekað lýst því yflr að hann sé að „vinna með“ íslenskan veru- leika í bráð og lengd, ekki síst ýmis sérkenni DV-MYND HARI Birgir Andrésson: Eftirhermur. Hrafn, hljóö, Ijósmynd 2001 Hrafninn dúllar eins og Guömundur sálugi Árnason dúllari. þjóðarinnar. Sjálfum hefur mér aldrei verið ljóst hvað öll þessi vinna á að leiða af sér, þar sem hún felst nær einvörðungu í aftengingu þeirra fyrirbæra sem listamaðurinn er með undir hverju sinni. Torfbærinn er tekinn úr samhengi, verður að óhlutbundnu mynstri sem hægt er að endurgera út í það óendanlega, dúllið birtist okk- ur sem heilber skrýtilegheit, úr tengslum við ör- lög dúllarans sjálfs og það þjóðlíf sem hann er sprottinn upp úr. Verk Birgis eru því vísanir án viðmiðs, svo vitnað sé til kenninga Rolands Barthes. ♦- Guðmundur Oddur er sífellt að koma manni á óvart. Hér er að fmna myndröð af myndskreytt- um húsum í íslenskum sjávarþorpum, aðallega á Austurlandi. Að því er segir í skrá eru myndirn- ar „hluti af stærra safni mynda um ís- lenskan veruleika". Hér er þessi títt- nefndi veruleiki skoðaður í ákveðnu samhengi, myndskreyting húsanna vek- ur upp margs konar hugleiðingar um alþýðulist, myndvæðingu umhverfisins o.fl. Um leið hagræðir G. Oddur ljós- myndum sínum eilítið í tölvu, gæðir þær framandleika sem knýr áhorfand- ann til að gaumgæfa þær í öðru Ijósi en venjulega. Innvígöra hjal I skoti á efri hæð er rými þar sem ungum listamönnum gefst tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þar sýnir Lilja Björk alls kyns litaða vökva og duft á krukkum. Hér vefst skríbent tunga um tönn, því engin leið er að horfa fram hjá þeirri staðreynd að verki hinnar ungu listakonu svipar óþægilega til samsetn- inga Sólveigar Aðalsteinsdóttur. í kjallara er tvískipt rými og fremur lágt undir loft. Sem kemur tæpast að sök þegar þeir AKUSA-félagar eru ann- ars vegar, þvl þeir sýna bæði i hólf og gólf. Framlag þeirra er póstmódernískt samvinnuverk um það hvernig menn fara að því að vekja á sér athygli í bandarískum listaheimi. Annars vegar hanna þeir „lógó“ fyrir helstu gall- erí og myndlistarfrömuði í New York og senda þeim ásamt grínaktugum bréfum, ef til vill í þeirri von að frumleikinn verði þeim til fram- dráttar. Hins vegar stunda þeir símaat, hringja bæði í gallerí og gagnrýnendur og biðja um gott veður og taka upp símtölin. Við getum hlustað á þessi símtöl og haft gaman af misskilningnum, yfirborðskurteisinni og innvígðra hjali viðmæl- enda. En tæplega er viðfangsefnið stórbrotið eða mikilsvert. Aðalsteinn Ingólfsson Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mán. kl. 13-17 og þessi sýning stendur til 28.okt. Wim Wenders-hátíð hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði á miðvikudagskvöldið: Kvikmyndakrásir Vió munum hann (og elskum) fyrir frábœrar bíómyndir á boró vió Himin yfir Berlín, Paris, Texas, Buena Vista Social Club og Ameríska vin- inn en hann hefur vitaskuld gert ótalmargar í við- bót og nokkrar þeirra fáum vió líka aó sjá á hátíð sem tileinkuó er honum í Bœjarbíói í Hafnarfiröi dagana 24. til 28. október. Þó œtlaói hann að veróa prestur þegar hann yröi stór og hann hefur bœöi próf í lœknisfræöi og heimspeki. Wim Wenders er einn af athyglisverðustu leik- stjórum þýsku nýbylgjunnar um og upp úr 1970 en ferill hans hefur haldist óslitinn síðan. Hann leggur mikla áherslu á stílbrögð og uppbyggingu myndmáls, líkt og expressjónistar fyrra gullaldar- skeiðs í þýskri kvikmyndasögu, og leikur sér að því að skeyta saman myndmáli Hollywoodkvik- mynda og listrænna framúrstefnumynda. í mynd- um sinum sökkvir hann sér ofan í mannlegar til- finningar eins og einmanaleika og kvíða um leið og hann rannsakar bandarísk áhrif í þýskri menningu sem fáir leikstjórar hafa skoðað jafn rækilega og hann. Níu Wenders-myndir „Þetta er með fyrstu stóru verkefnunum sem Kvikmyndasafn íslands tekur að sér,“ segir Odd- ný Sen, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, „og eig- inlega má segja að þetta sé upphafið að cinema- tek-starfsemi i Bæjarbíói. Auk kvikmyndasýning- anna verður sýning í anddyri Bæjarbiós á ljós- myndum frá Ástralíu sem sýna leifar af horfinni menningu. Þama eru gríðarlegar víöáttur sem Wenders fangar með japanskri Art-Panorama vél, og til dæmis má þar sjá yflrgefinn risaskjá útibíós í miöri eyðimörkinrii innan um kaktusa og und- arleg tré, gamla draugabæi og annað slíkt. Wim Wenders hefur sjáifur sagt um þessar ljósmyndir sínar að þær túlki sýn menntamanns frá neyslu- samfélagi Evrópu og tjái heimþrá hans eftir horfnu menningarsamfélagi." Á hátíðinni verða sýndar níu kvikmyndir, sjaldséö verk eins og Saga frá Lissabon og Ala- bama 2000 Light Years en einnig merkustu kvik- myndir hans, þ.á m. meistarastykkin sem nefnd voru hér í upphafi. „Hann gerði fjölda mynda um það leyti sem þýska nýbylgjan var að hefjast en þær hafa ekki átt neinu fylgi að fagna,“ segir Oddný, „nema Sumarið í borginni sem hann gerði í kvikmynda- Úr kvikmyndinni Lísa í borgunum eftir Wim Wenders. mannsgaman Það eru orðin meira en tuttugu ár frá því ég tókst fyrst á loft upp úr leikhúsi. Það var hröð ferð og hörð. Staddur í þann tíð í heimabæn- um norður á Akureyri og undir brekkubrún- inni góðu var verið að setja upp skrýtið leik- rit eftir írskan furðufugl sem menn sögðu að væri varla mennskur. Fór í leikhúsið mestan part af því að við vinirnir vorum að reyna að rækta með okkur menningargáfur og sátum iðulega þessi árin á kaffihúsum og reyktum stórskorinn Camel. Lásum ljóð og reyndum hver annan í innvið- um Sigfúsar Daða og Hannesar Pé. Þetta voru gáfuð ár og góð til brúks. Undarlegur kliður er um mann allt i kring þegar sest er niður í leikhúsi. Eins og fólk þurfi að muldra sig tómt áður en sest er í þögnina. Svona er þetta enn og svona var þetta þá. Og tjöldin frá. Galdurinn að hefjast. Persónur kynna sig til leiks og smám saman anda þær gestunum að sér. Þarna kynntist ég Estragon og Posso. Og skóla. Við erum raunar með eina mynd frá skóla- árum hans, Angist markvarðar í vítaspyrnu, um markvörð sem eyðir nótt í kvikmyndahúsi og lendir í slæmum málum þegar hann kyrkir miða- sölustúlkuna." Wim Wenders er fæddur 1945 í Dússeldorf og var afar feiminn sem unglingur, að sögn Oddnýj- ar. Hann ætlaði að læra til prests en hætti við það þegar hann fylltist áhuga á bandarískri menn- ingu og fór í staðinn í læknisfræði og heimspeki. Siðan stundaði hann listnám í París og þaðan lá leiðin í kvikmyndaskóla. „Síðan hann lauk námi hefur ferillinn verið óslitinn," segir Oddný, „vinsældir hans hafa dal- að inn á milli, til dæmis varð lítið vart við mynd- imar tvær á undan Buena Vista Social Club en hún sló líka í gegn svo um munaði. Núna er hann að taka upp heimildarmynd i Bandaríkjunum; þess vegna kemst hann ekki tO Islands." Við fáum ekki að sjá framan í Wim en ennþá betra er líka að fá að sjá myndirnar hans. eins þeim félögum Vladimir og Lucky. Og saman tóku þeir mig á flug fram af stólbrún- inni. Upp i himna leikhússins. Ekki er ég lent- ur enn. Og hef ekki hugsað mér það. Leikritið um Godot er engu líkt og biðin svo mikilvæg hverjum manni að í hvert sinn sem þetta verk er sett á svið setur menn hljóða. Og galdurinn verður ekki skýrður út. Hann er innlifun hvers og eins. Það eiga allir sina út- gáfu af biðinni. Og allir verja lífi sínu í þess- ar eilífu væntingar um efni og anda. Godot getur það verið og eins allt hitt sem á sér ým- ist nöfn eða alls engin. Beckett var óður. Og þurfti enda æði í æð- islegt verk. Leikritið hans hefur lifað í fimm- tíu ár og er ekki að lenda. Ekki frekar en ég eftir tuttugu ár. Vilji menn og þori fá þeir flugheimild á nýja sviðinu sunnan Kringlunn- ar. Það verður smáókyrrð í loftinu - en góða ferð. -SER Fram af stólbrúninni MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Áfram stelpur Á afmæli kvennafrídagsins á miðvikudags- kvöldið verður skemmtikvöld í Salnum í Kópavogi þar sem hópur úrvalslistakvenna kemur fram. Tilefniö er líka útgáfa hljóm- disks Ásgerðar Júníusdóttur mezzósópran- söngkonu sem heitir Minn heimur og þinn og inniheldur 18 lög eftir íslenskar konur við ljóð íslenskra kvenna. Auk Ásgerðar koma fram listakonurnar Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Áshild- ur Haraldsdóttir. Sigrún Eðvaldsdóttir flytur fiðlueinleiksverk eftir Karólínu Eiríksdóttur sem Ólöf Ingólfsdóttir hefur samið dansverk við og frumflytur við þetta tækifæri. Gjörn- ingaklúbburinn verður með gjörning, Kristin Ómarsdóttir og Margrét Lóa Jónsdóttir lesa úr nýjum verkum sínum og Helga Braga Jóns- dóttir o.fl. verða með skemmtiatriði. Skemmt- unin hefst kl. 20 og er miðasala þegar hafin. Endalok menningar Á morgun kl. 12.05 heldur Guðmundur Hálf- dánarson sagnfræðingur opinn fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Islands sem hann nefnir „Hugmyndir Herders um þjóðina og endalok menningarlegrar þjóðar". Menningarleg þjóðernisstefna, sem hefur ver- ið Islendingum pólitískt leiðarljós í nærfellt tvær aldir, á uppruna í þeirri hugmynd þýska heimspekingsins Herders að mannkynið greinist í afmarkaða menningarhópa sem skuli stjórna sér sjálfir. I fyrirlestrinum verð- ur fjallað um forsendur þessarar hugmyndar og hún gagnrýnd. Popp og tíska Candice Breitz, myndlistarmaður og gesta- kennari við Listaháskóla Islands, flytur opinn fyrirlestur um eigin verk í LHÍ Laugarnesi í dag kl. 12. 30 í stofu 024. Candice ólst upp í Jó- hannesarborg en býr og starfar í New York og Berlín og hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóð- legum sýningum. Verk sin vinnur hún með popp-menningu og skemmtanaiðnaðinn í huga og notfærir sér ýmiss konar tækni, svo sem margmiðlun, hljóð, ljósmyndir og úr- klippur úr tímaritum. Svo verður framhald á tískusýningu nem- enda LHl á textíl- og hönnunarsviði sem fóru til Parísar í sumar. Fyrri hópurinn sýndi sl. miðvikudag við gríðarlegar vinsældir; núna á miðvikudaginn kl. 12.30 koma þau sem tóku þátt í að undirbúa tiskulínu hjá hönnuðinum Delphine Murat, sýna myndband og skyggnur og segja frá reynslu sinni í fyrirlestrarsal hönnunardeildar, Skipholti 1. Allir áhuga- menn um hönnun, tísku og tiðaranda eru vel- komnir. Námskeið 29.10 hefst námskeið í myndvinnslu III, photoshop við Opna Listaháskólann. Kennd er vinnsla með „Layers" og möskun við samsetn- ingu mynda. Kennari er Leifur Þorsteinsson ljósmyndari. 5.11. hefst námskeið í Painter þar sem hægt er að setja saman ljósmyndir og breyta litum, og notandinn getur unnið í ýmis efni, t.d. olíu, vatnslit eða krít. Lítilsháttar verður farið í teiknimyndagerð sem er skemmtilegur mögu- leiki í Painter. Námskeið í Photoshop er nauð- synlegur undirbúningur. Kennari er Höskuld- ur Harri Gylfason myndlistarmaður og graf- ískur hönnuður. Námskeið í módelteikningu I hefst 29.10. Lögð er áhersla á stöðu, hlutfoll og líkams- byggingu og unnið með blýanti, krítum og bleki. Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjend- ur og lengra komna og er góður undirbúning- ur fyrir myndlistarnám. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmaður. Upplýsingar um námskeið og fyrirlestra i síma 5452210 og slóð www.lhi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.