Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001
r:.-«
~r
Dýr skólavist þúsunda tónlistarnema í uppnámi:
Verkfall skollið á
- ekkert mjakaðist í samkomulagsátt á löngum fundi í gær
Verkfall er skollið á hjá tónlistar-
kennurum en lítið sem ekkert miðaði í
kjaradeilu tónlistarkennara á fundi
þeirra og samninganefndar sveitarfé-
laganna sem fram fór í gær. Annar
fundur var boðaður i morgun. Ljóst er
að dýr skólavist þúsunda tónlistar-
nema er nú í uppnámi. Þeir sem þegar
hafa greitt skólagjöld fá ekki endur-
greitt.
Verkfallið tekur til um 620 félags-
manna Félags islenskra hljómlistar-
manna og Félags tónlistarskólakenn-
ara. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
sagði í samtali við DV í gærkvöldi að
andrúmsloftið hefði verið gott á þess-
um langa fundi en hann stóð frá há-
degi fram til klukkan rúmlega 10 í gær-
kvöldi. „Það er verið að leita lausna en
ekkert hefur mjakast í samkomulags-
átt. Þó eru báðir aðilar fúsir til að leita
leiða til samkomulags og ekki hefur
slitnað upp úr samningaviðræðum."
Þórir segir að sem áður strandi við-
ræðurnar á launaliðnum. „Grundvall-
arafstaða aðilanna hefur ekkert breyst
í langan tima.“
Ráðamenn sýna lítinn skilning
Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, for-
maður Félags tónlistarkennara, mátti í
gærkvöld ekki tjá sig um viðræðumar
þar sem fréttabann er af samningavið-
ræðunum. í samtali við blaðamann DV
fyrir helgi sagði hún tónlistakennara
ekki sátta við að menntun þeirra og
störfum væri sýnd sú lítilsvirðing sem
tilboð samninganefndar Launanefndar
sveitarfélaga endurspeglaði. Hún segir
laun tónlistarskólakennara hafa dreg-
ist verulega aftur úr launum annarra
kennara á síðustu misserum og bendir
á að flestir þeirra hafi 12-15 ára nám
að baki, fyrst fari fólk í gegnum hin
hefðbundnu 8 stig og síðan taki kenn-
aranámið við og það taki þrjú ár. Að
auki fer mikill hluti tónlistarfólks í
framhaldsnám erlendis til frekari sér-
hæfingar. „Það gefur augaleið að
þama er um mikla sérþekkingu að
ræða og fmnst okkur ráðamenn sýna
lítinn skilning á hvers virði hún er
samfélaginu," segir hún. „Það em
veruleg vonbrigði ef raunin er sú að
öll þau fógru orð sveitarstjórnar-
manna og annarra stjórnmálamanna
um mikilvægi menntunar og gildi
kraftmikils lista- og menningarlífs í
landinu em aðeins innantómt hjal og
ætla tónlistarskólakennarar sér að láta
reyna á það nú.“
Aðgerðir boðaðar
Tónlistamemendur og foreldrar
þeirra hafa þungar áhyggjur af yfirvof-
andi verkfalli. Foreldrar barna sem
stunda nám við tónlistarskóla Suzuki-
sambandsins hafa staðið fyrir undir-
skriftasöfnun þar sem lýst er yfir
áhyggjum vegna verkfallsins og skorað
á launanefnd sveitarfélaga að ganga
strax til samninga. Foreldramir ganga á
fund borgarstjóra í dag og afhenda hon-
um undirskriftalistana. Einnig hefur
Ýmir, nemendafélag Tónlistarskólans í
Reykjavík, boðað kröfugöngu nemenda í
dag. Gengið verður frá skólanum kl.
15.00 og haldið að Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þar hyggjast nemendumir afhenda Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra
bréf þar sem þeir lýsa yfir stuðningi viö
kröfur tónlistarskólakennara og áhyggj-
um af áhrifum verkfalls þeirra.
-GG/ÓSB
Söfnun til styrktar íbúum Afganistans:
Þrjár milljónir
söfnuðust
Perlan rýmd um miðjan dag:
Vopnaður úti-
gangsmaður
Talsvert lið lögreglumanna, þeirra á
meðal Qórir víkingasveitarmenn, var
kallað að Perlunni um miðjan dag i gær
eftir að tilkynnt hafði verið um mann
vopnaðan skammbyssu þar inni.
Að sögn lögreglunnar var ljóst af lýs-
ingu á manninum að um meinlausan
góðkunningja lögreglunnar var að
ræða. Maðurinn reyndist vera með tvær
byssur í fómm sínum, báðar óvirkar og
meinlausar, nánar tiltekið módel af
gamaldags framhlaðningum. Hafði
hann ráfað drukkinn inn í Perluna og
„veifað þeim“ þar inni en ekki ógnað
neinum. -fin
Pilturinn fundinn
Unglingspilturinn sem leitað hef-
ur verið að frá því á þriðjudag, eöa
í fimm daga, kom í leitirnar í gær,
heill á húfi. -fin
Alls söfnuðust þrjár milljónir
króna í söfnun Rauða kross íslands
og Hjálparstarfs kirkjunnar til
styrktar íbúum Afganistans en
henni lauk formlega í gær. Að sögn
Þóris Guðmundssonar, upplýsinga-
fulltrúa RKÍ, þýðir þetta að þrjú
þúsund manns hafi hringt inn. „Við
erum þakklátir þeim sem hringdu
inn og lögðu söfnuninni lið,“ segir
Þórir og bætir við að með því hafi
þeir einnig verið að sýna samstöðu
með afgönsku þjóðinni. Sá boðskap-
ur að það sé almenningur í
Afganistan sem styrjöldin og nátt-
úruhamfarir undanfarin ár bitni á
hafi greinilega komist tfi skila.
í gærdag stóðu aðilar söfnunar
fyrir útifundi við Hallgrímskirkju
til að ininna á íbúa Afganistans og
neyð þeirra. Þar sungu KK og Ellen
Kristjánsdóttir, lesið var ljóð eftir
afganskan dreng og framkvæmda-
stjórar Hjálparstarfs kirkjunnar og
Rauða krossins tóku til máls.
Einnig var kveikt á friðarljósum og
nýjar myndir frá Afganistan voru
til sýnis. Þrátt fyrir að söfnuninni
sé formlega lokið verður söfnunar-
síminn 907 2003 opinn áfram næstu
daga. Með því að hringja i hann er
hægt að gefa þúsund krónur sem
skuldfærast á næsta símareikning.
-MA
t i * i'T ,\.
’1',. \.*V - :-A > y . gf -
’ • .'. V . .»•„
••A ;v: • '•'T'-í
.V 3% Ni.V; )
>. 7 N'JtKi
H; , •• •,
•’*!• ..
DV-MYND HILMAR
Kíkt fyrir horn
Þessi litla snót gaf sér tíma til aó kikja fyrir horn og beint í linsu ijósmyndara fyrir
framan Hailgrímskirkju í gær. Þar var hópur manna samankominn á útifundi þar
sem minnt var á neyö ibúa Afganistans.
Umdeilda prestsráðningin í Danmörku:
Pattstaða hjá Tryggingastofnun
- ekki ákveðið hvort styrkveitingum verður haldið áfram
Tryggingastofnun hefur enn
ekki tekið ákvörðun um hvort
stofnunin muni áfram taka þátt í
kostnaði vegna prestakalls í Dan-
mörku. Eins og DV hefur greint
frá varð mikill hvellur þegar Sig-
urður Sigurðarson vigslubiskup
ákvað að skipa Þóri Jökul Þor-
steinsson í starfið þvert gegn vilja
hæfnisnefndar. Karl Steinar, for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkis-
ins, sagði þá í DV að vinnubrögð-
in væru móðgandi. Þar sem Trygg-
ingastofnun greiddi helming
kostnaðar við embættið ætti stofn-
unin eitthvað
að hafa um
slíkar ákvarð-
anir að segja.
„í svona sam-
starfi vil ég
ekki taka
þátt,“ sagði
Karl Steinar í
frétt DV fyrir
skömmu.
Trygginga-
stofnun er
ekki ætlað að greiða fyrir kristni-
hald heldur fyrir þjónustu við
sjúklinga í formi samstarfsverk-
efnis við kirkjuna. í samtali við
DV í gærkvöld sagði Karl Steinar
að engin ákvörðun hefði verið tek-
in um greiðslurnar en stofnunin
væri bundin af samningi. Hann
gat ekki heldur svarað hvenær
ákvörðunar um þetta mál væri að
vænta en spurður hvort það væri
stjórnar Tryggingastofnunar að
taka slika ákvörðun, sagði Karl
Steinar: „Það fer sennilega eftir
mínum tillögum. Þetta er í skoð-
un.“
-BÞ
Karl Steinar
Guðnason.
Útiljós
Rafkaup
Armúla 24 • S. 585 2800
nierhiuélin
íyrirfagmenn
og fyrlrtækl,
helmili og
skóla, fyrir röð
og reglu, mlg
og þig. J i
hýbglauegl 14 • sfmi 5S4 4443 • If.ls/rafport