Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001
Fréttir
!OV
Sátta leitað um fiskveiðistjórnunarkerfi:
Fyrningarleið eða
veiðileyfagjald
- báðar leiðir byggja á einhvers konar afnotagjaldi af auðlindum
Mikiö ósætti er ríkjandi með þjóð-
inni um hvaða leiðir beri að fara varð-
andi framtíð fiskveiðistjómunar ís-
lendinga. Þó flestir telji nauðsynlegt að
gera breytingar og ná sátt um málið
era líklega fæstir á því að gerlegt sé að
stökkva í einu vetfangi frá ríkjandi
kvóta- eða aflamarkskerfi. Því hafa
menn helst nefnt tvær leiðir til að slá
á ríkjandi ágreining, þ.e. með svo-
nefhdri fymingarleið og eða upptöku
veiðileyfagjalds. Báðar leiðimar era
sagðar miða við þá staðreynd að í
stjórnarskrá íslands era auðlindir
hafsins skilgreindar sem sameign þjóð-
arinnar. Þvi beri þjóðinni sem heild að
njóta afrakstursins en ekki einhverj-
um fáum útvöldum.
Fyrningarleið
Útgerðarmenn hafa nefnt sem rök
fyrir óbreyttu kerfi að mikið af þeim
veiðiheimildum sem þeir hafi eignast
sé búið að greiða fyrir með beinhörð-
um peningum. Því sé fymingarleiðin
svokallaða í raun eignaupptaka.
Fyigjendur fymingarleiðar segja aft-
ur á móti að fiskurinn í sjónum sé
tryggð eign þjóðarinnar í stjómarskrá.
Úthlutun aflaheimilda i upphafi með
svokölluðum gjafakvóta hafi aldrei
verið hugsuð á þann veg að
útgerðarmenn eignuðust fisk-
inn í sjónum um alla framtíð.
Mönnum hafi alla tið mátt vera
þetta ljóst þó kerfið hafi seinna
verið fest í sessi eftir að heimil-
að var framsal veiðiheimilda.
Því verði útgerðarmenn að skila
kvótanum aftur með einum
eða öðram hætti. Honum
verði síðan endurúthlut-
að, væntanlega gegn
gjaldi, til takmark-
aðs tíma. Það yrði
t.d. gert með /-
uppboðum, /
Enn viröist langt í land varöandi raunverulega sátt um fiskveiöistjórnun
auk þess sem beitt var skyndilokunum
veiðisvæða. Ýmsir töldu t.d. að aldrei
hefði verið fullreynt að fara aðrar leið-
ir en að deila veiðiheimildum niður á
skip í formi kvóta. Þessir sömu aðilar
gagnrýndu þvi mjög hart þegar kvóta-
kerfið var fest í sessi með frjálsu fram-
sali veiðiheimilda upp úr 1990. Þá hef-
ur einnig verið bent á leið veiðarfæra-
og dagastýringar líkt og Færeyingar
hafa farið.
Frjálst framsal aflaheimilda var talið
Hörður Kristjánsson
blaðamaður
gerðina enn á ný. Andstæðingar þessa
telja slíkt þó algjörlega óásættanlegt á
meðan kvótinn er eignfærður eins og
gert er í dag. Hætta sé á að þá nái út-
lendingar yfirráðum yfir þessari auð-
lind okkar.
Togstreyta
Allt þetta hefur valdið mikilli tog-
streytu á milli þeirra sem eiga afia-
heimildir og þeirra útgerðarmanna
sem þurfa að leigja þær til sin til að
geta haldið veiðum áfram. Afnám
heimilda fyrir veiðar smábáta utan
kvóta með lögum sem tóku gildi 1.
september hafa enn aukið á þessa tog-
streytu. Stjómmálamenn hafa því
keppst við að lýsa því yfir að ná þyrfti
sátt um kvótakerfið.
Vandfundin sáttaleið
Skipuð var sérstök sáttanefnd sjáv-
arútvegsráðherra sem átti eins og
nafnið bendir til að flnna leiðir til
sátta. Sú nefnd hefur nú skilað af sér
og niðurstaðan er vægast sagt dapur-
leg. Engar náðust þar sættimar og
skilaði nefndin af sér margklofnu áliti.
Einfaldaö dæmi af veiöileyfagjaldi
Útgeröin veiðir upp í sínar heimildir. Veiðileyfagjald gæti þá t.d. verið í formi
fastrar upphæðar á hvert kíló sem heimild er fyrir eöa /' formi hlutdeildar af tekj-
um vegna veiðanna. í síðarnefnda tilvikinu getur verið spurning um af hvaða
upphæð veiðileyfagjaldið yrði reiknað. Hvort það er af brúttótekjum eða af tekj-
um að frádregnum kostnaði. Það getur skipt verulegu máli.
W®S©0Q®^í?sigiOsiD(o]
áfftf
hlutur
ríkisin
io(2/o
leigu, eða á
annan hátt
sem sátt
næst um.
Veiðileyfa-
gjald
Fylgjendur veiði-
leyfagjalds byggja líka á rök-
unum um sameign þjóðarinnar á auð-
lindunum. Því sé ekkert réttlæti í þvi
að þeir sem í krafti aðstöðu á ein-
hverju árabili njóti einir ágóðans af
auðlindinni á meðan ríkið, eða þjóðin
sem eigandi, fær ekkert fyrir sinn
snúð. Því verði að skattleggja hana.
Þessari leið hefur ekki síst vaxið fisk-
ur um hrygg í kjölfar frétta af mönn-
um sem selt hafa sinn kvóta og staðið
upp frá útgerðarbröltinu með millj-
arða króna upp á vasann.
Útgerðarmenn halda því hins vegar
fram að opinberar álögur á greinina
séu þegar miklar og vandséð að þar sé
nokkra á bætandi. Þvi komi veiðileyfa-
gjald ekki til greina. Auk þess búi út-
gerðin við miklar sveiflur í aflabrögð-
um og óöryggi sem kosti sitt. Þá skili
fiskveiðar og vinnsla þegar miklum
fjármunum í þjóðarbúið í gegnum
launagreiðslur og með ýmsum öðrum
hætti. Með veiðileyfagjaldi sé þessu
öllu stefnt í voða og útgerðin verði
óarðbærari en ella.
Bullandi ágreiningur
Allt frá því kvótakerfi var tekið upp
sem fiskveiðistjómunarkerfi hér á
landi 1994 hefur rikt um það bullandi
ágreiningur. Fyrir daga kvótakerflsins
vora sóknarstýring og skrapdagakerfi
m.a. reynd til að takmarka veiðamar
onn
erðar
100%
Tekjur af
veiðum
, leiða til aukinnar
hagræðingar í útgerð. Um leið
skapaðist fyrst í alvöru möguleiki fyrir
útgerðarmenn að hagnast verulega á
sölu og leigu aflaheimilda. Skiptu tugir
þúsunda tonna um hendur en i
sumum tilfellum sátu reyndar
heilu byggðarlögin eftir nær
kvótalaus. Dæmi era um að
mikið fjármagn hafi farið út úr
greininni þar sem fyrrverandi
kvótaeigendur fjárfestu í öðram
atvinnugreinum. Að sjálfsögöu
kom það sér vel fyrir viðkomandi
greinar. Hins vegar urðu útgerð-
arfyrirtækin, sem keyptu
fyrri eigendur út, þá að
verulegu leyti að endur-
ijármagna reksturinn
með lánsfé.
ast þær raddir stöðugt háværari sem
vilja heimila útlendingum að flárfesta
í íslenskum sjávarútvegi. Þannig hefur
Finnbogi Jónsson, stjómarformaður
Samherja hf. á Akureyri, látið hafa eft-
ir sér að hann teldi ekki fráleitt að út-
lendingar fengju að eignast t.d. allt að
30% hlut. Ef slíkt yrði að veruleika
mætti vissulega endurfjármagna út-
Hóflegt veiöileyfagjald
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefúr allt fram undir nýliðinn lands-
flrnd Sjálfstæðisflokksins ekki viljað
ljá máls á álagningu neins konar veiði-
leyfagjalds á útgerðina. Hefur hann
þar átt greinilega samleið með skoðun-
um forystumanna Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna. Forsætisráð-
herra segist nú vera búinn að skipta
um skoðun og því sé hann tilbúinn að
samþykkja hóflegt veiðileyfagjald.
Ályktun 34. landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins um sjávarútvegsmál er
einmitt í þessa vera. Hann tekur
undir álit meirihluta nefndar
um endurskoðun laga um
stjórn fiskveiða, um að áfram
skuli byggja á aflamarkskerf-
inu en útgerðin greiði hóflegt
gjald fyrir afnot af veiðiheim-
ildum sem annars vegar
£— , taki mið af kostnaði hins
nlutur Utgeroar opinbera vegna stjóma
fiskveiða og hins vegar af
afkomu sjávarútvegsins á hveijum
tíma. Þar er hins vegar algerlega óút-
skýrt hvað „hóflegt" veiðileyfagjald
þýðir í raun. En þetta opnar á að flokk-
urinn samþykki einhvers konar mála-
miðlun á þingi.
Aögengi út-
lendinga
Nú ger-
Fyrningarleiö
Þessi leið er byggð á því að útgerðin skili á einhverju árabili kvótanum að nýju til
ríkisins. Þeim kvóta yrði síðan úthlutað að nýju til afnota í takmarkaðan tíma.
Það væri trúlega hægt að gera með ýmsum hætti, t.d. með kvótauppboði á
markaöi eða beinni leigu. Jafnvel í bland með einhvers konar pólitískri út-
hiutun í nafni byggðarsjónarmiöa.
\
X
Kvótapottur ríkisins
Umsjórs: Gyifi Kristjánsson
netfang: gylfik@dv.is
Vonandi ekki óðamála
Eyþór Arnalds, fyrrum bítill, hef-
ur boðað endurkomu sína í borgar-
málapólitikina á þann hátt að það fór
ekki fram hjá neinum. Hann stígur
upp úr stóli forstjóra Íslandssíma fyr-
ir Óskari Magn-.
ússyni og ætlar sé I
greinilega frama í I
borgarmálaliði |
Sjálfstæðisflokks-
ins. Ýmsar kenning-1
ar eru uppi um |
hvað valdi sinna-
skiptum símastjór-
ans og hefur m.a. heyrst að honum
hafi verið gert að standa upp úr síma-
stjórastólnum og finna sér aðra
vinnu. Sjálfur segir Eyþór að hann
hafi farið í langt þagnarbindindi þeg-
ar hann hætti að sækja borgarstjórn-
arfundi, hann sé búinn að þegja í þrjú
ár og nú sé honum orðið mikið niðri
fyrir. Þá er bara að vona að pilturinn
verði ekki óðamála loksins þegar
hann fær málið að nýju...
Enn hækkar hún
Þeim er eflaust skemmt, stórlöxun-
um, sem árlega keyra jeppa sína að
Laxá á Ásum, skammt frá Blönduósi,
til að renna þar fyrir fisk. Þeir hafa um
langt árabil fúsir greitt fáránlega upp-
sprengt verð fyrir að
fá að veiða þar - allt
að 200 þúsund krónur
fyrir daginn - og að
sögn gert það með
bros á vör, enda sé
þaö sterkt út á við að
láta sjá sig við þessa á
og koma þannig þeim
skilaboðum út í samfélagið að nóg sé
til af aurunum. Eftir að veiðin hrapaði
í ánni um tæplega 30% í sumar berast
nú af því fréttir að veiðileyfi í ánni
muni hækka umtalsvert á næsta ári.
Það kemur ekki á óvart, það er regla
að í þessari á hækka veiðileyfin þegar
veiöin dregst saman. Það er eins konar
náttúrulögmál því það eru alltaf til ein-
hverjir sem láta bjóða sér þetta - og
hafa efni á því...
Skóflustungan
Þá er Kristján Þór Júlíusson, bæj-
arstjóri á Akureyri, búinn að taka
fyrstu skóflustunguna að hinu um-
deilda fjölnota-íþróttahúsi sem byggja
á í bænum. Það var gert með mikilli
viðhöfn um helg-
ina, reyndar
óvenjulega mikilli
viðhöfn. Rækilega
var auglýst hvað
stæði til og bæjar-
búum boðið að
koma og vera við-
staddir þennan
merka viðburð og þiggja síðan veit-
ingar. 1 pottinum velta menn því
undrandi fyrir sér hvort þama sé ver-
ið að taka upp nýja vinnusiði þegar
skóflustungur eru teknar og í framtíð-
inni megi sauðsvartur almúginn eiga
von á boðskortum við slík tækifæri.
Nú, eða þá það að í vor á að kjósa til
bæjarstjórnar og hér sé um tímabund-
ið hátterni bæjaryfirvalda að ræða...
Enn skal reynt
Þá eru Gunnar Birgisson og fé-
lagar komnir fram með sitt árlega
frumvarp á Alþingi um að lögleiða
skuli hnefaleika áhugamanna á is-
landi. Gunnar er ótrúlega léttur á sér
og kvikur þegar
hann vippar sér í
ræðustól Alþingis
ár eftir ár til að
bera upp frumvarp
um þetta aðaláhuga-
mál sitt en alltaf
fær hann sömu und-
irtektirnar. Mikill
grátkór spekinga stendur jafnan upp
og mælir gegn frumvarpinu, t.d. nær
allur þingflokkur Vinstri grænna, en
þar á bæ virðist sem menn hafi eins
konar köllun um að berjast gegn
þessu frumvarpi. Frumvarp Gunnars
var fellt á Alþingi fyrir tveimur árum,
það fékk ekki endanlega afgreiðslu á
síðasta þingi, það verður eflaust fellt í
vetur en það er næsta víst að Gunnar
kemur með það að ári og Vinstri
grænir, Katrín Fjeldsted og fleiri risa
upp til varnar íslensku þjððinni...