Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 Tilvera I lí f iö Dagskrá um Edward Albee í kvöld verður í Listaklúbbi Leikhúskjallarans dagskrá um Edward Albee, eitt þekktasta og áhrifamesta leikskáld Bandaríkj- anna á síðustu áratugum. Mel- korka Tekla Ólafsdóttir fjallar um Albee. Leiklesin verða brot úr verkum hans og flutt atriði úr hinni vinsælu sýningu Hver er hræddur við Virginíu Woolf. Krár ■ EXTRA A GAUKNUM Hljómsveit- in Extra spilar á Gauk á Stöng. Fundir ■ HVAÐ ERT Þll TONLIST? Nám skeiðiö Hvaö ert þú tónlist? verður haldið á vegum Endurmenntunar Hl og hefst í kvöld kl. 20.00. Jónas Ingimundarson píanóleikari kennir á námskeiöinu sem er haldið í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs. Þrír feðgar munu koma fram á útgáfukvöldi í Kaffileikhúsinu í kvöld. Þeir eru Eyvindur P. Eiríksson, Erpur Þ. Eyvindarson og Eyjólfur B. Eyvindarson. Allir munu þeir kynna Ijóð- og tóndiska sína. Bíó ■ FILMUNDUR ENDURSÝNIR Fil- mundur endursýnir í kvöld framhald hinnar spænsku grínmyndar „Tor- rente“ og ber hún, eins og fyrr segir, heitiö „Torrente 2: Mission en Mar- bella.“ Með titilhlutverkið fer Santi- ago Segura, einn ástsælasti kvik- myndaleikari Spánar, og er hann einnig leikstjóri, sem og höfundur handrits og tónlistar. Sýningin hefst kl. 22.30. Sýningar ■ HRINGRAS VATNS OG SPEGLAR I HAFNARBORG Sýning arnar Hringrás vatnsins og Speglar voru opnaðar í neðri sölum Hafnar- borgar, Apótekinu og Sverrissal, um helgina. Sýningarnar standa til 5. nóvember og eru opnar alla daga kl. 11-17, nema þriðjudaga. Jónína Guðnadóttir sýnir í Apótekinu. Þessi sýning hennar, Hringrás vatnsins, er unnin útfrá þeim hugleiðingum að allt sem viö látum frá okkur skili sér til baka og hafni í viðkvæmri og brot- hættri hringrás. Kristján Pétur Guðnason sýnir Ijósmyndir í Sverris- sal. Þetta er fýrsta einkasýning Kristjáns en hann hefur áður te,kið þátt í nokkrum samsýningum. Á sýn- ingunni Speglar eru rúmlega tuttugu Ijósmyndir sem sýna spegilmyndir úr náttúru og umhverfi, teknar á síð- astliönum 14 mánuðum. ■ MARGMTOLAÐUR MEGAS í NYLO Sýningin eða listþingiö Omdúrman: Margmiðlaður Megas í Nýló er helgað Megasi, Magnúsi Þór Jónssyni, og er því ætlað að gefa innsýn í heim Megasar, vinnubrögö og höfundarverk - þaulunnið, frjótt, djarft, heiðarlegt, beitt og óvægið. Þingið veröur opnað í dag. Megas er óvenju „margmiðlaður" listamaöur; allt í senn trúbadúr, poppari, tón- skáld, Ijóðskáld, myndlistarmaður, rithöfundur, skáldfræðimaöur, rokk- tröll. ■ BYNHILDUR GUOMUNDSDOTTIR Á CAFE PRESTO Brynhildur Guö- mundsdóttir hefur opnað sýninguna flökt [taktur einsemd snerting] a Cafe Presto, Hlíðasmára 15 í Kópa- vogi. Málverkin á sýningunni eru öll unnin á þessu ári.,Sýningin stendur til 23. nóvember. Á virkum dögum er opið frá 10-23 en um helgar frá 12- 18. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is La Familia - E: Feðgar gefa út hver sinn diskinn La Familia -E Feógarnir Erpur Þ. Eyvindarson, Eyvindur P. Eiríksson og Eyjólfur B. Eyvindarson veröa meö rappljóöadagskrá í Kaffi- leikhúsinu í kvöld og ætla aö kynna efni af þremur geisladiskum sem þeir eru aö gefa út. Það var eins og að vera á litlu ætt- armóti þegar ég hitti feðgana Eyvind P. Eiríksson og syni hans tvo, Eyjólf og Erp, í Húsi málarans í lok síðustu viku. Þeir komu sér fyrir á borði við gluggann og settu upp spekingslegan en glaðlegan svip og voru til í allt. Feðgarnir eru allir að gefa út sinn geisladiskinn hver um þessar mundir. Eyvindur er sá eini sem er tilbúinn með sinn disk til sýnis. Hann er reyndar líka að gefa út ljóðabók og af myndinni á bókarkápunni mætti ætla að hann sé af ætt indíána enda segir hann að í Kanada hafi honum oft ver- ið ruglað saman við indíána. Róttækir menn Þegar feðgarnir eru spurðir hvort þeir eigi eitthvað fleira sameiginlegt en að vera feðgar og að vera að gefa út disk hlæja þeir í kór. Eyvindur er fyrstur til að grípa orðið og segir að þeir séu allir mjög róttækir menn í já- kvæðum skilningi þess orðs. „Við erum friðarsinnar og viljum að menn fái að vinna að sínum hugðarefnum í friði, við lítum svo á að allir menn fæðist og deyi jafnir. Það er bölvað svindl að gera upp á milli manna þar á milli þó að þeir eigi náttúrlega að fá að njóta hæfileika sinna.“ Hér grípa bræðurnir báðir fram í samtímis en Erpur nær orðinu: „Ef maður er róttækur á einn hátt er mað- ur það yfirleitt á flestum sviðum." Púra hipphopp Erpi er mikið niðri fyrir þegar hann segir að X Rottweiler-diskurinn sé mjög rót- tækur og púra hipphopp. „Við unnum Músíktilraunir árið 2000 og höfum verið að spila og vesenast síðan. Plat- an er reyndar ekki komin formlega út en það er búið að spila hana mikið i útvarpi og hún hefur fengið fina dóma. Ég er líka á plötunni hans Eyjólfs og hann er á Rottweiler-plötunni og semur eitt lag, þannig að við hjálp- umst að. Við leggjum allir áherslu á Bíógagnrýni Konur að semja ljóð á íslensku þó að við höf- um líka fiktað við önnur tungumál eins og ensku, dönsku, þýsku og spanklish sem er blanda af amerísku og spænsku." Stormurinn á eftir logninu Að sögn Eyjólfs kallar hann sig Ses- ar A en diskurinn hans heitir Storm- urinn á eftir logninu. „Ég stofnaði fyr- irtæki til að að gefa út diskinn. Tón- listin á disknum er rapp og ég gerði hann að mestu einn. Ég sem taktana og textana og tók diskinn upp heima hjá mér.“ Hér grípur Eyvindur fram í og seg- ir stoltur: „Þetta er brautryðjandi á sínu sviði, hann var ekki nema sjö ára þegar hann byrjaði að breika og spila electric boogy.“ Eyjófur viður- kennir að þetta sé rétt og að hann hafi kynnst þessari tónlist á meðan fjöl- standa skyldan bjó í Danmörku. Eyvindur er fyrir löngu orðin lands- þekktur og fékk á sínum tíma Laxness- verðlaunin fyrir bókina Landið handan fjarskans. Strákarnir segja að „orðið“ sé í fjölskyldunni og að þeir séu búnir að vera að skrifa í að minnsta kosti tíu ár. Að sögn Eyvindar er hann að gefa út bók og disk með ljóðalestri við tónlist eftir Hilmar Öm Hilmarsson. „Þetta eru heiðin náttúruljóð sem endur- spegla ný viðhorf gagnvart náttúmnni. Bókin var að hluta til skrifuð uppi á hálendinu og ber þess greinileg merki.“ Eyvindur segist ekkert hafa komið ná- lægt diskunum hjá strákunum og að þeir hafi látið sig i friði á meðan hann var að vinna að sínum. Rappið og Ijóðið Þegar hér er komið sögu snýst talið upp í hvað plöturnar eiga sameiginlegt og ekki nokkur leið að átta sig á því hver segir hvað. „Þó að rappið sé þétt- býlistónlist á það margt sameiginlegt með gömlu þulunum, menn em að tala í eða við takt. Flestar þjóðir eiga sér einhverja hefð sem svipar til rappsins en í dag er það mjög þróað sem tónlist- argrein. Rappið og ljóðið tengjast sterk- um böndum í poetryslammi sem er blanda af hefðbundnu ljóði og rappi. Það er fullt af ungum röppurum hér á landi sem em að segja frá alvöruhlut- um og þeir em að brjótast upp á yfir- borðið og ætla að láta í sér heyra." Feðgarnir ætla að vera með sameig- inlegt rappljóðakvöld í Kaffileikhúsinu í kvöld klukkan 20.30 og kynna diskana sína og þeir leggja áherslu á að orðið komi til með að ráða ríkjum þó að þeir fLytji ljóð sín við tónlist. -Kip / Háskólabíó - Mávahlátur: ★ ★★ saman Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýrti um kvikmyndir. P v-- Mávahlátur hefst á svífandi mávum yfir íslenskri höfn. Samferða mávun- um er flugvél á leið til íslands að vest- an og þegar hún lendir stíga út grann- ir fætur íklæddir þunnum nælonsokk- um og háhæluðum svörtum skóm. Freyja er komin heim. Freyja, alþýðu- stúlka úr íslenskum smábæ er komin heim frá Ameríku eftir að offiséraeig- inmaður hennar dó. Hún flytur heim úr amerískum allsnægtum í skömmt- unarmiða íslensku eftirstríðsáranna. Þó þarf hún ekki að líða skort í húsi frænku sinnar þar sem hún sest að þótt það sé fullt af konum og fyrir- vinnan ein og alltaf úti á sjó. Húsið likist helst gamla húsinu í Djöflaeyj- unni, svo lengi tekur það við fólki úr ýmsum áttum. Og sú eina sem hefur einhverjar athugasemdir við það er sú yngsta af heimilisfólkinu, Agga - sem spyr „hvar á hún að sofa“ vel vit- andi að hún sem er yngst mun hrekj- ast milli herbergja og bedda í hvert sinn sem gest ber að garði. Freyja er falleg og með fegurð sinni kemur hún öllu og öllum í uppnám. Karlmenn svikja konur, konur verða sjálfstæð- ari, valdastrúktúrinn í bænum riðlast og menn deyja. Allt á þetta rætur sín- ar að rekja til Freyju. Hver er hún eiginlega þessi Freyja? Hún er hin fullkomna kona, með grannt mitti, langa leggi, þrýstinn barm og ótrúlega sítt hár. Hún er álf- kona og tröll, engill og djöfull. Hún er blíð við þá sem eiga það skilið, sjálf- skipaður vemdari kvenna og aum- ingja en rífur í sig eins og hungruð ljónynja þá sem ætla sér að standa í vegi fyrir henni. Hún heillar alla, nema þá sem hún ögrar sem eru fyrst og fremst fínu frúrnar í bænum - og svo Agga. Agga sér í gegnum fegurð- ina og glæsileikann og sér grimmdina undir niðri. Hún fer reglulega til lög- regluþjónsins Magnúsar til að kvarta undan Freyju og til að tilkynna glæpi sem Freyja fremur í skjóli nætur. Magnús er ekki á því að trúa stelpu- krakka fyrr en allt í einu að stelpu- krakkinn breytist í konu - en þá er það of seint - því konur standá sam- an. Eins og flestir vita hóf Mávahlátur líf sitt sem skáldsaga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur sem kom út árið 1995. Mávahlátur er kjörinn sem kvik- myndahandrit, með litríkum persón- um, góðri blöndu af kímni og drama- tík og mettuð af atburðum. Framan af fannst mér jafnvel of mikið af stuttum ótengdum atriðum en þau þjóna öll þeim tilgangi að sýna fleiri hliðar á hinni samsettu Freyju. Ágúst Guðmundsson leikstjóra þarf vart að kynna fyrir íslenskum áhorf- endum, svo stórt er hans hlutverk i ís- lenskri kvikmyndagerð - ekki síst vegna þess að tvær af myndum hans, Land og synir og Með allt á hreinu, eru enn þá mest sóttu íslensku kvik- myndirnar. Þótt Mávahlátur nái ekki þeim aðsóknartölum þá er hér á ferð- inni ein besta mynd Ágústs i mörg ár. Hann kemur einstaklega vel til skila mystíkinni sem er i bókinni og gerir Freyju marghliða og margræða. Freyja verður í hans meðförum kven- frelsishetja, álfkona úr hamri og stór- hættuleg femme fatale. Það er ekki á valdi allra leikara að ná utan um allt þetta en Margrét Vilhjálmsdóttir klæðir sig í Freyju (eða öfugt) og er tælandi fógur og óttalega grimm. Stjarna Mávahláturs og sú persóna sem myndin stendur og fellur með er þó stúlkan Agga, leikin snilldarlega af Uglu Egilsdóttur. Þvílíkt náttúrutá- lent, ég hef aldrei séð íslenskt barn leika svona vel í kvikmynd, ekki til tilgerð enda treystir Ágúst henni al- gjörlega - hún er í mynd nánast óslit- ið alla myndina. Agga er eins konar sögumaður og rauði þráður myndar- innar eru samtöl þeirra Öggu og lög- regluþjónsins Magnúsar. Alveg frá- bær atriði og samleikur Uglu og Hilm- is Snæs Guðnasonar yndislegur (sem kemur engum á óvart). Á heildina lit- ið er leikurinn í kvikmyndinni fínn enda hefur tekist alveg sérstaklega vel að velja leikara í hlutverk; eini leikar- inn sem ég var ekki sátt við er Heino Ferch i hlutverki elskhugans Bjöms Theódórs, hann var ekkert áþreifan- lega skotinn í Freyju svo pirraði mig líka talsetningin á honum, hins vegar tókst Ágústi prýðilega að leika fram hjá honum þannig að maður sá hann sjaldnast tala. En þetta er aukaatriði í vel heppnaðri mynd sem bæði fær mann til að hlæja upphátt og sendir hroll niður bakið á manni. Látið Freyju lokka ykkur í bió. Lelkstjóri: Ágúst Guömundsson. Handrit: Ágúst Guömundsson eftir samnefndri skáldsögu Kristinar M. Baldursdóttur. Leikarar: Ugla Egilsdóttir, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Hilmir Snær Guönason, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharösdóttir, Bára Lyngdal, Benedikt Erlingsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Heino Ferch, Jónína Leósdótt- ir, Sigurveig Jónsdóttir, Eyvindur Erlends- son o.fl. Framleiöandi: Kristín Atladóttir. Kvikmyndataka: Peter Krause. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.