Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 I>V 5 Fréttir Gengisþróunin mjög hagstæö fyrirtækjum í sjávarútvegi: Skynsamlegast að grynnka á skuldunum - segir Ásgeir Daníelsson hjá Þjóðhagsstofnun Hagstætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi Ásgeir Daníelsson hjá Þjóöhagsstofnun segir stööu útflutnings- atvinnuveganna góöa um þessar mundir en skynsamlegast sé fyrir fyrirtækin að grynnka á skuldum. „Þaö hefur vissulega verið hag- stætt rekstrarumhverfi fyrir sjávar- útveginn að undanfömu og ef fyrir- tækin fara að skila miklum hagnaði í þeirri grein vonast maður að sjálf- sögðu til að hægt verði að grynnka á skuldum þeirra. Eflaust væri svo hægt að sjá fyrir sér einhverjar fjár- festingar, svo sem í fiskeldi eða ein- hverju öðru, jafnvel erlendis," segir Ásgeir Daníelsson hjá Þjóðhags- stofnun. Staða útflutningsatvinnuveganna er verulega góð um þessar mundir sem helgast ekki síst af gengisþró- uninni siðustu vikurnar og mánuð- ina og afurðaverð, t.d. í sjávarút- vegi, hefur verið geysilega gott. Menn hafa því verið að sjá fyrir sér að fyrirtækin geti skilað góðum af- komutölum þótt vissulega hafi fyrri hluti ársins verið erfiðari, þá var m.a. langt verkfall sjómanna og gengi krónunnar ekki eins hagstætt þeim sem stunda útflutning. Ásgeir Daníelsson segir að ís- lenskir útvegsmenn hafi reyndar oft verið „fljótir að koma sér á núllið eftir að hafa fengið búbót“ eins og hann orðaði það. „Það hefur t.d. gerst með hækkun fiskverðs, launa og aðfanga og það er sennilega óhætt að fara allt aftur til ársins 1987 til aö finna því stað að upp- sveifla í sjávarútvegi hafi leitt til allsherjar ofþenslu í landi.“ Ásgeir segir ekki liggja ljóst fyrir hverjar heildarskuldir sjávarútvegs- ins eru en þó hafi því verið slegið fram að þær hafi numið um 180 milljörðum króna áður en síðustu gengislækkanir riðu yfir. Skuldirn- ar eru að langmestu leyti í erlendri mynt eða gengistryggðar en Ásgeir segist ekki vilja nefna neina tölu um þessar skuldir án þess að taka það fram að þær séu ekki mjög áreiðanlegar. „Það er sjálfsagt margur sem hefði gott af því að hægt væri að grynnka verulega á þessum skuld- um og ég tel að í mjög mörgum til- fellum væri það skynsamlegast í stöðunni fyrir fyrirtækin ef til þess gefst svigrúm. Áætlanir um heildar- afkomu sjávarútvegsins á árinu liggja hins vegar ekki fyrir enda af- koman síbreytileg, t.d. vegna geng- isbreytinga," segir Ásgeir. -gk Rjúpnastofninn í lágmarki Veöriö hefur ekki veriö rjúpnaveiöimönnum í hag þaö sem af er vetri. Veiöin þykir dræm. Menn farnir aö huga að innflutningi á rjúpum: Mjög lítið skotið af rjúpu - segir ein þekktasta rjúpnaskytta landsins „Það hefur verið mjög lítil veiði um allt land og ég held að það muni ekki breytast mikið þótt skilyrðin bami. Sjálfur er ég búinn að fara tíu sinnum og hef ekki fengið nema um 200 fugla en í venjulegu ári þætti það ekki mik- ið að vera með um 500 fugla úr svo mörgum ferðum," segir Jónas Hall- grímsson á Húsavík, en Jónas er ein- hver almesta og þekktasta rjúpna- skytta landsins og skýtur venjulega mörg hundruð rjúpur á hverju ári. Rjúpnastofninn er nú í lágmarki en í honum eru reglulegar sveiflur milli ára og sveiflast stofninn á um 10 ára tímabili. Ekki er nóg með að stofninn sé í lágmarki heldur hefur tiðarfar verið þannig síðan veiðitímabilið hófst að mjög erfitt hefur verið að finna þá rjúpu á hefðbundnum veiðislóðum sem á að vera til, en snjó- leysi hefur verið nánast algjört þar til nú allra síðustu daga. „Ég held þrátt fyrir þennan snjó núna að það muni lítið breytast og að veiðin verði lítil. Margir fara varla til rjúpna eftir þetta og það þýðir svo að framboð verður litið. Ég held t.d. að það fari ekki mikið af rjúpu í verslan- imar í ár því menn eiga þær einfald- lega ekki,“ segir Jónas, en hann segir að verði eitthvað um slíkt muni verð frá veiöimönnum til verslana án efa verða 700-800 krónur fyrir fuglinn. Sjálfur segist hann selja vinum og kunningjum rjúpur milliliðalaust eins og yfirleitt tíðkist á landsbyggðinni þar sem allir þekki alla. Samkvæmt heimildum DV eru menn farnir að huga að innflutningi á rjúpum til að mæta eftirspurn eftir þessum vinsæla jólamat og er þá sennilega horft til Grænlands. Kaup- menn munu þó ætla „að sjá til“ í nokkra daga, en talið er að um 100 þúsund rjúpur þurfi til að þeir sem vilja hafa þennan mat á sínum borð- um um jólin geti gert það. -gk Sérkennilegt dómsmál: Hótel tapar höföagöflum Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur kveðið upp úrskurð sem gerir fyrirtæki kleift með beinni aðfarar- aðgerð að taka í sína vörslu 19 fata- skápa, 19 skápa fyrir „minibari", 19 skápa fyrir öryggishólf, 19 höfða- gafla fyrir rúm og 19 spegla í römm- um, en allir þessir munir eru í hús- næði Hótel Akureyrar ehf., að Hafn- arstræti 67 á Akureyri. Málið barst dóminum i júlí sl. þegar Óðal ehf. krafðist eignanna en til varnar voru Hótel Akureyri og Ferðamálasjóður, Hverfisgötu 6, Reykjavík. í málinu greindi aðila á um eignarhald á fyrrgreindum lausafiármunum og var það dóms- ins að meta hvort munirnir teldust fylgifé fasteignarinnar eða ekki. Fram til loka ársins 1996 rak Óðal hótel í fasteigninni Hafnarstræti 67 á Akureyri en fasteignin var seld nauðungarsölu þann 4. desember 1996. Þá var rekstri hótelsins hætt og Ferðamálasjóöur tók við umráð- um eignarinnar og ráðstafaöi henni síðar til Hótel Akureyrar með kaup- samningi dags. 26. mars 1997. I tengslum við söluna tók varnarað- ili, Ferðamálasjóður, veð í eigninni. Dómurinn skoðaði hina umdeildu muni í húsinu við Hafnarstræti 67 og reyndist mat dómsins að munirn- ir gætu haft sjálfstætt fiárhagslegt gildi líkt og t.d. bókahillur og venju- leg skrifstofuhúsgögn. Það er af- dráttarlaus niðurstaða dómsins að allir umræddir munir séu lausafé en ekki fast fylgifé. -BÞ V Vertu viðbúinn vetrarfærðinni Hjá Suzuki bílum býðst einstaklega fjölbreytt úrval fjórhjóladrifsbíla. Allt frá nettum og einstaklega sparneytnum bæjarbíl eins og Wagon R+ upp í nýjasta og stærsta jeppann, Suzuki Grand Vitara XL-7, sjö sæta glæsijeppa meö 2.7 L173 hestafla vél. Allir Suzuki fjórhjóladrifsbílarnir eru byggöir á traustum grunni og áratuga reynslu Suzuki í smíöi rúmgóðra og sparneytinna jeppa og fólksbíla. Grand Vitara 2.0L, 5 dyra Verð kr. 2.420.000 Grand Vitara XL-7 2.7L, 7 sæta Verð kr. 3.080.000 Grand Vitara 1.6L, 3 dyra Verðkr. 2.110.000 JimnyJLX 1.3L, Verð kr. 1.665.000 Ignis GL 1.3L, Verð kr. 1.640.000 Wagon R+ 1.2L, Verðkrl.375.000 Baleno Wagon GLX 1.6L, Verð kr. 1.955.000 $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.