Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 DV Fréttir Vinnustofa fatlaðra: Með því erfið- asta sem við höfum komist í Uppsögn launaliðar frestað fram í maí? - raett um sameiginlega sýn og að ríkisstjórnin komi að því borði - segir stöðvarstjóri Um 130 fermetra vinnustofa fatlaðra, Ásgarður í Lækjarbotnum, austan Reykjavíkur, brann í gærkvöld og er húsið ónýtt. Slökkviliðinu tókst að verja aðalbyggingu skólans en þar urðu mikl- ar skemmdir af reyk, hita og sóti. „Það var geysilega erfitt að eiga við þetta. Ekkert vatn var á staðnum og við urðum að selflytja allt vatn. Þá var þarna mikiil snjór sem við þurftum að ösla og mjög mikið rok og rigning," seg- ir Jóhann Bjömsson, stöðvarstjóri. Hann segir að þegar slökkviliðið hafi verið að ná tökum á eldinum hafi vatn- ið verið búið. „Þetta er með því erfið- asta sem við höfum lent í.“ Slökkvistarfmu lauk að mestu á um tveimur tímum. Lögreglan var með vakt við húsið fram á morgun og hófst rann- sókn á orsökum brunans í birtingu. Um 15 þroskaheftir einstaklingar unnu i Ásgarði við gerð leikfanga að sögn Þórs Inga Daníelssonar forstöðu- manns. Hann segir tjónið sem skólinn hafi orðið fyrir verulegt en sennilega verði hugað að því að byggja upp vinnu- stofu að nýju. -gk Svo gæti farið að ákvörðun um upp- sögn kjarasamninga sem samkvæmt samningum má taka í febrúar verði frestað fram í maí. Ástæðan er sú að aðilar vinnumarkaðarins, bæði frá Samtökum atvinnulifsins og frá Al- þýðusambandinu, hafa síðustu daga verið að kasta milli sin hugmyndum um hvemig takast megi á við verðbólg- una og ná henni niður og styrkja geng- ið. Ef samstaða næst í þeirra hópi um tilteknar aðgerðir eða „sameiginlega sýn“ er samkvæmt heimildum DV kominn skilningur fyrir því að ríkis- stjómin komi að þvi borði líka. Halldór Bjömsson, varaforseti ASÍ og formaður Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að menn séu tilbúnir að leggja talsvert á sig til að koma bönd- um á þróunina í verðlags- og vaxtamál- um og komast hjá því að segja upp launalið kjarasamninganna. Hann seg- ir að þeirra fólk sé margt skuldugt og Ari Halldór Edwald. Björnsson. horfi nú þegar á lánin sín rjúka upp, og vill helst ekki hugsa þá hugsun til enda ef þetta á eftir að versna enn. Halldór staðfestir að hugmyndin sé sú að fresta uppsagnarvinnunni um ein- hvem tíma ef menn ná sameiginlegri sýn á málin og gefa efnahagsstjómun- inni tækifæri, enda ljóst að aðgerðir þurfi nokkurn tíma til að fara að virka. Hann segir aðspurður að sú frestun gæti orðið fram í maí, enda sé í sjálfu sér ekkert sem hindri slíka frestun ef samkomulag er um það milli aðila. Stóra málið sé hvort formanna- fundur ASÍ, sem haldinn verði á mánudag, muni fallast á málsmeðferð af þessu tagi, því í raun séu menn ekki að tala um neitt annað en vonina. „Það er vonin ein sem verið er að spila út hér,“ sagði Halldór. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, sagði í samtali við DV í morgun að enn væri ekki komin niðurstaða i viðræð- urnar við Alþýðusambandið og vildi á þessu stigi ekki tjá sig um um hvað þær snerust i einstökum atriðum. Hann staðfesti þó að verið væri að ræða um leiðir til þess að hafa áhrif á verðbólgu og gengið. Hann sagði vissulega mikl- vægt að geta lagt einhverjar afmarkaðar hugmyndir fyrir formannafundinn hjá ASÍ eftir helgina, en sagði að þó heppi- legt væri að klára þetta sem fyrst mætti ekki hraða svona yfirferð of mikið. -BG Útgjaldaaukning borgarinnar Borgarstjóm samþykkti í nótt ijárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár. Aukast útgjöld um nær 400 milljónir króna. Eru tekjur borgar- sjóðs áætlaðar 34 milljarðar króna, en rekstrarútgjöld rúmlega 29 milljarð- ar króna. Munar mest um nýjan kjara- samning tónlistarskólakennara, hann kostar borgarsjóð 131 milljón. Samið um ferjubryggju Forsvarsmenn Smyril Line og Seyðis- fjarðarhafnar náðu í gærkvöld sam- komulagi vegna nýrrar ferjuhafnar á Seyðisfirði. Fá jólauppbót Borgarráð hefur samþykkt að veita þeim sem notið hafa fjárhagsaðstoðar Félagsþjónustunnar í sex mánuði eða lengur jólauppbót að upphæð 14.313 krónur. ^ Óvæntir gestir á íslandi: I stjörnufansi í Leifsstöð Draumur eöa ...? Hulda Lárusdóttir, sem vinnur í Saga Boutique, lét smella af sér mynd meó Brad Pitt. Hún fékk eigin- handaráritanir hjá öllum stjörnunum og sagði að þessi stund sem hópur- inn stoppaöi f Leifsstöð hefði verið líkari draumi en veruleika. Það varð uppi fótur og fit í Leifs- stöð síðdegis í gær þegar hópur af stórstjörnum úr Hollywood storm- aði þar inn, öllum að óvörum. Stjörnurnar voru á leið í einkaþotu til Adena í Tyrklandi, sem millilenti í Keflavík til að taka bensín. „Við vorum að gera upp kassana og ganga frá þegar Þórdis Guðjóns- dóttir, sem vinnur á bamum, kom hlaupandi til min, snjóhvít í andliti, og sagði: „Er þetta ekki Brad Pitt þarna frammi?““ sagði Hulda Lár- usdóttir, starfsmaður í Saga Bout- ique, við DV i morgun. Þetta reynd- ist rétt vera, og i kjölfarið kom ekki ófrægara fólk heldur en George Clooney, Matt Damon, Andy Garcia og Julia Roberts. Hulda kvaðst hafa spjallað drykk- langa stund við leikarana sem voru „kátir og mjög kurteisir". „Þeir spurðu mikið um dagsbirt- una á Islandi," sagði hún og kvaðst vera í sjöunda himni eftir heim- sóknina. -JSS Ovænt heimsókn Tveir starfsmenn Leifsstöðvar, þær Hulda Lárusdóttir og Þórdís Guðjónsdótt- ir, með stórstjörnunum George Clooney, Andy Garcia og Matt Damon. Julia Roberts baðst undan myndatöku því hún kvaðst vera nývöknuð. Bíll húsvarðar í Breiðholt skemmist í snjóhruni af þaki: Fær eignatjónið ekki bætt - ábyrgð húseigenda ekki augljós, segir tryggingafélagið Talsvert hefur verið um tjón á bíl- um að undanfómu vegna snjóhruns af húsþökum í höfuðborginni. Birkir Skúlason, húsvörður í Gaukshólum 2 í Breiðholti, segir farir sínar ekki slétt- ar af þessum sökum eftir að bifreið hans stórskemmdist vegna hruns af þaki hússins. „Tryggingafélag húsfélagsins, TM, bæta mér ekki þetta tjón,“ sagði birkir húsvörður í samtali við DV í gær. „Það hrundi á bílinn minn á sunnudag, en ég er með merkt stæði hér við húsið. Það fór hliðarrúðan og toppurinn beyglaðist á bílnum. Póstburðarkonan fékk líka ofan á bUinn hjá sér í morg- un og það skemmdist toppurinn. Þá hrundi hér ofan á Skoda í gær og það brotnuðu á honum framljós og beygl- uðust bretti. Þetta er átta hæða blokk en á efstu hæðinni er brattur hallandi gluggaveggur. Það er helst af honum sem hrynur," sagði Birkir Skúlason húsvörður. Hann sagðist hafa haft samband við tryggingafélag hússins og þar hefði komið skýrt fram að þeir bættu ekki þetta tjón. Hjálmar Sigurþórsson, deUdarstjóri hjá Tryggingamiðstöðinni, sagði ábyrgð húseigenda ekki augljósa í slík- um málum. Ef húseigendur ættu að vera ábyrgir þyrfti að sanna ábyrgð- ina. Hún gæti þó hugsanlega skapast. „Ef þeir gera engar ráðstafanir vegna augljósrar hættu geta þeir verið bóta- skyldir." Hjálmar sagði að kaskótrygg- ingar bifreiða myndu að sjálfsögðu bæta slík tjón. Ábyrgðartryggingar bif- reiða gerðu það hins vegar ekki. Hjá Vátryggingafélagi íslands feng- ust svipaðar upplýsingar. Húseigendur bæru ekki ábyrgð á snjókomunni en sinnuleysi húseigenda gæti þó hugsan- lega skapað þeim ábyrgð. Þeir gætu þó mögulega fríað sig ábyrgð með því að vara fólk við snjóhruni af þaki, t.d. með merkingum eins og víða er gert úti um land. Lögreglan í Reykjavík hefur ítrekað Hættulegar snjóhengjur Lögregla hefur varað við hruni af húsþökum í Reykjavík. bent húseigendum á að hreinsa snjó og grýlukerti af þökum húsa sinna til að koma í veg fyrir slys og eignatjón. Sagði lögregluþjónn i samtali við blað- ið í gær að hann hefði farið niður Laugaveg og ástandið þar hefði verið slæmt. Snjór og klaki hefði þá verið að hrynja yfir fólk. Tvær tilkynningar um tjón á bifreiðum af þessum völdum höfðu þá borist lögreglunni. -HKr. DV-MYNDIR BRINK Birkir Skúlason húsvöröur við bíl sinn Snjór hrundi á bílinn af þaki á áttundu hæö Gaukshóla 2. Hann segir trygg- ingafélag hússins ekki bæta tjónið. Lægstu launin hækka Kaupmáttur launa á almennum vinnumarkaði hefúr aukist um 5% frá gerð kjarasamninga vorið 2000, segir í nýju fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Þá segir að ótvirætt sé að markmið samninganna hafi náðst um að þeir lægst launuðu hækkuðu umfram aðra. Minni hagvöxtur I endurmati fjár- 9 málaráðuneytisins «1 á efnahagshorfum I fyrir þetta og næsta ■/ ár er spáð minni JL ■ hagvexti en áður. Jjjm Búast má við að ■k landsframleiðsla dragist lítillega saman. Hins vegar er gert ráð fyrir að lægðin verði skamm- vinn og búast megi við hagvexti á nýjan leik árið 2003. - RÚV greindi frá. Ungmenni meö amfetamín Þegar lögreglan í Reykjavík hafði af- skipti af bíl í nótt sem í voru þrjú ung- menni um tvitugt sá hún sprautu á gólfi bílsins. I framhaldi af þvi var leitað í bílnum og fannst þá lítilræði af efni sem talið er vera amfetamín. Fólkð hefúr áður komið við sögu hjá lögreglu. Saknaö af Ófeigi VE Skipverjinn af Ófeigi II VE 325, sem saknað er eftir að skipið sökk skammt undan Vík i Mýrdal aðfaranótt miðvikudags, er enn ófúndinn. Hann heitir Rune Vemer Sigurðsson, til heimilis að Kirkjubraut 43, Vestmannaeyjum. Hann er fæddur 27. apríl 1961, kvæntur og tveggja bama faðir.______________ -gk/HKi’. helgarblað Snjómaðurinn í Helgarblaði DV á morgun er ít- arlegt viðtal við Amgrim Her- mannsson, fram- kvöðul í ferða- mennsku, sem i vikunni keypti innanlandsdeild Samvinnuferða- Landsýnar af þrotabúinu ásamt félög- um sínum í Ævintýraferðum. I viðtal- inu ber margt á góma, bæði röntgentækni, ferðamennsku og dans. I blaðinu era birtir kaflar úr jóla- bókum, rætt við hjónin Auði Jónsdótt- ur og Þórarin Leifsson sem hafa skrif- að saman bamabók. Einnig er varpað ljósi á það hvers vegna jólasveinar era ekki í kirkjum, spjallað við handhafa bjartsýnisverðlaunanna og Páll Rósin- krans rokksöngvari segir frá skotveið- inni og skilnaðinum við Jet Black Joe.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.