Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 Fréttir r>V Haröar deilur um skattafrumvarpið við 2. umræðu í gær: Tekjutap sveitarfélaga gæti skipt milljörðum - Reykjavíkurborg gagnrýnir - líkur á að einkarekstur leggist af Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, mælti í gær fyrir breyting- um sem orðið hafa á lögum um tekju- og eignaskatt. Lækkun tekju- skatts úr 30% niður í 15% á fyrir- tæki er hluti frumvarpspakkans og eru skiptar skoðanir um mikilvægi þess. Einnig er lagt til að stimpil- gjöld verði lækkuð og trygginga- gjald hækki, svo nokkuð sé nefnt. Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) talaði fyrir hönd minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar og fann frumvarp- inu flest til foráttu. Skattkerfið ætti að stuðla að jöfnuði en þessar breyt- ingar ynnu gegn því. Sjaldan hefði komið fram frumvarp sem lægi und- ir jafnmikilli gagnrýni hjá umsagn- araðilum. Þessu til rökstuðnings tók þing- maðurinn sem dæmi aö vel stæð stórfyrirtæki högnuðust einkum á breytingunum en minni fyrirtæki, og þá einkum á landsbyggðinni, stæðu verr, einkum vegna hækkun- ar tryggingagjaldsins. Reiknað hefði verið út að sú breyting kæmi verst niður á fyrirtækjum á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vesturlandi. Jóhanna sagði enn fremur að ekkert samráð hefði verið haft við sveitar- félögin þrátt fyrir að tekjutap þeirra yrði 1-1,5 milljarðar. Mjög væri ámælisvert og jafnvel gegn reglum ef farið væri út í svona viöamiklar breytingar án samstarfs. Geir Haarde fjármálaráðherra var algjörlega ósammála þingmann- inum og varði fumvarpið svo mjög með framíköllum að þingforseti sá ástæðu til að áminna ráðherrann. Einkarekstur leggist af? Sveitarfélög hafa þegar lýst áhyggjum vegna tekjutaps í kjölfar skattabreytinganna og hefur borgar- ráð Reykjavíkur bent á að með nýja frumvarpinu geti einstaklingur í at- vinnurekstri stofnaö einkahlutafé- lag og tekið við rekstri án skatt- skyldu. „Þannig er einstaklingum með rekstur gert auðveldara fyrir að stofna einkahlutafélög. Líklegt má telja að einstaklingum með rekstur fækki verulega eða jafnvel að það rekstrarform leggist af vegna lægra skatthlutfalls hjá einkahluta- félögum," segir í bókun borgarráðs. Ef allir breyta einkarekstri í hlutafélög þýðir það 520 milljóna króna tekjutap, aðeins fyrir Reykja- víkurborg og enn fremur er áætlað að árlegur útgjaldaauki vegna hækkunar tryggingargjalds frá 1. jan. 2003 verði um 170 m. kr. Borg- arráð telur því nauðsynlegt að geng- iö verði frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig bæta Borgarráð hefur lýst yfir áhyggjum Borgarráð bendir á að með nýja frumvarpinu geti einstaklingur stofnaö einkahlutafélag og tekið við rekstri án skattskyldu. Efalliir breyta einkarekstri í hlutafélög getur þaö þýtt 520 milljóna tekjutap fyrir borgina. Gelr H. Haarde. Ögmundur Jónasson. eigi sveitarfélögunum þessi fjár- hagslegu áhrif áður en frumvarpið verður samþykkt sem lög frá Al- þingi. Hvergl lægri skattar á arð I umræðunum á þingi í gær kom fram að skattur á arð er með því minnsta sem þekkist á íslandi inn- an OECD-landanna. Þannig eru flest ríki með 24%-48% skatt en ís- land aðeins 10%. Þetta var gagn- rýnt auk íjölmargra annarra atriða af hálfu stjómarandstöðu. Ögmundur Jónasson (VG) sagði að skattalækkanimar myndu veikja stöðu ríkssjóðs og sveitarfé- laga á sama tíma og bæði Þjóðhags- stofnun og Seðlabanki hefðu varað við því að rýra frekar afkomu ríkis- sjóðs á þessu stigi. Óskiljanlegt væri að ríkisstjómin hefði vamað- arorðin að engu en Vilhjálmur Eg- ilsson svaraði að hlutverk skatta- breytinganna væri einkum að búa í haginn fyrir nýtt hagvarxtarskeið á íslandi. Árið 2003 gerði Þjóðhags- stofnun ráð fyrir 3% hagvexti ef stóriðjuáform næðu fram að ganga. Hann vonaði að Ögmundur myndi ekki standa gegn því. VIII enn meiri skattalækk- un Pétur Blöndal, flokksbróðir Vil- hjálms, vill að Alþingi lækki tekju- skatt enn frekar á fyrirtæki, eða niður í 11%. Hann sagði að ríkið hygðist selja hlutafélög fyrir 64 milljarða og ef skattprósentan færi niður myndi söluverðmætið hækka enn um 12 milljarða. Einnig myndi slík skattalækkun verða til þess að íslendingar hefðu ekki undan að fylla skrifstofuhúsnæði landsins af erlendum fyrirtækjum. Vilhjálmur svaraði að vissulega mætti reikna út að verömæti ríkis- fyrirtækja gæti aukist með frekari skattalækkun en þjóðin yrði að búa við skatta að eilífu og því væri minni hagsmunum fómað fyrir meiri. Ekki væri heldur víst að pólitískur vilji yrði til langframa fyrir skattalækkunum ef nýir herr- ar tækju við stjómartaumunum. Hjá stjórnarandstöðu kom fram vegna þessa að athugasemdir hafa verið gerðar við að ríki undirbjóði önnur með skattalækkunum. Glímutök á fjölmiðlum Sverrir Hermannsson, formaður frjálslyndra, sagöi litla samvinnu hafa verið við stjórnarandstöðu í þessu máli sem mörgum öðrum. Frumvarpið fékk falleinkunn hjá þingmanninum. Hann sagði það Qarri sanni að skattabreytingarnar yrðu flestum til góðs. Fyrst og fremst væri um að ræða ívilnanir fyrir hátekjumenn en valdhafar hefðu slik glímutök á íjölmiðlum að hið sanna um þetta frumvarp hefði ekki náð fram í dagsljósið. Sverrir gerði samanburð á stöðu launþega og verktaka þegar kæmi að skattafríðindunum varðandi stofnun ehf-félaga. Verktakinn gæti notið mikillar fyrirgreiðslu en laun- þeginn ekki. Þarna væri þvi til for- réttindahóps stofnað en hinn al- menni launþegi yrði að borga brús- ann. -BÞ Göngudeild SAÁ á Akureyri í hættu - sótt um 10 milljóna króna framlag Alþingis en óvíst um undirtektir Norðurlandsdeild SÁÁ hefur farið fram á 10 milljóna króna fjárveit- ingu frá fjárlaganefnd Alþingis, en frá árinu 1993 hefur rekstur Göngu- deildar SÁÁ á Akureyri verið í höndum landssamtaka SÁÁ. For- maður SÁÁ hefur nú tilkynnt um niðurskurð á starfsemi samtakanna vegna fjárskorts. Áformað er að leggja Göngudeild SÁÁ á Akureyri niður en um er að ræða einu fóstu þjónustu SÁÁ á landsbyggðinni. Rekstur Göngudeildar SÁÁ á Ak- ureyri hefur kostað 7 til 8 milljónir á ári en deildin hefur þjónað bæði Noröur- og Austurlandi. Einn starfs- maður er við deildina sem hefur yf- irgripsmikla þekkingu á áfengis- og vímuefnamálum og mikla starfs- reynslu. Um 300 manns leita til deildarinnar árlega. „Ég skil vel að Norð- urlandsdeild SÁÁ skuli sækja það að fá framlag til starfsemi sinnar eyrnamerkt sérstaklega á fjárlög- um og styð það erindi þeirra. Deildin er með öflugt starf og hefur unnið vel svo eftir er tekið. Það er því óþol- andi staða að ef þreng- ir að heildarstarfsemi SÁÁ skuli vel rekin Norðurlandsdeildin vera und- ir þeim niðurskurðarhnífi. Ég skynja jákvæðni gagnvart þessu er- indi þeirra," segir Svanfríður Jónas- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar. „Þetta er eitt af nokkrum fjárveit- ingamálum sem varða kjördæmið sem ég er að reyna að ýta á eftir,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon alþingismað- ur. „Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa frá upphafi stutt starf- semi göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Einnig hefur verið stutt við starf- semi Fjólunnar sem er áfangastaður fyrir þá sem lokið hafa meðferð. Fjárhagslegur stuðningur til SÁÁ vegna reksturs göngudeildar nemur 1 milljón króna á ári og Fjólan hefur verið styrkt með 500 þúsund krón- um á ári. Bæjar- og félagsmálayfir- völdum hefur alltaf verið ljóst hve mikilvæg þessi starfsemi er fyrir norðlenskar byggðir og hve nauð- synlegt er að þessi þjónusta standi til boða hér eins og á höfuðborgar- svæðinu. Þessum sjónarmiðum hefur oft verið komið á framfæri við alþingis- menn og fjárveitingavaldið. Bæjar- stjóm Akureyrar mun því heilshug- ar styðja það áfram að göngudeildin á Akureyri fái styrk á fjárlögum og að starfsemi hennar verði tryggð til frambúðar," segir Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á Akureyri. Fleiri aðilar voru beðnir að tjá sig um mál- ið, þ.á.m. heilbrigðisráðherra og for- maður fjárlaganefndar Alþingis en svöruðu ekki erindi þess efnis. -gk SÁÁ á Akureyri Um 300 manns leita til stöðvarinnar árlega. Brotinn kantur Snjórinn braut þakkanta og rennur þegar hann skreið níðþungur ofan af húsþökum á Selfossi í gær. Snjóþungi braut þakkanta Hláka var sunnanlands í gær. Eft- ir talsverða snjókomu undanfarið var víða búinn að safnast mikill snjór á húsþök. Þegar rigndi í snjó- inn fór hann af stað ofan af þökum og olli sums staðar vandræöum. í einni blokk í Álftarima á Selfossi hagar þannig til að snjórinn rennur niður á svalimar og safnast þar fyr- ir. Snjóþunginn braut líka niður þakkanta og rennur á leið sinni af þakinu. íbúar mokuöu í kappi við snjórennslið til að létta á svölunum svo þær gæfu sig ekki undan þung- anum. -NH Síldveiði: Fjórir milljarðar geta tapast Talið er að eftir sé að veiða um 80 þúsund tonn af útgefnum síldar- kvóta og þykir mönnum það orðið borðleggjandi að ekki takist að veiða nema lítinn hluta þess magns, ekki síst með tilliti tO þess að á vertíð- inni, sem er langt komin, hafa ekki veiðst nema um 60 þúsund tonn. Á vefsíðunni Interseafood.com er áætlað að verðmæti sOdarkvótans sem er óveiddur á vertíðinni nemi rúmum fjórum milljörðum króna og er þá miðað við að allar eftirstöðvar kvótans færu til flökunar og fryst Síldveiði hefur verið lítil upp á síðkastið enda hefur tíðarfarið verið rysjótt og erfitt fyrir skipin að at- hafna sig. Víst er að allt verður lagt í sölurnar til þess að ná sem mestu af kvótanum fyrir lok janúar en þó ber að taka það með í reikninginn að svo virðist sem loðnuveiðar gætu verið að hefjast af krafti og mörg skipanna sem hafa verið á síldveið- um myndu þá hugsanlega snúa sér að þeim veiðum. -gk Akureyri: Miðbæjarhús í biöstööu „Málið er í algjörri biðstöðu eins og er. Það fer enginn af stað á með- an vextir lækka ekki, ég held það sé alveg ljóst," segir Sigurður J. Sig- urðsson sem er einn af fjórum eig- endum fjárfestingarfélagsins Hymis ehf. á Akureyri sem hefur haft hug á aö byggja stórt verslunarhús í miðbæ Akureyrar. Heyrst hefur að Hagkaupsmenn, sem rætt var um að yrðu með stærstu verslunina í nýja húsinu, séu orðnir afhugá þeim áformum að leigja þar húsnæði vegna þess hversu dýrt það yrði. Sigurður J. sagöist ekki hafa heyrt það. Hvort það hefði einhver áhrif á framhald málsins sagðist hann ekki geta tjáð sig neitt um. „Málið er hins vegar þannig að húsið verður ekki byggt nema það séu fyrir hendi aðilar til að stunda þar rekstur. Húsið verður ekki byggt og látið standa autt. En hafi Hagkaup ekki áhuga þá er bara spurning um hverjir aðrir hafi áhuga,“ segir Sigurður. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.