Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 30
íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára Jakob Jónsson, Varmalæk, Borgarfiröi. Sigurður Ólafsson, Bergstaöastræti 68, Reykjavik. Siguröur Sigurðsson, Þangbakka 10, Reykjavík. 80 ára________________________ Gísli Jónsson, Markholti 1, Mosfellsbæ. 60 ára________________________ Ágúst Birgir Karlsson, Asparási 8, Garðabæ. * 50 ára__________________________ Jónas Valtýsson, Fljótaseli 33, Reykjavík. Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Lambastekk 6, Reykjavík. Stefán Ásgrímsson, Kjarrhólma 2, Kópavogi. Vilborg Þorgeirsdóttir, Björtuhlíö 13, Mosfellsbæ. 40 ára________________________ Gunnar Rafn Birgisson, Aflagranda 19, Reykjavík. Hanna Björk Ragnarsdóttir, BSröarási 21, Snæfellsbæ. Helga Marta Helgadóttir, Sólheimum 32, Reykjavík. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, Austurbrún 12, Reykjavík. i Regína Sveinbjörnsdóttir, Bröttuhlíö 4, Akureyri. Torfi Þór Fort, Máshólum 4, Reykjavík. Þór Sverrisson, Smáraflöt 14, Garðabæ. Aðventu-leíðískrossar 12V - 34 V Sent í póstkröfu, sfmi 898 3206 03 'aO </) (ö 550 5000 'OD FAX cs 550 5727 'CB ■ S m Þverholt 11, 105 Reykjavík Andlát Þórður Sigurösson, fyrrv. skipstjóri frá Súðavfk, sföast á Hrafnistu í Hafnarfiröi, lést aö morgni miðvikud. 5.12. Hörður Ragnarsson frá Nýja Bæ, Þing- eyri, til heimlis á Hrafnistu i Hafnarfiröi, lést aö morgni þriðjud. 4.12. á deild 11E á Landspítalanum viö Hringbraut. Jón Þórisson, fyrrv. bóndi og kennari, Reykholti, Borgarfiröi, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miövikud. 5.12. Einar Þ. Söring, fyrrv. yfirverkstjóri, Njarövíkurbraut 3, Innri-Njarövík, er látinn. Jaröarförin hefurfarið fram í kyrrþey. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 DV Andlát Gísli Jónsson Gísli Jónsson Gísli var einn þekktasti borgari Akureyrar, íslenskukennari viö MA og bæjarfulltrúi í áratugi, einn helsti menningarmálsvari bæjarins og margfróöur um sögu hans. íslenskufræðingur og Gísli Jónsson, íslenskufræðingur og fyrrv. menntaskólakennari, Skarðshlíö 26G, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi mánud. 26.11. Hann verð- ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, föstud. 7.12., kl. 13.30. Starfsferill Gísli fæddist að Hofi í Svarfaðar- dal. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1946, stundaði nám í norrænudeild Hí 1946-50 og 1952-53, lauk cand.mag.-prófi þaðan og prófi í uppeldis- og kennslufræði 1953. Gísli var innanþingsskrifari á Al- þingi 1946-50, var kennari við MA frá 1951, deildarstjóri íslensku- kennslu við MA 1972-74 og 1977-78, sá um útvarpsþáttinn Daglegt mál 1977-78 og skrifaði þáttinn Islenskt mál í Morgunblað frá 1979 og til dánardags án þess að þátturinn félli niður í eitt skipti en hann skrifaði ellefu hundruð slíka þætti fyrir blaðið. Hann var starfsmaður Kvöldvökuútgáfunnar á Akureyri og bjó bækur hennar undir prentun 1957- 62. Gísli var formaður Stúdentaráðs HÍ 1948-49, formaður Stúdentafélags HÍ 1950-51, bæjarfulltrúi Akureyrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn nær sam- fellt 1958-83, í bæjarráði 1970-80, í stjórn Amtbókasafnsins á Akureyri 1958- 83, formaður þess 1968-83, í niðurjöfnunarnefnd og síðar fram- talsnefnd Akureyrar 1958-83, í jafn- réttisnefnd Akureyrar 1982-83, vara- þingm. Norðurlandskjördæmis eystra 1959-71 og sat á Alþingi 1961, 1963 og 1970, formaður kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra 1962-71, for- maður Bridgefélags Akureyrar 1961-62, i stjórn Laxárvirkjunar 1965-71 og 1977-83, í undirbúnings- nefnd þjóðhátíðarinnar 1974 og í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs 1978-86 og formaður stjórnar Húsfriðunarsjóðs Akureyrar 1977-83. Meðal rita Gísla má nefna Kaup- félag Eyfirðinga, 1961; Iðnaðar- mannafélag Akureyrar sextugt. Þættir úr sögu félagsins, 1964; Þætt- ir úr íslenzkri bókmenntasögu, menntaskólakennari ásamt Árna Kristjánssyni, fjölrit, 1966; Saga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, 1967; Fullveldi íslands 50 ára 1. des. 1968,1968; Konur og kosn- ingar, 1977; Saga Menntaskólans á Akureyri, 1981; Saga Laxárvirkjun- ar, 1987. Gísli var sæmdur gullmerki Iðn- aðarmannafélags Akureyrar, var heiðursfélagi Hnitfélagsins Grá- skjóna, var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu og verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Fjölskylda Gísli kvæntist 29.7. 1951 Hervör Ásgrímsdóttur, f. 29.6. 1929, d. 29.10. 1971, húsmóður. Hún var dóttir Ás- gríms Péturssonar, f. 16.2. 1868, d. 22.12. 1930, fiskmatsmanns á Akur- eyri, og k.h., Maríu Guðmundsdótt- ur, f. 23.8. 1892, d. 12.12. 1978, hús- móður. Börn Gísla og Hervarar eru Hjört- ur, f. 14.12. 1951, blaðamaður við Morgunblaðið, búsettur í Reykja- vík, sambýliskona hans er Helga Þórarinsdóttir; Arnfríður, f. 21.5. 1953, hjúkrunarfræðingur, búsett á Seltjarnamesi, maður hennar er Páll Gíslason; María, f. 15.12. 1954, bókmenntafræðingur í Kanada, maður hennar er Ari Þ. Þorsteins- son; Soffía, f. 26.10. 1956, banka- starfsmaður í Reykjavík; Guðrún, f. 26.5.1960, kennari í Reykjavík, mað- ur hennar er Jón Indriðason; Ingi- björg, f. 19.5. 1961, athafnakona í Svíþjóð, maður hennar er Christopher Yearian; Jón, f. 24.4. 1965, kennari og sjómaður á Akur- eyri. Gísli kvæntist 19.4. 1973 Bryndísi Jakobsdóttur, f. 26.4. 1932. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Jak- ob Frímannsson, f. 7.10. 1899, kaup- félagsstjóri á Akureyri, og k.h., Borghildur Jónsdóttir, f. 26.12. 1901, húsmóðir. Gísli kvæntist 12.4. 1984 eftirlif- andi konu sinni, Önnu Björgu Bjömsdóttur, f. 16.6.1938, stúdent og húsmóður. Hún er dóttir Björns Zóphoníasar Arngrímssonar, f. 7.5. 1900, d. 28.1. 1950, skipstjóra og síð- ar starfsmanns Pöntunarfélags verkamanna á Dalvík, og k.h., Sig- rúnar Júlíusdóttur, f. 25.7. 1911, d. 22.12. 1979, húsmóður. Stjúpbörn Gísla eru Sigrún Hjaltadóttir, f. 26.12. 1956, húsmóðir á Akureyri; Jón Hjaltason, f. 24.1. 1959, sagnfræðingur á Akureyri; Hrönn Hjaltadóttir, f. 7.7.1960, öldr- unarfulltrúi; Þorsteinn Hjaltason, f. 1.5. 1963, lögfræðingur. Bróðir Gísla var Sigurhjörtur, f. 31.12. 1926, d. 1.7. 1931. Foreldrar Gísla voru Jón Gísla- son, f. 2.8. 1900, d. 13.6. 1982, bóndi á Hofi í Svarfaðardal, og k.h., Arnfríð- ur Anna Sigurhjartardóttir, f. 7.9. 1884, d. 12.11. 1953, húsmóðir. Ætt Jón var bróðir Gunnlaugs, odd- vita á Sökku. Jón var sonur Gísla, oddvita á Syðra-Hvarfi, Jónssonar, b. á Syðra-Hvarfi, Kristjánssonar. Móðir Gísla var Dagbjört Gunn- laugsdóttir. Móðir Jóns var Ingibjörg Aðalrós Þórðardóttir, b. á Hnjúki í Skiðadal, Jónssonar, eldra á Hnjúki,: bróður Páls í Viðvík, afa Þorkels veður- stofustjóra, afa Sigurjóns Rist vatnamælingamanns, föður Rann- veigar, forstjóra ísals. Páll í Viðvík var langafi Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Móðir Ingi- bjargar Aðalrósar var Halldóra Jónsdóttir. Arnfríður Anna var systir Sig- rúnar, móður Kristjáns Eldjárns forseta, föður Þórarins rithöfundar. Hálfbróðir Arnfríðar Önnu var Sig- fús, alþm. og ritstjóri, faðir Öddu Báru veðurfræðings. Hálfsystir Arnfríðar Önnu var Soffia, amma Einars Más Guðmundssonar rithöf- undar. Arnfríður Anna var dóttir Sigurhjartar, b. á Urðum í Svarfað- ardal, Jóhannessonar og Soífiu Jónsdóttur. Sextug Jóhanna S. Þorsteinsdóttir raestitæknir á Siglufirði Jóhanna Steinunn Þorsteinsdótt- ir, ræstitæknir hjá Deloitte & Touche Hf„ til heimilis að Lindar- götu 2, Siglufirði, verður sextug á mánudaginn. Starfsferill Jóhanna fæddist á Siglufirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var í barnaskólanum á Siglufirði á sínum skólaskylduárum. Jóhann vann lengi á Hótel Höfn hjá þeim mætu hjónum Páli og Sig- ríði eða þar til hún hóf störf í eld- húsinu á sjúkrahúsi Siglufjarðar. Hún hóf síðan störf hjá Þormóði Ramma og starfaði þar í nokkur ár. Nú starfar hún við skúringar hjá Deloitte & Touche Hf. Auk þess starfar hún í Iðjunni á Siglufirði. Auk þess æfir Jóhanna boccia með íþróttafélaginu Snerpu og stundar nám hjá fullorðinsfræðslu fatlaðra á Siglufirði. Fjölskylda Systkini Jóhönnu eru Sveinn Þor- steinsson, f. 22.6. 1945, húsasmiður, búsettur á Siglufirði, kona hans er Berta Jóhannsdóttir, starfsmaður við umönnun við dvalarheimili aldraðra á Siglufirði og eignuðust þau fimm böm saman; Fanney Þor- steinsdóttir, f. 15.5. 1953, bankarit- ari, búsett í Reykjavík, maður henn- ar er Hilmar Sverrisson verkstjóri og eiga þau tvö börn. Foreldrar Jóhönnu voru Þor- steinn Sveinsson, f. 6.2. 1906, d. 20.4. 1965, verkamaður á Siglufirði, og Sigríður Pétursdóttir, f. 30.4.1915, d. 18.11. 1991, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Sveins, b. í Miðmói, SigVcddasonar og Steinunn- ar Jónsdóttur. Sigríður var dóttir Péturs, b.í Krossanesi, Magnússonar, hús- manns, Oddssonar. Móðir Péturs var Sigríður Jónasdóttir. Móðir Sig- ríðar var Fanney Þorsteinsdóttir, verslunarstjóra á Þórshöfn, Arn- ljótssonar, alþm., rithöfundar og pr. á Bægisá og Sauðanesi á Langanesi, Ólafssonar. Móðir Þorsteins var Hólmfríður Þorsteinsdóttir, alþm. og pr. á Hálsi í Þingeyjarsýslu, Páls- sonar. Móðir Hólmfríðar var Val- gerður Jónsdóttir, ættföður Reykja- hlíðarættar, Þorsteinssonar. Móðir Fanneyjar var Rósa Sigríður Frið- bjamardóttir, b. í Ystagerði, Bene- diktssonar og Sigríðar Sveinsdóttur. Jóhanna tekur á móti gestum að heimili sínu á Lindargötu 2, Siglu- firði, laugard. 8.12. frá kl. 15.00-18.00. Merkír íslendingar Þorgeir Jonsson í Gufunesi Þorgeir Jónsson, bóndi í Gufunesi, fæddist 1 Varmadal á Kjalarnesi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Jón Þorláksson, bóndi þar, og k.h., Salvör Þorkelsdóttir. Þorgeir stundaði nám i íþróttaháskóla í Ollebruck í Danmörku og útskrifaðist sem íþróttakennari hjá Niels Bruck. Hann var mikill íþróttafrömuður, varð tvisvar glímukóngur íslands, hlaut feg- urðarverðlaun í glímu á Alþingishátíð- inni á Þingvöllum 1930 og varð Islands- meistari í ýmsum greinum frjálsra íþrótta, rammur að afli en jafnframt kattliðugur. Á sjötugsaldri gekk hann undir fullorðinn hest og lyfti honum. Þorgeir hóf búskap í Varmadal með bræðrum sínum og móður, bjó um skeið að Sunnuhvoli í Reykjavík, þar sem nú eru gatna- mót Þverholts og Háteigsvegar, var búsettur í Viðey í tvö ár en hóf búskap í Gufunesi 1937 og bjó þar síðan. Hann var einn þekktasti hestamaður landsins, ræktaði hesta í ára- tugi, átti fjölda verðlaunahesta og hafði skeiðvöll í Gufunesi sem var mikið sótt- ur hér áður fyrr. Eiginkona Þorgeirs var Guðný Guð- laugsdóttir sem lést 1952. Þau eignuð- ust sjö börn. Ævisaga Geira í Gufunesi, skráð af Atla Magnússyni blaðamanni, kom út fyrir nokkrum árum. Dóttir Þorgeirs og tengdasonur, Þóra og Örlygur Hálfdán- arson, létu gera minnismerki um Gufu- neshjónin sem þau vona að verði sett upp í Gufunesi en þar er nú félagsmiðstöð. Þorgeir lést 5. janúar 1989. ísleifur Eyfjörð Árnason málarameistari Móabarði 25, Hafnarfirði, verðurjarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstud. 7.12. kl. 13.30. Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir John- son hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarheim- ilinu Skjóli, verður jarösungin frá Foss- vogskapellu föstud. 7.12. kl. 13.30. Árni Bergur Sigurbergsson, Reyni- hvammi 11, Kópavogi, verður jarðsung- inn frá Digraneskirkju 7.12. kl. 15.00. Jaröarför Guðmundar Bjarnasonar, Vík- urgötu 4, Stykkishólmi, fer fram frá Stykkishólmskirkju 8.12. kl. 14.00. Anna María Sigurvinsdóttir frá Neðri- Torfustööum, Heiöargerði 5, Akranesi, verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju laugard. 8.12. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.