Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 11 DV Fréttir ,Nýhöfn“ austan Ingólfsgarðs í Reykjavík: Yfirbyggð smabatahofn rétt við miðbæinn - með 20 hæða hóteli, verslunum, veitingastöðum og íbúðum Nú stendur yfir opin hugmynda- samkeppni um deiliskipulag þess hluta miðbæjar Reykjavíkur sem snýr að höfninni. Þar er m.a. gert ráð fyrir að nýtt tónlistarhús muni rísa. Um 40 tillögum hefur verið skilað inn en úrslit verða kunngerð í janúar. Til hliðar við þessa sam- keppni hafa Guðjón Magnússon arkitekt og Bjöm Emilsson kvik- myndagerðarmaður, undir nafninu Tvitindar, varpað fram skemmti- legri hugmynd sem þeir kalla „Ný- höfn“ í Reykjavík. Sagt er frá þessari hugmynd í 2. tbl. tímaritsins avs - arkitektúr verktækni og skipulag. í stórum dráttum felst hugmyndin í því að byggja trillu- og smábátahöfn með yfirbyggðu glerþaki við Reykjavík- urhöfn, austan við Ingólfsgarð. Yrði hún í bland við ýmiss konar þjón- ustu og íbúðarbyggð. Segir í grein- argerð með tillögunni að staðnum sé ætlað að vera þyrping sem yrði eins konar athvarf islenskrar ferða- þjónustu og þeirra sem á einn eða annan hátt tengjast sjósókn. Áhersla verður lögð á að planta íslenskum trjá- og blómagróðri við höfnina, auk nýtingar á íslensku grjóti og jafnvel klettaborgum sem komið yrði fyrir í hafnarrýminu. Samtengt höfninni yrði innangengt í fjögurra stjörnu 300 herbergja hót- el. Þarna yrðu einnig verslanir og fyrirtæki, tengd ferðaþjónustu og MYNDIR - TVITINDAR Nýhöfn í Reykjavík Hugmyndir um fjölþætt þjónustu- og íþúöasvæði ásamt smáóátahöfn ásamt viðlegukanti fyrir skemmti- ferðaskip við Reykjavíkurhöfn. Höfundarnir, Guðjón Magnússon arkitekt og Björn Emilsson kvik- myndagerðarmaður, vonast til að „Nýhöfnin“ geti fallið að þeirri hugmynd sem sigrar i samkeppni um deiliskipulag svæðisins. fiskiðnaði. Einnig er gert ráð fyrir íbúðarbyggingum sem seldar yrðu á frjálsum markaði, almennum versl- unum og veitingastöðum. Við þetta svæði er ráðgert að koma upp við- leguaðstöðu fyrir erlend skemmti- ferðaskip, jafnvel af stærstu gerð. Landrýmisþörf vegna þessa er áætluð 45.000 fermetrar og reiknað er með að heildarkostnaður vegna framkvæmda yrði um 5,7 miiljarðar Borgarráö Reykjavíkur: Vilja rafrænar kosningar Borgarstjóri lagði fram tillögu í borgar- ráði í vikunni um að því yrði beint til fé- lagsmálaráðherra „að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjóma þannig að sveitar- stjómum verði heimilt að nota rafræna kjörskrá við sveitarstjómarkosningar 25. maí nk.“ Sem kunnugt er féll sú vinna um sjálfa sig eftir að dómsmála- ráðhema missti áhugann í kjölfar sam- þykktar á Landsfundi sjálfstæðismanna um að ekki væri rétt að taka upp rafræn- ar kosningar að svo komnu máli. -BG Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. króna. Þarna yrðu 20 íbúðir, sam- tals 4 þúsund fermetrar, og 8 þús- und fermetra verslunar- og þjón- usturými. Burðarásar hugmyndar- innar eru viðlegupláss og hótelbygg- ing samtals upp á um 3 milljarða króna. Guðjón Magnússon arkitekt segir að þeir félagar hafi unnið að þessari hugmynd í tvö ár. Búið væri að kynna hana fyrir fjölmörgum aðil- um og hafi hugmyndinni verið vel tekið bæði af Reykjavíkurborg, hafnaryfirvöldum og hótelrekend- um. Það væri ekki síst fyrir þær sakir að þessu verkefni yrði skipt niður i framkvæmdaeiningar og ekki skemmi fyrir nálægðin við miðbæinn og væntanlegt tónlista- hús. Þá segir hann töluverðan áhuga fyrir fjögurra stjörnu hóteli á þessum stað sem þykir rekstrar- vænlegra enflmm stjömu hótel sem hugmyndir hafa verið um að byggja í tengslum við tónlistarhús. Segir Guðjón hótelið utan aðflugslínu aö Reykjavíkurflugvelli og því sé ekk- ert því til fyrirstöðu að það geti ver- ið upp á 20 hæðir. -HKr. Sérfræðingar í viðgerðum og viðhaldi á Sony og Panasonic tækjum. ^ Radióverkstæðið Sonn?* Einholti 2 • sími 552 3150 Panasonic Veðurhúsin ({omin aftur _ , , A. A. riiiftmiinrliir Sendum I Hermannsson DÓStkrÖfUj^^^m. Bæjarlind 1 Æmfíæm. « 554 7?70 Þú staðgreiðir eða borgar með korti Nýtt flugfélag boðar ferðir til þriggja borga Evrópu: London 16 sinnum í viku Nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag er í burðarliðnum og fyrirhugað að áætlunarflug félagsins hefjist á vor- mánuðum. Áfangastaðirnir verða þrir, flogið verður 16 sinnum á viku til London, 7 sinnum til Parísar og 6 sinnum til Barcelona. Bókanir hefj- ast á næstu vikum. Að sögn Jóhannesar Georgsson- ar, forsvarsmanns nýja félagsins, hefur stofnun fyrirtækisins verið í undirbúningi síðustu tvö árin. Hann segir reksturinn byggjast á óhefðbundinni aðferðafræði sem London Áfangastaður nýja flugfélags- ins auk Barselóna og Parísar. ætlað sé að skila sér í lægri far- gjöldum til neyt- enda. „Við verð- um með sölu- skrifstofur t hverri borg en höfuðstöðvarnar verða í Reykja- vík. Auk þess munum viö selja farmiða í gegnum ferðaskrifstofur og á Netinu. Yfir- bygging verður lítil hjá fyrirtækinu og gengur út á mikið hagræði hvað varðar kostnað,“ segir Jóhannes. Að félaginu stendur að sögn Jó- hannesar hópur fjárfesta en hann sagði í samtali við DV að ekki væri tímabært að gefa nöfn þeirra upp. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig flugflotinn verður samsettur en Jó- hannes segir fyrirtækið vera að skoða tvo möguleika í þeim efnum. Um sé að ræða 140 sæta flugvélar og verður flugið boðið út í stað þess að leigja vélarnar. -aþ viö veitum 18% afslátt af smáaugiýsingum W lpp,fc:‘-... - / — wamðLá 550 5000 EUROCARD Masteri smaauglysingar@dv.is Skoðaðu smáuglýsingarnar á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.