Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 28
J* 32 _________________FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 Tilvera X>V Söfnin okkar í fortíð, nútíð og framtíð „Hver maöur og hvert mannslíf er safn upplýsinga. Hver nýr dagur og hver athöfn er uppspretta nýrra upplýsinga i formi reynslu." Þessi orð eru tekin upp úr sýningarskrá Þórodds Bjarnasonar myndlistar- manns sem opnað hefur sýningu í ReykjavikurAkademíunni á íjórðu hæð JL-Hússins við Hringbraut. Sýningin samanstendur af ljós- j myndum, textaverki og myndbandi og i henni er listamaðurinn að fjalla im sjálfan sig og umhverfi sitt í for- ð, nútíð og framtíð. Vlargir góðir á einiim stað Ný jólasýning er nú komin upp í svoköliuðu neðra rými í Galleri i8 við Klapparstíg 33 í Reykjavík. Þeir sem sýna þar eru engir aukvisar eins og meðfylgjandi listi ber með -> sér. Listamennirnir eru: Anna Lín- dal, Birgir Andrésson, Bjarni Þórar- insson, Eggert Pétursson, Guðrún Einarsdóttir, Helgi Þorgils Friöjóns- son, Hörður Ágústsson, Kristinn G. Haröarson, Kristján Guðmundsson, Rusel Maltz, Roni Horn, Ragna Ró- bertsdóttir, Sigurður Guðmunds- son, Thomas Ruppel, Þorvaldur Þor- steinsson. Keramik í Gall- erí Reykjavík Jónína Guðnadóttir myndlistar- maður opnar stuttsýningu á keram- ikverkum í Gallerí Reykjavik, Skólavörðustíg 16, á morgun, laug- ardag, kl. 15. Sýningin stendur til mánudagsins 17. desember. Jónína útskrifaðist frá Handíða- og mynd- listarskóla Islands árið 1962 og nam síðan við Myndlistarskóla Reykja- víkur og Konstfackskolan í Stokk- hólmi. Hún hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar, hérlendis og erlendis, og er einni þeirra nýlokið, „Hringrás vatnsins" , í Hafnarborg. Verk Jóninu prýða fjölmargar stofn- anir. Má þar nefnda Listasafn ís- lands, Listasafn Kópavogs, Listráð Cuxhaven og utanríkisráðuneytið. Smáauglýsingar 550 5000 Geislasteinn Fannst viö Teigarhorn í Berufiröi. Utgafustjori Nattúrufræðistofnunar Álfheiöur Ingadóttir viö Ametyststeininn sem fannst áriö 1984 í 110 milljón ára gömlum jarölögum í Brasilíu. Hann er eini erlendi steinnin sem haföur er til sýnis á safninu. Söfnin okkar: Börnin fara beint að skordýrahorninu Það lætur ekki mikið yfir sér utanfrá séð, Náttúrugripasafnið okkar við Hlemm. En það leynir á sér. Eftir að inn fyrir dyrnar er komið liggur leiðin upp stiga, upp á þriðju og fjórðu hæð. Strax á stigapöllunum er gefinn for- smekkurinn að því sem koma skal, þar blasa við stórir stein- hnullungar, merktir fundarstöð- um, gabbró úr Geitafelli í Horna- firði og jaspís úr Hólabyrðu í Hjaltadal. í glerskáp utan við efri sýningarsalinn eru stórglæsileg risaskjaldbaka sem fannst á Ströndum 1963 og við þann neðri eru stærðar steingervingstrjábol- ir, 10 og 14 milljóna ára gamlir, sem líka fundust á Vestfjarða- kjálkanum. Svo er stigið inn í annan af tveimur sýningarsölum safnsins í fylgd Álfheiðar Inga- dóttur sem er útgáfustjóri Nátt- úrufræðistofnunar tslands. Óvíða hægt að skoða geir- fugla „Allt eru þetta íslensk dýr,“ seg- ir Áltheiöur og bendir í kring um sig. Þarna eru votlendisfuglar, sjó- fuglar og bjargfuglar, ásamt eggj- um þeirra og ýmsu úr lífríki hafs- ins. í glerskáp á miðju gólfi er hinn frægi geirfugl sem keyptur var á uppboði 1971 og öll þjóðin Geirfuglinn Þjóöin safnaöi fyrir þessari gersemi áriö 1971. Tófan Hún var komin til landsins á undan okkur. safnaði fyrir. „Ég reiknaði verð hans út fyrir tveimur árum eða svo og þá var það á við þriggja herbergja íbúð hér í Reykjavik," segir Álfheiöur. Hún er beðin að segja aðeins nánar frá þessum merkisfugli. „Þessi var drepinn árið 1820 en síðustu tveir fuglarn- ir í heiminum voru hinsvegar drepnir í Eldey 1844. Þeir eru varðveittir í Kaupmannahöfn. Þessi er einstakur að því leyti til að saga hans er vel þekkt, það er að segja hver drap hann og hvar og svo var hann í eigu sömu fjöl- skyldu þar til hann fór á uppboðið sem íslendingar keyptu hann á.“ Álfheiður segir geir- fuglinn laða fólk að safn- inu. Útlendingar sækist eftir að sjá hann enda sé óvíða í heiminum hægt að skoða geirfugla. „Menn varðveita svona gripi í myrkri og við rétt raka-og hitastig en hér er engin slík að- staða, því miður. Það hefur lengi verið vitað að það færi ekki nógu vel um fuglinn, enda erum alltaf að bíða eftir að fá nýtt sýn- ingarhúsnæði," segir hún. Álfheiður bætir þvi við að geirfuglinn sé skólabókardæmi um lífveru sem sé útdauð, vegna ofveiði og enn sé mörg- um tegundum ógnað vegna hins sama. Því höfði hann mjög til skólabarna. DV-MYNDIR E.ÓL. Þarf oft aö pússa glerið hjá pöddunum Náttúrugripasafnið var stofnað árið 1889 og var fyrstu árin á hrakhólum en komst inn í Lands- bókasafnshúsið við Hverfisgötu skömmu eftir aldamótin 1900. Þar var það í nokkra áratugi en var pakkað niður í kassa á 6. áratugn- um. Á eitthundrað ára afmælinu var það opnað í núverandi mynd. Samtals hefur það 200 fermetra pláss, að stiganum meðtöldum. Mörg erlend dýr sem safnið á eru því ekki höfð til sýnis heldur bara íslensk dýr af minni gerðinni, ásamt steintegundum og gróðri. „Ég held við getum sagt að þótt þetta safn sé afskaplega lítið þá sé það gott,“ segir Ásgerður. Hún segir skemmtilegt að fylgjast með börnum sem komi í heimsókn. Þau fari beint inn í hornið til skordýranna. „Því þarf að pússa glerið hjá pöddunum mun oftar en annað gler á safninu," segir hún brosandi. Þó sýnast þessar pöddur síður en svo skrautlegar, nema þá aðmírálsfiðrildið og önnur flækingsflygildi. Enn finnast nýjar lífver- ur Við einn vegginn eru líkön af Heklu og Surtsey, ásamt öskulögum landsins og glæsilegum arogónítúr- fellingum úr Mývatns- sveit en ekki þykir Skaftfellingnum jöklum landsins gerð ítarleg skil. Áifheiöur segir fólk mjög viljugt að gauka munum að safninu, bæði úr söfnum og því sem það sé að finna. Einnig finni starfs- menn stofnunarinnar öðru hvoru nýjar líf- verur, einkum í botndýraflórunni. „Sýningarsafnið er bara hluti af vis- indasafni Náttúru- fræðistofnunar ís- lands. Hitt er skráð og varðveitt og notað við rannsóknir bæði hér heima og erlend- is,“ segir hún. Gun. Snæuglan Hún er mannafæla þessi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.