Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 32
36 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 Tilvera DV Hátíðatónleikar Sínfóníuhljómsveit íslands og íslenski óperukórinn halda há- tíðartónleika í Háskólabíói í til- efni af 100 ára ártíð Giuseppe Verdi. Einsöngvarar á tónleikun- um eru Elín Ósk Óskarsdóttir og Jón Rúnar Arason og stjómandi er Garðar Cortes. Tónlist j IPJASS A VÉGÁÍVÍOtUM Miiii kI;^ 18 og 21 spila bræðurnir Börkur Hrafn Birgisson og Daöi Birgisson léttan funk djass á Vegamótum. ■ STDD ! BORGARNESI Andrea Gylfadóttir og Eövarö Lárusson skemmta gestum Búöarkletts í Borgarnesi. ■ FÖSTUDAGSBRÆÐINGUR Harð kjarnarokkssveitirnar Klink, Snafu og Graveslame leika á Föstudags- bræðingi Hins hússins á Geysi Kakóbar í kvöld kl. 20. ■ TÓNLEIKAR í 12 TÓNUM Ozv (Ornólfur Thorlacius) heldur tónleika í 12 tónum í dag kl. 17 og kynnir nýja breiöskífu sem ber heitið Ozy. Leikhús ■ BEÐH> EFTIR GODOT T kvöld ^ veröur leikverkið Beöiö eftir Godot sýnt á fjölum nýja sviðsins í Borgar- leikhúsinu Meö aðalhlutverk fara þeir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson. ■ BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið Blessaö barnalán eftir Kjartan Ragnarsson í kvöld. ■ KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI I kvöld sýnir Borgarleikhúsiö leikrit Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli, kl. 20 á stóra sviðinu. ■ PÍKUSÖGUR Leikritið Píkusögur eftir Evu Esler verður sýnt í kvöld á 3. hæð Borgarleikhússins kl. 20. ■ SYNGJANPI í RIGNINGUNNI Leikritið Syngjandi í rigningunni verður sýnt í kvöld á stóra sviði Þjóöleikhússins kl. 20. Kabarett ■ JÓLAHLAÐBORÐ OG STÖNÉ&- SYNING A Broadway verður boðiö upp á jólahlaöborö og Roiling ston- es-sýningu með Helga Björns. Opnanir ■ VILLT DYR I NORRÆNA HUSINU Veflistarmaöurinn Anne-Mette Holm sýnir rýjateppi í anddyri Norræna hússins með villtum dýrum sem lifa á norðlægum slóöum. Fundir og fyrirlestrar ■ BOKAVAKA A EGILSSTOÐUM Bókavaka verður í Safnahúsinu á Egilsstööum kl. 20.30 þar sem rithöfundar lesa úr nýjum bókum. ■ AÐVENTUKVÖLP Aðventukvöld veröur í Villlngaholtskirkju kl. 21 í kvöld. Ræðumaður verður Guöni Ágústsson landbúnaðarráðherra. ■ AFMÆLI SJÚKRAÞJÁLFUNAR Dagskrá námsbrautar í sjúkraþjálfun vegna 25 ára afmælis veröur í aöalbyggingu HÍ og hefst kl. 15. Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer 7. desember: 2372 Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísl.is Ellin fer kurteislega og rólega að mér Bíógagnrýni . 's* ”9»- Góð ráð dýr ;íi Laugarásbíó - Good Advice Q Sif Gunnarsdóttir skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Guömundur Friðfinnsson Er með nytjaskóga sem auðvitað má kalla búskap út af fyrir sig. - segir Guðmundur Friðfinnsson, 95 ára rithöfundur sem enn á efni í tvær bækur „Ég er ekki að gefa út neina bók núna en í fyrra átti ég 50 ára afmæli sem rithöfundur og þá var m.a. sett upp leikritið Berfætlingarnir hjá Leikfélagi Akureyrar af því tilefni,“ segir Guðmundur Friðfmnsson, rit- höfundur og bóndi á Egilsá í Skaga- firði. Guðmundur er vel ern og hress þrátt fyrir að hann nálgist hundrað árin óðfluga. „Ég er 95 ára og mér er sagt að ég sé eini maður- inn á þessum aldri sem býr einn i sveit. Ellin sækir auðvitað að en hún fer kurteislega og rólega að mér,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur búið á Egilsá síðan árið 1932. „Ég var með nokk- uð stórt bú en er ekki með neinn bú- skap lengur. Ég er þó reyndar með nytjaskóga sem auðvitað má kalla búskap út af fyrir sig,“ segir Guð- mundur. Um árabil voru hjá hon- um hjón sem ráku skólaheimili fyrir þroskaheft börn og til stendur að hefja slíka starfsemi aftur á Egilsá um áramótin. Hún verður ekki beint á vegum Guð- mundar en húsnæðið á hann og það er tæpir 400 fermetrar. „Bækurnar sem ég hef skrifað eru 15 taisins á rúmlega 50 árum. Þær fjalla um mjög fiölbreytt efni. Ég hef komið eitthvað nálægt öllum greinum ritlistar - hef skrifað skáldsögur, eina ævisögu og svo nokkrar bækur um þjóðlegt efni, s.s. Þjóðlíf og þjóðhætti, en hún var síðasta bókin og kom út fyrir 10 árum. Sú bók var tilnefnd til lensku bókmenntaverðlaunanna og ég fékk Davíðspennann fyrir þá bók.“ Listinn yfir verk Guðmundar er vissulega orðinn nokkuð lang- ur. Auk þess að skrifa nokkrar skáldsögur og smásögur hefur hann skrifað ævisögu, ljóð og leik- rit. I fyrravetur setti Leikfélag Ak- ureyrar á fialirnar leikrit eft- ir Guðmund. Þá má ekki gleyma þeim skerfi sem Guðmundur á í varðveislu þjóðlegs fróðleiks en fyrir nokkrum árum komu frá honum þrjár bækur um það efni. Sú sein- asta, Þjóðlif og þjóð- hætt- ir, sem út kom 1991, mik- ið verk að vöxtum sem Guðmundur lagði mikla vinnu í, var m.a. tilnefnd til íslensku bók- menntaverð launanna í flokki bóka um þjóðlegt efni. Þessi bók hefur notið mik- illa vin- sælda og er nú nánast ófáan- leg. - En er að koma frá þér bók núna? „Nei, það held ég ekki. Hins veg- ar á ég efni í tvær bækur að minnsta kosti, í eina barnabók og smásögur sem myndu nægja í aðra bók. Ég veit ekki hvað verður, það gæti komið til að ég ljúki við þær á næsta ári,“ segir Guðmundur. -gk Stundum sér maður kvikmyndir þar sem margt gott fólk kemur sam- an en útkoman er samt fyrir neðan allar hellur og maður gengur út og hristir höfuðið yfir því að svona hæfileikariku fólki skyldi takast að gera svona afspyrnuvonda mynd. Þetta er alls ekki raunin með Good Advice, ég held varla að hæfileik- arnir séu neitt að þvælast fyrir þeim sem standa á bak við þá mynd. Fyrir mörgum árum var leikaran- um Charlie Sheen (sonur Martins Sheen og bróðir Emilio Estevez) spáö glæstri frægð og frama og hann lék í fyrirferðarmiklum mynd- um eins og Platoon og Wall Street. En svo fór að siga á ógæfuhliðina og síðustu ár hefur hann helst komist í blöðin fyrir drykkju og dópneyslu, ofbeldi og sögur af því hversu mörg- um konum hann hefur sængað hjá. Og það er greinilegt að eitthvað mikið hefur hann misst á þessum líflegu árum, því ekki nær hann til manns í þessu nýjasta afreki. Merkilegt eiginlega að þessir bræð- ur Charlie og Emilio hafa nánast horfið báðir eftir að hafa verið mjög áberandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Kannski hafa leikhæfileikar föður- ins - sem sjónvarpsáhorfendur hitta reglulega í Hvita húsinu, ekki al- mennilega náð yfir í næstu kynslóð. Reyndar hefði þurft alveg stór- kostlegan leikara til að fá þetta frek- ar líflausa handrit i Good Advice til að lifna við. Charlie leikur Ryan, verðbréfasalaskíthæl sem á heimska kærustu, Cindy, fiottan bíl og góða ibúð. Hann sefur auk þess hjá eiginkonu mjög efnaðs manns, Donalds (þó ekki Trump) - og það hefði hann ekki átt að gera. Til að gera langa sögu stutta þá missir hann allt en fær 1 staðinn vinnu kærustunnar fyrrverandi en hún hafði svarað bréfum ráðvilltra kvenna í litlu blaði og gert það illa. Þegar Ryan, sem var mjög leiðinleg- ur, grimmur, grunnur og háðskur kvenhatari, tekur við þessum dálki gerast náttúrlega undur og stór- merki og ég ætla ekki að láta það eftir mér að segja frá þvi. Aumingja Charlie Sheen, hann er eins og Ken hennar Barbie og með jafnmörg svipbrigði, honum til happs er að hinir leikararnir eru á sömu slóðum. Denise Richards (Bondstelpa) leikur Cindy - stór- kostlega vitlausu kærustuna og er svosem sannfærandi leiðinleg í því. Angie Harmon leikur hins vegar gáfaðan ritstjóra blaðsins, sem er hugdjörf og full af hugsjónum, og hún er alveg agaleg - en svolítið lík henni Ali McGraw í útliti, sem get- ur verið kostur ef maður var hrif- inn af henni. Rosanna Arquette og Jon Lovitz leika vinapar Ryans og maður veltir fyrir sér hvað hafi eig- inlega komið fyrir hana Rosönnu sem var skemmtileg leikkona og áberandi í kvikmyndum á níunda áratugnum - þetta er hulin ráðgáta. En síst skin frægðarsól hennar skærar eftir þessi ósköp. Til að bæta gráu ofan á svart leikstýrir Steve þessi Rash myndinni afskap- lega hægt og fyrirsjáanlega, þannig að hún virðist minnst helmingi lengri en hún er. Það er hægt að nota tímann bet- ur. -SG Leikstjóri: Steve Rash. Handrit: Daniel Margosis & Robert Horn. Aöalleikarar: Charlie Sheen, Rosanna Arquette, Angie Harmon, Estelle Harris, Jon Lovitz, Den- ise Richards ofl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.