Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 Fréttir DV Niðurskurður yfirvofandi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri: Gæti þýtt gjör- breytta þjónustu - Halldór Jónsson heldur í vonina þar til fjárlög eru endanlega afgreidd Fjóröungssjúkrahúsiö Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri stendur nú á tímamótum en minnkandi fjár- veitingar til stofnunarinnar að raungildi kalla á grundvallarbreytingar og niður- skurð á starfseminni. Halldór Jónsson, forstjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, seg- ist ekki vilja trúa því fyrr en búið sé að afgreiða fjárlögin endanlega frá Alþingi að ekki verið komið til móts við þarfir FSA um fjárveitingar. Nú stefnir í að framlögin á næsta ári verði að raungildi lægri en þau eru í ár. Ef ekkert gerist segir Halldór að framkvæmdastjórn spítalans muni þurfa að koma með tillögur um spamað sem gætu þýtt grund- vallarbreytingu á þeirri þjónustu sem spítalinn veitir. „Ég vil ekki tjá mig um hverjar þær tillögur kynnu að verða fyrr en þær þá koma fram en það gæti orðið seint í næstu viku. Ég hins vegar vona að til þess þurfi ekki að koma, það kunna að vera einhverjir pottar eða sjóðir enn til sem gætu bjargað málum,“ segir Halldór. Þrátt fyrir að sett hafl verið í gang sérstök spamaðar- og að- haldsáætlun á spítalanum í haust er ljóst að halli verður á rekstrin- um í ár. Skýrist hann fyrst og fremst af nokkrum sérstökum stórum liðum en einnig því að óvenju mikið var um slys og stór- ar aðgeröir sem ollu því að spam- aðaráætlunin skilaöi sér ekki sem skyldi. Spitalinn fékk nokkrar leiðrétt- ingar á nýsamþykktum fjárauka- lögum en hins vegar hefur ekki verið tekið tillit til stórra þátta sem skipta miklu í rekstrinum. Þannig hefur spítalinn ekki fengið framlög til aö mæta ákvæðum um vinnutíma, sem komu fram í ár vegna EES-samningsins en kostn- aðaraukinn við þaö nemur um 40 milljónum króna. Þá hafa tvö röntgentæki, sem spítalinn keypti fyrr á árinu, orðið 25 miUjónum dýrari en samningarnir gerðu ráð fyrir vegna þess hve gengi krónun- ar hefur lækkað. Þessir tveir póst- ar eru að mestu ábyrgir fyrir hall- anum á spítalanum en auk þessa hafa verðbreytingar umfram for- sendur fjárlaga valdið FSA vand- ræðum líkt og öðrum sjúkrastofn- unum. Ljóst er að staða FSA er erfið þar sem sjúkrahúsið er eina varasjúkra- hús landsins og það einai á lands- byggðinni sem gæti tekið við hlut- verki Landspítala ef hann af ein- hverjum ástæöum getur ekki sinnt sínu hlutverki. Þá hefur upptöku- svæði spítalans aukist og verkefn- um fjölgaö, m.a. með tilkomu samn- inga um sjúkraflug. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu er spítalanum gert eins og öðrum sjúkrastofnunum að spara með flötum niðurskurði um 1% sem er um 25 milljónir króna. Spamaðarkrafan á því ári sem var að líða hljóðaði upp á 17 milljónir og segir Halldór mjög farið að þrengjast um möguleika á hagræð- ingu. -BG Komdu og njottu hatiðarstemmngannnar í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. Frábær jóiadagskrá í Vetrargarðinum í dag! 16:00-18:00 Jólasveinamir skemmta. 16:30 og 17:30 iÓlasagajólasveinannalesin. 17:00 Jólaskemmtun fyríralla fjölskylduna. Fram koma Helga Möller, Maggi Kjartans, jólasveinarnir, Grýla Og LeppalÚðÍ. Ævintýraheimur barnanna i JÓlalandÍriU i allan dag. Einnig verðurlíf og flör í göngugötunni í allan dag þar sem harmonikku- og fiðluleikarar ásamt jólasveinunum, Grglu og Leppalúða skapa rátta jólaandann. -RÉTTI JÓLAANDINN Verslanir opnar i dag milli klukkan 11:00 og 20:00 ■ www.smaralind.is Borgarstjóri um úthverfaframboð: Mikil uppbygg- ing í Grafarvogi - hafnar að einblínt sé á 101-svæðið „Það hefur fremur verið rætt um að miðborg Reykjavíkur eigi undir högg að sækja heldur en margt ann- að,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri í samtali við DV í morgun þegar'013010 bar undir hana hug- mynd um sér- stakt úthverfa- framboð. Gísladóttir. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir aö mótvægi vanti við svokallaða 101-stefnu yfirvalda en Ingibjörg hafnar því alfarið að einblínt hafl verið á miðbæinn. „Ef við horfum á uppbygginguna i borg- inni hefur hún að langmestu leyti átt sér stað í úthverfunum og þar vegur Grafarvogur þyngst." Sem dæmi hafi fimm nýir grunnskólar verið byggðir í Grafarvogshverfum en á hinn bóginn hafl einnig verið hugað að ýmsum eldri hverfum borgarinnar, sem hafi verið tíma- bært. Borgarstjóri segir að öllum sé frjálst að bjóða fram en treystir sér ekki til að meta áhrif svona sér- framboðs á fylkingamar tvær, R- listann og D-listann. í síðustu kosn- ingum komu fram tvö minni fram- boð, Launalistinn og húmanistar en náðu ekki inn manni. -BÞ Sjá nánar bls. 2. Flugfélag íslands meö mest netviðskipti: Stærsti verslun- arvefur landsins íslendingar hafa tekið raf- rænu bókunarfyrirkomu- lagi Flugfélags íslands fagn- andi og var tæplega fjórða hver ferð í innanlandsflugi í nóvember sl. seld á Netinu. Þetta er mikil hlutdeild mið- að við að landanum bauðst þessi möguleiki fyrst í febrúar sl. og hefur í fór með sér aukið hagræði fyrir félag- ið. Netsalan hjá Flugleiðum er hins vegar aðeins um 5%. Árni Gunnarsson, markaðsstjóri FÍ, segist geta fullyrt að vefur flugfé- lagsins sé oröinn langstærsti verslun- arvefur íslands í dag. Salan í nóvem- ber hafi verið um 21% á Netinu eða 32 milljónir. í heild hafl FÍ selt fyrir tæp- ar 200 milljónir á Netinu í ár. Nýtingin hjá FÍ er mun betri nú en í fyrra og má álykta aö tilboðin í Net- klúbbnum eigi nokkurn þátt. Að sögn Árna er nýtingin um 62% núna sem þykir nokkuð gott í innanlandsflugi en á sama tíma hef- ur ferðum fækkað enda minni umferð innanlands en í fyrra. T.a.m. hefur ferðum milli Akureyrar og Reykjavík- ur verið fækkað um eina á dag en ekki er búist við frekari fækkun í bráð. í kjölfar netvinsældanna hefur símaþjónusta batnað, að sögn Árna, þar sem kúnninn bíður skemur. -BÞ Heiti potturínn BBjfg! Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is Ný ræktunarstefna Mestu fiskætur heims að eigin mati, sjálf íslenska þjóðin, er hætt að éta fisk og Laufey Steingrímsdóttir hjá Manneldisráði hefur áhyggjur af þessu. Ari Teits-, son, formaður I Bændasamtaka ís- lands, hefur þó enn I meiri áhyggjur af I því að íslendingar eru lika hættir að | éta kjöt. Kjötneysl- an er nú i sögulegu 1 lágmarki. Það er helst að þeir fáist til að úða 1 sig pylsum og hamborg- urum þegar þeir veltast ofurölvi út af öldurhúsum um miðjar nætur. Menn eru hins vegar alveg hættir að éta væna síðubita, saltkjöt og kæfu. Þyk- ir líklegt að Ari beini því nú til bænda að þeir rækti héðan í frá fé sem eingöngu gefur af sér læri og hryggi og helst léttreykta svo hægt sé að selja góðgætið sem londonlömb fyrir jólin... Skemmtanaskattur Jón Kristjánsson, ráðherra heil- brigðismála, sagði skömmustulegur frá því í hálfum hljóðum í sjónvarpi á dögunum að hann yrði sennilega að hækka ýmis gjöld á sjúklinga. Allt væri þetta til að redda ríkis- sjóðnum hans Dav- íðs Oddssonar sem eitthvað er farið að skrölta í. Þannig verður nú sett 11% hækkun á komugjöld til lækna. At- hygli vekur hins vegar að í þessum komugjöldum er svokölluð tíund sem væntanlega er þá 10% af heildar- komugjöldum. Tíund þessi er síðan m.a. nýtt fyrir heilsugæslustarfsfölk til ferðalaga og skemmtanahalds. í heilbrigðisgeiranum er fólk sagt fara hjá sér við að innheimta þessi stór- hækkuðu gjöld af illa höldnum sjúk- lingum sem gjarnan kalla komu- gjöldin „skemmtanaskatt"... I lið með fjendum sínum Þaö er sannarlega margt skrýtið i kýrhausnum. Þetta hefur berlega komið í ljós viö fall íslenska ferðaris- ans Samvinnuferða-Landsýnar. Ekki er langt síðan, Helgi Jóhanns- j son réð þar rikj- um. Þá var farið I að síga verulega á ógæfuhlið eftir j harðan slag í ferða- bransanum. Hafði I Helgi m.a. stofnað 1 til svokallaös „Flugfrelsis" og hugs- uðu Flugleiðir og þeirra ferðaskrif- stofa, Úrval-Útsýn, Helga þegjandi þörfina fyrir þetta uppátæki. Nú hef- ur jörðin ferðast einn hring um sólu og Samvinnuferðir á hausinn. Það sem meira er, Helgi er nú farinn að stýra Dublinarferðum með erkiljend- unum í Úrvali-Útsýn í nafni Ferða- skrifstofu íslands. - Ja, enginn veit sína ævina... Tímamótasigur Halifaxa Á Halifaxvef Skessuhorns bregðast ekki skemmtilegar frásagnir af breska sparkvellinum. Segir þar að eftir undraverða ósigurgöngu hafi horskum höldum Halifaxhrepps tekist að klóra í bakkafuil- an lækinn og rífa sig upp á rasshárunum þegar þeir mættu hinu lítt árenniléga liði Þurrkvíar (Torquay) sem er vinabær Staðarfells í Dölum. Eftir að Halifaxar höfðu rutt i sig kökum og kornmeti hvers konar í leikhléi komu þeir aftur til leiks, fllefldir, saddir og sælir. Það var síðan Jón sonur Feita-Patreks (Ian Fitzpatrick) sem innsiglaði glæstan timamótasigur með bylm- ingsskoti sem hafnaði bak við Ketil Hjartarson, markvörð Þurrkviar. Þetta var fyrsti deildarsigur Faxa undir stjórn Aireks lága (Alan Little) sem orðiö hefur að lúta svo oft t gras að hann mun vera kominn með heiftarlegt frjóofnæmi...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.