Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 Viðskipti Umsjón: Viöskiptabladið Skífan sektuð um 25 milljónir - fyrir brot á samkeppnislögum Verslun Skífunnar viö Laugaveg Samningurinn Skífunnar og Baugs útilokaði, nánast að fullu, önnur heild- sölu- og dreifingarfyrirtæki á hljómdiskum en Skífuna frá því að koma geisladiskum í sölu í verslunum Baugs. Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að í samningi Skífunnar hf. og Aðfanga hf. um einkakaupasamning á hljómdisk- um felist alvarlegt brot Skífunnar á samkeppnislögum. Með samn- ingnum hafi fyrirtækið misnotað markaðsráðandi stöðu sina og ger- ir Samkeppnisráð Skífunni að greiða 25 milljóna króna sekt í rik- issjóð vegna þessa brots. Eftir breytingar á samkeppnislögum, sem tóku gildi fyrir réttu einu ári, er það meginregla að leggja skuli stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn bannákvæðum sam- keppnislaga, segir í tilkynningu frá Samkeppnisráði. Skífan og Hagkaup, f.h. Aðfanga, gerðu með sér samning í apríl 2001 sem gilda átti í tvö ár sem fól í sér að Aðföng keyptu nær alla geisla- diska til endursölu í verslunum Baugs hjá Skífunni. Samningurinn útilokaði, nánast að fullu, önnur heildsölu- og dreifingarfyrirtæki á hljómdiskum en Skifuna frá því að koma geisladiskum í sölu í versl- unum Baugs fram á árið 2003. Japís hf. reyndi án árangurs að semja um að koma hljómdiskum í dreifingu í verslanir Baugs. Samn- ingurinn við Skifuna kom i veg fyrir það. Japís og Félag íslenskra hljómlistarmanna sendu sam- keppnisyfirvöldum erindi vegna þeirra samkeppnishindrana sem samningur Skífunnar og Aðfanga felur í sér. í máli því sem hér um ræðir kemur fram að Skífan lagði á það áherslu við gerð samningsins við Aðföng aö hann væri einkakaupa- samningur og Skífan sæi um að velja nær allt efni til sölu í versl- unum Baugs. Með því að veita til- tekinn afslátt knúði Skífan fram samninginn. Gögn málsins bera það einnig með sér að samningur- inn hafi verið gerður til að útiloka kvartanda í málinu og aðra keppi- nauta frá markaðnum og þannig haft þann tilgang að styrkja eða viðhalda markaðsráðandi stöðu Skífunnar. Með vísan til aðstæðna og gagna málsins telur samkeppn- isráð að umræddur samningur feli í sér misnotkun Skífunnar á mark- aðsráðandi stöðu fyrirtækisins og teljist vera alvarlegt brot á 11. gr. samkeppnislaga. Markaðsráöandi fyrirtæki geta með aðgerðum sínum raskað sam- keppni og skaðað hagsmuni neyt- enda. Leggja samkeppnislögin því ríkar skyldur á herðar slíkra fyrir- tækja svo þau vinni ekki gegn markmiðum laganna. í þessu máli telur samkeppnisráð nauðsynlegt að beita sektum til að tryggja að Skífan láti af lögbrotum í framtíð- inni og telur samkeppnisráð hæfi- legt að leggja 25 milljón króna sekt á fyrirtækið. Síminn sektaður um 40 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráöandi stöðu. Mun áfrýja ákvörðun Samkeppnisráðs Samkeppnisráð hefur lagt 40 millj- óna króna sekt á Landssíma íslands vegna misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu þess. í máli þar sem Síminn náði samningum við Hafn- arfjarðarbæ um síma- og gagnaflutn- ingsþjónustu komst Samkeppnisstofn- un að því að hallað hefði á fyrirtækið Titan í eigu Íslandssíma, sem hafði einnig gert tilboð í sama verkefni, og að í samningnum felist því alvarlegt brot Landssímans á samkeppnislögum. Samkeppnisráð hefur gert Landssíman- inn að greiða 40 milljónir króna i sekt til ríkissjóðs vegna þessa brots. Eftir breytingar á samkeppnislögum, sem tóku gildi fyrir réttu ári, er það megin- regla að leggja skuli stjómvaldssektir á fyrirtæki sem bijóta gegn bannákvæð- um samkeppnislaga. Á haustdögum síðastliðins ár áttu sér stað samningaviðræður Landssím- ans og Hafnarfjaröarbæjar um síma- og gagnaflutningsþjónustu fyrir bæinn og hafði fjarskiptafélagið Títan hf. einnig áhuga á þessu verkefni og óskaði eftir því aö fá að gera tilboð í verkið. Þann 12. desember sendi Títan tilboð en bær- inn ákvað að taka tilboði Landssímans og var samningur þar að lútandi undir- ritaður þann 28. desember 2000. Títan sendi samkeppnisyfirvöidum erindi og taldi að Landssiminn hefði brotið sam- keppnislög með þessum samningi. Hafnarfjarðarbæ óheimilt að eiga viðskipti við aðra Samkeppnisráð telur í ákvörðun sinni að gögn málsins gefi skýrt til kynna að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með gerð samningsins við Hafnarfjarðarbæ. Fyr- UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Austurströnd 3, 0102, 175,50 fm, Sel- tjamamesi, þingl. eig. I. Brynjólfsson og Co ehf., gerðarbeiðandi Jón Ólafsson, þriðjudaginn II. desember 2001 kl. 11.30. Bræðraborgarstígur 43, 0102, verslunar- hús á 1. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kjörbúð Reykjavíkur ehf., gerðar- beiðendur Byko hf., Söfnunarsjóður líf- eyrisréttinda og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 11. desember 2001 kl. 10.30. Hjaltabakki 10,0301,50% ehl. í 3ja herb. íbúð á 3. hæð, 76,9 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kristín Gunnarsdóttir, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudag- inn 11. desember2001 kl. 13.30. Hrafnhólar 6, 0103, 4ra til 5 herb. íbúð á I. hæð m.m., bílskúr merktur 040117 og geymsla í kjallara, merkt 0037, Reykja- vík, þingl. eig. Steina Steinarsdóttir, gerð- arbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn II. desember 2001 kl. 14.00. Hverfisgata 82, 010101, verslunarhús- næði í A-enda, 35,7 fm, Reykjavík, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeiðandt Húsfé- lagið Hverfisgötu 82, þriðjudaginn II. desember2001 kl. 16.00. Orrahólar 7, 0303, 3ja herb. íbúð á 3. hæð, merkt C, Reykjavík, þingl. eig. Kristján A. Kjartansson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 11. desem- ber 2001 kl. 14.30. _____________ Skógarhlíð 10, 010002, 169,8 fm í kjall- ara og 020102,820,1 fm vinnslusalur t.v., Reykjavík, þingl. eig. Vestfjarðaleið Jóh. Ellertss ehf., gerðarbeiðendur Hekla hf. og Islandsbanki-FBA hf., þriðjudaginn 11. desember 2001 kl. 10.00. Torfufell 35, 0303, 3ja herb. íbúð á 3. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Þór- ir Úlfarsson og Lilja Hraunfjörð Huga- dóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Skóladagheimilið Völvukot og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 11. desem- ber 2001 kl. 15.00,__________________ Yrsufell 18, Reykjavík, þingl. eig. Ragn- heiður Björgvinsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 11. des- ember2001 kl. 15.30. Öldugrandi 5, 5 herb. íbúð, merkt 0203, Reykjavík, þingl. eig. Hans Sigurbjöms- son og Ásta Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn 11. desem- ber 2001 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Síminn sektaöur Stjórn Landssímans hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun Samkeppnisráðs um greiðslu þessarar sektar irtækið hafi með óeðlilegum aðgerðum náð þessum viðskiptum og skaðað stöðu keppinauta fyrirtækisins. Samn- ingurinn fól m.a. í sér að Hafnarfjarð- arbæ væri óheimilt á samningstíman- um að eiga viðskipti við aðra en Lands- símann um sima- og gagnaílutnings- þjónustu. „Slík einkaréttarákvæði i samningi markaðsráðandi fyrirtækis fela í sér skýrt brot á samkeppnislög- um. Það hefur skaðleg áhrif ef fyrir- tæki eins og Landssíminn reyna meö þessum hætti að halda keppinautum--. sinum frá markaðnum. Samkeppni á fjarskiptamarkaðnum er takmörkuð vegna yfirburðastöðu Landssimans og allar frekar hömlur á samkeppni vegna háttsemi Landssímans eru óásættan- legar og andstæðar hagsmunum neyt- enda,“ segir í tilkynningu frá Sam- keppnisstofnun. Jafnframt var kveðið á um það í samningnum að Landssíminn veitti Hafnarfjarðarbæ afslátt af viðskiptum sem þegar höfðu átt sér stað allt að 8-9 mánuöum áður en samningurinn var gerður. Slík afturvirk afsláttarkjör eru óeðlileg og óvenjuleg. Sú athöfn Land- símans sem fyrirtækis í yfirburðastöðu á fjarskiptamarkaði, að setja ákvæði um afturvirkan afslátt í samning um sölu á fjarskiptaþjónustu, hefur skaðleg áhrif á samkeppni og hindrar aðgang annarra að markaðnum. Sama á við um þaö ákvæði samningsins sem kveð- ur á um endurgreiðslu fjarskiptasam- banda sem Hafnarfjarðarbæ hafði láðst að segja upp. Samningsákvæðin um af- slátt voru þess eðlis að ekkert fyrirtæki annað en Landssíminn gat veitt sam- bærilegan afslátt. Áfrýjar ávörðun Samkeppnisráös Landssíminn hefur viðurkennt að í umræddum samningi felist óvenjuleg ákvæði en fyrirtækið hélt því fram fyrir samkeppnisráði að þau hefðu komið til vegna mistaka. I ákvörðun sinni felst samkeppnisráð ekki á þetta heldur telur þvert á móti að gögn málsins sýni ótvírætt að um meðvit- aða aðgerð hafi verið að ræða sem miðaði að því styrkja eða viðhalda ráðandi stöðu fyrirtækisins. Lands- síminn hafi margoft misnotað mark- aðsráðandi stöðu sína. Hingað til hafi samkeppnisráð kosið að beita ekki sektarúrræðum samkeppnislaga held- ur brýnt fyrir Landssimanum að gæta hinnar sérstöku skyldu til að raska ekki samkeppni sem hvílir á fyrirtæk- inu skv. samkeppnislögum. Stjórn Landssímans hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun Samkeppnisráðs um greiðslu þessarar sektar og sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að vissulega væru í umræddum samningi ákvæði sem orka kynnu tví- mælis. Ákvæði þessi vörðuðu skilyrði um einkakaup og afsláttarkjör og komu að frumkvæði Landssímans aldrei tfi framkvæmda. I úrskurðinum hefði þetta haft áhrif til lækkunar á ákvörðun sekta. Enn fremur segir: „Með tilliti til þess að Landssíminn að eigin frumkvæði framkvæmdi aldrei hin umdeildu atriöi þá er það skoöun Landssímans að sekt- arúrræði sé alls óþarft í máli þessu, auk þess sem sektarfiárhæð er úr öllu samhengi við umfang og eðli málsins. Það sem vekur einnig furðu er aö ráðið líti til annarra ákærumála og láti það hafa áhrif til hækkunar á sektarfiár- hæðinni. Þau fyrri mál eru rakin allt aftur til Póst- og símamálastofnunar- innar og varða m.a. póstdreifingu sem eðli málsins samkvæmt er Landssíman- um óviðkomandi. Auk þess vekur at- hygli að undir rekstri málsins gafst Símanum ekki kostur á að tjá sig um þessi gömlu mál. Virðist Samkeppnis- ráð, að því leyti, hafa brotið andmæla- rétt á fyrirtækinu," segir í tilkynningu frá Símanum. I>V jf 4 ;T TTf?W?»l r-T HEILDARVIÐSKIPTI 2.356 m.kr. - Hlutabréf 172 m.kr. - Ríkisbréf 1.336 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ö Pharmaco 64 m.kr. Landsbankinn 17 m.kr. Marel 11 m.kr. MESTA HÆKKUN 1 O Sjóvá-Almennar 5,6 % O Opin kerfi 3,3 % O Búnaöarbankinn 2,4 % MESTA LÆKKUN O Auölind 1,9% O Kaupþing 1,6 % © Bakkavör 1,4 % ÚRVALSVÍSITALAN 1.092 stig j - Breyting 0,28 % KA innleiðir Vigor-viðskipta- hugbúnað Kaupfélag Árnesinga og Vigor ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda hf., hafa undirritað samning um að KÁ taki í notkun Vigor-viðskipta- hugbúnaö fyrir allar deildir fyrir- tækisins. Um er að ræða fiárhags- kerfi, viðskiptamannakerfi, eigna- kerfi, rafrænt skönnunar- og fylgi- ritakerfi, svo eitthvað sé nefnt. Inn- leiðing er þegar hafin og mun nýja kerfið verða tekið í gagnið fljótlega eftir næstu áramót. KÁ var stofnað 1. nóvember 1930 og hélt þvi upp á 70 ára afmælið á síðasta ári. Lengst af var starfs- svæðið bundið við Árnessýslu en á síðustu árum hefur það þanist út og nú eru starfsstöðvar félagsins allt frá Keflavík og austur á Kirkjubæj- arklaustur. Skiptist starfsemin í fiögur svið, Fjármálasvið, Hótel- og gistisvið, Búrekstrarvörusvið og Bensín- og söluskálasvið. Bláa lónið fær verðlaun í tengslum við ráðstefnu Ferða- málaráðs íslands um heilsutengda ferðaþjónustu, sem nú stendur yfir, voru í fyrsta skipti afhent hvatning- arverðlaun Ferðamálaráðs í heilsu- tengdri ferðaþjónustu. Þau komu í hlut Bláa lónsins. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra afhenti verðlaunin og i máli hans kom fram að eins og ávallt þegar verðlaun eru veitt væru margir kallaðir en fáir útvaldir. „Eitt fyrirtæki þykir þó standa upp úr þegar kemur að veitingu þessar- ar viðurkenningar nú í fyrsta skipt- ið og var það samdóma álit allra í Ferðamálaráði að Bláa lónið skyldi hljóta verðlaunin,“ sagði Sturla m.a. _________ 07.12.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Dollar 108,760 109,310 SSjjpund 155,120 155,920 1*1 Kan. dollar 69,080 69,510 ! Dönsk kr. 13,0250 13,0970 lltiÉll Norsk kr 12,1490 12,2160 C3 Sænsk kr. 10,3710 10,4280 R. mark 16,3113 16,4093 j |Fra. franki 14,7849 14,8737 B 1 Belg. franki 2,4041 2,4186 Sviss. franki 65,7200 66,0800 Holl. gyllini 44,0088 44,2732 Þýskt mark 49,5864 49,8844 B ít. líra 0,05009 0,05039 Sá} Aust. sch. 7,0480 7,0903 j J Port. escudo 0,4837 0,4867 l.« . 1 Spá. peseti 0,5829 0,5864 1 9 | Jap. yen 0,86950 0,87480 | írskt pund 123,142 123,882 SDR 137,5600 138,3800 Hecu 96,9826 97,5653

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.