Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 36
Aðeins kr. 1.050. Nissan Almera bflaleigubílar skráðir 06/00 Rpykjavlk FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendlngu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 Fjöldauppsagnir eina skýringin - segir Gísli S. Einarsson þingmaður Niðurfærsla lífeyrisskuldbindinga: „Þessi 800 milljóna króna niður- færsla á lífeyrisskuldbindingum get- ur aðeins þýtt að menn áformi stór- felldar uppsagnir ríkisstarfsmanna, svo hundruðum skiptir. Nema menn séu að ástunda einhvern ljótan blekkinga- leik. Það er ekk- ert hægt að fresta þessu eða lækka Einarsson. öðruvisi," segir Gísli S. Einars- son, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaga- nefnd Alþingis, um þá spamaðartil- lögu meirihlutans að lækka lífeyris- skuldbindingar um 800 milljónir á næsta ári. Gísli segir að engar slík- ar fjöldauppsagnir hafi verið boðað- ar og að sala rikisfyrh’tækja sem áformuð er geti ekki skýrt þetta á neinn hátt. Gísli vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikn- ing árið 200 þar sem lífeyrisskuld- bindingar eru stórlega vanáætlaðar máli sínu til stuðnings. „Þeir geta ekki frestað þessu á neinn hátt, þetta verður skuldbinding um leið í hverjum mánuði og á hverju ári, þannig að þessar sparnaðarleiðir eru hreinar gaddavírstillögur," sagði Gísli. Hafró: Miklar sveiflur Landssíminn mun áfrýja ákvörðun samkeppnisráðs: „Óskiljanlegt" - segir stjórnarformaður Símans um niðurstöðu ráðsins Landssíminn hefur ákveðið að áfrýja niöurstöðu samkeppnisráðs sem úrskurðaði að fyrirtækið hefði framið alvarlegt brot á samkeppn- islögum. Dæmt er vegna svokallaðs Hafnarfjarðar- máls, þar sem fyr- irtækið nýtti sér yfirburðastöðu á markaði til að Friðrik Pálsson. ÞvinSa viðskipta- vm smn. Að mati samkeppnisráðs hefur Landssíminn margoft misnot- að markaðsráðandi stöðu sína og þótt ráðið hafi fram til þessa kosið að beita ekki sektarúrræðum telur það nú nóg komið og krefst 40 millj- óna króna sektar til að „tryggja að Landssiminn láti af lögbrotum í framtíðinni" eins og það er orðað. Stjórnarformaður Landssímans, Friðrik Pálsson, sagði um þessar al- varlegu ásakanir í samtali við DV í morgun að í Hafnarfjarðarmálinu svokallaða féllist Landssíminn á að þar væru ákvæði sem kynnu að orka tvímælis. Það sem veki furðu sé hins vegar að ráðið líti til fjöl- margra annarra ákærumála sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Þetta er mjög sérstakur úrskurður hvað það varðar að Hafnarfjarðar- málið er fremur léttvægt en í úr-' skurðinum virðist samkeppnisráð safna saman ávirðingum allt aftur til þess tima þegar félagið var bæði póst- og fjarskiptafyrirtæki. Þeir virðast leggja saman allar þessar ávirðingar í huganum og eru að refsa félaginu fyrir það. Þetta er mjög einkennileg aðferð. Mér sem leikmanni finnst þetta óskiljanleg niðurstaða," sagði Friðrik. Landssíminn gagnrýnir einnig að fyrirtækinu hafi ekki verið gef- inn kostur á að tjá sig um eldri málin og því virðist sem sam- keppnisráð hafi brotið andmæla- rétt á fyrirtækinu. En telur Friðrik að þessi úrskurður muni skaða sölu fyrirtækisins? „Nei, ég leyfi mér að vona að svo verði ekki. Ég hef lagt áherslu á það við þá aðila sem eru að bjóða í fyr- irtækið að bæði Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnun séu málefnalegar stofnanir þótt ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með þennan úrskurð. Þetta var hins vegar óút- kljáð mál en hugsanlegir kaupendur hafa allan tímann verið upplýstir um málið," sagði Friðrik. -BÞ Sjá einnig bls. 12. í dýrasvifi Ólafur S. Ástþórsson, sérfræðingur í dýrasvifi og aðstoðarforstjóri Haf- rannsóknastofnunar, telur breska kollega sína hafa verið fullfljóta til að draga ályktanir af rannsóknum sínum á dýrasvifi í hafinu á milli íslands og Grænlands. Greint var frá þeim rann- sóknum í DV í gær. Ólafur bendir á að rannsóknarleiðangri Bretanna, undir forustu dr. Phil Williamsons við East Anglia háskólann, sé enn ekki lokið og gagnagrunnurinn sem þeir hafi til að byggja á sé því ekki endan- legur. Hann bendir enn fremur á að dýrasvif geti verið mjög hnapp- dreift og Bretarnir kynnu enn að finna það í einhverju magni. Lang- tímarannsóknir Hafrannsóknastofn- unar á dýrasvifi eða átu á um 100 stöðvum hér við land sýna ekkert óvenjulegt og segir Ólafur að greina megi um 10 ára sveiflu í stofninum, þ.e. að um áratugur líði milli há- marka og lágmarka. „Átustofninn var t.d. í hámarki bæði fyrir norðan og sunnan land á árunum 1993/94 en síð- an seig hann lítillega niður á við og fór svo að aukast aftur í kringum 1999/2000,“ sagði Ólafur. -BG Meirihluti fjárlaganefndar skilaði tillögum sínum um niðurskurð frá sér í gærkvöldi og hljóða þær upp á 2,1 milljarðs viðbótarsparnað fyrir ríkissjóð og er þá ljóst að þriðja um- ræða um fjárlögin mun hefjast í dag, föstudag, eins og áformað hafði ver- ið. Þegar liggur fyrir að nokkur at- riði í þessum tillögum munu verða gagnrýnd harðlega af stjórnarand- stöðunni. Auk lífeyrisniðurfærsl- unnar, sem búast má við að Gísli S. Einarsson taki upp í dag, eru aukn- ar álögur á sjúklinga í formi aukinn- ar þátttöku í lyfjakostnaði, hækkun- ar kokmugjalda og hækkunar á greiðsluþaki fyrir ferliverk liðir sem sæta harðri gagnrýni. Jafnframt hafa liðir, s.s. hækkun ýmissa inn- ritunar- og efnisgjalda í skólum og hækkun bifreiðagjalds sem finna má í bandorminum, sætt harðri gagn- rýni innan þings og utan. Búist er við að harðar umræður standi um fjárlagagerðina á Alþingi í allan dag og hefur nefndarfundum á morgun verið frestað en þess i stað verður almennur þingfundur. -BG Hatioartonleikar til heiöurs Verdi / kvöld kl. 19.30 veröa sérstakir hátíöartónleikar í Háskólabíói í tilefni af hundraö ára ártíö Giuseppes Verdis. Þar veröa fluttar ariur og kórar úr nokkrum þekktustu óperum Verdis, La traviata, Don Carlo, Nabucco og II trovatore, og einsöng syngja óperusöngvararnir Elín Ósk Óskarsdóttir og Jón Rúnar Arason. Garöar Cortes stjórnar Sinfóníuhljóm- sveit íslands og íslenska óperukórnum. Jón Rúnar kemur heim sérstaklega til aö syngja á þessum tónleikum en starfar annars einvöröungu erlendis. f SÍMINN \OGVATNI€> Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafa vikið starfsmanni á fjármála- sviði félagsins frá störfum vegna grunsemda um fjárdrátt. Talið er að hann hafi stundað fjárdráttinn um árabil og dregið sér rúmlega 14 milljónir króna. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, segir að það séu nokkrar vikur síðan málið kom upp. „Þá settum við i gang rann- sókn með endurskoðendum félags- ins eftir að grunsemdir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu. Kom þá áðumefndur fjárdráttur í ljós.“ Sjóvá-Almennar Fjárdráttur starfsmanns um áraþil kominn upp á yfirþoröiö. Hefur starfsmaðurinn gengist við broti sinu. Hann hefur jafnframt endurgreitt um helming fjárhæðar- innar. Sjóvá-Almennar hafa í fram- haldinu lagt fram kæru á hendur manninum fyrir meintan fjárdrátt og er málið nú i höndum lögreglu. Samkvæmt heimildum blaðsins er þarna um kvenmann að ræða. Samkvæmt refsiramma laga geta brot af þessu tagi varðað allt að sex ára fangelsi. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlög- manns er það þó háð alvarleika brots hverju sinni hvemig dæmt er í slíkum málum. -HKr. Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 Fjárdráttur starfsmanns Sjóvár-Almennra: Allt að sex ára fangelsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.