Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 13 DV Neytendur Verökönnun DV: Vetrarvörur fyrir bílinn Tilbúinn í vetraraksturinn? Mikilvægt er einnig aö útsýni úr bílnum sé ekki skert og því fara fleiri lítrar af rúöuvökva þegar færöin er þannig aö slabbiö slettist í sífellu á rúöurnar. í tíð eins og þeirri sem verið hef- ur undanfarið eykst rekstrarkostn- aður bifreiða mikið. Fyrst má nefna meiri bensíneyðslu því bíllinn þarf sitt til að geta spólað sig úr sköflun- um. Svo er frostlögur og dekkja- hreinsir og þeir sem vilja hafa bíl- inn vel útlítandi þurfa á tjöru- hreinsi að halda. Mikilvægt er einnig að útsýni úr bílnum sé ekki skert og því fara fleiri lítrar af rúðu- vökva þegar færðin er þannig að slabb- ið slettist í sífellu á rúðurnar. Einnig verða rúðuþurrk- umar að vera í lagi. Flestir aka inn á næstu bensínstöð þegar eitthvað af þessum hlutum vantar því eins og allir vita er verð á bensíni næstum hið sama hjá öllum olíufélögunum og kannski gerum við ráð fyrir því að hið sama eigi við um aðra vöru- liði. En sú er ekki raunin. Neytendasíðan fór á stúfana í gær og kannaði verð á því helsta sem til þarf svo bíllinn verði fær í vetrar- aksturinn. Skoðað var verð á al- gengum vetrarvörum sem flestir kaupa meðan fyUt er á tankinn. Þær vörutegundir sem kannað var verð á voru: rúðuvökvi í lausu og í 1 1 brúsa, log 5 1 af frostlegi í brúsa, Undra tjöruhreinsir í 11 brúsa með sprautu, Maxi dekkjahreinsir í 1 1 brúsa og 1 stk. rúðuþurrka, 18“ og 20“. í ljós kom að töluverður verð- munur er á þessum vörum og ættu bíleigendur því að hugsa sig um tvisvar áður en þeir renna hugsun- arlaust inn á næstu stöð til ná í það sem vantar. Rétt er þó að taka fram að gæðamunur getur verið á rúðu- vökva og frostlegi þar sem olíufélög- in selja einungis eigin vöru en ekki er tekið tillit til þess hér. Eins var ekki leitað eftir sérstöku merki í rúðuþurrkum. Tilboö hjá Skeljungi Mesti verðmunurinn reyndist vera á frostlegi, eða um 43%, og á sú tala bæði við um eins og fimm lítra brúsa. Hæst var verðið í Skeljungi, þar sem lítrinn kostaði 460 kr. og fimm lítrar 1964 kr., en lægst hjá Esso, 320 kr. og 1370 kr. Rétt er að ít- reka að gæðamunur getur verið á þessari vöru. Mikill verðmunur er einnig á rúðuvökva og því hægt að spara sér stóran pening með því að kaupa hann þar sem hann er ódýrastur. í desember er tilboð á rúðuvökva í lausu hjá Skeljungi og kostar lítrinn 95 kr. en samsvarandi magn kostar 130 kr. hjá hinum olíufélögunum. Brúsaverðið er einnig lægst hjá Esso, þar sem lítrinn kostar 150 kr., en sama magn kostar 180 kr. hjá Esso og 190 kr. hjá Olís. -ÓSB Verð á vetrarvörum *Tilboöídes. | @ 1 1 II ! 1 UJ Rúðuvökvi ílausu 11 ' * i 130 jj 130 Rúðuvökvi í bnisa, 11 180 190 Undri, tjöruhreinsir, 11 m/sprautu 614 620 595 Maxi dekkjahreinsir, 1 426 I 418 i| 550 Rtíðuþurrkur, 18“ 1 stk. 852 839 750 Rúðuþurrkur, 20“ 1 stk. 900 968 i| 82(T Frostlögur, 11 | 460 320 ]| 395 Frostlöeur. 51 •1.964 l f 1.370 lí 1.895 Nýir skíðapassar - á sérstöku tilboöi Skíðasvæðin hafa gefið út nýja skíðapassa sem gilda fyrir skíða- svæðin í Bláfjöllum, Skálafelli og á Hengilssvæðinu. Eins og undanfar- in ár er boðið upp á vetrarpassa en auk þess er nú hægt að kaupa mán- aðarpassa, sem er góður kostur fyr- ir þá sem stunda skíðasvæðin mis- mikið eftir mánuðum. Þannig er hægt að kaupa sérstaka passa fyrir janúar, febrúar, mars og apríl og kostar mánuðurinn 5.000 kr. fyrir fullorðna, en 2.500 fyrir höm. Vetr- arpassinn gildir aftur á móti alla mánuði vetrarins og er því fljótur aö borga sig fyrir þá sem stunda skiðasvæðin af krafti. Vetrarpass- anum fylgir nú auk þess eitt dag- skort í Hlíðarfjall á Akureyri. Fullt verð vetrarpassanan er 12.000 fyrir fullorðna og 6.000 fyrir börn en fram til áramóta eru þeir seldir á sérstöku tilboðsverði sem er 9.900 fyrir fullorðna og 4.900 fyrir börn. Einnig er hægt að kaupa dag- skort sem kosta 900 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Sala skíðpassanna fer fram i öll- um skíðaverslunum, hjá skíðafélög- unum og á skíðasvæðunum sjálfum. Gjafakort æ vinsælli: Fýrnast ekki fyrr en eftir 4 ár Gjafakort verða æ algengari í versl- un og þjónustu hér á landi og eru vin- sæl sem gjafir við ýmis tækifæri. Hægt er að fá gjafakort sem gilda í sérstökum verslunum eða í heilu verslunarmiðstöðvunum, eins og í Kringlunni eða hverfum, sbr. gjafa- kort miðbæjarins. Viðtakandfim get- ur því valið sjálfur það sem best hent- ar eða hann langar mest í. En þó gjafa- kort séu einföld og þægileg eru nokk- ur atriði sem gott er að vita þegar að því kemur að nota þau. Ólöf Embla Ein- arsdóttir, lögfræðingur hjá Neytenda- samtökunum, segir að í raun séu eng- in sérstök lög til um gjafakort en að þau falli undir almennar viðskipta- reglur sem í gildi eru. „Þegar fólk kaupir gjafakort er það að leggja inn peninga hjá ákveðnum fyrirtækjum án þess að þau leggi neitt til á móti. Fyrir vikið líta Neytendasamtökin svo á að um þessa peninga gildi venjulegur fyrningarfrestur, sem er 4 ár. Ekki er leyfilegt að þau gildi skemur." Ólöf Embla segir að af og til komi mál er varða gjafakort inn á borð Neytendasamtakanna en að þau leys- ist yfirleitt farsællega þegar haft hef- ur verið samband við fyrirtækin og þeim gerð grein fyrir þeim lögum sem gilda. Kvartanirnar eru af ýmsum toga en þó oftast í sambandi við gild- istíma. „Eins man ég eftir máli sem varðaði gjafakort á snyrtistofu þar sem ekki var um sérstaka krónutölu í inneign að ræða heldur ákveðna þjón- ustu, þ.e. fótabað og fótsnyrtingu. Eig- andi kortsins hafði átt það í meira en þrjú ár og þegar hún hugðist leysa það út hafði verð þjónustunnar hækk- að töluvert og vildi snyrtistofan að konan greiddi mismuninn á verðinu. En við litum svo á að hún ætti rétt á þess- ari þjónustu án þess að greiða nokkuð og snyrtistofan varð við athugasemdum Neyt- endasamtakanna og veitti þjónustrma án þess að viðskiptavin- urinn þyrfti að greiða mismuninn á veröhækkuninni." Reglur um gjafakort Viðskiptaráðuneytið hefur gefið út verklagsregiur um skilarétt, gjafabréf og inneignamótur. Þær má nálgast í heild sinni á heimasíðu Samtaka verslunar og þjónustu, www.svth.is, en í þeim segir um gjafakort: „Gjafabréf sem seljandi gefur út skulu dagsett og halda gildi sinu gagnvart seljendum í fjögur ár frá út- gáfudegi, svo og gagnvart þeim er hann kann að framselja verslunar- rekstur sinn til.“ Rétt er að taka fram að reglur þessar í heild sinni eru val- kvæðar, þ.e. fyrirtækjum er það í sjálfsvald sett hvort þau taka þær upp en sá hluti þeirra sem lýtur að gjafa- kortum á sér stoð í lögum (sbr. lög nr. 14/1905). -ÓSB Eftirfarandi þarf að koma fram á gjafakortinu: * Nafn fyrirtækis, heimilisfang og kennitala þess sem gefur út kortið. * Að ef kortið er stílað á tiltekinn viðskiptavin þurfi hann að tilkynna seljandanum ef einhver annar fær heimild til að nota það, eða * Ef kortið er stílað á handhafa er það verðmætiö í sjálfu sér og þá get- ur sá sem hefur það undir höndum keypt fyrir það. * Aö kortið beri enga vexti. * Gildistími kortsins auk útgáfutíma. * Að ekki er hægt að leysa inn andvirði kortsins gegn því að fá út pen- inga. Gjafakortið er eingöngu ætlað til að kaupa fyrir það vöru eða þjón- ustu hjá útgefandanum. * Ef verslunin skiptir um eiganda verður að taka tillit til þeirra gjafa- korta sem ekki hafa verið innleyst. Hið sama á við ef útgefandi framselur öðrum verslunarreksturinn. DVD spilari DTS útgangur DVD, CD, VCD, og CD-R/MP3 Digital og Koaxial útgangur Getur spilaó öll svæói Tvöföld linsa tryggir afburöar htjómgæöi Ferðageislaspilari og MP3 spilari LCD display Super bass 280 gr. MP3 spilari m/útvarpi 64Mb USB tengi 32“ breiötjaldstæki 32“ algjörlega flatur skjár 100 Hz Digital Scan Textavarp og mynd 20“ sjónvarpstæki íslenskt textavarp RCA tengi aó framan 20“ sjónvarp m/innb. videó Show View 2 móttakarar NTSC afspilun 28“ sjónvarpstæki too Hz Nicam Stereo 2 Scarttengi 28“ sjónvarpstæki Silfur litur 50 Hz Nicam Stereo 2 Scarttengi ' ; ' E 'mJt 'í"i '/ísá 21“ sjónvarpstæki Silfur litur 50 Hz Nicam Stereo 2 Scarttengi :tmm h 4 inn- og útgangar Long Play NTSC afspilun NTSC afepilun DV videóvél Hraðspólun (400 faldur hraói) 22x Optical/soox Digital Zoom USB DSC (4Mb) EYiWT TTIPf W’bFTfjsjfí WLtLo'jhJJJm KttJotlíilfm ©ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.