Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 Fréttir DV DV^YND KO Logandi jólaskreyting Slökkvilið höfuðborgarsvæöisins var kallað út vegna elds íjólaskreytingu á Barónsstígnum. Þetta var ekki eina útkallið þar sem kviknaði í slíkum skreytingum. Slökkviliðið bendir fólki á aö kíkja á heimasíðu sína, www.shs.is, þar sem góð ráð varðandi öruggt jólahald er að finna. Jólahald í höfuðborginni: Skortur á jólatrjám, stelsýki og þreyta - mikið um innbrot og eldsvoða DVWIYND KO Undarlegur jólapóstur Þessum hamstri var troðið inn um bréfalúgu á húsi við Hlíðarveg í Kóþavogi aðfaranótt Þorláksmessu. Húsráðendur könnuðust ekkert við sendinguna og því tók lögreglan í Kópavogi hamsturinn í sína vörstu og hefur fætt hann og hýst. Það má segja að jólin í höfuðborg- inni hafi ekki farið vel af stað því að á Þorláksmessu voru jólatré í borg- inni uppseld og urðu því margir höf- uðborgarbúar að grípa til örþrifaráða. Einhverjir fóru og hjuggu sér tré á skógræktarsvæðunum í Hveragerði og Mosfellsdal en ekki nenntu allir að leggja svo mikið á sig eins og fjöl- skylda ein við Kastalagerði í Kópa- vogi komst að á Þorláksmessu. Ein- hver, sem greinilega hafði ekki tekist að kaupa sér jólatré áður en þau seld- ust upp, hafði læðst inn í garðinn hjá þeim og höggvið niður eitt af grenitjránum í garðinum. Jólatrés- þjófurinn er ófundinn. Sofnaði yfir jólamatnum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði einnig í nógu að snúast um há- tiðirnar. Á Þorláksmessukvöld var kveikt í Hagkaupi í Skeifunni og varð að loka versluninni í hálftima á með- an Slökkviliðið reykræsti verslunina. Kveikt hafði verið í fatnaði í ung- bamadeild og barnadeild og eyðilagð- ist nokkuð af fótum en starfsfólki tókst að slökkva eldinn áður en lög- regla og slökkvilið kom á staðinn. Mikið af fólki var í verslunni á þess- um tíma og var þvi skipað að yfirgefa hálffullar kerrur sínar á meðan Slökkviliðið athafnaði sig. Fæstir nenntu að bíða eftir þvi að þeir fengju að halda innkaupunum áfram þannig að starfsfólkið hafði í nógu að snúast við að tæma kerrurnar og ganga frá . Brennuvarganna er enn leitað. Reykvíkingur lamdi Akureyring 22 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðs- bundiö og greiðslu sektar upp á tæpar 100.000 krónur eftir líkams- árás á Akureyri í júlí sl. Maðurinn veittist að Akureyringi að nætur- lagi, sló hann eitt högg í andlitið og sparkaði í hann, þannig aö hann rotaðist og féll í götuna með þeim afleiðingum að fómarlambið slasað- ist m.a. á öxl. Ákærði viðurkenndi skýlaust brotið fyrir Héraðsdómi Norður- lands eystra en hann hefur áður komist í kast við lögin. -BÞ Á aðfangadagsmorgun þurfti slökkviliöið að hafa afskipti af versl- un við Laugaveg en þar hafði gleymst að slökkva á kertaskreytingum, lik- lega kvöldið áður. Þetta var ekki eina útkallið vegna elds í jólaskreytingu því að á aðfangadagskvöld kviknaði í mannlausri íbúð á Barónsstígnum og á jóladag vora tvö jólaskreytingaút- köll. Fyrra atvikið var í Rjúpufelli en hitt í Hafnarfírði þar sem nágranni hafði heyrt í reykskynjara og gert slökkviliði viðvart en íbúðin var mannlaus. Það var þó ekki bara kæra- leysi sem olli brunum um jólin heldur sagði þreyta einnig til sín. Á aðfanga- dagskvöld var slökkviliðið kallað að Tryggvagötu til að slökkva eld sem kviknað hafði út frá eldavél. Þar hafði maður verið að sjóða sér bjúgu en sofnað út frá eldamennskunni. Hraðbanka stolið Nokkuð var um það að þjófar væru á ferli um hátíðirnar, sérstaklega á jóladag, en þá var m.a brotist inn i fyrirtæki í Kópavoginum og stolið þaðan farsímum og tölvum. Á jóladag var einnig brotist inn í söluturn Olís við Sundagarða. Ekki virtist neinu hafa verið stolið. Talið er að sömu að- ilar hafi rótað í skúffum og skápum Húsasmiðjunnar í sömu götu en ekki var ljóst hvort einhverju hafði verið stolið. Á jóladag var hraðbanka stolið úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þjófurinn, eða þjófamir, reyndi fyrst að brjóta hraðbankann upp í anddyri skólans en þegar það tókst ekki var bíll notaður til þess að draga bankann úr andyrinu. Ekki var þessi ferð til fjár fyrir þjófana en lögreglan virðist vera búin að upplýsa málið. Brotist var inn í myndbandaleigu í Eddufelli annan í jólum. Maður sem var að skila spólu sá að rúða var brotin í vid- eoleigunni og sá mann á hlaupum. Maðurinn sem hafði tekið búðarkass- ann með sér náðist ekki. Þá var brot- ist inn í sjoppu við Ofanleiti og í versl- un í Ártúnshöfða og skiptimynt stolið á báðum stöðum. Einkaheimili fengu einnig heimsóknir frá þjófum því að á jóladagskvöld var brotist inn á heim- ili við Laugaveg og einhverjum verð- mætum stolið á meðan húsráðendur vora í jólaboði. Einnig hafði lögreglan hendur í hári tveggja manna sem brotið höfðu sér leið inn í stigagang við Laugaveg en ekki er vitað hvað þeim gekk til með þvl. Heimilislaus hamstur Það er þó fleira en innbrot og óeirð- ir sem komið hafa inn á borð lögregl- unnar þessi jólin. Lögreglan i Kópa- vogi hefur t.d hýst hamstur yfir hátíð- irnar sem enginn veit nein deili á. Hamstrinum var troðið inn um bréfalúgu á húsi einu við Hlíðarveg aðfaranótt Þorláksmessu. Ekki er vit- aö hver var þar að verki. Húsráðend- ur könnuðust ekkert við þennan óvenjulega jólapóst og höfðu því sam- band við lögregluna. Óvíst er hvað gert verður við hamsturinn en eitt er vist að á lögreglustöðinni verður hann ekki mikið lengur. -snæ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.36 Sólarupprás á morgun 11.22 Síödegisflóö 16.26 Árdegisflóö á morgun 04.52 14.53 11.35 20.59 09.25 In Léttir til sunnanlands Norðan 10 tll 15 m/s en vaxandi norövestanátt norðaustan til. Él á noröanveröu landinu en léttirtil sunn- anlands. Frost 2 til 8 stig en víða talsvert frost inn til landsins. Snjókoma fyrir norðan Norðan 10 til 20 m/s, hvassast austan til. Snjókoma eða él á norð- anverðu landinu en skýjað með köfl- um og þurrt syðra. Frost 2 til 10 stig. i Veöríön; Laugardagur Sunnudagur Mánudagur ° °e°© Hiti -2“ Hiti -2“ Hiti -2' til -8° tii -8" tii -8“ Vindur: Vindur: Vindur: 5-8 5-8 5-8 m/8 4- * St Minnkandi Noröaustanátt Noröaustanátt noröanátt. Él og víöa él. og vföa él. noröaustanland Talsvert frost. Talsvert frost. s en léttskýjaö sunnan- og vestanlands. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 J 'iý/ÞÍ AKUREYRI léttskýjaö -9 BERGSSTAÐIR léttskýjaö -5 BOLUNGARVÍK skýjaö -1 EGILSSTAÐIR hálfskýjað -7 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö -2 KEFLAVÍK alskýjað 0 RAUFARHÖFN alskýjaö -9 REYKJAVÍK snjóél -1 STÓRHÖFÐI snjókoma 0 BERGEN skýjaö 0 HELSINKI snjókoma -13 KAUPMANNAHÖFN skýjaö -3 ÓSLÓ skýjaö -10 STOKKHÓLMUR rigning -4 ÞÓRSHÖFN snjóél -3 ÞRÁNDHEIMUR snjóél •6 ALGARVE léttskýjaö 8 AMSTERDAM haglél 3 BARCELONA heiöskírt -2 BERLÍN rigning 2 CHICAGO léttskýjaö -11 DUBLIN léttskýjaö -2 HALIFAX léttskýjaö -1 FRANKFURT léttskýjaö 1 HAMBORG rigning 1 JAN MAYEN skafrenningur -10 LONDON heiöskírt -2 LÚXEMBORG hálfskýjaö 0 MALLORCA léttskýjaö 6 MONTREAL alskýjaö 0 NARSSARSSUAQ alskýjaö 0 NEW YORK skýjaö 2 ORLANDO alskýjaö 9 PARÍS alskýjaö 2 VÍN skýjaö 1 WASHINGTON alskýjað ■6 WINNiPEG skýjaö -1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.