Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 PV_________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Hljómsveit, einsöngvari, kór og stjórnandi á æfingu Magnaðir tónleikar til að minnast glæpa síðari heimsstyrjaldar. DV-MYND HARI Takmarkalaus hryllingur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í gærkvöld báru yfirskriftina „Sigur andans" og áttu öll verkin á efnis- skránni það sameiginlegt að vera innblásin af atburðum í seinni heimsstyrjöldinni. Fyrst á dagskrá var afar óhugnanleg tónsmíð eftir pólska tónskáldið Krysztof Penderecki (f. 1933), Harmljóð um fórnarlömbin í Hirósíma. Það er fyrir fimmtíu og tvö strengjahljóðfæri og samanstendur af alls konar hljóðeffektum, án hefðbundinna laglína eða hrynjandi. Út- koman er takmarkalaus hryllingur sem undir öllum venjulegum kringumstæðum nístir mann inn að beini. Því miður var flutningur Sinfóníunnar á þessu verki á tónleikunum í gærkvöld allt annað en hrollvekjandi, en það var vegna þess að hljómsveitarstjórinn, Jerzy Maksymiuk, þurfti endilega að vera með ein- hverjar trúðslegar útskýringar á tónmáli Pendereckis áður en hljómsveitin hóf leik sinn. Maksymiuk var svo óðamála að hann var eins og atriði í teiknimynd og vakti það töluverða kátínu meðal tónleikagesta. Þá var auðvitað engin stemning eftir fyrir sjálfa tón- listina, enda var leikur Sinfóníunnar ósann- færandi og máttlaus, og virkaði eins og hvert annað sarg. Öllu meira var varið i næsta atriði efnis- skrárinnar, Eftirlifandann frá Varsjá eftir Arnold Schönberg (1874-1951). Verkið er fyrir sögumann, karlakór og hljómsveit og fjallar um hóp fanga í Varsjárgettóinu. Þeir eru vakt- ir fyrir dögun, og eftir að hafa verið barðir er þeim fyrirskipað að telja hópinn svo lið- þjálfinn viti hversu marga hann eigi að senda í gasklefann. En í miðri talningu byrja fang- arnir að syngja hebreska bæn og sýna þannig að þeir eiga enn eitthvað eftir af mannlegri reisn. Sögumaðurinn var Ólafur Kjartan Sig- urðarson, og var frammistaða hans aðdáunar- verð. Frásögn hans var svo mergjuð og kraft- mikil, og liðþjálfinn í túlkun hans svo hrotta- legur að manni varð illt. Nokkrir meðlimir karlakórsins Fóstbræðra voru í hlutverki fanganna, og var hebreska bænin í meðfórum þeirra afar áhrifamikil. Tónlist Eftir hlé var flutt ein stórfenglegasta sinfón- ía Sjostakovitsj (1906-1975), sú þrettánda, fyrir bassasöngvara og karlakór auk hljómsveitar- innar. Textinn samanstendur af nokkrum ljóðum eftir Jevgení Jevtúshenkó, og er heiti sinfóníunnar, Babí Jar, dregið af hinu fyrsta. Það fjallar um þegar nasistar myrtu rúmlega hundrað þúsund manns, flest gyðinga, í daln- um Babí Jar skammt frá Kænugarði. And- rúmsloft tónlistarinnar er átakanlegt, þó lifn- ar yflr í öðrum þættinum sem fjallar um húmorinn er harðstjórar ráða ekki við, og lokaþátturinn er þrunginn óendanleika sem orð fá ekki lýst. Einsöngvari var Gleb Nikolskíj, en hann hefur einstaklega glæsilega, hljómmikla rödd, og var skýr og hreinn söngur hans óviðjafnan- legur. Karlakórinn Fóstbræður, sem hér var í öllu sínu veldi, stóð sig sömuleiðis prýðilega. Stjórnandi kórsins, Árni Harðarson, hefur greinifega þjálfað kariana almennilega, þeir voru öruggir og kraftmiklir og var söngur þeirra i hvfvetna vel mótaöur og tær. Mega þeir ágætlega við una. Sama má segja um hljómsveitarstjórann, sem hér var allt annað en trúðslegur. Hljómsveitin lék afar fallega undir stjórn hans, og ómþýðir lokatónar sin- fóníunnar voru með því magnaðasta sem mað- ur hefur lengi heyrt. Jónas Sen Sinfóníuhljómsveit islands lék í Háskólabíói 24.01. 2002: Harmljóö um fórnarlömbin í Hírósíma eftir Krysztof Penderecki, Eftirlifandann frá Varsjá eftir Arnold Schönberg og Babí Jar, 13. sinfóníu Dímítrí Sjostakovitsj. Sögumaöur: Ólafur Kjartan Sigurðar- son. Einsöngvari: Gleb Nikolskíj. Kór: Karlakórinn Fóstbræður. Kórstjóri: Árni Harðarson. Hljómsveitar- stjóri: Jerzy Maksymiuk. Naddakross Á sunnudaginn kl. 17 verða sérstæðir tón- leikar í Hallgrímskirkju þar sem tónlist frá miðöldum mætir nýrri tónlist. Þá flytja söng- hópurinn Voces Thules, Matthías Hemstock slagverksleikari og Hörður Áskelsson orgel- leikari íslenska tónlist frá miðöldum, spuna með uppmögnuðum slagverkshljóðum og nýtt tónverk eftir Huga Guðmundsson. Yfirskrift tónleikanna er fengin úr þjóðsög- unni um Nadda í Njarðvíkurskriðum við Borgarfjörð eystri sem var valdur að mörgum dauðsfollum uns Jón nokkur Bjömsson hafði hann undir við illan leik. Jón lét svo reisa Naddakross í skriðunum með þeirri áskorun að hver sem færi þar um skyldi krjúpa og fara með bæn. Munu Matthías og Hörður spinna í kringum stemningar í sögunni, Hörður á org- el kirkjunnar en Matthías á uppmagnað slag- verk. Einnig syngja Voces Thules trúarlega tóniist frá miðöldum sem fundist hefur í ís- lenskum handritum. Nýárstónleikar Á nýárstónleikum Tríós BA Reykjavíkur í Hafnarborg á sunnudagskvöldið kl. 20 I koma hinir ástsælu söngvar- HT '* a> ji ar, Sigrún Hjálmtýsdóttir og V , JSk Bergþór Pálsson, fram með tríóinu og verður slegið á létta strengi. Á efnisskránni B-----verður Vínartónlist, sígaunatónlist, tónlist úr þekktum söngleikj- um, til dæmis Porgy og Bess og Kysstu mig Kata, og aríur eftir Mozart, Donizetti, Lehar og Strauss. Einnig verður flutt hljóðfæratón- list af léttara taginu eftir Wieniawski, Haydn, Rachmaninoff og Brahms. í Tríói Reykjavlkur eru þau Guðný Guð- mundsdóttir flðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Skuggaleikhúsið kveður Yflr 3.000 börn (og allmargir fullorðnir líka!) hafa nú séð barnaóperuna Skuggaleik- hús Ófelíu eftir Lárus H. Grímsson og Messíönu Tómasdóttur í íslensku óperunni. Allra síðasta sýning verður á morgun, laugar- dag, kl. 15. Uppsetningin er samstarfsverkefni íslensku óperunnar og Strengjaleikhússins og er sýn- ingin aðallega ætluð börnum á aldrinum 3-9 ára. Söngvarar í óperunni eru Marta G. Hall- dórsdóttir sópran og Sverrir Guðjónsson kontratenór. Mozarttónleikar Bókmenntir á*í 1 - Aö þýða Full ástæða var til að ráðast í endurútgefu á hluta af þýðingum Magnúsar Ásgeirssonar. Bæði hefði hann orðið 100 ára á nýliðnu ári og þýðingar hans hafa nú verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Það hefði einhverju sinni þótt undarlegt, jafnmikið lof og borið var á Magnús og þýðingastarf hans í eina tíð. Þá bar mönnum saman um að þar færi eitt af betri skáldum tuttug- ustu aldar og sam- einaði orðkynngi og yfirgripsmikla þekkingu á heims- bókmenntum. Þarna væri maðurinn sem rof- ið hefði einangrun ís- lenskrar ljóðlistar og fært henni perlur erlendar en jafnframt gætt þess að búa þær sem best í íslenskan bún- ing. En tímarnir breytast og smekkurinn með. Á seinni árum hefur meira borið á gagnrýni á að- ferð Magnúsar en því hástemmda lofi sem áður bar hæst. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að rangfæra hugblæ og innihald verka og hefur í því sambandi verið nefnd ein hans margrómaðsta þýðing á Vögguþulu Garcia Lorca. Mágnúsi hefur einnig verið legið á hálsi fyrir að hafa látið hjá líða að fást við það sem efst var á baugi á sínum tíma en róa fremur á „örugg- ari“ klassísk mið. Síðast en ekki síst er fund- ið að því að Magnús hafi gert um of í því að íslenska" "þýðingar sínar og færa rím- leysu í rímaðan búning. Hefð eða kredda Nokkuð mun vera til í öllu þessu, en þá ber þess að gæta að Magnús var bam síns tíma og var þama að fylgja gamalli hefð eða ís- lenskri kreddú ef menn kjósa fremur að kalla það svo. Sú hefð var rík og nær langt aft- ur. Þannig breytti séra Jón á Bægisá stakhendu Miltons í fornyrðislag og býsna frjálslega fór Jónas með sinn Heine. Jafnvel mætti fara enn lengra aftur, þvi hvað var Hallgrím- ur Pétursson að gera annað í sálmum sinum en að klæða erlenda hugsun íslenskum búningi. Og i þessari hefð gengu sumir samtímamenn Magnúsar enn lengra; í þýð- ingu Jóns Helgasonar á kvæði Villons um konur fyrri alda eru mætt glæsikvendi úr nor- rænum sagnaarfi sem sá franski skálkur hefði aldrei kannast við. vel En hvað sem líður þeirri umræðu allri hvernig þýða skuli verður því ekki á móti mælt að Magnús Ásgeirsson vann stórvirki með þýðingum sínum, bæði í því að kynna mönnum erlenda ljóðlist og með þeim áhrif- rnn sem þær höfðu á samtímaskáld. Áhrif hans á Tómas, Stein, Guðmund Böðvarsson, Snorra Hjartarson og í það minnsta sum atómskáldin eru ótvíræð og ekki er minna um vert að áhugi margra á erlendri ljóðlist kvikn- aði við lestur þessara þýðinga. Það ber að þakka. Úrval það sem nú er komið út og Sölvi Bjöm Sigurðsson, barnabam Magnúsar, hefur ritstýrt inniheldur fimm fmmort ljóð og 100 þýdd kvæði, og ætla ég að það sé um það bil fjórðungur af þýðingarstarfi Magnúsar. Mest ber á, sem vænta mátti, þeim Fröding, Hjal- mar Gullberg og Nordal Grieg, en hér má líka finna gömul eftirlæti, Rubáiyát Khayyáms, Tólfmenninga Bloks, brot úr Kirkjugarðinum í Skeiðarárþorpi, Kvæðið um fangann eftir Wilde og þannig mætti lengi telja. Ég fæ ekki betur séð en að valið hafi tekist vel, þótt ef- laust sakni einhver einhverra kvæða, og for- máli Sölva Björns er í senn persónulegur og fræöandi. Það var mér sönn ánægja og nautn að rifja upp kynni við þessa gömlu kunningja. Geirlaugur Magnússon Magnús Ásgeirsson: 100 þýdd kvæöi og fáein frumort. Sölvi Björn Sigurösson valdi og ritar inn- gang. Mál og menning 2001. Tónleikar verða í Gerðu- bergi kl. 17 á sunnudag í til- efni af fæðingardegi Mozarts og verða einungis flutt verk eftir meistarann sjálfan. Á efnisskrá eru m.a. píanótríó í E-dúr, píanósónata í B-dúr, dúó fyrir fiðlu og víólu í G- dúr og æskuverk Mozarts fyrir fiðlu og selló. Flytjendur eru Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, Richard Tal- kowsky, selló, og Anna Áslaug Ragnarsdóttir, píanó. Anna Áslaug er búsett í Þýskalandi og er þetta í fyrsta sinn í fjölda ára sem hún kem- ur fram í Reykjavík. Heimspeki Nietzsches Á þriðjudagskvöldið kemur hefst lærdóms- ritanámskeið Bókmenntafélagsins um heim- speki Nietzsches. Kenningar Nietzsches hafa verið í brennidepli víða um lönd á siðustu árum og verður á námskeiðinu rætt um af- stöðu hans til heimspekinnar, helstu verk hans og frægustu hugmyndir, t.d. um dauða guðs, siðleysiö og ofurmennið. Leiðbeinandi er Róbert H. Haraldsson. Skráning og upplýs- ingar eru í síma 588-9060. Strengjakvartett Við minnum á strengja- kvartettstónleikana á Myrkum músíkdögum á mánudagskvöldið kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Þar leika Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir verk eftir Eirík Áma Sigtryggsson, Þórð Magnússon, Snorra Sigfús Birgisson og Judith Weir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.