Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 24
-,28 ~ Tilvera FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 DV lí f iö E F T I R V I N N U' irnamessa Málþing verður um þjóðhætti i Þjóðarbókhlöðunni dag í tilefni af 70 ára afmæli Árna Bjömssonar, þjóðháttafræðings. Það stendur milli kl. 13.30-17. Til máls taka Margrét Hall- grímsdóttir, Þórður Tómasson, Jóan Pauli Joensen, Terry Gunnel og Hallgerður Gísla- dóttir, auk afmælis-bamsins. Guðni Franzson og Tatu Kanotmaa leika þjóðlega tónlist. Kaffi og kleinur verða á borðum. Leikhús ■ BOÐOWÐIN 9 Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritiö Boðorðin 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson kl. 20 á stóra sviðinu. ■ FYRST ÞARF NÚ AÐ FÆÐAST er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins og hefst sýningin kl. 20. ■ HVER ER HRÆDPUR VIÐ VIRG- INIU WOOLF? I kvöld sýnir Þjóöleik- húsið Hver er hræddur við Virginíu Woolf?. kl. 20. LEIKUR Á BORÐI islenska leik- húsgrúppan sýnir í kvöld leikverkið Leikur á, borði - gómsætur gaman- leikur í íslensku óperunni kl. 20. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI i kvöld sýnir Þjóöleikhúsiö Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Joneskl. 20. ■ SLAVAR í kvöld frumsýnir Lelkfé- lag Akureyrar verkið Slavar eftir Tony Kushner kl. 20. Kabarett ■ SOLARKAFFI A HOTEL SOGU Sólarkaffi Isfirðinga er haldið á Hót- el Sögu. Hljómsveitirnar Heiðurs- menn og Kolbrún, Rúnar Þór og fé- lagar og ísfirska hljómsveitin Ponnu- kókur með rjóma Igika fyrir dansi. J. Skemmtidagskrá: Önundur Jónsson, Magnús Reynir Guömundsson, Halli og Laddi og Geir Ólafs. ■ ÞJÓÐLÖG Á ÞORRA Þúsundþjalakvöld verður í Salnum í Kópavogi í kvöld. Flutt verða þjóðlög, þjóövísur og kvæði í ýmsum búningi. Síðustu forvöð ■ VEGGSKULPTURAR I GALLERI SÆVARS KARLS Það fer hver að veröa síöastur aö kíkja á veggskúlpt úra eftir Helgu Kristrúnu Hjálmars- dóttur í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. POPP ■ MHONÆTURTONLEIKAR BUBBA I MOSFELLSBÆ Bubbi Morthens mætir með hljómsveit sína, Stríð og v frlð, á Álafoss föt best í Mosfells- bæ á miðnætti í kvöld ■ KYNNING í 12 TÓNUM Kl. 17 kynnir Einar Rafn Þórhallsson efni af nýrri plötu sem nefnist Dreymandinn í versluninni 12 tónar á Skólavörðu- stíg. Krár ■ BUFF A VIDALIN Sprellikarlarnir í Buff mæta glaðir á Vídalín og halda uppi voöa fjori. ■ CATALÍNA. KÓPAVOGI Þotuliðiö leikur fýrir dansi á Catalínu Hamra- borg, en sveitin ætti að vera Kópa- ,’5vogsbúum vel kunn. ■ CERES4 Ceres 4 heldur áfram fyrirlestraferð sinni um landið ásamt hljómsveit sinni, Sannaðuða. Að þessu sinni staldrar hann viö á hinni víðfrægu unglingabúllu Slrkus v/Klapparsíg þar sem hann mun halda reiðilestur yfir æsku landsins. Uppáhaldsmyndbandið pwwmai Vísindaskáldsagnafíkill - segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir myndasmiður „Ég reyni alltaf að sjá myndir í bíó ef ég get, að minnsta kosti stóru myndirnar," segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir mynda- smiður. „Síðasta mynd sem ég sá í bíó var Lord of the Rings. Mér fannst hún mjög góð en það truflaði mig hvað ég sá hana í litlum sal. Það er svo mikið í gangi í myndinni að maður verður að sjá hana á stóru tjaldi." Amelie yndisleg Inga segist hafa séð myndina Amelie um daginn og að hún sé yndisleg. „Ég flissaði eins og smástelpa allan tímann, hún er bæði falleg og fyndin." Þegar Inga er spurð hvort hún hafi meira gaman af einni gerð af myndum en öðrum segist hún Flótti frá raunveruleikanum „Þegar ég hugsa út í þaö, “ segir inga Sólveig Friöjónsdóttir myndasmiður, „eru kvikmyndir mín leiö til aö flýja raunveruleik- ann og kynnast öörum heimum, hvort sem þaö eru ímyndaðir heimar vísindaskáldsögunnar eöa myndir sem lýsa menningu annarra þjóöa. “ Underground Aö sögn Ingu var rosalega mikið aö gerast í júgóslavnesku myndinni Underground og skemmti- leg lúörasveitatónlist í sígaunastíl sem hún spilar mikiö í partíum. heimsótt öll þau lönd sem mann langar til og þá er gaman að horfa á myndir sem veita innsýn í aðra heima og önnur lönd.“ hafa gaman af góðum þrillerum. „Þær eru fin afþreying en stoppa stutt í kollinum á mér. Ég hef líka gaman af því að horfa á myndir úr öðrum kúltúr og finnst kinverskar og japanskar myndir oft mjög skemmtilegar. Crouching Tiger Hidden Dragon var bæði flott og frá- bær og svo var ég líka mjög hrifln af hinni kínversku myndinni, hvað hét hún aftur, Rauði lampinn. Því miður getur maður ekki Fullt af flottum sen- um „Ég hef aldrei lagt mig eftir myndum með ein- hverjum sérstökum leikurum eða eftir ákveðna leikstjóra. Ég man reyndar eftir nafninu á júgóslav- neskum leikstjóra sem heitir Emir Kusturica og gerði myndirnar Und- erground og Svartur köttur, hvítur köttur. Það er rosalega mikið að gerast í Underground og skemmti- leg lúðrasveitatónlist í sígaunastíl, ég keypi mér diskinn og spila hann mikiö í partíum." Inga segir að það hafi dregið úr vídeóglápi hjá henni. „Ég horfði mikið á myndbönd hér áður fyrr en er orðin svo kresin með aldrinum. Ég verð svo fúl þegar ég kem heim með mynd og ætla að hafa það kósí í sófanum og hún er léleg að ég nenni því varla lengur. Síðasta góða myndin sem ég sá á videó var The Cell með Jennifer Lopez. Það var fullt af flottum senum í henni og hún var glæsileg út frá myndrænu sjónarhorni." Að sögn Ingu er hún mikill vís- indaskáldsagnafíkill og hefur gam- an af öllum myndum sem fjalla um framtíðina og aðra heima. „Þegar ég hugsa út í það eru kvikmyndir hugsanlega mín leið til að flýja raunveruleikann og kynnast öðrum heimum, hvort sem það eru ímynd- aðir heimar vísindaskáldsögunnar eða myndir sem lýsa menningu annarra þjóða.“ -Kip Conspiracy ★★★ Útrýmlng skipulögö 'c ^ í janúar árið 1942 var haldinn fundur meðal þýskra herfor- ingja þar sem aðeins eitt mál var á dag- skrá: Lausn Gyðinga- vandamálsins. Fund- armenn voru margir og með margar skoð- anir. Allar voru þær þó kveðnar í kút- inn nema tillaga sem Reinhard Hey- drich, einhver grimmasti herforingi Hitlers, var með í farteskinu. Hann lætur aðra fundarmenn mala í langan tíma, vera ósammála um eitt og ann- að, passar þó alltaf upp á að hann hafi alla þræði í hendi sér. Þegar svo ósamkomulagið er orðið það mikiö að engin lausn er i sjónmáli kemur hann með drög að að „Helfórinni": Útrýma skal öllum gyðingum. Lætur hann hvern og einn fundarmanna sam- þykkja tillögu sína. Aldrei hefði frést af þessum fundi ef ein fundargerð hefði ekki fundist fyrir tilviljun í lok stríðsins. Um þennan fund fjallar Conspiracy, margverðlaunuð og góð sjónvarps- mynd með frábærum leik, mynd sem gerist nánast að öllu leyti í einu her- bergi og við eitt fundarborð. Það er með ólíkindum hvað leikstjórinn Frank Pierson nær að halda viö þeirri magnþrunginni spennu sem myndast á milli fundarmanna. Þeir eru ekki sammála og í ræðum þeirra og sam- tölum kemur vel í ljós hvern mann þeir hafa að geyma og hversu dýrkun þeirra á Hitler og Þriðja ríkinu er tak- markalaus. Eins og áður segir standa leikarar sig með mikilli prýði. Hér verður að- eins minnst á tvo þeirra, Kenneth Brannagh og Stanley Tucci. Branagh leikur Heydrich af snilld, sýnir vel hrokann og tilfinningaleysið sem býr í manninum. Tucci er ekki síöri sem Adolf Eichmann, sem greinilega vill ekki láta hanka sig á neinu, er gest- gjafinn og sá sem Heydrich treystir. í lok myndarinnar er sagt frá afdrifum hvers og eins, undir dramatískum tónum Schuberts og er það magnaður endir. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Frank Pier- son. Bandaríkin 2001. Lengd: 107 mín. Leikarar: Kenneth Brannagh, Stanley Tucci, Colin Firth og lan McNeice. Bönn- ub börnum innan 12 ára. DV-MYNDIR BRINK Vertlnn, smiðurinn og kokkurinn Jóhannes Viðar Bjarnason, veitingamaður og bæjar- stjóri víkingaþorpsins í Hafnarfiröi. Tréskurðarmaöur- inn Ole Jakob Nielsen frá Leynum og Birgir Enni, kokk- ur, sigiingamaður og fjölfræðingur. Færeyskir tónlistarnemar taka lagiö Tróndur Helgason Enni söng og spilaöi meöal annars á gítar og trompet, Angelika Nielsen leiö um salinn eins og engill og lék á fiölu og Rúni Eysturhlíö plokk- aði gítarinn af mikilli list. Hljóöfæraleikararnir eru allir í tónlistarnámi hér á landi. Færeyskir dagar í Fjörukránni og Vestnorræna menningarhúsinu: Tónlist, listmunir og matur Fjörukráin og Vest- norræna menningarhús- ið standa þessa dagana fyrir færeyskum dögum sem hófust 22. janúar og standa til 3. febrúar. Færeyskur matur er á boðstólum og færeyskt handverk til sýnis í Menningarhúsinu. Tré- skurðarmaðurinn Ole Jakob Nielsen frá Leyn- um sýnir muni úr tré og skartgripasmiðurinn Torgerð Suðuroy frá Suð- uroy sýnir skartgripi. Færeysk tónlist verð- ur í hávegum höfð því auk tónlistarmanna frá Færeyjum munu Færey- ingar búsettir hér á landi taka lagið og söngvarinn Fjöldi gesta var viö setningu færeyskra daga. Á myndinni má meöal annar sjá Riitta Heinámaa, forstjóra Norræna hússins, Ótaf Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands, og Matthías Bjarnason, fyrr- verandi ráöherra. Robert Mc Burnie leika fyr- ir dansi ásamt Rúnari Júlí- ussyni og sonum fyrstu helgina en færeyska rokk- hljómsveitin Taxi spila eft- ir það. Kokkurinn og siglinga- maðurinn Birgir Enni sér um að gæla við bragðlauk- ana en hann mun einnig halda fyrirlestur og mynda- sýningu um Færeyjar. Á matseðlinum er boðið upp á ýmsar færeyskar kræsing- ar eins og „skerpikjöt og skinsakjöt vid breyði, sítrónumarinerad hýsa vid purruleyk, steikt tvöst vid smörsteiktum leyki og steikt lomviga vid beikon". -Kip Blind Obsession ★★ .. \ Varnarlaus logga Blind Obsession er spennutryllir um köttinn sem er að leika sér að músinni. Þegar annar köttur fer að skipta sér af gerðum hins bjargast músin og kettimir liggja eftir i valnum. Músin í þessu tilfelli er stór og stæði- legur lögreglumaður, Jack, sem slasast í atlögu að glæpamönnum og verður blindur. Til sögunnar kemur blindrakennarinn Rebecca sem á aö sjá um að Jack geti hjálpað sér sjálfur. Áður höfum við aðeins kynnst heimil- isaöstæðum Rebeccu sem býr ein með geðveikri systur sinni. í fyrstu virðist sem Rebecca sé himnasending fyrir Jack. Það sem Jack veit ekki er að hann er einnig himnasending fyrir Rebeccu... Ekki er vert að fara nánar út í sögu- þráðinn sem er samt ekkert sérstak- lega flókinn og kemur ekki á óvart þegar fer að líða á myndina. Þetta er margtuggið í mörgum kvikmyndum, sérstaklega ódýrum kvikmyndum sem ætlað er að fara beint á mynd- bandamarkaðinn eins og raunin er með Blind Obsession. Hún hefur það þó fram yfir margar aðrar álika myndir að það er nokkuð góður stíg- andi í atburðarásinni og hún fellur aldrei í þá gildru að þykjast vera meira en hún er. Leikur er ekki á háu plani, en vert er þó að nefna Megan Gallagher sem sýnir ágætan leik í hlutverki Rebeccu. -HK Útgefandi: Bergvlk. Leikstjóri: Robert Malenfant. Bandaríkin, 2001. Lengd: 90 mín. Leikarar: Brad Johnson, Megan Gallagher, Roxana Zal og Ken Kercheval. Bönnub börnum innan 16 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.