Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 16
20 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 Skoðun DV ■3T Spurning dagsins Verður þetta góður skíðavetur? (Spurt í Hliðarfjalli við Akureyri) Guðrún Gyða Hauksdóttir hjúkrunar- fræðingur og Patrekur Atli Njálsson: Þetta veröur glimrandi skíðavetur. Þetta leit ekki vel út en nú er þetta komiö. Viö förum bara á þotu núna. Njáll Trausti Friðbertsson flugumferöarstjóri: Þetta veröur toppvetur, febrúar, mars og apríl, sem er aðalatriðið því þetta eru helstu mánuöirnir. Páskarnir eru þar inni þannig aö þetta passar. Hermann Sigtryggsson, fyrrverandi íþrótta- og tómstundafulltrúi: Aö sjálfsögöu veröur hann það. Ég get ekki neitaö því aö ég var farinn aö örvænta. Yngvi Þór Jóhannsson forritari: Hann veröur mjög góður. Ég var eig- inlega alveg búinn aö gefast upp, ég var nýbúinn aö kaupa mér bretti. Jóhann Gunnar Bjargmundsson kerfisfræðingur: Auövitaö veröur hann þaö. Nei, ég veit þaö ekki, ég var farinn aö efast en ég vona aö þetta haldi. Smári Einarsson, starfsmaður í Hiíðarfjalli: Vonandi veröur hann þaö, viö veröum aö fá nægan snjó fyrir lyftuna, fólk er búiö aö bíöa eftir þessu lengi. og vistarbandið Borgin J.MJ. skrifar: í þá daga þegar Gunnar Thorodd- sen var borgarstjóri Reykjavíkur voru tiðar útvarpsumræður fyrir kosningar. Þar var þá líka rætt um „flóttann til Reykjavíkur". Gunnar sagði: „Hér er best að vera“. Hann fékk tíu fulltrúa kjöma i borgar- stjóm. R-listinn vill ekki fólk til Reykjavíkur. - En ef borgin er ekki eftirsóknarverð fyrir innflytjendur, hvernig er hún þá fyrir okkur hina? Hér er neyðarástand í húsnæðis- málum. R-listinn vill halda þessu ástandi við. Tónlistar- og ráðstefnu- hallir hinnar nýju stéttar eru í aug- „Talað hefur verið um bragg- ana í Reykjavík í tíð sjálf- stœðismanna á árunum. Þar komu þó margir undir sig fót- unum, og þeim var ekki út- hýst úr borginni. Þar sannað- ist einfaldlega að frumbýl- ingsárin eru oft erfið, en fólk réttir úr kútnum ef það fœr tœkfœri til þess. “ sýn. Verkalýðshreyfingin lætur sem ekkert sé. Það verða þó ekki með- limir verkalýðsfélaganna sem sækja ráðstefnusalina. Þeir koma ekki einu sinni á fundi í sínum eigin fé- lögum. Verkalýðsfélagið Efling er risi á brauðfótum og lætur málefni reykvískrar alþýöu ekki til sín taka. Talað hefur verið um braggana í Reykjavík í tíð sjálfstæðismanna á árunum. Þar komu þó margir undir sig fótunum, og þeim var ekki út- hýst úr borginni. Þar sannaðist ein- faldlega að frumbýlingsárin eru oft erfið, en fólk réttir úr kútnum ef það fær tækfæri til þess. R-listinn lokar hins vegar á tæki- færin og merki gamla vistarbands- ins er dregið að húni. - Það sést langt að og er vel sýnilegt öllum. Orðuvelting á Bessastöðum Verðug viðurkenning. Orðuveiting - viður- kenning menningar Isólfur Gylfi Páimason alþm. skrifar: Tvisvar sinnum á ári veitir forseti ís- lands riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, en áður hefur orðunefnd gert tillögur um það fólk sem tilnefnt er. Að veita orður, því fólki sem talið er skara fram úr á einhvern hátt, er verðug viðurkenning og ágætur siður. í þessari hefð felst hvati og þakklæti íslensku þjóðar- innar til þeirra sem taldir eru eiga þessa viðurkenningu skilið. Oftast hafa spunnist talsverðar umræður þess efnis hvort hinn og þessi orðuhafinn eigi hana skilið og sýnist sitt hverjum í þeim efnum, eins og gengur. Ég heyrði t.d ágæt- an leikara segja á dögunum, að mér fannst með eilítilli fyrirlitningu, að henni fyndist að allt of oft lentu orð- ur hjá embættismönnum sem í raun hefðu bara verið að mæta í vinn- una. Ekki ætla ég að dæma um það. En getum við ekki á sama hátt spurt þegar leikarinn sem hefur e.t.v. allt sitt líf unnið hjá Þjóðleikhúsinu „Að veita orður, því fólki sem talið er skara fram úr á einhvern hátt, er verðug viðurkenning og ágœtur siður. í þessari hefð felst hvati og þakklœti íslensku þjóðarinnar til þeirra sem taldir eru eiga þessa viður- kenningu skilið. “ hlotnast sá heiður að taka við orðu úr hendi forseta, hvort það sé ekki einnig aðili sem á sama hátt hefur af kostgæfni mætt í sína vinnu sem greidd er af ríkinu. Þessi dæmi eru nefnd hér til þess að benda á hve létt er að finna umræðufleti til þess að deila um hvort orður lendi hjá „réttum" aðilum. Að þessu sinni var á vissan hátt brotið blað hvað hefðina varðar. Gunnar Þórðarson, einn af okkar gömlu og góðu „bítlum" íslands, fékk orðu. Ég og væntanlega min kynslóð gleðst mjög yfir þessu. Það má í raun segja að nú hafl gamla bítlamenning- in loks fengið uppreisn æru hér á landi eftir öll þessi ár. Því í gamla daga voru ótrúlegir fordómar í garð þessarar kynslóðar. Virtir menn í samfélaginu töluðu jafnvel um að sitt hár gæti leitt til samkynhneigð- ar, síðhærðir strákar væru vitlaus- ari en gerist og gengur og aðrar eins dylgjur og fordómar voru í gangi. Auðvitað hlæjum við að þessum fá- ránlegu gömlu fordómum í dag en svona var nú þetta samt. Gunnar Þórðarson hljómlistar- maður er vel að þessari viðurkenn- ingu kominn enda er gamla bítla- kynslóðin löngu orðin virðuleg og borgaraleg en auðvitað er popptón- listin eins og hún er gjarnan kölluð hluti af menningu okkar þjóðar eins og annarra þjóða. Hann hefur sífellt komið tónlist- aráhugafólki á óvart. Lagt stund á tónlistamám og glatt okkur sem gaman höfum af tónlist. Megi áframhald verða á því að þeir sem skara fram úr á hinum ýmsu hlið- um þjóðlífsins fái viðurkenningu á borð við riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu. mmm Uppreisnarmaður deyr Það kom Garra verulega á óvart þegar Eyþór Amalds dró framboö sitt í leiðtogaprófkjörinu til baka. Eyþór hafði að baki sér fríðan flokk manna en þar fór þó fremstur stuðningsmanna Bubbi Morthens sem bannaður hafði verið í rík- isútvarpi Markúsar fyrir að hafa talað illla og ósmekklega um Hannes Hólmstein og aðra virðu- lega sjálfstæðismenn. Mikið mál var gert úr þessari ritskoöun RÚV og hún talin til marks um ofurviðkvæmni sjálfstæðismanna - þó Garri hafi raunar verið alveg sammála því sjónarmiði Markúsar Amar að menn geti náttúrlega ekki sagt alveg hvað sem er í ríkisútvarpinu - jafnvel þótt þeir séu á Þorláksmessutónleikum og heiti Bubbi Morthens. Nema hvað að vitaskuld greip Bylgjuútvarp Jóns Ólafssonar tækifærið og bauðst til aö útvarpa Þorláksmessutónleikum Bubba og tryggja þar með málfrelsið i landinu. Ekki veit Garri hvort það jók hróður Bylgjunnar í þeim íhaldskreðsum sem hvað hneykslaðastar vom yfir málskrafl Bubba um Hannes Hólm- stein, en einhvern veginn þykir honum það nú ótrúlegt. Skrautfjöðrin í öllu falli sýnist Garra það ljóst að Bubbi Morthens sé ekki sá aðili á Islandi sem í póli- tisku samhengi væri í miklu uppáhaldi hjá virðulegu sjálfstæðisflólki eða broddborgur- um landsins yfirleitt. Þótt allir séu hrifnir af lögunum hans áskilja menn sér engu að síð- ur rétt til að lýsa vanþóknun á skoðunum hans. Hvað þetta varðar er hann eiginlega andstæða Bjarkar sem allir keppast við að dásama þrátt fyrir að þykja tónlist hennar leiðinleg. Þess vegna var það ótrúleg hug- dirfska hjá ungum frambjóðanda í væntan- legu leiðtogaprófkjöri, eins og Eyþóri Arn- alds, að draga fram sjálfan Bubba Morthens sem helstu skrautflöðrina í stuðningsliði sínu. Garri átti í það minnsta erfitt með að trúa sínum eigin augum en taldi víst aö hér væri á ferðinni byltingarframboð - enda bakgrunnur Eyþórs slíkur að honum væri sjálfsagt trúandi til alls, þar á meðal að hrista upp í öllu heila galleriinu svo um munaði. Maður veit jú aldrei með þessara popp- ara - eru þeir ekki eins og skátamir - eitt sinn poppari alltaf poppari? Gengfnn í björg Þess vegna hefði Garri veðjað á að Eyþór myndi hjóla i kerfið og standa fast á sínu á móti Bimi Bjarna. Jafnvel hefði mátt ætla að maður- inn, sem er orðlagð- ur frumherji í at- vinnulífinu og spil- aði í Tappa tík- arrassi og kynnir svo sjálfan Bubba Morthens sem skrautflöður sína fyrir foringjum Sjálfstæðisflokksins, myndi færast allur í aukana þegar „gamla séttið" sam- einaðist í hræðslu- bandalagi gegn Ingi- björgu Sólrúnu og kommagenginu í R- listanum. En svo var ekki. Eyþór reyndist ekki upp- reisnarmaðurinn sem hristi og skelfdi innviði flokksins. Ó, ekki. Þvert á móti er hann sjálfur genginn i hræðslubandalagið og ekki kæmi á óvart þó næsta skref yrði að afneita Bubba í nafni samstöðunnar og einingarinnar. Eyþór er sem sé genginn i björg og kominn í bland við flokkströllin - það er niðurstaðan sem blasir við. Útför hins pólitíska uppreisnar- manns hefur farið fram. CyXff i. Tryggingar og hálaunamenn líka Bjarni Ásgeirsson skrifar: í tengslum við þá áskorun sem forsætis- ráðherra og aðilar á vinnumarkaði beina nú til söluaðila og þeirra sem selja þjón- ustu á markaðinum, að gæta hófs í verði og álagningu hvers kon- ar á markaðinum má áreiðanlega beina þessum tilmælum til þorra þjóðarinnar sem stendur i við- skiptum, ef ekki við almenna neytend- ur þá sín á milli. Þannig hafa nú nokkur fyrirtæki auglýst verðlækkun. Margir bíða þess að tryggingafélögin, þau stóru þjónustufyrirtæki, tilkynni verðlækkun og líka að stóru tekju- kóngarnir í viðskiptalífinu, jafnt og forstjórar opinberra og hálfopinberra stofnana, tilkynni um niðurskurð óhemju hárra launa sinna. Þau eru auðvitað ofar allri skynsemi laun margra þessara einstaklinga eins og sannast hefur upp á síðkastið. - Já, niður með álagninguna og háu launin. Takmörkun fólks- flutninga Kristinn Sigurðsson skrifar: Ný lög um ílóttamenn eru nú að taka gildi i Danmörku. Lög svipaðs eðlis ættu einnig að vera til hér. Dan- ir vilja takmarka innflutning fólks sem sækir í styrkjakerfi þar i landi, og hefur raunar sett styrkjakerfi allr- ar Skandinavíu í uppnám. Enginn straumur virðist vera til landa Aust- ur-Evrópu, þótt þau lönd séu nú al- frjáls orðin og mannréttindi fengið al- þjóðlega viðurkenningu. Danska styrkjakerfið er hins vegar með þvi besta sem gerist og þess vegna dreif fólk að alls staðar frá til Danmerkur. Nú setja ný dönsk lög hömlur við að- streyminu. Þetta eigum við íslending- ar að gera einnig, takmarka straum flóttamanna til landsins. Akraborgin við Grandagarö Áður farþega- og bílferja, nú skólaskip. Akraborgina í stað Herjólfs Vestmannaeyingur hringdi: Nú verður Herjólfur ekki til taks i samgöngunum fyrir Eyjamenn og aðra sem þurfa á fari og ílutningum að halda milli lands og Eyja. En kemur eitthvað í staðinn? Jú, kláfur einn sem ekki tek- ur bíla! Og svo er okkur óspart bent á að nota flugið. Sannleikurinn er hins vegar sá að ekkert kemur í stað Herj- ólfs nema þá annað skip eins eða jafn- vel enn stærra. Hvemig væri að fá Akraborgina sem liggur svo til ónýtt við festar úti á Granda á meðan Herjólf- ur er i klössun? Auðvitað er Akraborg eina skipið sem getur komið í stað Herjólfs. Og eitt er víst, flugið nægir okkur Eyjamönnum engan veginn. R-listinn daprast Ágúst hringdi: Enginn vafi er á því að við nýjustu fréttir úr Valhöll, höfuðstöðvum þeirra sjálfstæðismanna, hefur allt farið á hvolf hjá forsvarsmönnum R- listans. Þar er ekki mikið um léttleika eða frumlegar tilfæringar, allt gamla liðið situr við sinn keip og hreyfir sig hvergi. Deyíð og doði einkennir þetta setulið, en miklar vangaveltur og vandræðagangur um öruggu sætin. Eina tilkynningin þaðan er um við- ræður og áframhaldandi viðræður flokkanna - um ekki neitt. .. jt Peningar safn- ast víða Og víöa ofar allri skynsemi. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.