Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 Fréttir DV Hjá Landssímanum eru þrír forstjórar og tveir í fríi: Ris og fall Þórarins Skyndileg starfslok Þórarins Viðars Þórarinssonar hjá Landssíma íslands vöktu mikla athygli og vangaveltur um það hvað hefði orðið til þess að trúnaðarbrestur varð milli hans og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Landssíminn heyrir aö vísu ekki und- ir ráðuneyti Davíðs en það er sam- dóma álit þeirra sem DV ræddi við að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafi aðeins verið milliliður i deilunni þrátt fyrir að Landssíminn heyri und- ir ráðuneyti samgöngumála. Mikil fjármálaumsvif Þórarinn Viðar var um árabil fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands þar sem hann naut virð- ingar fyrir samningalipurð og hörku. Hann varð smám saman valdamikill innan atvinnulífsins og menn óttuðust hann og virtu í senn. Honum var treyst fyrir ábyrgðarstörfum, svo sem því að sitja í stjóm Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Þá fór hann með framkvæmdastjóm á Vinnudeilusjóði hjá sambandinu. Þar stóð hann í miklum fjárfestingum í fyrirtækjum og bréfum. Sjóðurinn blómstraði sem aldrei fyrr og höfuðstóll hans reis í metstærð. Samtimis var Þórarinn umsvifamikill í eigin fjárfestingum. Sögusagnir sprattu um að ekki væri eölilega að málum staðið og stjómarmaður spurði Þórarin hreint út hvort hann hefði aðhafst eitthvað óeðlilegt. Þórarinn neitaði því en benti á að hann hefði sömu dómgreind á góða fjárfestingarkosti fyrir sjálfan sig og Vinnudeilusjóðinn. Halldór Blöndal, þáverandi sam- gönguráðherra, sá eins og fleiri styrk Þórarins og skipaði hann sem stjómar- formann Landssímans. Þá fá í loftinu að fyrirtækið yrði einkavætt og árið- andi að stjómarformaðurinn sigldi fyr- irtækinu inn á þá braut. Ekki fer sög- um af öðra en forsætisráðherra væri sáttur við þessa tilhögun. Þórarinn Viðar var góður og gegn sjálfstæðis- maður og naut virðingar meðal at- vinnurekenda og verkalýðsleiðtoga. Forstjórinn fauk Heimildir herma að Þórarinn Viðar hafi fljótlega sem stjómarformaður haft ýmislegt að athuga við ffammi- stöðu Guðmundar Bjömssonar for- stjóra sem hann taldi alls ekki standa sig í starfi og væri hægfara og gamal- dags. Þetta er Þórarinn Viðar sagður hafa reifað við Sturlu samgönguráð- herra sem sannfærðist um að það væri fyrirtækinu fyrir bestu að forstjórinn viki. Það varð niðurstaða Sturlu og Þórarins að farsælast væri að stjómar- formaðurinn sjálfúr tæki við forstjóra- starfinu og kveddi þar með sitt gamla starf í herbúðum Vinnuveitendasam- bandsins í Garðastræti. Heimildir DV innan stjórnar Landssímans herma að hlutir hafi gerst hratt þegar Þórarinn var ráðinn forstjóri sumarið 1999. Hann sagði af sér stjómarformennsku og Friðrik Pálsson var kosinn í hans Samstarfsmenn Á meöan allt lék í lyndi unnu þeir Friörik Pálsson stjórnarformaöur, Sturla Böðvarsson samgönguráöherra og Þórarinn Viöar Þórarinsson náiö saman. Nú er vik milli vina. stað. Þetta kom flatt upp á flesta stjóm- armenn sem nú fengu til umfjöllunar að forstjóraskipti færa fram þar sem Guðmundur Bjömsson viki fýrir Þór- ami V. Þórarinssyni samkvæmt starfs- lokasamningi sem kvað á um aö hann færi í sérverkefni. Drög að ráðningar- samningi við Þórarin voru kynnt. Al- talað er innan stjómarinnar að það plagg hafi Þórarinn Viðar sjálfur samið ásamt Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra. Heimildir innan stjómar herma að Friðrik Pálsson hafi verið andvígur þvf að samningur- inn við forstjórann væri gerður til fimm ára en hann hefði orðið að lúta þar í lægra haldi fyrir „eigandanum", Sturlu, sem taldi að með hliðsjón af einkavæðingu fyrirtækisins væri traustvekjandi að sýna fram á að fyrir- tækinu væri stjómað af stefnufestu til margra ára í senn. Með öðrum orðum að ekki væri hringlað með yfirstjóm fyrirtækisins. Sjálfur benti Þórarinn Viðar á að hann væri að yfirgefa traust og gefandi starf í Garðastræti og þyrfti því tryggingu fýrir að halda for- stjórastarfinu í nokkur ár. Stjómin beygði sig fyrir þessum rökum. Engum blöðum er um það að fletta að sam- gönguráðherra stuðlaði að ráðningu Þórarins Viðars með samþykki eða af- skiptaleysi Davíðs Oddssonar. Örlagaríkur málsverður Þórarinn Viðar sat framan af á frið- arstóli en óveðursskýin hrönnuðust eitt af öðra upp yfir höfði hans. Heim- ildir herma að Þórarinn Viðar hafi fyrst fallið í ónáð hjá forsætisráðherra þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins var einkavæddur haustið 1999. Þór- arinn var þá samhliða forstjórastarf- inu stjómarformaður f Lífeyrissjóðn- um Framsýn sem var annar tveggja lífeyrissjóða sem fóra fyr- ir í samningum um kaup á stór- um hlut i bankanum. Þá var hon- um legið á hálsi af einstökum ráð- herrum fyrir að hafa skaðað einka- væðinguna. Þegar bréfin i FBA hækkuðu í kjöifar sölunnar þótti það sönnun þess að svo hefði verið. Sjálfur mun Þórar- inn hafa lýst því að hann hafi fallið í ónáð hjá Davíð um þetta leyti. 1 janúar árið 2001 snæddu Jón Ólafsson, stjómarformaður Norður- ljósa, og Þórarinn Viðar saman hádeg- isverð á veitingastaðnum La Prima- vera í Austurstræti. Norðurljós vora þá einn stærsti viðskiptavinur Lands- símans en í þeim kröggum að gjald- fallnar skuldir þess viðSímann vora um 100 milljónir króna. Eftir þvi sem næst verður komist var umræðuefnið á hádegisfundinum í La Primavera að semja um skuldina svo komist yrði Reynir hjá lokun. Þetta Traustason mun hafa tekist ritstjórnarfulltrúi og þeir skildu sátt- ir. Þórarinn Viðar mun aftur á móti hafa lýst því við nána vini sína að hádegismaturinn hafi haft sínar afleiðingar þvf fregnir af stefnumótinu hafi borist til eyma Davíðs sem orðið hafi reiður. Þórarinn Viðar er sagður hafa látið í ljós í einka- samtölum að náinn samstarfsmaður forsætisráðherra hafi sagt að honum hefði verið nær að nota tækifærið til að „knésetja Jón Ólafsson" í stað þess að létta honum lifið. Ekki bætti úr skák síðar þegar Þórarinn Viðar sam- þykkti að hleypa sjónvarpsstöðvum Norðurljósa inn á breiðband Lands- símans gegn uppsettu gjaldi. Hann mun hafa lýst þvi aö það hafi verið tal- in höfuðsynd að daðra þannig við helsta andskota sjáifstæðismanna. Hugað að heimsbyltingu Um þetta leyti stóð Þórarinn Viðar ásamt Friðriki Pálssyni í þeim stór- ræðum að fjárfesta í @IPbell- fyrirtækinu sem boðaði heimsbyltingu i fjarskiptum. í hita leiksins er líklegt að hann hafi ekki veitt eftirtekt þeim kulda sem lagði frá stjómarráðinu. Samvinna hans og Sturlu samgönguráðherra var með ágætum og sömu sögu var að segja af samvinnunni viö Friðrik Pálsson stjómarformann sem tók þátt í öllum samningum vegna @IPbell. Drjúgur hluti af starfi Þórarins Viðars árið 2000 fór í að hlúa að örfyrirtækinu og síðar að reyna að forða því frá skelfingu. í janúar árið 2001 varð það gjaldþrota án þess menn fengju rönd við reist. Friðrik og Þórarinn Innlerrt fréttaljós Viðar gripu þá til þess ráðs að taka yfir reksturinn erlendis í nafni IP- fjarskipta í því skyni að vinna áfram með viðskiptahugmyndina. Ævintýrið endaði með þeim ósköpum að Landssíminn tapaði 500 milljónum króna á núvirði. Sögur um brask Fyrri hluta ársins 2001 sprattu enn miklar sögusagnir um meint brask Þórarins Viðars með verðbréf í nafni einkafyrirtækisins Stofna sem var í eigu hans og eiginkonu hans, skráð á heimili þeirra á Einimel. Fyrirtækið stóð í gríðarlegum fiárfestingum eins og sjá má af því að hagnaður þess var rúmar 50 milljónir króna árið 2000 og eignir skráðar hátt í 200 milljónir. Slíkt brask með mjólkurpeningana á Einimel samhliða forstjórastarfmu og stjómarsetu í Þróunarfélaginu og Framsýn var ráðherranum lítt að skapi. Látið var að því liggja að Þórarinn hefði misnotað aðstöðu sína. Svo svæsnar vora sögurnar orðnar að Þór- arinn Viðar tók málið sjálfur upp á stjómarfúndi Landssímans skömmu fyrir páska. Þar skoraði hann á þá stjómarmenn sem heyrðu slíkar sögur að sannreyna þær með því að láta endurskoðendur Símans skoða bók- hald Stofna. Einn stjómannaður mun hafa grafist nokkuð fyrir en án þess að finna neitt. Um þetta leyti var staða Þórarins á forstjórastóli orðin erfið. Vilji var fyrir því hjá „eigandanum" að víkja Þórami úr starfi en Friðrik Pálsson varði hann framan af. í júní fékk Þórarinn fund með Davíð Odds- syni forsætisráðherra þar sem hann baðst griða. Mat manna var eftir þann fund að sátt væri komin milli eigenda og forstjóra. Landssíminn of dýr? En svo var aðeins um skamma hríð því um haustið kom aftur babb í bát- inn. Þórarinn Viðar mun hafa látið í ljós eftir hryðjuverkin í New York 11. september að Landssíminn væri of hátt verðlagður og fiárfestar myndu ekki kaupa á genginu 5,75 sem sam- svaraði því að fyrirtækið væri i heild- ina 40 milljarða króna virði. Enn átti forstjórinn fund með forsætisráðherra í október sl. í því skyni að ná sáttum. Hann sat þá enn í stjómum Lífeyris- sjóðsins Framsýnar og Þróunarfélags- ins þrátt fyrir að hafa vikið tímabund- ið. Þetta líkaði forsætisráðherra ekki en eftir októberfundinn töldu menn þó að aftur væri orðin sátt með þvi að Þórarinn Viðar einbeitti sér að þvi að stjóma Landssímanum en léti stjóm- arstörf annars staðar eiga sig. Um miðjan október hafði þó svo hitnað undir forstjórastólnum að sjáifur ákvað Þórarin Viðar að víkja tíma- bundið til að skapa frið um Landssím- ann. Áfram sat hann í áðumefndum stjómum. Tveimur mánuðum síðar dró til þeirra tíðinda að samgöngu- ráðherra og stjómarformað- ur Landssímans vora sann- færðir um að trúnaðar- brestur forstjórans og eig- andans væri staðfestur. Þórarinn Viðar var rek- inn úr starfi 11. desem- ber og ákvæði ráöning- arsamníngsins um 5 ára starf varð virkt. Nú er tekist á um það mál og þrír forstjórar starfa hjá Símanum en tveir era í fríi. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.52 16.18 Sólarupprás á morgun 10.26 10.29 Síódegisflóö 15.53 20.26 Árdeglsflóó á morgun 04.25 08.58 Austlæg átt, 8-15 m/s en 15-20 syðst. Skýjað með köflum og þurrt vestanlands en viöa dálítil snjókoma eða él annars staðar, einkum austanlands og á annesjum noröan til. Heldur hvassari um tíma í kvöld og nótt. Kalt í veöri. -61 ■sltesv _ V V ^ 11C22@ . V -fe® Kalt í veðri 18-23 m/s meö suöurströndinni, en annars 10-18. Úrkomulaust á landinu en áfram kalt í veöri. Véiðriiði ■ampMiw Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur ® CZk qT- <2T(b Híti 1' til 12° til 12° tíi 8° Vindur: Vindur: Vindur: 8-13 8-13 m/& 7-11"'.'5 * 11 NA 8-13 m/s, NA 8-13 m/s, A- og NA-átt og en A 13-18 viö en A 13-18 viö slydda eöa suöurströndina. suöurströndina. rigning sunnan Dálítil él noröan Dál'itil él noröan og austan til en og austan til en og austan til en úrkomulítiö annars skýjaö annars skýjaö annars staöar. meö köflum. meö köflum. Hlýnar í veöri. Frost 1 til 12 Frost 1 til 12 stig. stig. Vj''... Logn Andvari Kul Goia Stlnningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassvibri Stormur Rok Ofsaveður Fárviöri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI heiöskírt -16 BERGSSTAÐIR heiðskírt -14 BOLUNGARVÍK skýjaö -6 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -15 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö -6 KEFLAVÍK skýjaö -2 RAUFARHÖFN alskýjað -14 REYKJAVÍK skýjaö -5 STÓRHÓFÐI rykmistur -3 BERGEN haglél -3 HELSINKI rigning 3 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 1 ÓSLÓ léttskýjað -7 STOKKHÓLMUR snjókoma -5 ÞÓRSHÖFN snjóél -6 ÞRÁNDHEIMUR snjóél -12 ALGARVE skýjaö 10 AMSTERDAM léttskýjað 4 BARCELONA heiöskírt 7 BERLÍN léttskýjaö 3 CHICAGO heiöskírt 1 DUBLIN rigning 6 HALIFAX snjókoma -1 FRANKFURT skúr 6 HAMBORG léttskýjaö 3 JAN MAYEN snjóél -11 LONDON skýjað 3 LÚXEMBORG skýjaö 3 MALLORCA léttskýjaö 7 MONTREAL alskýjaö -5 NARSSARSSUAQ skafrenningur 0 NEW YORK alskýjaö 7 ORLANDO hálfskýjaö 17 PARÍS léttskýjað 5 VÍN skýjaö 9 WASHINGTON rigning 8 winnipeg þoka ■fimfttiiáagiamaM'iiiiiiiHn -15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.