Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 28
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 Sameiginlegar tillögur sjómanna og útgerðarmanna: Verið að háls- höggva mig - segir Jón Arason, útgerðarmaður og skipstjóri „Þetta er harmleikur, fjölskyld- umar brotna niður og sjá lífsafkom- una hverfa. Það er verið að háls- höggva mig og aðra sem eins er ástatt fyrir og mér verður hugs- að til nafna míns biskupsins," segir Jón Arason, út- gerðarmaður og skipstjóri á Ást- þóri ÁR-16 frá Þorlákshöfn, en Jón er einn þeirra kvótalausu útgerðarmanna sem munu verða illa úti vegna sameigin- legrar tillögu samtaka útgerðar- manna og sjómanna um framsal á aflaheimildum. Það þykir tíðindum sæta að Landssamband islenskra útvegs- manna, Sjómannasambandið, Far- manna- og fiskimannasambandið og Vélstjórafélag Jslands skuli hafa náð samkomulagi í þessum efnum, enda hafa útgerðarmenn og sjómanna- samtökin aðailega verið þekkt fyrir það undanfarin ár að geta ekki samið um eitt eða neitt. Nú er sam- komulag þeirra um framsal afla- marks hins vegar í höfn og eru meg- inþættir þess að ekki verður heimilt að framselja meira en 25% afla- marks frá fiskiskipi í stað 50% áður, og ekki má flytja meira aflamark tii skips en sem nemur tvöfaldri kvóta- úthlutun þess skips. Þeir sem verða harkalega úti vegna þessa eru auð- sjáanlega eigendur kvótalitilla eða kvótalausra skipa og hefur þvi verið slegið fram að um 100 útgerðir gætu endað í gjaldþroti vegna tillagnanna nái þær fram að ganga á Alþingi. „Það var víða vakað í nótt vegna þessara tillagna enda eru heimili víða veðsett í botn hjá þessum kvótalausu útgerðum. Það er mjög sárt að það standi til að taka allt af mönnum sem þeir hafa verið að byggja upp og þræla fyrir,“ segir Jón Arason. „Það þarf að taka þetta mjög al- varlega, enda eru það mikil tíðindi að þessir aðilar skuli ná samkomu- lagi um framsalsmálin,“ segir Einar K. Guðfmnsson, formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis. „Ég hef talið eðlilegt að skip veiði sem mest af sínum úthlutunum. Hins vegar hef ég miklar áhyggjur af þeim útgerð- um sem hafa verið að kaupa skip og hafa litlar sem engar aflaheimildir og það er brýnt að skoða stöðu þeirra. Alþingi mun eiga síðasta orð- ið í þessu máli en tillögur þessara aðila sem nú hafa náð saman verða auðvitað teknar mjög alvarlega," segir Einar. -gk Valt niður í sjó Bílvelta varð í sunnanverðum Reyðarflrði í nótt. Ökumaður, sem þar var á ferð, missti vald á bifreið sinni í mikilli hálku og valt bifreiðin fram af háum vegkanti niður í sjó við Bolabás. Ökumanni tókst að láta vita af sér og var hann sóttur og fluttur í heilsu- gæslustöðina á Eskiflrði til aðhlynn- ingar en hann mun hafa sloppið furðuvel frá þessu óhappi. Bifreið hans er hins vegar talin ónýt. -gk Verðkönnun DV: Margar verslanir með svipað verð (' V Mjög svipað verð er á matarkörfu DV í þeim verslunum þar sem verð mældist hvað hæst. Sem dæmi má nefna að í þeim tveimur verslunum sem áttu dýrustu körfurnar að þessu sinni er sama verð á 20 vöru- tegundum af þeim 33 sem í körfunni lentu og aðeins munar 2% á verði dýrustu verslunarinnar og þeirrar fjórðu dýrustu. Bónus er sem fyrr með lægsta verðið og Krónan fylgir þar á eftir með 6% dýrari körfu. Dýrasta karf- an sem keypt var í Nýkaupi reynd- ist 34% dýrari en Bónuskarfan. Sjá könnun á bls. 8. -ÓSB Vara við ofurálagi á þjóðvegum landsins Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eru sammála um að þjóðvegunum séu komnir út í öfgar. Þetta kom fram i 1. umræðu um nýja samgönguá- ætlun á Alþingi í gær. Þar vöruðu Steingrímur J. Sig- fússon og Guö- mundur Hall- varðsson við þvi mikla álagi sem skapast hefur á ís- lenska þjóðvegi eftir að strand- flutningar lögðust nánast af. Telja þingmennimir að létta verði þunga- flutningum af veg- um og auka veg strandsiglinga að nýju. Mikil mengun ■ fylgir hinu stórfellda vörubifreiðaá- lagi á vegina, auk mikillar slysa- hættu. Steingrimur sagði eðlilegt að flytja dagvörana með sem skjót- virkustum hætti en þungavaran ætti að fara sjóleiðis. Guðmundur Hallvarðsson sagði að þungaskattur virtist of lágur á vöru- bíla og eitthvað yrði að gera til að snúa þessari þróun við. Hann tók sem dæmi að vikulega færu allt að 70 gám- ar landleiðis milli Reykjavíkur og Eskifjarðar. Fram kom hjá þingmönn- unum að krafa nútímans væri sú að allar vörur þyrftu að komast sem fyrst á milli staða en það væru grund- vallarmistök að það ætti líka við um þungavöru. Útreikningar sýndu að hagkvæmt gæti verið að reka eitt fé- lag um strandflutninga., Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra tók undir þessi sjónarmið en lýsti að öðru leyti mikilli ánægju með hina nýju samgönguáætlun. Hann sagði hana afrakstur viðamikillar vinnu sem margir hefðu komið að. Meginhugmyndin væri að Alþingi legði í framtíðinni meiri áherslu á stefnumótun en minni áherslu á ein- stakar framkvæmdir. -BÞ landflutningar á Sturla Böövarsson. Steingrímur J. Sigfússon. DV MYND NJORÐUR HELGASON Kalt sólbaö Þessir hressu strákar fengu sér einn kaldan úr hananum í gær um leiö og þeir nutu góöa veöursins og sólarinnar, rétt áður en þorrinn gengur í garö. Starfslok Þórarins Viðars: Örlagarík máltíð á La Primavera í upphafi ársins 2001 snæddu Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norður- ljósa, og Þórarinn Viðar Þórarins- son, forstjóri Landssímans, saman hádegisverö á veitingastaðnum La Primavera í Austurstræti. Norður- ljós voru þá einn stærsti viðskipta- vinur Landssímans en í þeim krögg- um að gjaldfallnar skuldir þeirra voru um 100 milljónir króna. Þórar- inn Viðar er sagður hafa látið í ljós í einkasamtölum að fundurinn hafi verið örlagaríkur því náinn sam- starfsmaður forsætisráðherra hafi sagt að honum hefði verið nær að nota tækifærið til að „knésetja Jón Ólafsson" í stað þess aö létta honum lífið. Sjá fréttaljós, Ris og fall Þórar- ins, á bls. 6 Sjö manns handteknir vegna svika í byggingavöruverslunum: Skipulagður parketþjófnaður - skrifuðu vörurnar á opinbera stofnun Sjö menn voru handteknir í Reykjavík í fyrrinótt eftir að hafa svikið út parket í tveimur gólfefna- verslunum í borginni og gert til- raun til að svíkja út meiri gólfefni í þeirri þriðju. Ljóst er að um skipulega svika- starfsemi var að ræða, en mennirn- ir létu skrifa parketið á opinbera stofnun að sögn rannsóknarlögreglu í morgun. Upp komst um svikin þegar mennirnir voru í þriðju versl- uninni og voru þá tveir þeirra hand- teknir. Vegna hinna málanna tveggja voru svo fimm menn til við- Stórtækir þarketþjófar á næturbrölti. bótar handteknir og í morgun voru fjórir menn enn í haldi vegna máls- ins og rannsókn þess enn í gangi. Samkvæmt heimildum DV not- uðu mennimir bfia frá sendibíla- stöð til flutninganna og í tveimur fyrstu ferðunum mun þeim hafa tekist að komast undan með um 1,5 tonn af parketi eða um 300 fer- metra sem flutt var í hús við Frakkastíg. Einn mannanna sem áttu þátt í fyrstu ferðinni mun hafa þegið kaffisopa í versltminni á meðan beðið var eftir afgreiðslu og þar skildi hann eftir „nafnspjald- ið“ sitt í formi fingrafara á kaffi- bollanum. -gk iWWWWWWWWWr Gitarinn Stórhöfða 27, Ý ^ s. 552 2125. ^ ifömmmi iWWWWWWWWWV brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.