Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 12
12 Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðið Landsbankinn spáir 1% vaxtalækkun í næstu viku Landsbankinn spáir því að Seðla- bankinn tilkynni 1% vaxtalækkun bankans samhliða útkomu Peninga- mála, ársfjórðungsrits Seðlabanka íslands, en ritið kemur út föstudag- inn 1. febrúar næstkomandi. Lands- bankinn nefnir ýmis rök máli sínu til stuðnings. Áhrif breytinga á stýrivöxtum koma að fullu fram á u.þ.b. 18 mán- uðum sem þýðir að ákvörðunin um lækkun stýrivaxta nú þarf að taka mið af líklegri þróun hagkerfisins á næstu misserum. Vissulega skiptir máli hvernig vísitala neysluverðs breytist frá mánuði til mánaðar en upplýsingagildi þess varðar fortíð- ina en ekki framtíðina. Til að meta þróun næstu missera, m.t.t. nauðsynlegra breytinga á stýrivöxtum, horfir Seðlabankinn einkum á horfur og þróun gengis krónunnar, verðbólguálags skulda- bréfa, atvinnuleysis og útlána inn- lánsstofnana. Gengi krónunnar hef- ur styrkst umtalsvert frá áramótum og er krónan nú sterkari en verð- bólguspá Seðlabankans fyrir árið 2002 gekk út frá. Gengisvísitalan hefur að jafnaöi verið í 141 stigi frá áramótum en í forsendum verð- bólguspár Seðlabankans er hún 144,4 stig. Verðbólguálag skuldabréfa hækk- aði nokkuð eftir birtingu síðustu verðbólgutalna en er þó svipað og það var er Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í nóvember og mælast raunstýrivextir um 6,6% sem sýnir að aðhald peningastefnunnar er áfram mikið, einkum í alþjóðasam- anburði. Nýjustu atvinnuleysistölur end- urspegla minnkandi umsvif í hag- kerfinu og hagræðingar fyrirtækja til að mæta þeim. Vinnumálastofn- un spáir mikilli aukningu atvinnu- leysis í janúar og er því augljóst að þenslan er á hröðu undanhaldi. Að síðustu má nefna útlánatölur innlánsstofnana, en eins og lesa mátti úr síðustu ársfjórðungsupp- gjörum bankanna þá mátti rekja út- lánaaukninguna nær alfarið til gengisþróunar krónunnar og verð- breytinga innanlands. Náðst hefur breið samstaða um að tryggja að verðlagsforsendur kjarasamninga náist. Vaxtalækkun Seðlabankans væri gott innlegg í baráttuna um að verja kaupmátt launafólks en fyrst og fremst væri sú ákvörðun rökrétt með tilliti til ofantalinna atriða. leikfélag Reykjavikur • lisfabrau Söngur - leiklist - dans! Lög úr þekktum söngleikjum einsöngvar - dúettar. Selma Bjömsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, ásamt dönsurum úr íslenska dansflokknum og hljómsveit. Laugardaginn 26. janúar, kl. 16:00 á Stóra sviði. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og íram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is Tónleikar Selmu og Hönsu - endurteknir vegna fjölda áskorana BORGARLEIKHUSIÐ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiiiskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Suðurlandsbraut, Vegmúli, Ármúli, Hallarmúli, endurskoðað deiliskipulag. Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af af Suðurlandsbraut til noröurs, Vegmúla til austurs, Ármúla til suðurs og Hallarmúla til vesturs. Um er að ræða tillögu að endurskoðuðu deilskipulagi svæðisins. Markmið með endurskoðun þess er m.a. að stuðla að og stýra frekari uppbyggingu á svæðinu og endurskoða bílastæðamál þess. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir aó heimilt verði að byggja við og ofan á nokkur hús á reitnum auk þess sem heimilt verði að byggja bílageymslur á flestum lóðunum. Brautarholt, Skipholt, Nóatún, endurskoðað deiliskipulag. Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Brautarholti til norðurs og austurs, Skipholti til suðurs og Nóatúni til vesturs. Um er að ræða tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi reitsins. Markmíð með endurskoðun þess er m.a. að stuðla að því að reiturinn verði fullbyggður, styrkja og fegra götumyndir hans og gera húseigendum kleyft að endurbæta og eftir aðstæðum stækka hús sín. Tillagan geri m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja ofan á húsin nr. 23 og 29 við Skipholt, nýbyggingum á lóðinni nr. 29, á horni Skipholts og Brautarholts, og nr. 30 við Brautarholt, auk minni viðbyggingarmöguleika við önnur hús á reitum. Tillögurnar liggja frammi í sal Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 25. janúar 2002 til 8. mars 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur (Borgarskipulags Reykjavíkur) eigi síðar en 8. mars 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 25. janúar 2002. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur. íslenski hugbún- aðarsjóðurinn fjárfestir í CCP - verður stærsti hluthafinn Islenski hugbúnaðarsjóðurinn (ÍS- HUG) hefur fest kaup á um 19,6% hlut í CCP hf. Félagið var stofnað árið 1997 í því augnamiði að verða leiðandi þróun- arfyrirtæki á sviði tölvuleikja og þá sér- staklega nýrrar tegundar slíkra leikja, svokallaðra „massively multiplayer" leikja sem leiknir eru Netinu og þátt- takendur greiða fyrir aðgang aö með áskrift. Eftir kaupin verður ÍSHUG stærsti hluthafi félagsins með um 19,6% hlut og mun taka mjög virkan þátt i stjóm félagsins en þar hefúr ÍSHUG einn fulltrúa. Starfsemi CCP hefur verið í vexti á undanfómum misserum að því er segir í frétt frá íshug og nú starfa þar alls 29 manns meö mikla reynslu af hugbúnað- argerð og intemet- og servertækni. Þró- un á fyrstu vöm CCP, tölvuleiknum EVE - The Second Genesis er nú langt komin og gera áætlanir ráð fyrir að hann komi i út í byijun sumars. Ef áætl- anir ganga eftir munu ailt að 250.000 not- endur geta leikið EVE í einu og byggir tekjuhliö viðskiptahugmyndar CCP einkum á þeim notendaflölda. Leikurinn hefur hlotið mikla athygli erlendra fiöl- miðla og fagtímarita. Um 30.000 einstak- lingar hafa skráð sig vegna prófana á lokagerð leiksins og félagið á nú i við- ræðum við nokkra erlenda aðila um út- áfu og dreifmgu EVE á heimsvísu. „Við í íslenska hugbúnaðarsjóðnum höfum fylgst grannt með CCP undan- farin misseri og erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni," er haft eftir Sig- urði Smára Gylfasyni, framkvæmda- stjóra ÍSHUG, í frétt félagsins. „Að- koma okkar nú er einnig á mjög heppi- legum tímapunkti fyrir aðra hluthafa CCP þar sem ÍSHUG mun taka virkan þátt í rekstri CCP og leggja félaginu lið í þeim verkefnum sem nú liggja fyrir, einkum þó í tengslum við samninga við þá útgefendur sem sýnt hafa áhuga á að gefa EVE út.“ Þá segir Frosti Sig- uqonsson, stjómarformaður CCP hf., að það sé mjög ánægjulegt að tekist hafi samingar við ÍSHUG um hlutdeild í fé-' laginu. „Islenski hugbúnaðarsjóðurinn er leiðandi framtaksQárfestir á sviði upplýsingatækni á íslandi og virk að- koma sjóðsins að rekstri og stjóm fé- lags mun án efa styrkja okkúr mjög.“ Verðbólga 2% á ári á EES-svæðinu Samræmd vísitala neysluverðs í EES- rikjum var 109,7 stig í desember síðast- liðnum og hækkaði um 0,2% frá nóvem- ber. Á sama tima hækkaði samræmda vísitalan fyrir ísland um 0,4%. Frá des- ember 2000 til jafnlengdar árið 2001 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísi- tölu neysluverðs, 2,0% að meðaltali í rikjum EES, 2,1% í evru-ríkjum og 9,1% á íslandi. Mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á íslandi, 9,1%, og i Hollandi, 5,1%. Verðbólgan var mlnnst, 0,9%, i Lúxemborg. FÓSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 X>v HEILDARVIÐSKIPTI ??? m.kr. - ??? ??? % - ??? ??? % MEST VIÐSKIPTI ©??? ??? % © ??? ??? % © ??? ??? % MESTA HÆKKUN Q??? ??? % Q??? ??? % ©??? ???% MESTA LÆKKUN ©??? ??? % © ??? ??? % ©??? ??? % ÚRVALSVÍSITALAN ??? stig - Breyting o ???% Forstjóri Enrons segir af sér Kenneth L. Lay sagði af sér sem for- stjóri bandaríska orkufyrirtækisins En- rons á miðvikudagskvöld en hann hefur að undanfómu verið sakaður um flest það sem fór úrskeiðis í rekstri fyrirtæk- isins. Hann verður þó áfram í sýóm En- rons. Lay, sem er 59 ára, breytti Enron úr staðbundu orkudreifingaríyrirtæki í eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði viðskipta með orku. „Ég vil að Enron lifi þetta af og til þess að það geti orðið þurfum við að að hafa mann við stjómvölinn sem getur algerlega helgaö sig því að endurskipu- leggja fyrirtækið og vemda verðmæti í þágu lánardrottna og starfsfólks okkar,“ sagði Lay i yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á miðvikudag. Lay sagði að of mikið af tíma sínum hefði farið í íjölda rannsókna sem gerð- ar em á starfsháttum Enrons og að erfitt væri að einbeita sér að því sem mikilvægast væri fyrir hluthafa Enrons. í dag hefjast tvær vitnaleiðslur fyrir þingnefhd tengdar gjaldþroti Enrons. Minnkandi tölvu- sala í heiminum Dreifing á einmenningstölvum dróst saman um 6,7% í heiminum á fjórða ársfiórðungi síðasta árs. Minni sam- dráttur var í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, eða 5,1%, að því er fram kem- ur í könnun Intemational Data Cor- poration (IDC). Compaq er stærsti tölvu- framleiðand- inn í dag, með 14,3% mark- aðshlut- deild, Dell er með 9,6%, Hewlett- Packard með 8,5%, Fujitsu Siemens með 8,4% og IBM rekur lestina af stærstu framleiðendunum með 5,9% markaðs- hlutdeild. Ástæðan fyrir samdrætti í dreifmgu á tölvum er sögð aðhaldsaðgerðir í fyr- irtækjum og að mörg þeirra uppfæra tölvur sínar ekki eins ört og áður. Fram kemur á vefsíðunni IDG að hinu nýja stýrikerfi Windows XP frá Microsoft hafi ekki tekist að örva sölu á tölvum eins og vonir stóðu til. Þar er haft eftir Andrew Brown, hjá greiningafyrirtæk- inu IDC, að mun meiri eftii-spum sé eft- ir tölvum í Evrópu en í Bandaríkjunum, en þar sé markaðurinn einfaldlega mett- aður. Einkum sé vöxtur í sölu á fartölvum í Evrópu en sala á fartölvum er meiri en á borðtölvum, bæði til nota á heimilum og í fyrirtækjum. Talið er að ástæðan fyrir aukinni sölu á fartölvum sé meðal annars verðstrið milli smásala. 25. 01. 2002 kl. 9.15 KAUP SALA jfalpollar 102,460 102,990 SÍÖPund 145,830 146,570 1* ÍKan. dollar 63,870 64,270 “ Donsk kr. 12,0760 12,1420 1 btllNorsk kr 11,3940 11,4570 | CBSænsk kr. 9,7190 9,7730 j J! Sviss. franki 61,1200 61,4600 j 1 • |jap. yon 0,7603 0,7648 : í^ecu 89,7236 90,2628 : SDR 127,6300 128,3900 |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.