Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangssræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Atvinna með námi Meira en helmingur framhaldsskólanema stundar laun- aöa vinnu meö námi. Frá þessu var greint í fréttum Ríkisút- varpsins i fyrradag og vitnaö í samanburðarkönnun á hög- um og viðhorfum framhaldsskólanema í fimm framhalds- skólum á höfuöborgarsvæöinu og landsbyggðinni. Menn hljóta að staldra viö slíkar fréttir og íhuga þá þróun sem orð- iö hefur og hvaða afleiðingar hún getur haft í fór meö sér. Sókn eftir efnislegum gæðum eykst stööugt og færist neö- ar í aldri. Börn og unglingar læra þaö sem fyrir þeim er haft. Foreldrar vinna langan vinnudag til þess aö standa undir neyslukröfunum sem fráleitt eru allar nauösynlegar eða leið til lífshamingju. Samverustundum fjölskyldunnar fækkar, aðhald foreldra minnkar og eftirlit meö heimanámi sem gjarnan leiöir til þess að ástundun veröur lakari. Sumarvinna skólanema hefur tíðkast hér á landi og verið ágæt og viðurkennd leiö fyrir þá aö afla sér tekna fyrir næsta skólavetur. Um leið hafa nemarnir kynnst atvinnulífi þjóöarinnar og öðlast meö því dýrmæta reynslu. Sú breyting hefur oröiö, hin síðari ár, að framhaldsskólanemendur vinna meö námi og könnunin nú sýnir að þaö er aö veröa regla fremur en undantekning. Efnahagur heimila er almennt betri en áöur þegar undan- tekning var aö nemendur ynnu með framhaldsskólanámi. í flestum tilfellum hafa nemendur því ekki brýna þörf á vinnu með náminu nema af einni ástæöu. Neysla þeirra og kapp- hlaup eftir meintum lífsins gæöum keyrir um þverbak. Það þarf miklar tekjur til þess að standa undir þeirri neyslu, meiri útgjöld en foreldrar vilja eöa geta veitt. í nefndri könnun kemur fram aö þriðjungur framhalds- skólanemanna á bíl. Þaö þarf ekki aö hafa mörg orö um þaö aö kaup á bíl og rekstur allur er dýr, svo nemur hundruðum þúsunda króna á ári. Þá eiga nær allir síma en rekstur þeirra kostar sitt auk annarra útgjalda, t. d. tilfallandi mat- ar- og fatakaup. Það er því ljóst aö sumarhýran ein dugar skammt hjá þessum stóra hópi. í Fókusi, tímariti DV, sem fylgir blaöinu í dag er hugað aö ímynd ýmissa framhaldsskóla og leitaö til nemanna um skil- greiningar. Þar segir meöal annars um nemendur MK: „Hinn týpíski nemi viö Menntaskólann í Kópavogi vinnur í Smáralind meö skólanum, á bíl, fartölvu og er meö stóran yf- irdrátt." Líklegt er aö þessi lýsing eigi viö um marga í öör- um framhaldsskólum. Þetta ástand hlýtur aö valda foreldrum og skólamönnum áhyggjum enda kemur fram í viöhorfskönnuninni aö þriöj- ungur nemendanna lærir heima skemur en hálftíma á dag. Þá ályktun má draga af stöðunni aö þeir hafi annaðhvort ekki tíma eöa séu hreinlega of þreyttir til þess aö sinna námi, vinni þeir bæöi kvöld og helgar, eins og oft er raunin. Mikil vinna með krefjandi námi kemur niður á námsár- angri, lengir námstíma og hlýtur að leiða til þess aö nemend- ur koma verr undirbúnir til frekara náms aö lokinni fram- haldsskólavistinni. Þetta er því óheillaþróun. Keflavík of dýrfyrir Go Lágfargjaldaflugfélagið Go flýgur ekki til íslands í sum- ar eins og það hefur gert undanfarin tvö ár. Ástæöan er of hár afgreiðslukostnaður og lendingargjöld á Keflavíkur- flugvelli. Þetta eru vond tíðindi. Finna þarf út af hverju kostnaður félagsins á Keflavíkurflugvelli er að jafnaði tvisvar sinnum hærri en á flestöllum flugvöllum sem Go flýgur til í Evrópu. Samkeppni í flugi er nauösynleg eins og í öörum grein- um. íslendingar ferðuöust ódýrt með Go og félagið flutti hingað tugþúsundir erlendra ferðamanna. Það munar um minna. Jónas Haraldsson DV Skoðun Hrina umferðarslysa „Það hefur verið sagt að skaplyndi og siðgœði þjóða birtist í um- ferðinni. Það kann að vera nokkuð til í þvi en ég er hræddur um að við íslendingar fáum ekki góðan vitnisburð ef svo er. “ Nýja árið hefur heilsað með hrinu umferðarslysa sem hafa valdið hryggð og áhyggjum meðal margra landsmanna. Margar fjöl- skyldur eru í sárum vegna þessa, mannslíf töpuð sem aldrei verða bætt. Þetta ætti að minna okkur á að umferðin er dauðans al- vara. Afleiðingar aksturs geta verið svo afdrifaríkar. Ég segi ekki aðeins ógæti- legs aksturs heldur aksturs yfirleitt. Það eitt að setjast undir stýri er óvissa sem likja má við rússneska rúllettu. Þessu veldur eðli umferðarinnar og þær kröfur sem við gerum til hennar um afköst, að skila okkur milli tveggja staða á sem skemmstum tíma. Þetta eitt ætti að verða okkur hvatning til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr áhættunni. Á hinn bóginn liggur sú hætta í leyni að við einfaldlega teljum að umferðarslysin séu óhjá- kvæmilegur fómarkostnaður þétt- býlismenningar á framfaraöld. Svo má með engu móti álykta, til þess er allt of mikið í húfi og ekk- ert má hindra okkur í að koma í veg fyrir slys. Ótrúlega léttvæg mannslíf Sérhvert mannslíf er ómetanlega verðmætt. Engir tveir eru eins og sérhver er einhvers barn, maki, foreldri eða með öðrum hætti nákominn fólki sem verður fyrir óbætanlegum missi ef hann ferst. Ætlunarverk sem honum mátti ætla ferst fyrir, veröldin verður ekki söm eftir. Við höfum mikinn há- vaða yfir náttúruverðmætum sem fara forgörðum við virkjanir fallvatna, yfír menningarverð- mætum sem spillast vegna bygg- ingar mannvirkja að ekki sé tal- að um dýrastofna. Mannslífin eru okkur í þeim sam- anburði oftlega ótrúlega léttvæg og getur þó leynst með einum manni lausn heimsins stærstu vandamála eins og dæmin sanna. Það hefur ver- ið sagt að skaplyndi og siögæði þjóða birtist í umferðinni. Það kann að vera nokkuð til í því en ég er hrædd- ur um að við íslendingar fáum ekki góðan vitnisburð ef svo er. Umferð er menningaratriði Ég sé ótrúlega frekju i umferðinni hjá okkur, og ég sé líka alvöruleysi og tillitsleysi. Ég er viss um að þið hin sjáið þetta líka en fyrst og fremst hjá hinum - ekki okkur sjálfum. Þið pirrist eins og ég á frekjulegum framúrakstri, yflrakstri mót rauðu og hundsun umferðarmerkja. Þið illskist yfir ösnunum sem ekki geta notaö stefnuljós til þess að greiða fyrir akstri ykkar og þeim sem teQa umferðina vegna sof- andaháttar. Svona mætti lengi telja og lesturinn leiddi í Ijós frekju og tlllitsleysi. Við gleymum því hins vegar oft að við myndum umferðina saman og allt gengur betur ef við hugsum þannig. Já, göngumst við þeirri ábyrgð sem umferðin leggur okkur á herðar! Munum að um- ferð er menningaratriði, ekki stríð, og engin þörf er á öllum þessum blóðfóm- um. Aktu eins og þú vilt að aðrir aki, því að með akst- urslagi þínu gefur þú fyrir- mynd og skilaboð. Þurfa okkar nán- ustu að farast í umferðinni til þess að við skiljum hvað er í húfi? Um- ferðinni má breyta til batnaðar. För- um í það ekki seinna en strax. - Ekki fleiri slys! Jakob Ágúst Hjálmarsson og gleypt get ég þig“ Óneitanlega kemur það blóði Is- lendingsins á hreyfingu að heyra um góða útsölu svo ekki sé nú talað um þegar verðlækkunin er komin niður í 50%! Á dögunum mátti lesa frétt þar sem sagði, aö í landinu væru svo miklar birgðir af fotum, að ekki væri um annað að ræða en að framlengja útsölutímann jafnvel um heilan mánuð. - Ja, það er ekki lítið lánið yfir okkur, hugsaði ég og skeiðaði af stað í bæinn. Og þá er heldur ekki ónýtt að tilheyra þeirri hamingju- þjóð sem fyrir örfáum dögum sporð- renndi spariklædd: einni rjúpu, tveimur kalkúnum, þremur ham- borgarhryggjum, fiórum gæsum, fimm hreindýrum, sex nautum ... „og gleypt get ég þig „eins og segir í sögunni af Gípu. Mestur tekjujöfnuður líka fullyrt að hvergi væri meiri tekjujöfnuður en á íslandi. Þar var ekkert minnst á Mæðrastyrksnefnd og biðraðimar hjá þeim út á götu rétt fyrir jólin. Það var heldur ekkert minnst á fólkið sem mátti þiggja jólamatinn gefins og vonaðist eftir gjöfum handa krökkunum. En hvað er ég líka að tala um þetta núna? Það stóð í könnuninni að ísland væri til fyrirmyndar og hana nú! Mér tókst ekki nema með herkjum að komast í jólapilsiö en þá er einmitt gott að fara á útsölu. Það er óvíst hvenær fitubrennsl- an, erobikið og hlaupabrettið verða búin að vinna á keppunum og upp- lagt að finna eitthvað á útsölunni sem felur þá „rétt á meðan“. Ég set að vísu spurningarmerki við „rétt á meðan“, því blessaður þorrinn er að byrja og ég er strax farin að hlakka tÚ. Spikfeitir bringukollar, slátur með hóflega íbættum mör, þykkt hnakkaspik og magállinn góði ... mmmm. Svo er bolludagurinn ekki langt undan og hann stendur nú orðið í viku eins og allir vita. Og það besta við allt saman er að þá eru komnir páskar! Skyldi ég fá Nóa númer 6 í ár eða verður það Móna númer 8 eins og í fyrra? Yfirfullt Úti er sumarblíða. Kaupa- þyrst fólk gengur vélrænt á milli búða á Laugavegi, í Kringlu og Smáralind. Allir eru að flýta sér skv. lögmálinu: Góðum kaupum fylgir hraði. Loftið er strekkt. Mæður draga.börn inn og út úr búðum en þau síðarnefndu eru að verða allt of þung að mati sérfróðra. Kannski er þetta það besta sem getur hent börnin þenn- an daginn. Að dragnast með mömmu fótgangandi, tímun- um saman i leit að spjörum fyrir yfirfulla fataskápa. Kannski ætti Manneldisráð bara að skipuleggja útsölu- þramm! Umþenking Sem ég handfiatla hnaus- þykka ullarpeysu í einni stórversluninni sé ég fyrir mér mjmdir lítilla barna sem eru að þreyja kaldan vetur víðsvegar austur og suður í Evrópu. Ég sé gam- alt fólk sem á það sammerkt eftir myndum að dæma að það er eins og sé slokknað á stórum augunum. Fingur eru kreppt- ir og hver dulan er vafin óskipulega utan um aðra í von um hlýju. Þetta fólk er í orðsins fyllstu merkingu að reyna að lifa af. Bæði hungur og kulda. Hver nótt getur orðið þeirra síðasta. Á sama tíma er ég í sumar- hita norður á íslandi að leita mér aö nógu stóru tjaldi utan yfir velsældar- keppina sem ég át á mig um jólin og bíð með vatn í munninum eftir því að rífa mig út af enn meiri mat. Annaðhvort eða... Mér þyngir og ekki er laust við að mig langi undir borð. Svo lít ég djarf- lega upp og horfi yfir búðina: Annað- hvort tek ég alla jakkana, frakkana og peysurnar ofan af slánum, ber það út og sendi það í austurveg, fer búð úr búð og læt greipar sópa, kem föt- unum til klæðlítils fólks sem þarf á þeim að halda og vef bömin inn í dúðið - eða ég loka augunum og forða mér á stundinni úr þessum Hrunadansi. Ég verð auðvitað marg- sinnis handtekin fyrir þjófnað, allt rifið af mér og stóreygu bömin og gamalmennin verða jafn klæðlítil og fyrr. Svo ég tek síðara ráðið, fálma mig með veggjum út úr búðinni, opna augun og silast af stað niður Lauga- veginn. Með Manneldisráði skokka ég síðan alla leið vestur í bæ og smátt og smátt fiarlægist martröðin enda er sólin farin að hækka á lofti og fiöldinn allur af hænuskrefum kominn í daginn. Kristín Steinsdóttir Samkvæmt nýlegri könnun var „Samkvæmt nýlegrí könnun var lika fullyrt að hvergi værí meiri tekjujöfnuður en á íslandi. Þar var ekkert minnst á Mœðrastyrksnefnd og biðraðimar hjá þeim út á götu rétt fyrir jólin. Það var heldur ekkert minnst á fólkið sem mátti þiggja jólamatinn gefins og vonaðist eftir gjöfum handa krökkunum. “ Ummæli Stóreignarfólkið hyglar „Ég þekki... læt engar hagtölur segja mér að þetta mikla góðæri sem verið hef- ur hér í hagkerfinu hafi skilað sér til allra. Hjól efnahags- lífsins hafa vissulega snúist vel sl. 10 ár, m.a. vegna vax- andi einkavæðingar, en síðustu árin hefur stórefnafólki á íslandi fiölgað mjög. Sá hópur verður æ áhrifameiri og fær enn betri aðstöðu til að hygla sér og sínum. Á sama tíma er Sjálf- stæðisflokkurinn að breyta skattalög- unum og gerir hvað hann getur til að standa vörð um leyndina í íslenskum stjómmálum. Það er ótækt að hægt sé að stinga milljónum í flokkssjóð án þess að það sé gefið upp opinberlega." Ólafur F. Magnússon í Mannlífsviötali. Pínulítill tvískinnungur „Eftir því sem ég hef komist næst, þá hafa Samfylkingarmenn sérstakar áhyggjur af því að velferð þeirra sem fremja „smæstu" fíkniefnabrot sé hætta búin síðar á lífsleiðinni. Og einn ónefndur alþingismaöur Sam- fylkingarinncir sagði í sjónvarpsvið- tali vegna þessa merkilega málflutn- ings, að það sé alltaf möguleiki á því að ungt fólk „slysist" til þess að prófa ólögleg fikniefni örfáum sinnum. Þetta mun sennilega bjarga heimin- um, að reyna af fremsta megni að fela það að ungir sem aldnir brjóti fikniefnalöggjöfina. Ég bendi á að þama talaði þingmaður. Hverjir bera ábyrgð á lögum landsins? Eru það ekki fulltrúarnir okkar á Alþingi? Þessi sami þingmaður sagði hins veg- ar að hann væri ekki fylgjandi því að lögleiða fíkniefni. Er ekki pínulítill tvískinnungur í þessu?" Hlynur Snorrason á bb.is Spurt og svarað Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi: Menn eða mýs „Þorramatur er ævagamall og hollur íslenskur matur sem við höfum alið heilu kynslóð- imar á. Stundum tala ég um menn og mús í þessu sambandi; annaðhvort ertu karlmaður og borðar þorramat ellegar ertu mús. Sú hefð að halda þorrablót er sífellt að festa sig betur í sessi meðal þjóðarinnar; í góðra vina hópi held- ur fólk þorrablót, s.s. í heimaranni, í hesthús- inu, félagsheimilunum og svo víðar. Þorramat- urinn nýtur vinsælda og fólk borðar hann; en þó eru í tuttugu rétta hlaðborði ekki nema sjö þeirra súrmeti. Og meira að segja kominn pott- réttur fyrir mestu gikkina." f ^Sr. Halldór Reynisson, i . verkefnisstjóri ú Biskupsstofu: N p Matur hvorki heið- ’ } inn né kristinn BKlÉ k „Ef ég man rétt þá var það vel M ^ristinn maður sem kom þess- um sið á í því skyni að gera sér og öðrum glaðan dag, enda snýst málið um það en ekki heiðna guðsdýrkun. Þessi matur er nú hvorki heiðinn né kristinn - hann er annaðhvort góður eða vondm-. Ég nálgast þorrablót og þorramat út frá því sjónar- horni, dyggilega studdur orðum postulans þegar hann segir: Prófið allt, haldið því sem gott er. Út frá þessu prinsippi held ég í hákarl og hangikjöt, harðfisk og sviðasultu - en sleppi magál, hrútspungum, lundaböggum og öðru ókræsi." Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfrœdingur og skólameistari: Virðingarvottur við matarhefð „Að sjálfsögðu. Þorrablót eru ekki trúarsamkomur, heldur virð- ingarvottur við íslenska matarhefð. Þó að þorrablótin séu ekki til komin fyrr en seint á síðustu öld, fela þau í sér ákveðna þjóðemistilfinn- ingu og sýna sögulegan áhuga þjóðarinnar. Þetta þarf ekki að rekast á nokkurn hátt á við kristin trúar- brögð, eða kristinn sið, ekkert frekar en jólin sem upphaflega em heiðinn siður. Átveislur hafa tíðkast á öUum tímum og í öllum samfélögum, sem liður í því að þjappa fólki saman og eíla samkennd við ýmsar að- stæöur. Þorrablótin gegna einmitt þvi hlutverki. Þau em, líkt og jólin, leið til þess að hressa geðheilsuna og komast í gegnum harða, dimma vetur.“ Sólveig Ólafsdóttir, kaupmaður á Flúðum: Hugsa um blót út ffá maganum „Já, hvers vegna ekki. Ég sjálf er að minnsta kosti alltaf til í að fara á þorrablót og hugsa um þau út frá maganum en ekki trúarlegum forsendum. Mér finnst þorramatur líka afskaplega góður, sérstaklega súrir hrútspungar og bringukoflar. Sumir munu ef tfl viO ætla að slíkur matur sé óhollur en ætli gOdi ekki það sama með hann og annað; aOur matur er í lagi ef gætt er almenns hófs í mataræðinu. Hér í Hrunamannahreppi eru nokkur þorrablót á næstunni og verða efalítið fiölsótt venju sam- kvæmt, enda eru þetta gleðisamkomur sem eiga aOtaf sinn fasta sess meðal fólks.“ ^ Þorrinn er hluti af heiönum siö og var blótaöur til forna, guðum til dýröar. Upp úr miöri 20. öldinni var siöurinn endurvakinn - og hefur fest sig rækilega í sessi. Ojöfnuður vex og vex Við fengum fregnir af þvi fyrir skemmstu að tekjumunur færi vax- andi á íslandi, en um leið þá huggun að samt væri meiri jöfnuður hér á landi en í öðrum löndum sem skýrsl- ur ná yfir, utan einu. Það var athygl- isvert, að í fréttum var nokkur áhersla lögð á að ójöfnuðurinn hefði farið vaxandi „þrátt fyrir þá efna- hagsuppsveiflu sem verið hefur“. Hér er komið að merkOegu fyrir- bæri: trúnni á að markaðslögmál komi öOum tO góða með sjálfvirkum hætti. Menn telja víst að þegar hag- vöxtur er sæmOegur og aukin eftir- spum eftir vinnuafli þá muni launa- skrið fara um samfélagið og skOa öO- um áleiðis. Og þeir lægst launuðu muni njóta uppsveiflu enn betur en aðrir vegna þess að svo fáir vilji líta við láglaunastörfum þegar betri kosta er völ. En þetta gengur vissu- lega ekki eftir. Sjálftökukerfi Lögmál um framboð og eftirspum virka aOs ekki eins og lýðskrumarar eða bláeygir sakleysingjar halda. All- ir vita að mikið framboð er á mönn- um sem vflja komast í hálaunastörf - en það þýðir ekki að laun fari lækk- andi í þeim geira, eða hækki hægar en hjá öðrum hópum. Þvert á móti: úr öOum áttum berast fréttir einmitt um það, að stjómendur og aðrir hátt- settir menn í fyrirtækjum séu jafnt og þétt að auka á forskot sitt á aðra starfsmenn og venjulegt fólk. Enda ráða þeir því hvemig svokaOaður vinnumarkaður hagar sér: þeir hafa í krafti valds og eigna komið sér upp þottþéttu sjálftökukerfi sem tryggir þeim margfalt meiri tekjuauka en öOum öðr- um. Hvort sem fyrirtækjum gengur vel eða Ola. Breskur banki segir upp 7500 manns til að spara i rekstri - en um leið fiórfaldar hann greiðslur til yfirmanna. Enron- hneykslið í Bandaríkjunum segir lika mikla sögu: stórt orkufyrirtæki fer á hausinn með þeim glæpsamlegu ósköp- um að stjórnendur hafa áður selt sinn hlut með miklum hagnaði en bannað óbreyttum starfsmönnum að hreyfa við sinni eign í fyrirtækinu. Upplýsingaskyldur, lög um inn- herjaviöskipti, viðskiptasiðferði - aOt þetta sem markaðslærðir ung- lingar fiasa um dag hvern í bláeygri einfeldni ásamt faðirvorinu um framboð og eftirspurn - allt reynist þetta haldlitið andspænis þeirri ein- földu staðreynd, að markaðurinn er hvorki hlutlaus vettvangur þar sem mannvit og dugnaður takast á né heldur happdrætti. Hann er sérhann- aður fyrir þá sem eru fiársterkir, valdamiklir og ósvífnir. Enda stæra hugmyndafræðingar hans sig af því á hreinskilnisstundum að markaður- inn sé sem betur fer engin andskot- ans góðgerðastofnun. Varnarleysi Það kemur heldur ekki á óvart að mikil eftirspurn eftir ódýru vinnu- afli verði ekki til þess að bæta kjör þeirra sem minnst hafa. Ágæt bandarísk blaða- kona er nýbúin að skrifa bók um reynslu sína af því að lifa af lág- launavinnu í sínu landi. Þar kemur ekki aðeins fram hve ótrúlega erfitt er að skrimta af jafnvel tvöfaldri vinnu i slíkum störfum - heldur einnig að það hjálpar lítið þótt eftirspurn eftir lág- launafólki sé mikil. Enda hefur það fólk enga stöðu, og hver. og einn fær öngvan stuðning - verklýðshreyfing er að mestu úr sög- unni og pólitíkin hefur samþykkt að skipta sér ekki af „vinnumarkaði". Þeir sem fyrirtæki og fiármagn eiga geta nefnilega ekki aðeins séð til þess að „markaðslögmálin" þjóna þeim alveg sérstaklega og komið í veg fyrir að fátækir hagnist á þeim. Þeir ráða líka hegðun stjórnmála- manna. Bretar eru t.d. undir stjóm Verkamannaflokks, en nýjar tölur benda tfl þess að munur á ríkum og fátækum fari vaxandi í því landi og sé nú orðinn meiri en þegar íhaldið var síðast við völd. Ekki nóg með það: fátækasti fimmtungur breskra fiölskyldna greiddi i alls konar skatta 41,4% af sinum litlu tekjum, en fimmtungur hinna ríkustu greiddi 36,5% af sínum háu tekjum í þessu landi „nútíma jafnaðarstefnu" Tony Blairs og hans manna. - Gáum að þessu. Árni Bergmann allt þetta sem markaðslærðir unglingar fjasa um dag hvern í bláeygrí einfeldni ásamt faðirvorinu um framboð og eftirspurn - allt reynist þetta haldlítið andspænis þeirrí einföldu staðreynd, að markaðurinn er hvorki hlutlaus vettvangur þar sem mann- vit og dugnaður takast á né heldur happdrætti. “ - Burnham-fyrirtœkið með kynningu. r-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.