Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 Fréttir I>V Sjóðir verkalýðsins eru stóreigendur í verslanakeðju Kaupáss: Kaupás er ekkert inn þrýstingi um undanskil- lækkanir * - segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands I tilkynningaskriðu verðlækkana verslana- og þjónustufyrirtækja und- anfama daga hefur vakið athygli að Kaupásverslanimar era ekki þar á meðal. Þykir mörgum samt að þessu verslanaveldi ætti eirma helst að renna blóðið til skyldunnar og ganga á und- an með verðlækkunum, launþegum tii hagsbóta. Er þá bent á að stærsti hlut- haflnn í félaginu er Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn (EFA) sem aftur er af- sprengi verkalýðshreyfmgarinnar. Þá er fyrrum forseti Alþýðusambands ís- lands, Ásmundur Stefánsson, stjórnar- formaður fyrirtækisins. Gylfi Ambjömsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir að sér fmnist þetta bil- leg umræða, sem og tal Baugsmanna um að þær verslanir sem tilkynnt hafa vömlækkanir að undanfómu séu að stunda auglýsingaskrum. „Vissulega eram við að setja sama þrýsting á Kaupás og alla aðra aðila á þessum markaði. Alþýðusambandið á ekki nema um 3% í EFA sem er skráð félag á markaði og rekið sjálfstætt. Þess vegna stýrir Alþýðusambandið ekk- ert Eignarhaldsfélaginu. Það er þó ekkert undanskilið þessari kröfu um að taka þátt í að sam- komulagið um að kaup og kjör haldi.“ Gylfi sagðist vilja benda á það líka að lifeyrissjóðir væra einnig hluthafar i Baugi og fyr- irtækjum víða í þjóðfélaginu. „Ég er þó ekki í nokkrum vafa um það að lífeyrissjóðir era okkur sam- mála um að þessum fyrirtækjum sé mikið í mun að það takist koma á stöð- ugleika. Það er ekkert prívatmál verkalýðshreyfingarinnar. Við ætl- umst til þess að stjómendur þessara fyrirtækja, hvort sem það er Baugur, Kaupás eða aðrir, meti það hvar hags- munir þeirra liggja. Liggja þeir í því að kaupmáttur fari hér út. í veður og vind? Þessi fyrirtæki era al- gerlega háð því hvaða vaxta- stig er hér í landinu. Kaupás er þar ekkert undanskilinn - að sjáifsögðu ekki. Við metum mjög mikils tramtak BYKO, Húsasmiðj- irnnar og Fjarðarkaupa. Það kann vel að vera að stóri ris- inn á markaðnum, sem ekki getur tekið sig saman um að fylgja þessu eftir, telji þetta auglýsingaskrum. Mér er spum. Hvað var það þá sem forystumenn Baugs kynntu hér vorið 2000 undir heitinu „Viðnám gegn verðbólgu?" - Var það þá bara auglýsingaskrum?" EFA er 34% hlutfiafi í Kaupási í skýrslu stjómar Kaupáss í síðasta ársreikningi samsteypunnar vora hluthafar í lok ársins 2000 samtals 34 talsins en vora 16 í upphafi árs. Tveir hluthafanna eiga meira en 10% hluta- fjárins. Það era EFA (Eignarhaldsfé- lagið Alþýðubankinn) með 33,98% og Landsbankinn fjárfesting með 19,12%. Hlutafé í félaginu þá var 732,4 milljón- ir en var í lok desember það ár aukið um 33,3 milljónir króna við kaup á Intersport og Húsgagnahöllinni. Undir væng Kaupáss era Nóatúns- verslanir, 11/11-verslanimar, KÁ- verslanir, Kjarvalsbúðir á Selfossi, Húsgagnahöllin, Intersport og Krónu- búðimar. Eignarhaldsfélag Alþýðubankans var samkvæmt ársreikningi 2000 í eigu 1.306 hluthafa. Tíu stærstu hluthafam- ir eru: Sameinaði lifeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, Verzlunar- mannafélag Reykjavikur, Lífeyrissjóð- ur verzlunarmanna, Efling stéttarfé- lag, Rafiðnaðarsamband íslands, Líf- eyrissjóðurinn Framsýn, ÍAV hf„ Landsbanki íslands og Alþýðusam- band Islands. Aðrir eiga minna. -HKr. Bændum fækkar íslenskum bænd- um fækkaði rnn 120 í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Bændasamtök- unum.ÝÝÞetta þýð- ir rúmlega 2 bænd- ur á viku. Ari Teits- son, formaður Bændasamtakanna, segir að stjórn- völd gætu hugsanlega gert meira til að halda landsvæðum í byggð, væri vOji til þess. - RÚV greindi frá. Ekki næturflug Flugmálastjóm hefur kynnt bæj- arstjóra og formanni bæjarráðs ísa- fjarðarbæjar niðurstöðu skýrslu sem danska ráðgjafafyrirtækið In- tegra Consult A/S vann varðandi nætui-flug til og frá ísafjarðarflug- velli. Samkvæmt skýrslunni er það ekki talið áhættunnar virði að fljúga til ísafjarðar í myrkri. - BB greindi frá. DV flytur í sögufrægt hús Samningar voru undirritaðir í gær um leigu Útgáfufélagsins DV á húseign Þyrpingar við Skaftahlíð 24. Húsið er sögufrægt, en þar var félagsmiðstöðin Tónabær og áður Lídó rekin um langt árabil. Leigusamningurinn er til tíu ára, en DV leigir allt húsið, sem er á tveimur hæðum ásamt kjallara, alls um 2100 fermetrar að stærð. Að undanfómu hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á húsinu og hefur meðal annars verið skipt um allt ytra byrði þess, auk þess sem hæðum hefur verið breytt til móts við nútíma þægindi og kröfúr. Iðnaðarmenn era nú að reka smiðs- höggið á verkið. Ráðgert er að DV flytji með alla starfsemi sína í húsið í apríl á þessu ári, en það hefur verið með höfuðstöðvar sínai- í Þverholti 11 í nærfellt 18 ár. I nýja húsnæðinu verða skrifstofur og auglýsingadeild blaðsins á jarðhæð, en ritstjóm á annarri hæð. -aþ Glæsilegt húsnæði í alfaraleiö Gamla Tónabæjarhúsiö veröur nú miöstöö fjölmiölunar. Fyrirtækiö Þarfaþing hefur séö um endurgerö hússins en Teiknistofa Halldórs Guömundssonar hannaöi endurbæturnar. Á innfelldu myndinni sjást Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins DV, og Bergur Hauksson frá Þyrpingu undirrita leigusamninginn í gærdag. Ingibjörg Sólrún telur jafnræðisregluna í hávegum hafða á Reykjavíkurlista: Er mjög sátt með niðurstöðuna - 9. sætið verður „ofur-varamannasæti“ og fellur í hlut Samfylkingar „Ég er mjög sátt. Við höfum með þessu samkomulagi náð fram jafhræði milli flokkanna og það er tryggt að menn hafa þá skýra tilfmningu að all- ir sitji við sama borð á sama tíma og tryggð er ákveðin opnun inn á list- ann,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir í samtali við DV í gær. Forystumenn Reykavíkurlistans kynntu í gær fyrir- komulag framboðsmála sinna við borg- arstjórnarkosningamar í vor. Uppstill- ing á listann verður samkvæmt þeirri meginreglu að jafnræði verði með stjómmálaflokkunum þremur sem standa að þessu kosningabandalagi og auk þess mun Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir skipa 8. sætið eins og áður. Frambjóðendur, sem fundnir era af sérstakri uppstillingamefnd flokkanna og borgarstjóra, munu hins vegar velja menn í 7. og 12. sæti listans. Ingibjörg segir aðspurð erfitt að segja til um hvers konar frambjóðanda hún sjái fyrir sér að muni setjast í 7. sæti list- ans en sá frambjóðandi á að vera á ábyrgð flokkanna sameiginlega. „Það er erfitt að segja til um hvaða kröfur hann þarf að uppfylla fyrr en maður sér þetta heildstætt og hvaða frambjóð- endur verða í öðram sætum. Auðvitað hljóta menn þá að vera að leita að ákveðnu jafhvægi I skírskotun til mis- munandi þjóðfélagshópa og að nægjan- leg breidd sé á listanum," segir Ingi- björg Sólrún. Kosninga- bandalag R-list- ans byggist annars vegar á sérstakri sam- starfsyfirlýs- ingu og hins vegar málefna- samkomulagi en hvort tveggja verður lagt fyrir fund flokkanna á laugardaginn eftir rúma viku. Skipt um „pakka“ Sú niður- staða sem kynnt var í gær hefur átt sér nokkum aðdraganda og hafa samn- ingaviðræður lengst af verið í höndum þriggja manna framkvæmdahóps sem starfað hefur sem undimefnd í sjálfri samninganefnd flokkanna. Athygli vekur að breytingar virðast hafa orðið á uppstillingu á síðustu metram þannig að Vinstri grænir hafa fengið þann „pakka“ sem áöur hafði verið tal- að að Samfylkingin myndi fá. Vinstri grænir munu því eiga fulltrúa í 1. sæti listans en auk þess fær flokkurinn 6. sætið, 11. sætiö og 13. sætið. Framsóknar- flokkurinn fær hins vegar 2. sætið, 5. sætið, 10. sætið og 14. sætið á meðan Samfylkingin fær 3. sætið, 4. sætið, 9. sætið og 15. sætið. Eins og áður segir verður sér- staklega stillt upp í 7. og 12. sætið af uppstill- ingarnefnd og mun uppstilling- amefndin auk þess ganga frá listanum að öðru leyti. Flokkamir munu sjálfir ákveða hvaða leiðir þeir fara við uppstillingu í sin sæti á listum og hefur enginn þeirra kveðið upp úr með það endanlega hvemig það verður gert í einstökum atriðum. Ljóst er að sérstök spenna mun koma upp hjá Samfylkingunni þar sem þrír núver- andi borgarfulltrúar munu takast á um tvö af efstu sætunum sem teljast nokkuð örugg borgarstjómarsæti vinni R-listinn borgina á annað borð. Ofur-varamaður Hins vegar verður þriöji samfylk- ingarmaðurinn í 9. sæti eftir að flokkurinn skipti við Vinstri græna á „pökkum" þannig að hann á veika von um að komast inn sem aðalmað- ur. Stóri ávinningurinn við 9. sætið er hins vegar að sá sem þar er verð- ur eins konar „ofur-varamaður“. Hann verður bæði varamaður fram- bjóðandans í 7. sæti og borgartjóra sem situr í 8. sæti auk þess að vera varamaður beggja fulltrúa Samfylk- ingarinnar á listanum. Þar sem boð- ið er fram undir formerkjum kosn- ingabandalags kemur varamaður hvers flokks alla jafna úr sama flokki en þar sem 7. og 8. sæti eru á ábyrgð flokkanna sameiginlega mun fyrsti varamaður á listanum, 9. sætið, koma inn fyrir þá, forfallist þeir. Niunda sætið yrði því varamannasæti fyrir um helming borgarfulltrúanna. Skipt- ing embætta verður hins vegar þannig að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir munu skipta með sér embætti forseta borgarstjómar tvö ár hver, nái R-listinn völdum, og varaformennska í borgarráði og formennska í borgar- stjómarflokknum munu færast á milli flokka. Um nefndaskipan verður síðan fjallað eftir kosningar og miðað við jafnræðisregluna eins og í öðra. -BG Fulltrúar listans Borgarstjóri ásamt fulltrúum Samfyikingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarfiokksins. Kveikt í bifreið Brotist var inn í bifreið við Irabakka í Breiðholti um miðnætti og eldur síðan borinn að bifreiðinni. Að sögn lögreglu var hljómflutningstækjum stolið úr bif- reiðinni. Slökkviliðið kom á vettvang til að slökkva eldinn en bifreiðin er mikið skemmd og hugsanlega ónýt. Innbrot í sjoppu Brotist var inn í söluturn í Breið- holti í nótt um klukkan fjögur. Ibúi á efri hæð í sama húsi varð innbrotsins var og lét lögreglu vita en þjófurinn komst undan með feng sinn en ekki lá fyrir í morgun hversu miklu hafði ver- ið stolið. Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að ekki standi til að draga til baka áður samþykktar breyt- ingar á þjónustu- gjöldum og álögum eins og verkalýðs- hreyfingin hefur krafist. Hann minnir á að sveitarfélögunum hafi ekki verið boðið að standa að samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífs- ins og ríkisstjómarinnar um að stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu. - RÚV greindi frá. Meiri álversstækkun I tillögu um mat á umhverfisáhrif- um stækkunar álvers Alcan í Straums- vík er gert ráð fyrir því að framleiðslu- geta álversins í Straumsvík verði auk- in um 260.000 tonn á ári en ekki 200.000 tonn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Orkuþörfin vegna þessa sam- svarar framleiðslu Sultartangavirkjun- ar. -gk/HKr. Bakkar ekki lilU helgarblað Hárlaus, ekki raddlaus I Helgarblaði DV á morgun verður ít- arlegt viðtal við Ei- rík Hauksson rokksöngvara í Noregi sem hefur átt erfitt að undan- förnu. Á nýliðnu ári hefur Eiríkur tekist á við hjónaskilnað og illvíga tegund af krabbameini. Blaðamaður DV heimsótti Eirík í Noregi og fór með honum á lokatónleika Artch. I blaðinu verður einnig rætt við Hannes Lárusson um húsbyggingar á Kjarvalsstöðum, Pál Rósinkrans um viðskilnað hans við Krossinn og Margeir Pétursson um stjórnmál. Einnig er að finna þar greinar um aldur hluta, pípureykingar og Mar- gréti Danadrottningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.