Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 Útlönd DV Elie Holbeika, fyrrum ráðherra og stríðsherra, drepinn í bílsprengingu í Beirút: Líbanir segja að ísrelar beri ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Líbanon hafa ásakaó ísraela um að bera ábyrgð á bíl- sprengjunni sem í gær varð líbanska stríðsherranum og fyrrum ráðherran- um Elie Hobeika að bana en auk hans létust fimm aðrir í sprengingunni og nokkrir slösuðust. Sprengjan sprakk í aðeins 500 metra f]arlægð frá heimili Hobeika i Beirút en hann var ásamt lífvörðum sínum að leggja af stað út á baðströnd þegar geysiöflug sprengja sprakk undir bifreið hans um leið og vélin var ræst. Að sögn Emiles Lahoud, forseta Lí- banons, beinast böndin helst að ísrael- um þar sem það var þeirra hagur að losna við Hobeika. „Hann vissi of mikið um slátrunina í palestínsku flóttamannabúðunum í Sabra og Shatila árið 1982 og þeir vildu koma í veg fyrir að hann bæri vitni gegn Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, í fyrirhuguðum stríðglæparéttar- höldunum yfir honum í Belgíu," sagði forsetinn í viðtali við líbanska sjón- varpið 1 gær. Þá hélt Elias Murr, inn- anríkisráðherra Líbanons því fram að upplýsingar lægju fyrir sem tengdu ís- raela beint við morðið en vildi þó ekki greina nánar frá því. Frá sprengjuvettvangi í Beirút Eins og sjá má á myndinni var bílsprengjan, sem varö Elie Hobeika, fyrrum stríðsherra í Líbanon, aö aldurtila, mjög öflug og olli miklum skemmdum. Sjálfur sagði Ariel Sharon að þetta væru staðlausar ásakanir og ekki einu sinni þess virði að hlusta á þær. í gær tilkynntu áður óþekkt líbönsk samtök, sem kalla sig „Frjálsa og sjálf- stæða Líbani", að þau bæru ábyrgð á morðinu á Holbeika og kölluðu þau hann „undirtyllu Sýrlendinga“ með tilvísan til hollustu hans við stjórn- völd í Damaskus eftir lok borgarstyrj- aldarinn 1975- 90 en Hobeika hafi ver- ið foringi herskárra hersveita krist- inna manna í borgarstríðinu sem studdar voru af ísraelum og stóðu að slátruninni í áðurnefndum flótta- mannabúðum sem umkringdar höfðu verið af ísraelskum hersveitum. í vikunni hafði Holbeika upplýst að hann byggi yfir mikilvægum upplýs- ingum og væri tilbúinn að vitna í mál- inu gegn Ariel Sharon, sem af belgíska dómstólnum er ásakaður um glæpi gegn mannkyninu. Sharon sagði af sér sem vamarmálaráðherra árið 1982 eftir að ísraelsk rannsóknar- nefnd hafði komist að þeirri niður- stöðu að hann bæri óbeina ábyrgð á morðunum í flóttamannabúðunum sem yfirmaður ísraelska hersins. Shimon Peres, utanrikisráðherra tsraels, sagði í gær að fráleitt væri að kalla ísraelska ríkið til ábyrgðar vegna morðsins á Hobeika en það er framið á sama tíma og Líbanir undir- búa ráðstefnu arabaríkja sem fram á að fara í Beirút i mars nk. og ásakar líbanska ríkisstjómin ísrela um að vilja koma á óróa á svæðinu. „Þeir munu ekki komast upp með það og þeir seku verða eltir uppi,“ sagði í yf- irlýsingu frá líbönsku ríkisstjóminni. REUTER-MYND Bannaö aö tala við blaðamenn Öryggisvöröur bannar múslimafjölskyldu frá Burma aö ræöa viö fréttamenn í húsakynnum Flóttamannastofnunar Sam- einuöu þjóðanna í Kuala Lumpur í Malasíu í morgun. Tuttugu og átta manns úr þremur fjölskyldum, þar á meðal konur og börn, settust þar aö og krefjast þess að þeim veröi veitt hæli. Bandarískir þingmenn öskureiðir: Fátt um svör endurskoðenda um eyðingu skjala frá Enron Ævareiðir bandarískir þingmenn fengu fá svör og ófullnægjandi í gær þegar þeir reyndu að komast að því hvers vegna starfsmenn endurskoð- unarfyrirtækisins Arthur Andersen eyddu þúsundum skjala sem tengdust bókhaldi orkusölufyrirtækisins En- ron. Sumir starfsmanna Arthurs Andersens unnu að skjalaeyðingunni í yfirvinnu. Þá lék þingmönnum for- vitni á að vita hvers vegna endur- skoðunarfyrirtækið dró jafnlengi og raun ber vitni að stöðva eyðinguna. Snurða hljóp á þráðinn í rannsókn þingsins á gjaldþroti Enron þegar einn yflrmanna Arthurs Andersens, David Duncan, neytti stjórnarskrár- varins réttar sins til að svara ekki spurningum þingmanna. Æðstu yfir- menn hans saka hann um að bera ábyrgð á eyðingunni og að hafa fyrir- skipað hana. Duncan segist ekki hafa gert neitt rangt. „Enron rændi bankann og Arthur- Andersen útvegaði undankomubílinn REUTER-MYND Neitar aö tjá sig David Duncan endurskoöandi segir ekki orö um eyðingu skjala Enron. og þeir segja að þú hafir setið undir stýri,“ sagði þingmaðurinn James Greenwood sem stjórnaði yfirheyrsl- unum. Þúsundir starfsmanna misstu vinn- una og eftirlaunasjóði sína og hlut- hafar töpuðu milljörðum dollara á gjaldþroti Enron í desember. Æðstu menn fyrirtækisins högnuðust aftur á móti mikið skömmu áður á sölu bréfa í fyrirtækinu. Yfirheyrslurnar í gær, bæði í full- trúadeildinni og öldungadeildinni, voru þær fyrstu af níu sem þingið fyr- irhugar. Joseph Lieberman öldungadeildar- þingmaður sagðist ætla að kanna sér- staklega tengsl Enron við Hvíta húsið og aðrar stjómarstofnanir. Kenneth Lay, sem sagði af sér stjómarfor- mennsku í Enron í gær, var góðvinur Bush forseta og lagði mikið fé í kosn- ingasjóði hans og annarra stjórn- málamanna, bæði repúblikana og demókrata. Einstaklingsíbúðir til leigu fyrir 60 ára og eldri Hraunbær 107 ehf. auglýsir til leigu 37 einstaklingsíbúðir að Hraunbæ 107. íbúðimar verða tilbúnar til innflutnings í næsta mánuði. Um er að ræða 33 fm íbúðir í nýju húsi með góðri sameign, lyftu og í göngufæri við Félags- og þjónustumiðstöð. Allir 60 ára og eldri geta sótt um óháð búsetu. Leiguverð er kr. 55.000 á mánuði en leigjendur íbúðanna hafa möguleika á að sækja um húsaleigubætur sem verða allt að kr. 12.500 á mánuði. íbúðimar verða til sýnis þann 26. og 28. janúar nk, frá kl. 10.00 til kl. 14.00. Sérstök umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Félagsbústaða hf. að Suðurlandsbraut 30 sem fylla verður út og skila fyrir 31. janúar nk. S FELAGSBUSTAÐIR HF. Pizzur eins og þær^—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.