Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002___________________________________________________________________ DV Fréttir Stjórnmálafræðiprófessorar við Háskóla íslands um framboðsmál D-lista: Björn að taka áhættu - gæti endað sem oddviti minnihlutans eftir kosningatap Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjómmálaffæði við Há- skóla íslands, telur að staða Sjáifstæð- isflokksins í Reykjavík hafi styrkst verulega við ákvörðun Ingu Jónu Þórðardóttur um að taka ekki þátt í leiðtogaprófkjöri flokksins. „Ég held að Inga Jóna hafi hugsað þetta þannig að þetta væri eitthvað sem myndi styrkja stöðu flokksins en ekki verið að hugsa um eigin stöðu. Hún er mjög fram- bærilegur leiðtogi sem hefur staðið sig afar vel í stjómarandstöðunni og ég held að ákvörðun hennar mælist mjög vel fyrir,“ segir Hannes, aðspurður hvort hann telji að þetta muni veikja eða styrkja Ingu Jónu Þórðardóttur sem stjómmálamann til lengri tíma. Kollegi Hannesar við Háskólann, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, er sömu skoðunar og telur lika að útspil Ingu Jónu hafl verið sterkt. „Mér finnst þetta hafa verið nokkuð sterkur leikur hjá henni því hún var ekki f sérstaklega góðri stöðu þar sem það blasti við að hún yrði undir gegn Bimi i þessu leiðtogaprófkjöri. Sú hugmynd hennar að gefa kost á sér í 8. sætið er til þess fallin að halda henni áfram í ákveðnum fókus sem mótleikari á móti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem verður í 8. sæti hjá Reykjavíkurlistanum," segir Gunnar. Gunnar Helgi telur nokkuð ljóst að þessa stöðu hafl ekki borið að með þeim hætti sem Bjöm hafi hugsað sér þó þetta sé hins vegar sú niður- staða sem hann hafi viljað - að hann yrði í 1. sæti listans og myndi keppa um borgina við Ingibjörgu. „Ef menn vilja stilla þessu upp sem keppni miili Bjöms og varafor- mannsins Geirs H. Haarde þá megi segja að Bjöm hafi verið heldur að dragast aftur úr í því kapphlaupi en við það að vinna borgina muni hann skjótast fram fyrir hann,“ segir Gunn- ar en tekur jafnframt fram að hann sé ekki endilega viss um að rétt sé að stilla þessum slag upp í samhengi sem þessu. Hann telur þó ekki að það muni Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Gunnar Helgi Kristinsson. Formaður iðnaðarnefndar sakar Vínstri græna um sýndarmennsku: Vilja þeir alþingi götunnar? - spyr Hjálmar Árnason vegna tillögu VG-framboösins um þjóöaratkvæöi Hjálmar Árnason, formaður iðn- aðamefndar Alþingis, gefur lítið fyrir þingsályktunartillögur Vinstri grænna um þjóðaratkvæði um Kárahnjúkavirkjun og svæðið norðan Vatnajökuls. Hann segir að það væri miklu hreinlegra hjá Vinstri grænum að segja hreint út að þeir væru á móti virkjunar- áformum. „Það er það sem hangir á þessari spýtu. Einu sinni hét það að allt ætti að fara í lögformlegt umhverf- ismat en þegar því er náð gripa þeir í þetta hálmstrá. Þeir gleyma að við búum við það lýðræðisfyrir- komulag að hér eru lýðræðislega kjörnir fulltrúar á þjóöþingi," seg- ir Hjálmar. Hann segir að málið sé dæmi um enn eina skrautfjöðrina í þeirri sýndarmennsku sem Vinstri grænir Hjálmar Árnason. hafi haldið uppi i þessum málum. „Gírinn er einfaldlega sá að vera á móti hvað varðar verðmætasköpun en sýna mikið hugmyndaríki hvað varðar eyðslu.“ Sjálfur segist Hjálmar ætla að greiða atkvæði gegn þingsályktun- artillögunni og hann telji minni lík- ur en meiri á að hún verði sam- þykkt. „Kannski vilja Vinstri græn- ir svona í anda sinnar hugsunar bara taka upp alþingi götunnar? spyr þingmaðurinn. -BÞ draga úr áhrifum þess sigurs fyrir Bjöm - ef til kæmi - að Inga Jóna myndi væntanlega eiga stóran hlut í honum líka. Staða borgarstjóra sé það sterk og áberandi að Bjöm myndi ekki tapa á slíku. Hins vegar segir Gunnar ljóst að Bjöm sé að taka verulega póli- tiska áhættu því hann gæti auðvitað lent í minnihluta. „Hann er að taka þarna áhættu en spumingin er kannski hverju er hann nákvæmlega að tapa?“ segir Gunnar og efast um að það hafi verið mjög eftirsóknarvert í augum Björns að sitja áfram við óbreytt ástand í menntamálaráðuneyt- inu. Hannes Hólmsteinn segir að fráleitt sé að tala um einhveija valdabaráttu miili Bjöms og Geirs, enda ekkert fyr- ir þá að beijast um, því staða for- manns flokksins sé ekkert laus og sé ekkert að losna. Nærtækasta skýring- in sé einfaldlega sú að Inga Jóna hafi talið að með þessari uppstillingu kæmi fram sterkasti listinn, enda sé almenn ánægja og sátt innan flokksins um þessa niðurstöðu og því megi búast við að men snúi bökum saman og fari að takast á við R-listann. Hannes Hólm- steinn er hins vegar sammála Gunnari Helga um það að Bjöm Bjamason sé að taka pólitíska áhættu með því að stíga úr stóli menntamálaráðherra og yfir í leiðtogastólinn í borginni, en þannig sé pólitíkin og eins og Bjöm hafi sjálfur minnt á á vefsíðu sinni þurfi menn að taka áhættuna til að sjá hvort hún er þess virði. Sjálfstæðis- flokkurinn leggi mikið undir í þessum kosningum og vissulega sé ekkert gef- ið um það að sjálfstæðismenn vinni borgina þótt sá listi sem nú sé í burð- arliðnum sé vissulega afar sigur- stranglegur. -BG Mikil gerjun einkenndi framboðsmál í borginni nú í ársbyrjun og í árslok 1993: Kannanir DV örlagavaldar Skoðanakönnun DV, sem birt var fyrir viku og sýndi að Bjöm Bjamason væri langlíklegastur til að leiða D-lista sjálfstæðismanna til sigurs í borgar- stjórnarkosningunum i vor, vakti mikla athygli og hefur verið örlaga- valdur í atburðarásinni á þeim vett- vangi síðustu daga. Þessi könnun DV sýndi svo ekki verður um villst að Bjöm Bjamason bar höfuð og herðar yfir aðra mögulega frambjóðendur í þá fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri sjálf- stæðismanna, þau Ingu Jónu Þórðar- dóttur, Júlíus Vífil Ingvarsson og Ey- þór Amalds. Taldi helmingur reyk- vískra kjóserida Björn sigurstrangleg- astan. Kjósendur höfðu sagt hug sinn á ótvíræðan hátt i könnun DV og við þeim skilaboðum var síðan bmgðist. Það gerði Inga Jóna á eftirminni- legan hátt þegar hún dró framboð sitt til baka í vik- unni og lýsti yfir stuðningi við Bjöm. Eyþór Am- alds gerði slíkt hið sama og fátt bendir til að Júlíus Vífill troði aðrar slóðir. Áður en könnun DV var fram- kvæmd gat enginn vitað nákvæmlega hve sterk staða mögulegra fram- bjóðenda í leiðtoga- prófkjöri væri. DV hafði áhuga á að kanna þessa stöðu, tók af skarið og gerði könnun strax á þriðjudagskvöld. Nú lítur hins vegar út fyrir að ekkert verði af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri - kjósendur hafa þegar sagt hug sinn. Raðað verður á lista. 60 54,2* 51* 50 - 30 20 - 10 - Insa Jóna Biorn Þór rdóttlr Bjarnason Sigurstranglegasti leiðtogi D-listans DV Ingvarsson R-listinn og Ingibjörg „veröa til“ Skoöanakannanir DV um fylgi við flokkana og möguleg borgarstjöraefni í Reykjavík í nóvember 1993. Björn sterkastur Nýleg skoöanakönnun DV sem sýndi hvernig Björn Bjarnason bar höfuð og heröaryfir aöra leiðtogakandídata D-listans fyrir kosningarnar í vor. fram saman. Skýrari vísbendingar um jafh mikið fylgi við „þriðja aflið“ í kosningunum höfðu ekki komið fram áður. Nú hafa Ólafur F. Magnússon og Frjálslyndi flokkurinn þegar leitt sam- an hesta sína í von um mann inn. R-listinn Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skoðanakann- anir DV eru örlagavaldar í stjómmálum. I nóvem- ber 1993, tæpu hálfu ári fyrir borgarstjómarkosn- ingamar 1994, höfðu um nokkurt skeið farið fram þreifingar um sameigin- legt framboð minnihluta- flokkanna i Reykjavik. Lengst af vom það fulltrúar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Nýs vett- vangs sem ræddu saman. Framsókn fylgdist með og það kom síðar fram að þar á bæ hefði mönnum lengst af ekki hugnast þetta samkrull. Á vegum Hrannars B. Amarssonar var keypt framkvæmd könnunar til að kanna jarð- „Þríðja aflið“ Áðm- en DV birti könnunina um sig- urstranglegasta leiðtoga D-listans var birt könnun um fylgi framboða í Reykjavík fyrir kosningamar í vor. Þar kom fram að smáframboðin gætu mögulega komið að manni byðu þau veginn og var niðurstaða hennar já- kvæð fyrir minihlutaflokkana. En það er fyrst með birtingu niður- staðna úr skoðanakönnun DV 25. nóv- ember 1993 að möguleiki á sameiginlegu framboði minnihlutaflokkanna fær byr undir báða vængi - verður lýðum ljós sem raunhæfur kostur. Þar kom fram að listi sameiginlegs framboðs fengi 54,5% fylgi og meirihluta í borgarstjórn. Ingibjörg Sólrún Daginn eftir vom enn birtar niður- stöður úr skoðanakönnun DV sem tóku af allan vafa um hver mundi leiða þetta sameiginlega framboð. „Ingibjöig Sól- rún skákar starfandi borgarstjóra," sagði uppsláttarfrétt blaðsins þann dag- inn. Kjósendur vom beðnir um að velja borgarstjóra úr hópi þriggja, þeirra Ingi- bjargar Sólrúnar Gisladóttur, Jóns Magnússonar lögmanns og Markúsar Amar Antonssonar, starfandi borgar- stjóra. Þar kom fram að 47,4% vildu Ingibjörgu Sólrúnu, 43,3% Markús Örn og einungis 9,4% Jón. Um miðjan janúar 1994 var enn kann- að fylgi við framboðin í borginni. Þá hafði forskot sameiginlegs lista á D-list- ann aukist, var 63,2% á móti 36,8%. Viku áður höfðu minnihlutaflokkarnir, þ.e. Framsókn, Alþýðubandalag, Al- þýðuflokkur og Kvennalisti, náð sam- komulagi um sameiginlegt framboð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var sam- þykkt sem borgarstjóraefni og allt lagt undir. Hún skyldi skipa 8. sæti listans, baráttusætið. Nýr andstæðingur, Árni Sigfússon, sem var borgarstjóri í 100 daga, laut í lægra haldi i kosningunum. Nú í ársbyrjun og eins í árslok 1993 var mikil gerjun í undirbúningi fyrir komandi borgarstjórnarkosningar og umræður miklar manna á meðal. I bæði skiptin tók DV af skarið og spurði kjós- endur i Reykjavík álits. Niðurstöðurnar töluðu sínu máli og eftirleikurinn er kunnur. -hlh Ófrjósemisaðgerðir: Skýrslubeiðni heimiluð Samþykkt var á Alþingi á miðvik- dag að heilbrigðisráðherra flytji Al- þingi skýrslu um ófrjósemisaðgerð- ir sem gerðar voru samkvæmt lögum nr. 16/1938 á gildistíma þeirra á árunum 1938 til 1975. Þrjá- tíu og fimm þing- menn alls greiddu atkvæði með því að skýrslan yrði flutt. Leitast verður við að svara marg- víslegum spumingum í skýrslunni og á með henni að komast til botns í þvi hvort mannréttindi hafi verið brotin á fleiri íslendingum en þeim sem vann dómsmál gegn íslenska ríkinu í janúar 1996. Ríkið var dæmt í því máli til að greiða manni fjórar milljónir i bætur fyrir ólög- mæta ófrjósemisaðgerð sem gerð var á honum árið 1973 þegar hann var 18 ára. Það var þingflokkur Samfylking- arinnar í heild sinni sem óskaði eft- ir skýrslunni en fyrsti flutnings- maður hennar er Þórunn Svein- bjarnardóttir. í greinargerð með skýrslubeiðninni kemur fram að áhrif mannkynbótastefnunnar séu augljós í umræddum lögum og að tilgangur þeirra hafi verið að koma í veg fyrir úrkynjun en fyrirmynd þeirra var sótt til bandarískra og skandinaviskra laga. -MA Póstkassar íslandspósts: Voru lokaðir um áramótin Undanfarnar vikur hefur nokkuð verið um að póstkassar á höfuðborg- arsvæðinu væru sprengdir. Sam- kvæmt upplýsingum frá Islands- pósti er mest um slíkar sprengingar í kringum áramót og var því gripið til þess ráðs um síðustu áramót að loka öllum póstkössum á höfuðborg- arsvæðinu frá 27. desember og fram í miðjan janúar. Sú ákvörðun var tekin í ljósi reynslu fyrri ára. Að minnsta kosti eitt dæmi er um að póstkassi sem var fullur af bréfum hafi verið sprengdur og í slíkum til- fellum er reynt að hafa samband við Bretar vilja evru í fyrsta skipti sýna kannanir að meirihluti Breta vill taka upp evru í stað pundsins, skv. frétt í The Gu- ardian. í blaðinu í gær er birt könn- un sem sýnir að meirihluti breskra kjósenda styður evruna að þvi gefnu að ríkisstjórnin fylgi þeirri ákvörðun eftir. Könnunin var gerð af NOP fyrir Barclays Capital og sýnir að almenningsálitið er að breytast eftir evruvæðinguna á meginlandinu. Mjótt er þó enn á mununum. 40% vilja evruna en 39% eru mótfallnir henni. Samtök iðnaðarins telja að þessi niðurstaða sé enn einn vísbending- in um að þau þrjú ríki ESB sem nú standa utan evrunnar muni taka hana upp á næstu misserum. -BÞ Þórunn Svein- bjarnardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.