Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 Tilvera^ Myndgátan Lárétt: 1 dugleg, 4 bragð, 7 leyfí, 8 loftgat, 10 leikni, 12 snjóhula, 13 ljómi, 14 kraftlítil, 15 þreytu, 16 eyktamark, 18 ávarp, 21 afturhluta, 22 dolla, 23 sigaði. Lóðrétt: 1 blaut, 2 seyði, 3 aflvana, 4 umhverfa, 5 óvissa, 6 mælir, 9 horfur, 11 stif, 16 beiðni, 17 dygg, 19 áköf, 20 flýtir. Lausn neðst á síöunni. Skák Ruslan Ponomariov varö yngsti FIDE-heimsmeistarinn í skáksögunni, 18 ára, þegar hann samdi jafnteíli við Vassilí ívantsjúk í aðeins 22 leikjum og lokatölumar urðu 4,5-2,5. Lokastaö- an í síðustu skákinni er mun betri hjá Pono og sterkir skákmenn ganga svo langt að segja að hún sé unnin! Hvítt: Ruslan Ponomariov (2727) Svart: Vassilí ívantsjúk (2717) Aljechin-vöm. Heimsmeistarakeppni FIDE, Moskvu (7), 23.01. 2002 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Rc6 5. c4 Rb6 6. e6 fxe6 7. Rc3 g6 8. Be3 Bg7 9. h4 0-0 10. h5 e5 11. d5 Rd4 12. Rxd4 exd4 13. Bxd4 g5 14. Bxg7 Kxg7 15. h6+ Kg8 16. Dd2 e5 17. Hh5 g4 18. Dg5+ Dxg5 19. Hxg5+ Kh8 20. Hg7 Hf6 21. Hxc7 Hxh6 22. b4. Jafntefli Bridge Umsjón: ísak Örn Sigurösson Það er skammt á milli hláturs og gráts i bridge og úrslit leikja í sveitakeppni geta auðveldlega ráð- ist af einu spili. Spil dagsins, sem kom fyrir í sveitakeppni fyrstu deildar í Danmörku nýverið, olli ótrúlega stórri sveiflu í leiknum. Sagnir voru hressilegar og enduðu á redobluðum samningi, suður gjaf- ari og NS á hættu: * 109762 *D65 * G108 * 65 * ÁD83 * KG8 * K32 * KDG ó KG54 M Á3 •f 754 * Á873 * 109742 * ÁD96 * 10942 SUÐUR VESTUR NORÐUR AUSTUR Kröjg. Adams. Henneb. Palmund Pass pass 1« pass 1 grand redobl pass P/h 3 grönd dobl Dennis Koch-Palmund ákvað að dobla þrjú grönd til þess að benda á að spaðaútspil og redobl Niels Kröjgaard lýsti efasemdum um að þrjú grönd væru rétti samningurinn. Jens Ove Henneberg var hins vegar tilbúinn að freista gæfunnar i þessum samningi. Útspil vesturs var tían í spaða. Sagnhafi tók fyrsta slaginn á ásinn og laufakóngurinn lagöur niö- ur. Austur drap á ásinn og spilaði spaðagosa. Sagnhafi tók slaginn á drottninguna, spilaði DG í laufi, tígli á ás- inn, tók fjórða laufið og tígli á kóng heima. Klaus Adamsen gætti þess vel að henda átt- unni og gosanum í tígli undir ÁK. Henneberg ákvað þá að svina níunni í tigli og vörnin fékk sex slagi og 1000 í sinn dálk. Ef hann hefði hins vegar toppað tígulinn hefði sagnhafi fengið töluna 1000! Samningurinn á hinu borðinu var 4 hjörtu sem vannst auð- veldlega og sveit Adamsens græddi 17 impa í stað þess að tapa 9 impum. Lausn á krossgátu _____ •isb oz ‘isæ 61 ‘ruj u ‘>jso 91 ‘qji)s h ‘)II)n 6 ‘)?ui 9 ‘íja 9 ‘BdJBAnotj f ‘snBUjBJti g ‘qos z ‘)Oa i :))QjQQ7 •t))B 82 ‘snjtj ZZ ‘sdumj \z ‘bqsbj 81 ‘B))o 91 ‘Bnj gx ‘5JTOA n ‘)n8 81 ‘IPJ 81 ‘)SI) oi ‘BQn) 8 ‘JOJJO z, UII3>[ \ ‘jjsoa x :))3JB1 Gunnþóra Gunnarsdóttir blaðamaður Húrra fyrir nýjum blöðum Það gleður mitt gamla landsbyggðarhjarta að ný hér- aðsfréttablöð á austan- og norðaustanverðu landinu skuli vera að hefja göngu sína eða vakna af nokkurra miss- era dvala. Eystrahorn hefur eitt staðið vaktina að undan- förnu á eystri helmingi lands- ins. Fyrst heyrði ég 1 nýjum ritstjóra þess blaðs sem koma mun út í mínu gamla kjör- dæmi á Austurlandi. Þar fer gamall fréttahaukur, Brynjólf- ur Þorvarðarson, sem ritstýrði Eystrahorni í eina tíð og leið- ararnir hans lifa enn í minn- ingunni. Nú svo er það nýja blaðið á Húsavík sem er að líta dagsins ljós í dag. Eflaust blað alls mannkyns eins og gamla Víkurblaðið. Þar stýrir pennanum Jóhannes Sigur- jónsson sem þekktur er meðal þjóðarinnar fyrir sína hnyttni. Þrátt fyrir tilkomu netmiðla og annarrar nýtísku hafa hér- aðsfréttablöðin enn hlutverki að gegna, ekki síður en dag- blöðin. Þau ná að vísu sjaldan að vera fyrst með stórfréttirn- ar en þau eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta og menningar- og mannlífsefnis í sínum byggðarlögum, auka samkennd borgaranna og sjálfsvirðingu staðanna. Svo gefa þau okkur hinum, sem komin erum í aðrar sóknir, kost á að fylgjast með lífinu í landinu, bæði í máli og mynd- um. Ekki má gleyma hinum sagnfræðilega þætti svona út- gáfu. Blöðin eru nefnilega ald- arspegill með ómetanlegt heimildagildi. Sandkorn ___ Umsjón: Höröur Kristjánsson • Netfang: sandkorn@dv.is Björn Bjarnason, núver andi menntamálaráðherra og vænt- anlegur borgarstjóri; í það minnsta að mati sjálfstæðis- manna, þykir sér- lega laginn í að draga mál á lang- inn. í meira en ár hefur verið gefið i skyn að honum gæti allt eins hugnast að taka yfir forystusæti Ingu Jónu Þórðar- dóttur í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna. í heilt ár hefur Björn þó aldrei sagt að hann ætlaði að gera þetta. Hann hefur heldur aldrei sagt að hann ætlaöi ekki að gera þetta. Með því að segja í raun aldrei neitt þá hefur honum samt tekist að fá tvo frambjóðendur í forystusætið, Ingu Jónu og Eyþór Arnalds, til að hætta við framboð sin. Er nú eng- inn í framboði í oddvitasætið. Þau hafa bæði afgreitt málið svo snyrti- lega að jafnvel þótt Bjöm segði bara „ - úps, sorrý, allt í plati,“ þá eiga þau ekki afturkvæmt í forystuhlut- verkið. Það yrði því uppi meiri hátt- ar fár ef Björn segði á morgun: „Því miður, það stóð bara aldrei til að ég hætti sem ráðherra ...“ Ótrúlega spaklegir auglýsinga- frasar eru enn til umræðu. Hér eru nokkrir sem hafa borist Sandkomi nýverið: Isa- Qarðarkaup- staður: Starfsmann vantar, kven- mann, til starfa. - Við byggjum upp líkama sem endist ævilangt! - Vant- ar mann til að vinna í dínamítverk- smiðju. Þarf að vera tilbúinn til að ferðast. - Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja sig. - Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis aðstoð! - Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur ..! Sjálfstæðisflokkurinn í ísafjarðarbæ býður að öllum líkind- um fram klofið í sveitarstjórnar- kosningunum í vor. í héraðsfrétta-'- blaðinu BB er greint frá því að Halldór Jónsson, fyrrum bæjarfull- trúi sjálfstæðis- manna í ísafjarð- arbæ, sé í hópi fólks sem vinnur að undirbúningi nýs framboðs við bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Hann segir orð- ið nokkuð öruggt að af þessu fram- boði verði. „Það þarf mikið að ger- ast til að það verði ekki framboð." Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem~' flokkurinn klofnar í bæjarmálapóli- tíkinni. Með hliðsjón af fólksfækk- un á svæðinu velta menn nú vöng- um yfir því hvort flokkurinn sé ekki að hrökkva í öreindir ... Dagur millifótakonfektsins er í dag, eða svokallaður bóndadagur. Markar dagurinn upphaf þorra og hefst þá tími þorrablót- anna. Sumir illa innrættir segja reynd- ar: „timi skemmda matarins“. Vist er að þá - eru dregnir upp á borð réttir sem ekki eru öllum að skapi. Það þótti því tíðindum sæta í vetur er spurð- ist af gífurlegri eftirspurn Banda- ríkjamanna eftir millifótakonfekti, eða hrútspungum. Er svo komið að framboð hérlendis er orðið mun minna en eftirspurn, reyndar svo mjög að aðdáendur hinna súru punga óttast nú um hag sinn. Heyrst hefur að íslenskir pungaunn- endur hyggist stofna samtök pungaunnenda til að stemma stigi^- við óheftum útflutningi hrútspunga. Mun þar efst á stefnuskránni að knýja í gegnum Alþingi lög sem banna ómannúðlega meðferð Bandaríkjamanna á pungum. Þeir steikja pungana í sjóðheitri feiti likt og franskar kartöflur! Slíkt sé mis- þyrming á stolti karldýrsins og jaðri við guðlast... I 1 I Og eigur- vegarinn er. Fyrir besiu endur- greiÖ5lu frá ekatti eru tilnefndir... Margeir fs&MísZv Svanseon! klapp klap klapp klapp klapp Aukaverðlaunin eru nú aðeins ^■1 að fara úr 3S\böndunum. Fyrir bestu sölu á næsff um-sjávareignum eru til- nefndir: Njáll Finnsson, Eðvarð Fálsson og Mar- aeir Svansson...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.