Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 14
14
Helgarblað
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
DV
U tangarðsstríðmenn
Undir auknum alþjóðlegum þrýst-
ingi tilkynntu bandarísk stjórnvöld á
miðvikudaginn að þau hefðu tima-
bundið frestað öllum flutningum
fanga frá Afganistan til herstöðvar-
innar við Guantanamoflóa á Kúbu á
meðan framkvæmdir fara þar fram
við frekari uppbyggingu fangabúð-
emna sem nú hýsa alls 158 fanga liðs-
manna talibana og al-Qaeda samtaka
Osama bin Ladens sem fluttir hafa
verið til herstöövarinnar frá Afgnist-
an á síðustu tveimur vikum.
Talsmenn bandaríska dómsmála-
ráðuneytisins fullyrtu að frestunin
væri ekki í tengslum við aukna gagn-
rýni á meinta slæma meöferð fang-
anna sem bandarísk stjórnvöld hafa
skilgreint sem „utangarðsstríðs-
menn“ en ekki stríðfanga samkvæmt
skilgreiningu Genfarsáttmálans, held-
ur vegna þess aö allt rými væri full-
nýtt og því þyrfti að bæta við fleiri
fangabúðum áður en flutningar
þeirra hundraða fanga sem enn bíða
örlaga sinna í Afganistan gætu hafist
aftur.
Þeir verstu meðal vondra
Ari Fleischer, talsmaður Banda-
ríkjastjórnar sem auðsjánlega er und-
ir auknum þrýstingi, varöi ákvörðun
stjórnvalda um að vista fangana i her-
stöðinni á Kúbu og einnig það að þeir
skuli ekki skilgreindir sem „stríðs-
fangar". Það réttlætti hann með því
að segja að allar líkur væru á því að
ef föngunum yrði sleppt lausum væru
þeir meira en tilbúnir til að fremja
voðaverk í nafni heilags stríðs gegn
meintum óvini. „Þeir eru þeir verstu
meðal vondra,“ sagði Fleischer á
fréttamannafundi á miðvikudaginn
þar sem hann tilkynnti um frestum
flutninganna og bætti við að stríðs-
mennirnir væru hafðir í haldi vegna
staðfasts vilja þeirra til að berjast
.áfram. „Þar sem þeir eru þjálfaðir til
aö drepa og eyðileggja, jafnvel með
því að fórna lífi sínu, eru þeir hættu-
legir umhverfinu og veröa þvi að sæta
ströngustu öryggisgæslu. Þeir eru
sannkallaðar drápsvélar og munu
halda áfram fái þeir tækifæri til
þess,“ sagði Fleischer og áréttaði að
George W. Bush Bandaríkjaforseti
væri fullkomnlega sáttur og meðvitað-
ur um meðferð þeirra sem að öllu
leyti væri innan ramma Genfarsátt-
málans þrátt fyrir að þeir væru ekki
skilgreindir sem „stríðsfangar“.
Hlekkir og grímur
Aukin gagnrýni á meðferð fang-
anna blossaði upp eftir að ijölmiölar
víða um heim höföu birt myndir af
nokkrum þeirra íklæddum sjálf-
lýsandi appelsínugulum samfesting-
um, handjámuðum og hlekkjuðum
með hlífar fyrir vitum. Myndirnar
voru teknar þegar fjórtán þeir síðustu
voru fluttir til herstöðvarinnar um
síðustu helgi en þar var um að ræða
stríðsmenn sem særst höfðu lítillega í
átökunum i Afganistan. Myndirnar
sýndu fangana þegar þeir höfðu veriö
bornir út úr herflugvélinni af banda-
rískum sjóliðum, sem klæddir voru
sóttvörðum gulum hönskum með sótt-
vamargrímur fyrir andlitinu og þóttu
aðfarirnar eitthvað vafasamar.
Að sögn Michaels Lehnerts, yfir-
manns fangabúðanna, gefa myndirnar
alls ekki rétta mynd af daglegu lífi
innan búðanna, heldur hafi fangarnir
þar verið undir strangri öryggisgæslu
meðan þeir biðu þess að verða fluttir
inn í fangabúðirnar frá flugvélinni
Myndbirtingamar ollu þó nokkru
uppnámi meðal breskra þingmanna
og hjá ýmsum mannúðarsamtökum í
heiminum og varö það til þess að
bandarísk yfirvöld ákváðu að fresta
öllum flutningum um sinn.
Hættulegir menn
Meðal fanganna eru þrír breskir
ríkisborgarar og gekk bresk þing-
nefnd undir forystu Ann Clwyd á fund
bandaríska sendiherrans í London og
lýsi efasemdum um mannúðlega með-
ferð fanganna, þrátt fyrir að Ben
Brandshaw, utanríkisráðherra Breta,
hafi stutt ummæli Donalds Rumsfelds,
kollega sín í Bandaríkjunum, um að
fangarnir fengju í alla staði mannúö-
Kóranium veifað
Michael Lehnert, yfirmaöur herstöðvarinnar í Guantanamo á Kúbu, sýnir hér
eintak af Kóaranum sem dreift hefur veriö meöai fanganna. í fyrradag fengu þeir
leiösögn bandaríska múslímaklerksins, Mohammeds Saifuls, viö bænahaldiö.
FANGABURIN A KUBU
ALLS 158 FANGAR ERU NÚ VISTAÐIR í HERSTÖÐINNI VIÐ
GUANTANAMO-FLÓA Á KÚBU OG BÍÐA ÖRLAGA SINNA
FANGABÚR UNDIR BERUM HIMNI
Flatarmál: 1,8 m x 2,4 m
Bárujárnsþak
Vírnetsveggir.
Steypt gólf.
Fangi í búningi sem hann_J
klæðist við flutninga,
járnaður á höndum og fótum,
með grímu fyrir vitum.
. Feria -
f s/McCalla-
> flugvöllur
Leeward- ' —*—
flugvöllur
Karibahaf
Guantanamo-flói
lega meðferð samkvæmt alþjóðalög-
um. Þingnefndin lagði þó ekki fram
neinar formlegar athugasemdir en
skilaboð hennar til bandarískra
stjórnvalda voru að fangarnir skyldu
skilyrðislaust skilgreindir sem stríðs-
fangar samkvæmt Genfarsáttmálan-
um sem segir að allir fangar í stríðs-
aðgerðum milli þjóða skuli skilgreind-
ir sem slíkir.
Yusuf Bhailok, ritari samtaka
múslíma 1 Bretlandi, gekk einnig á
fund bandaríska sendiherrans og
krafðist þess sama. „Bandaríkjamenn
lýstu yfir stríði gegn Afganistan, al-
Qaeda og talibönum og þess vegna er
það engin spurning að fangana á að
skilgreina samkvæmt Genfarsáttmál-
anum,“ sagði Bhailok.
Donald Rumsfeld var fljótur að slá
á gagnrýnisraddirnar og sagði það
ómögulegt fyrir fólk í 5000 mílna fjar-
lægð frá Kúbu að meta stöðuna og því
vísaði hann gagnrýninni til fóðurhús-
anna. „Ég get ekki fundið neinar vís-
bendingar um að fangarnir sæti illri
meðferð," sagði Rumsfeld og bætti við
að þetta væru hættulegir menn sem
yrðu þess vegna að hlíta ströngustu
öryggisreglum. „Þeir fá alla þá þjón-
ustu sem alþjóðasamningar gera ráð
fyrir, miklu meira en þeir gætu
nokkurn tíma fengið í Afganistan,"
sagði Rumsfeld.
Nafn, staða og númer
Helsta ástæðan fyrir því að
Erlent fréttaljós
Erlingur
Kristensson
bladamaður
Bandaríkjamenn neita að skil-
greina fangana samkvæmt Genfar-
sáttmálanum er sú að þá þurfa
fangarnir engu að svara við yfir-
heyrslur heldur aðeins gefa upp
nafn, stöðu og númer. Þar með
hljóta þeir einnig vemd sáttmál-
ans gegn pyntingum og tryggja sér
mannúðlega meðferð. Að öðrum
kosti gerir sáttmálinn ráð fyrir aö
fangarnir hljóti borgaralega réttar-
meðferö í viðkomandi landi og er
það ástæðan fyrir því að Banda-
ríkjamenn völdu að vista fangana
á Kúbu tfi að tryggja að bandarisk
lög næðu ekki yfir þá. Þessu hafa
mannréttindasamtök mótmælt og
höfðað mál gegn bandaríska rík-
inu til að fá úr því skorið hvort
bandarísk lög nái til landsvæðis-
ins sem þeir leigja af Kúbverjum,
þar sem herstöðin er. Það mál hef-
ur þegar verið dómtekið og er í
meðferð dómstóls í Los Angeles.
Þá hafa ýmsir aðrir orðið til að
gagnrýna þessa afstöðu banda-
rískra stjórnvalda og þar á meðal
eru ICRC, alþjóðanefnd Rauða
krossins, Amnesty International,
Mary Robinson, aðalfulltrúi mann-
réttindanefndar SÞ, auk ríkis-
stjórna Þýskalands, Hollands og
Sviss.
Flutningar stöðvaðir
í síðustu viku, áður en síðasti
farmur fanga kom til Kúbu, sam-
þykktu bandarísk stjómvöld að leyfa
fulltrúum áðurnefndrar alþjóða-
nefndar Rauða krossins, ICRC, að
heimsækja búðirnar. Fjögurra
manna hópur frá nefndinni kom á
staðinn strax á fostudaginn þar sem
hún fékk að skoða aðstöðuna á
staðnum og ræða við nokkra fang-
anna. Það varð einnig að samkomu-
lagi að fulltrúar nefndarinnar fengu
að fylgjast áfram með fóngunum og
urðu tveir nefndarmanna eftir á
staðnum þegar fyrstu skoðun lauk
um miðja vikuna.
Það var raunar í kjölfar komu
nefndarinnar til Kúbu að Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra til-
kynnti ákvörðun sína um að fresta
öllum fangaflutningunum um sinn
og er talið aö þar hafi hann þurft að
taka tillit til athugasemda skoðunar-
manna ICRC um að ekki kæmi til
mála að leyfa tvo fanga í hverju búri
eins og gert hafði verið ráð fyrir.
Starf skoðunarmanna ICRC fer
fram i algjörum trúnaði og engar op-
inberar upplýsingar eru gefnar um
niðurstöður þeirra. Að sögn Darcy
Christens, talsmanns ICRC, er nefnd-
in mjög ánægð með samstarfið við
bandarísk hemaðaryfirvöld og
sagðist ekkert hafa yfir því að
kvarta. Hann sagði aftur á móti að
myndbirtingamar væru ekki í takt
við Genfarsáttmálann sem gerir ráð
fyrir að stríðsfangar séu verndaðir
gegn ágangi fjölmiöla. „Myndirnar
gáfu heldur engan veginn rétta
mynd af ástandinu og meðferðinni á
föngunum og þvi átti að mínu áliti
aldrei að birta þær,“ sagði talsmað-
urinn.
Hálfgeröir hænsnakofar
Það sem helst hefur farið fyrir
brjóstið á þeim sem gagnrýnt hafa
meðferðina á föngunum eru híbýlin
sem þeim er ætlað að dvelja í. Þar
er um að ræða hálfgerð hænsna-
búr, sem eru aðeins eru 2,4x1,8
metrar að flatarmáli og mest 2,4
metrar á hæð, en þakið þó klætt
bárujárni sem ætti að halda láréttri
rigningu frá því að væta fangana.
Hitastigið í fangabúðunum er frá 22
gráðum að næturlagi og fer upp í 28
gráður um miöjan daginn.
1 búrunum er ein tveggja sentí-
metra þykk hermannadýna til að
sofa á og ein ábreiða. Þá eru í búr-
unum tvær fötur og ein matar-
skrína og er annarri fótunni ætlað
að gegna hlutverki salernis. Þá hafa
fangarnir einn appelsínugulan sam-
festing til skiptanna, par af
sandölum og tvö baðhandklæði en
annað þeirra er ætlað sem bæna-
motta. Til hreinlætis hafa fangarnir
svo þvottapoka, tannkrem, sápu og
sjampó, auk þess sem þeim er skaff-
að eitt eintak af Kóraninum en
sérstakt merki í búrinu vísar þ?im
veginn i átt til Mekka.
Matur er borinn fram tvisvar á
dag, aö morgni, um miðjan dag og
síðdegis, og er þess gætt að fæðið sé
samansett samkvæmt ströngustu
trúarhefðum múslíma.
I morgunmat fá þeir venjulegt
brauð, rjómaost, appelsínu, sæta-
brauð og flösku af vatni en í hádeg-
ismat venjulegan kommat, korn-
stangir, hnetur, hrís og rúsínur,
auk vatnsflösku. í kvöldmat fá þeir
svo hrísgrjónarétt, rauðar baunir,
banana og vatnsflösku.
Eftir hverja máltíð fá fangarnir
tækifæri til að fara í bað og hafa
auk þess tima fyrir sjálfa sig. Þeir
eru undir umsjón læknis sem fylgist
með heilsu þeirra á hverjum degi og
einnig er séð til þess aö þeir fái
næga hreyfingu daglega. Þá fá þeir
afhentan póst og pappir og skriffæri
í ákveðinn tíma en bréf þeirra eru
ritskoðuð.
Walker Lindh fluttur heim
Bandaríski tali-
baninn John
Walker Lindh,
sem var handtek-
inn í Afganistan í
nóvember, var
fluttur heim til
Bandaríkjanna á
fimmtudag og
færður fyrir dóm-
ara. Honum voru lesnar ákærur um
aö hafa meðal annars tekið þátt í
samsæri um að myrða Bandaríkja-
menn. Dómari úrskurðaði Lindh
síðan i gæsluvarðhald.
Frá því Lindh var handtekinn
hafði honum lengstum verið haldið
um borð í bandarísku herskipi þar
sem hann var yfirheyrður.
Deílt um fanga á Kúbu
Bandaríkjamenn hafa sætt harðri
gagnrýni undanfarna daga fyrir
meðferð sína á liðsmönnum tali-
bana og hryðjuverkasamtakanna al-
Qaeda sem þeir halda fóngnum í
flotastöð sinni í Guantanamo á
Kúbu. Á myndum úr fangabúðun-
um kom í ljós að skilningarvit
mannanna höfðu verið hulin.
Bandarísk stjórnvöld vísuðu allri
gagnrýni um illa meðferð á bug og
sögðu að hún væri í samræmi við
alþjóðlega samninga. Gagnrýnendur
segja að fara eigi með fangana sem
stríðsfanga en Bandaríkjamenn
hafa neitað að skilgreina þá sem
slíka.
Stríðsherra drepinn
ísraelsk stjórn-
völd vísuðu undir
vikulok á bug
staðhæfingum um
að þau hefðu stað-
ið fyrir bilsprengj-
unni sem varð líb-
önskum stríðs-
herra og fyrrum
ráðherra að bana í
Beirút á fimmtu-
dag. Stríðsherrann, Elie Hobeika,
lék lykilhlutverk í fjöldamorðum á
palestinskum flóttamönnum i
Beirút 1982 og hafði lýst sig reiðubú-
inn að bera vitni í málaferlum i
Brussel um þátt Ariels Sharons, for-
sætisráðherra ísraels, í ódæðisverk-
unum. Sharon var þá landvarnaráð-
herra ísraels og á sinum tíma komst
israelsk rannsóknarnefnd að þeirri
niðurstööu að hann væri ábyrgur
fyrir drápunum.
Öfremdarástand í Goma
Hjálparstarstarf í borginni Goma
fór á fulla ferð um miðja vikuna. Þá
höföu hundruð þúsunda íbúa henn-
ar snúið aftur til sins heima, þrátt
fyrir aö stór hluti borgarinnar hefði
farið undir hraun úr eldfjallinu Nyi-
aragongo um og fyrir síðustu helgi.
Tugir manna týndu lífi af völdum
sjálfs gossins og tugir til viðbótar
fórust þegar sprenging varö i bens-
ínstöð þar sem fjöldi manna var
saman kominn til að stela sér elds-
neyti.
Gjaldþrot Enrons í skoöun
Yfirheyrslur
hófust í Bandarikja-
þingi 1 vikunni
vegna gjaldþrots
orkusölufyrntækis-
ins Enrons I desem-
ber. Kenneth Lay,
stjórnarformaöur
Enrons og góðvinur
Bush forseta, sagði af sér daginn áður
en yfirheyrslurnar hófust. Starfsmað-
ur endurskoðunarfyrirtækisins,
Arthur Andersen, sem fór yfir reikn-
inga Enrons neitaði að svara spurn-
ingum þingmanna um eyöingu skjala-
þar sem hann vildi ekki koma sjálfum
sér í bobba.
Afgönum lofuð aðstoð
Fulltrúar helstu þjóða heims
funduðu í Tokyo í Japan í vikubyrj-
un og hétu því aö veita Afgönum
sem svarar 460 milljörðum króna til
uppbyggingar landsins eftir áratuga
styrjaldarátök og ógnarstjórn.
Fyrsta árið fá Afganir um 180 millj-
arða króna. Meirihluti fjárins kem-
ur frá Japan, Bandarikjunum, Evr-
ópusambandinu og Sádi-Arabíu.