Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
Fréttir 1>V
Ríkisendurskoöun hefur lokið skoðun á sölu ríkisjarða:
Salan þykir í takt
við lög og reglur
„Þegar á heildina er litið eru þeir
starfshættir sem tíðkaðir eru hjá jarða-
deild landbúnaðarráðuneytisins í sam-
ræmi við lög og þær reglur sem ráðuneyt-
ið hefur sett sér um sölu ríkisjarða." Þetta
er meginniðurstaða í skoðun Ríkisendur-
skoðunar á því hvemig Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra hefur staðið að sölu
ríkisjarða á árunum 2000 og 2001. Tilefni
skoðimarinnar er ósk ffá ráðuneytinu
sem kom 1 kjölfar umræðna um miðjan
desember í Qölmiðlum og á Alþingi um
þessi mál. Fram
kemur að Ríkis-
endurskoðun gerir
ekki athugasemd
við verkiag jarða-
deildar landbúnað-
arráðuneytis við
sölu ríkisjarða og
bendir á að mikiar
breytingar hafa
orðið á starfsemi
deildarinnar frá
því Ríkisendur-
skoðun gerði
stjómsýsluúttekt á
jarðadeildinni 1998.
„Hefúr hún í flestu lagað sig að tiilögum
um verklag sem þar voru gerðar," segir í
skýrslu Ríkisendurskoðunar.
í einu tilviki átelur Rikisendurskoðun
að ekki hafi verið gætt að málsmeðferðar-
reglum stjómsýslulaga en það er í tilfelli
þar sem Guðni Ágústsson seldi bróður
sínum jörð. „Það hefúr áður verið skrífað
um einmitt þá sölu í DV og þá kom það
frarn að honum vai- ekki hyglað um
neitt,“ segir Guðni Ágústsson. „Það mál
fór upp í gegnum ailt keríið og slysið er að
menn átta sig ekki á því í jarðadeildinni
að þetta er bróðir minn. En þegar ég
kemst að því, og málið er á lokastigi og af-
sal liggur fyrir, þá vísa ég málinu frá mér.
En hefði málið komið til mín á fyrri stig-
um hefði ég farið í ríkisstjóm og beðið um
seturáðherra eins og maður gerir í svona
málum og ég hafði gert i öðm tiifelli þeg-
ar bróðir minn átti i blut,“ segir Guðni
enn fremur.
Athugun Ríkisendurskoðunar nær ein-
ungis til ársins 2000 og var Guðni spurð-
ur hvort ekki hefði verið eðlilegt að fara
lengra aftur í tímann í þessari skoðun?
„Það kom i ljós mjög mikil gagnrýni í
skýrsiu Ríkisendurskoðunar 1998. Þvi
vom settar nýjar reglur árið 1999 sem
hafa gilt alla mina ráðherratíð og ég vildi
náttúrlega að Ríkis-
endurskoðun færi yflr
þann tíma frá því regl-
umar vom settar og
mæti hvort þeim hafl
verið framfylgt. Það
kemur í ljós að ríkis-
endurskoðandi er sátt-
ur við þetta í öllum
meginatriðum,“ segir
Guðni.
Við þessa skoðun
lagði Rikisendurskoð-
un ekki mat á söluverð
þeirra jarða sem seldar
vom með heimildum í
sérlögum enda vom óháðir utanaðkom-
andi sérfræðingar í öllum tilvikum fengn-
ir til að meta jarðimar. Fram kemur að
við mat á verðgildi jarða er miðað við að
ábúandi ætli að stunda þar áffam hefð-
bundinn búskap. Segir landbúnaðarráð-
herra að ef hafður sé í huga tilgangur
jarðalaga, sem sé að vemda landbúnaðar-
hagsmuni, hljóti að teljast eðlilegt að við
matsgerð skuli að jafnaði miðað við að
ábúandi ætli að stunda áfram búskap ef
annað liggur þá ekki fyrir. Ljóst er þó að
Ríkisendurskoðun telur þetta ekki svo
sjálfsagt því stofnunin beinir þeim tilmæl-
um til ráðuneytisins að það kanni hvort
ekki sé eðlilegt að taka tillit til annarra
hugsanlegra nytja við mat á ríkisjörðum.
-BG
Riv&irrðMKff* toi» lnþiteiOijwi iWnWitai i te
Sagði sig fra solu
- til bræðra sinna
swtvasKs ass
Frétt DV 28. nóvember sl.
DV-MYND GVA
Þar sem menn koma saman
Frá blaöamannafundi Guöna Ágústssonar í gær þar sem ráöherra kallaöi
menn saman til aö kynna þeim niöurstööu Ríkisendurskoöunar í jaröasölu-
málum ráöuneytisins.
Óvænt tíðindi í bæjarstjórnmálimum á Akureyri:
Oktavía sigraði Ásgeir
Ásgeir Magnússon, formaður
bæjarráðs og leiðtogi Akureyrar-
listans, tapaði nokkuð óvænt í
skoðanakönnun um 1. sætið sem
gerð var meðal samfylkingar-
manna á Akureyri fyrir sveitar-
stjómarkosningarnar í vor. Oktav-
ía Jóhannesdóttir fékk flest at-
kvæði í 1. sætiö en Ásgeir varð i 2.
sæti. Jón Ingi Cæsarsson, formað-
ur Samfylkingarfélagsins á Akur-
eyri, varð í 3. sæti og Sigrún Stef-
ánsdóttir í því 4.
„Ég get ekki sagt að niðurstaðan
hafi komið mér verulega á óvart.
Þegar 18 aðilar
gefa kost á sér í
svona verkefni
og tiltölulega
fáir taka þátt
geta atkvæði
dreifst viða. Ef
einn eöa tveir
einstaklingar
fara út í hring-
ingar og herferð-
ir þá hefur það
áhrif,“ sagði Ásgeir í samtali við
DV í gær. Hann var þá staddur á
spítala í Reykjavik eftir að botn-
Ásgeir
Magnússon.
Oktavía
Jóhannesdóttlr.
nú að vinna úr
langinn sprakk
en sagðist heldur
vera að braggast.
Spurður hvort
hann myndi taka
2. sætið ef niöur-
staðan yrði sú
vildi Ásgeir ekki
tjá sig um það
enda væri þaö
ekki tímabært.
Kjörnefndar biði
þessari skoðana-
könnun. Hún ætti að hafa hana til
hliðsjónar við ákvarðanatöku en ef
til vill væri það ekki þannig að
hún réði í einu og öllu hvernig rað-
að yrði á listann.
„Mín viðbrögð eru hógvær. Ég
er þakklát fyrir þann stuðning og
traust sem mér er sýnt,“ sagði
Oktavía í samtali við DV i gær.
Hún sagðist fyrir fram hafa metið
sem svo að úrslitin gætu orðið á
hvorn veginn sem var eftir að hún
lýsti því yfir að hún sæktist eftir 1.
sætinu. Munurinn var nokkuð af-
gerandi, að hennar sögn, á milli
hennar og Ásgeirs.
-BÞ
Tillögur Samfylkingarinnar í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar:
Meirihlutinn vísaði öllu frá
„Ég verð að segja að það hafi
komið mér á óvart að meirihlutinn
skyldi vísa þessari tillögu frá,“ segir
Lúðvik Geirsson, oddviti Samfylking-
arinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar,
en á fundi bæjarstjórnar í vikunni
lagði Magnús Gunnarsson bæjarstjóri
fram frávísunartillögu á tillögu bæj-
arfulltrúa Samfylkingarinnar um að
bæjarstjórn tæki til baka þá hækkun
fasteignagjalda og sorphirðugjalda á
Hafnfirðinga sem meirihluti bæjar-
stjórnar samþykkti við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir rúm-
um mánuði. Frávísunartillaga bæjar-
stjóra var samþykkt með atkvæðum
bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks.
í tillögunni sem felld var
sagði m.a: „Bæjarstjóm
Hafnarfjarðar samþykkir
að leggja sitt af mörkunum
til að tryggja hjöðnun verð-
bólgu og styðja í verki sam-
eiginleg markmið verka-
lýðshreyfingar, vinnuveit-
enda og stjórnvalda um að
halda aftur af hækkunum á þjón-
ustu og álögum til að tryggja þá
kjarasamninga sem bæjaryfirvöld
eru m.a. aðilar að. Því samþykkir
bæjarstjórn Hafnarfjarðar að draga
Lúðvík Geirsson.
til baka hækkun á sorpeyð-
ingargjaldi úr 6000 kr. í 8500
kr. og jafnframt að lækka
álagningarprósentu fast-
eignagjalda af lóðarleigu
ibúðarhúsnæðis úr 0,5% af
lóðarmati í 0,35%. Með
þessum ráðstöfunum er fall-
ið frá þeirri hækkun fast-
eignagjalda á bæjarbúa sem
samþykkt var í bæjarstjórn
við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyr-
ir árið 2002. Þá samþykkir bæjar-
stjórn jafnframt að fela bæjarstjóra
í samvinnu við bæjarráð að mæta
lækkun tekna bæjarsjóðs sem þess-
um breytingum nemur, með auknu
aðhaldi og spamaði í rekstri á yfir-
standandi ári.“
Lúðvík Geirsson segir að það séu
ekki einungis vonbrigði fyrir full-
trúa Samfylkingarinnar að tillagan
var felld, heldur einnig fyrir alla þá
aðila sem væru að vinna að því að
berjast gegn verðbólgunni. Eftir að
frávísunin hafði verið samþykkt
sagði m.a. í bókun Samfylkingar-
innar að afgreiðslan veki bæði
furðu og undrun og sé síst öðrum til
fyrirmyndar, þó hún muni eflaust
vekja almenna athygli landsmanna.
-gk
i 'ui ifþíiJsifsLW
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 16.52 16.21
Sóiarupprás á morgun 10.23 10.26
Síbdegisflóð 16.49 11.12
Árdegisflóð á morgun 05.13 09.46
Dregur heldur úr frosti
Norðaustlæg átt, 13-18 m/s
sunnan og vestantil en heldur
hægari á Norðausturlandi. Él
austantil og allra nyrst
norðvestanlands og á Vestfjörðum
en annars skýjaö að mestu. Dregur
heldur úr frosti í nótt
,Dálítil él
Norðaustan 8-13 m/s en heldur
hvassara við suðurströndina. Dálítil
él norðan og austan til en annars
staöar skýjað. Frost 4 til 14 stig,
kaldast inn til landsins.
Veörið na
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur
‘W
Hiti 1° Hiti 2“ Hiti 5°
tii 12“ til 6° tíl 1°
Vindtsr: Vineiur: Víndur:
8-13 "*/» 8-12 m/s 6-10
«- kfl'
NA 8-13 m/s, A- og NA-átt og S-læg eöa
en A 13-18 viö slydda eöa breytileg átt og
suðurstrondina. rlgning sunnan- víöa rigning, þó
Dálítil él noröan- og austantil, en síst noröantil.
og austantil, en úrkomulítiö Fremur milt.
annars skýjaö annars staöar.
meö köflum. Frost 1 til 12 stig. Hlýnar í veöri.
m/s 0-0,2
Logn
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldl 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
skýjað -17
skýjað -11
hálfskýjaö -5
léttskýjaö -17
léttskýjað -8
skýjað -7
snjóél -13
skýjaö -7
skýjaö 4
snóél -3
rigning 2
háifskýjaö 2
léttskýjaö -3 6
alskýjaö -3
skúr -7
skýjaö 15
skýjaö 6
léttskýjaö 12
skýjaö 5
heiöskírt -3
rigning 10
snjókoma -3
skýjað 7
snjóél 5
skafrenningur -10
rigning 6
skýjaö 5
léttskýjaö 16
alskýjaö -10
léttskýjaö 1
skýjað 5
þokumóða 16
skýjaö 8
skýjaö 7
skýjaö 4
alskýjað -15
AKUREYRI
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL.
KEFLAVÍK
RAUFARHÖFN
REYKJAVÍK
STÓRHÖFÐI
BERGEN
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
ÓSLÓ
STOKKHÓLMUR
ÞÓRSHÖFN
ÞRÁNDHEIMUR
ALGARVE
AMSTERDAM
BARCELONA
BERLÍN
CHICAGO
DUBLIN
HALIFAX
FRANKFURT
HAMBORG
JAN MAYEN
LONDON
LÚXEMBORG
MALLORCA
MONTREAL
NARSSARSSUAQ
NEW YORK
ORLANDO
PARÍS
VÍN
WASHINGTON
WINNIPEG