Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 19
19
LAUGARDAGUR 26. JANUAR 2002
I>V
Helgarblað
Blaðamenn DV á vaktinni í tuttugu ár - 7
Eiturbarónar og
handrukkarar
Hörð og uggvænleg veröld fíkniefn-
anna blasir við. Fyrir 30 árum fóru að
birtast fréttir af hassi og hassneyslu.
Síðan hefur þessi eitraði heimur stig-
magnast og forherst á alla lund. Fíkni-
efnin eru stór atvinnuvegur. Af þeim
hafa margir vinnu, eiturbarónar, burð-
ardýr, hasshundar, tollgæsiumenn,
fíkniefnalöggan - að ekki sé talað um
handrukkara. í litlu landi þar sem ail-
ir þekkja alla virðist enginn ráða neitt
við neitt. Glæpamenn koma sinu tram
þrátt fyrir miklar vamir. Ástandið í
þessum málum er með öllu óviðunandi
þegar börn eru með fagurgala fengin
til að nota fíkniefni, með auglýsingum
og dægurlagatextum og tónlist sem án
efa efla hag sölumanna dauðans.
Fíkniefnavandinn hefur fengið mik-
ið rými á síðum DV og áður DB. Allt
frá því á áttunda áratugnum hafa fjöl-
miðlar barist gegn fikniefnum. Þá
voru hassreykingar að breiðast út inn-
an vissra hópa fólks. Eflaust hefur bar-
átta DV og annarra íjölmiðla bjargað
einhverjum. Hitt er svo annað mál að
neysla fíkniefna hefur stórlega aukist í
tímanna rás og óprúttna innflytjendur
skaðlegra efna skortir ekki. Ekki er
vitað til að landið hafí nokkru sinni
orðið fíkniefnalaust, jafnvel ekki á tím-
um þegar aðrar vörutegundir vantaði
vegna verkfalla, meðal annars áfengi
og tóbak í verkfalli BSRB um árið.
Ljóst er að löggæslan hefur aðeins náð
í lítið eitt af því magni sem sent var til
landsins. Og þetta þýðir að ekki skort-
ir neytendur.
Lífsframfæri af fíkniefna-
bransanum
Þegar blaðað er í DV og undanfór-
um þess, Vísi og DB, þá má merkja
uggvænlega þróun í gegnum árin.
Fyrst i stað má lesa um fólk að reykja
hass, einhver er tekinn með eitt
gramm og svo framvegis. Síðari tíma
handtökur lögreglunnar hafa fært í
hús mörg kíló af eitrinu. Efnin á eitur-
efnamarkaði hafa líka orðið sterkari
með árunum, og undirheimamenn
hafa harðnað og eru orðnir lífshættu-
legir menn sem láta limlesta og jafnvel
myrða. Ljóst er að ótrúlegur fjöldi
fólks á Islandi hefur beinlinis lifsfram-
færi sitt af sölu á bönnuðum og lífs-
hættulegum fíkniefnum. Fréttir um
ægilegar misþyrmingar hafa orðið tíð-
ari með árunum. Sjáifsmorðum vegna
fikniefna hefur stórlega fjölgað. Fikni-
efnavandinn hefur bæst við annan
stóran vanda sem er áfengisvandamál-
ið. Það er því ljóst að vandamál okkar
er stórt og fangelsin að fyllast af brota-
mönnum úr fíkniefnageiranum.
Fyrir 11 árum sagði Bjöm Halldórs-
son í DV að fíkniefnadeild lögreglunn-
ar í Reykjaýík hefði haft afskipti af 439
manns vegna fíkniefna, þar af voru 168
atvinnulausir, 116 verkamenn og 35
sjómenn. Aðrar stéttir sem hlut áttu að
máli voru 26 verslunarmenn, 24 skóla-
nemar, 7 húsmæður og svo framvegis.
Árið 1992, fyrir tíu árum, leit út fyrir
að metár yrði hjá fíkniefnalögreglunni
og hassið aðalefnið sem fyrr. Áætlaði
lögreglan þá að veltan á fíkniefna-
markaði á einu ári væri 400 milljónir
króna. Við sama tækifæri var frá þvi
greint að lögreglan hefði komist yfir
140 kíló af fíkniefnum á árunum 1979
til 1992, langmest af hassi eða 120 kíló.
Auk hass var lagt hald á amfetamín,
LSD og kókaín. Um þessar mundir var
enn eitt eiturefnið að koma á markað
og þótti sölumönnum dauðans það
passa ungu fólki betur en allt annað -
þetta var alsælan sem svo var kölluð,
blanda kókaíns og amfetamíns. Tveim-
ur árum seinna var talið að fíkniefni
að söluverðmæti 500 milljónir króna
hefðu verið í umferð árið 1994.
Spjótum beint aö lögregl-
unni - ekki eiturbarónum
Sumariö 1992 gerðust æsilegir at-
burðir i Reykjavik sem enduðu með
gifurlega hörðurm árekstri á Vestur-
landsvegi þar sem ekið er inn í Mos-
fellsbæ. Fíkniefnasali á flótta ók beint
DV-MYND SVEINN ÞORMÓÐSSON
Sjö kíló af eitri
Myndir eins og þessi eru til í
filmusafninu í mikiu úrvali. Þetta eru
7 kíló af hassi sem voru tekin í
september 1999.
á lögreglubíl sem lagt var yfir Vestur-
landsveginn. Lögreglumaður hlaut af
alvarlega áverka. Fíkniefnasalinn var
alræmdur í borginni. Hann var hand-
tekinn með 1200 grömm af amfetamíni
i bílflakinu. Málið þekkja flestir, en
lögreglan notaði við handtökuna tál-
beitu, setti á svið leikrit sem fljótlega
snerist upp í ásakanir gegn lögregl-
unni! Fíkniefnasalinn var dæmur í 7
ára fangelsi en mál hans gekk undir
nafninu Stóra kókaínmálið.
Nokkrum árum síðar stöðvaði yfir-
lögregluþjónninn í Kópavogi ill-
ræmdasta eiturlyfjabarón landsins
þegar hann átti leið um þjóðveginn
gegnum bæinn á leið til Hafnarfjarðar.
Hann var þá með eiturlyf í bílnum.
Málið snerist hins vegar á tíma upp í
það hvort lögreglan hefði mátt stöðva
bílinn! Manni þessum var kippt úr um-
ferð um stundarsakir og fékk hann að
dúsa í svartholinu i einhvem tima.
Margir fíkniefnaneytendur höfðu
látist langt um aldur fram á 13 ára
timabilinu frá 1979 til 1992 eða 94 tals-
ins. Árið á undan höfðu 10 ungmenni
látist, meðalaldur hinna látnu var um
29 ár. Alsælupillumar áttu eftir að
auka enn á sjálfsvíg ungs fólks auk
þess að valda líkamlegu og andlegu
tjóni. Efnið veldur sljóleika og þung-
lyndi og neytandinn verður áður en
varir sjúklingur hjá geðlækni, oft með
ofsóknaræði og haldinn lystarleysi.
Auk þess hafa komið fram hjartsláttar
truflanir, nýmaeitrun, lækkandi blóð
þrýstingur og krampi. Sölumenn dauð
ans héldu því hins vegar fram að e-tafl
an væri skaðlaus með öllu. Það gera
þeir enn í dag. Og unga fólkið trúir
DV-MYND HILMAR t
Sorgin
Aöstandendur óvirkra fikla minna hér á sig og bera líkkistu niður Laugaveg-
inn fyrir 5 árum. Margir hafa látið lífið af völdum fíkniefnanna.
sölumönnunum sem segja að allir noti
töflurnar, miklu frekar en mömmu og
pabba, eða blöðunum eða lögreglu eða
læknum.
Alsælan í leiðara Ellerts
DV tekur á alsælunni í leiðara sem
Ellert B. Schram skrifar í maílok 1992.
Þar segir Ellert meðal annars: „Það er
sífellt verið að bjóða og lokka með nýj-
DV-MYND SVEINN ÞORMÓÐSSON
Fíkniefnabæli í Versló
/ byrjun október 1988 var rúttað til í fíkniefnabæli sem hafði myndast
eftir að gamli Verslunarskólinn flutti úr húsinu viö Grundarstíg. Fíkniefna-
bæli voru viöa um höfuðborgarsvæöiö. Nú eru fíkniefni sýnileg á
skemmtihúsum borgarinnar.
DV-MYND SVEINN ÞORMÓOSSON
Stóra fíkniefnamálið
Mörg fíkniefnamál hafa fengið nafnið Stóra fíkniefnamálið í gegnum árin.
Málið er að innflutningur fíkniefna hefur orðiö djarfari með hverju árinu
sem tíður.
um efnum. Þá fylgir jafnan sögunni að
nú sé komið á markaðinn skaðlaust
efni. Fyrst var það hassið, sem átti að
vera skaðlaust, síðan var það am-
fetamínið, sem var „bara venjulegt
læknislyf'. Svo var það kókaínið, sem
engan átti að meiða, meðan það var
tekið í smáum skömmtum, og nú er
það nýjasta efnið með þessu fína nafni,
alsæla, sem á að vera meinlaust örvun-
arlyf. Þeir deyja ekki ráðalausrir, sölu-
menn fíknarinnar og freistingarinn-
ar.“ segir Ellert B. Schram.
Innflytjendur fíkniefna fóru fyrir
allmörgum árum að hallast að því að
nota útlendinga sem burðardýr fyrir
efnin. Nærri fertug þýsk kona var grip-
in af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli
undir jól 1993 með flestar gerðir af
fikniefnum og mikið magn. Rétt áður
hafði Dani verið gómaður á Hótel ís-
landi með nokkur kíló af hassi. Blaöið
sagði að fíkniefhabarónar hölluðust að
erlendu vinnuafli, tollgæslan áttaði sig
frekar á innlendum burðardýrum.
Frægastur burðardýra var Kio nokkur
Briggs. Hann var sýknaður eftir að
hafa setið inni mánuðum saman.
Koma fíkniefni til landsins með
skipum? var spurt í DV í byijun árs
1994. Leitt var líkum að því að efnin
væru send með almennum vörusend-
ingum og kæmust gegnum nálarauga
tollsins. Bent var á að einungis væri
lagt hald á 5-15% af fíkniefnunum sem
til landsins kæmu, nær ailt með flugi.
En lítið eða ekkert hafði fundist við
leit í skipum þar sem leitarhundar
voru nýttir. Yfirmaður tollgæslunnar i
Reykjavík taldi þá að litil eða engin
hætta væri á að fíkniefni bærust til
landsins með gámum í þeim mæli sem
gerist erlendis. „Við erum blessunar-
lega úti í hafi,“ var haft eftir yfirmann-
inum í DV.
Árið leið og var komið fram í febrú-
ar 1995 þegar DV segir frá því að þrír
ungir menn hefðu verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald fyrir að flytja inn hass
í kílóavis, amfetamín og kókaín í
miklu magni í smávörusendinum með
skipi í millilandasiglingum. Hasshund-
ur hafði fundið efnin. Þama var um að
ræða eitt hið stærsta mál sem þá hafði
borist á borð Tollgæslu íslands. Annað
stórt mál kom upp í fyrra og var ný-
lega dæmt í því. Þar var hringur eitur-
baróna sendur í fangelsi og sviptur illa
fengnum eigum sínum.
Þjönusta sem skákar pitsu-
stöðunum
„Sífellt fleiri ungmenni ánetjast efn-
unum ógnvænlegu og oftar en ekki með
skelfílegum afleiðingum," skrifar Jónas
Haraldsson í leiðara í DV 18. desember
1995. Hann bendir á þá uggvænlegu
staðreynd að neytendur eru aö verða
yngri og yngri, niður í grunnskólaaldur.
„Foreldrar sextán ára drengs, sem svipti
sig lífi fyrir skömmu eftir alsæluneyslu,
sýndu þann kjark að ræða málið í DV á
laugardaginn. Það var gert svo aðrir
mættu læra af hörmulegri reynslu
þeirra. Þeir hvöttu foreldra og unglinga
til að ræða saman og ráðamenn um leið
til að reyna aö átta sig á hinum stóra
fíkniefnavanda og grípa til ráða sem
duga,“ segir Jónas. Fram kemur að hin
nýja símatækni auðveldar fikniefnasölu
leikinn. Aðeins þarf að hringja í sím-
boðanúmer og fíkniefnasalinn hringir
til baka. Síðar kom í ljós að afgreiðsla á
fíkniefnum var sneggri en hjá pitsubök-
urum borgarinnar. -JBP
á skautum
verð frá kr. 1.990
507S
Hokkískautar
verð áður kr. 9.338
verð nú kr. 4.590
ÖRNINNP’
STOFNAÐ 1925
Skeifunni 11, Sími 588 9890