Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 17
17 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Gwyneth Paltrow Sagt er aö hún hafi ekki viljaö neinar Ijóskur í námunda viö sig. Gwyneth Paltrow: Engar ljóskur, takk! Hin íturvaxna Gwyneth Paltrow er að mati margra meðal fegurstu kvenna sem leika í kvikmyndum á vorum tímum. Hún hefur nýlega lokið við að leika í kvikmynd sem heitir View from the Top og fjallar um ævintýri flugfreyja. Um þessar mundir er Paltrow æf vegna orðróms um að hún hafi sett ákvæði í samninga þess efnis að enginn mótleikara hennar skyldi vera ljós- hærð. Þetta á að sýna hve hégómleg og óörugg Paltrow er. Hún mótmælir þessu hástöfum en það vekur athygli þeirra sem séð hafa myndina á forsýningum að Christina Applegate sem leikur á móti Paltrow hefur litað hár sitt ljósbrúnt fyrir tökur en hún er afla jafna ljóshærð. Við þetta bætast svo sögur um að ef tfl vifl verði kvikmyndin alger- lega lögð á hilluna og aldrei sýnd því framleiðendur kvikmynda eru eftir 11. september afar feimnir við að gefa út kvikmyndir þar sem flug- vélar koma við sögu á einn eða ann- an hátt og hefur fjöldi kvikmynda verið lagður í salt af þessum sökum. Leonardo DiCaprio: Hneykslar alla Raddir frá Hollywood segja að Leonardo DiCaprio gefi sjálfum Russel Crowe ekkert eftir í dóna- skap og óviðeigandi hegðun. Flestir meðleikarar hans í Scorsese-mynd- inni Gangs of New York eru t.a.m. stórhneykslaðir á honum. Hinn virti breski leikari, David Hemmings upplýsir í nýlegu viðtali að DiCaprio hefði tekist að misbjóða honum, Cameron Diaz og Daniel Day-Lewis við tökur á Gangs of New York. Ástæðan er einfóld. Þau sátu þrjú í tjaldi á tökustað þegar DiCaprio kom inn. Hann heilsaði þeim ekki heldur tók sér stól og færði sig í hinn enda tjaldsins án þess að virða þau viðlits. „Ég hef nú verið í þessum bransa í fímmtíu ár og mér fannst þetta hræðilega dóna- legt. Ég sagði við hann að það hefði verið allt í lagi fyrir hann að segja halló. En hann var ekki í kurteisa skapinu þann daginn. Hann er eini leikarinn sem ég hef unnið með og beinlínis mislíkað við,“ sagði Hemmings í viðtalinu. Hann ætti að prófa að vinna með Russel Crowe! Antonio Banderas: Fær ekki hlutverkið „Ekkert hefur verið ákveðið varð- andi skipan í hlutverk," lét Andrew Lloyd Webber talsmann sinn hafa eftir sér við fjölmiðla, þegar hann var spurður að því hvernig hlut- verkaskipan yrði í nýrri kvikmynd, gerðri eftir hinum geysivinsæla söngleik, The Phantom of the Opera. Þetta túlka slúðurblöð á þann máta að Antonio Banderas, sem mjög var orðaður við aðalhlut- verkið, hafi nú verið útflokaður frá því. Á sama tíma í fyrra sagði Band- eras við fjölmiðla: „Ég kann Óperu- drauginn eins og ég hafi skrifað hann. Andrew hringdi í mig og hann er mjög spenntur fyrir því að fá mig í hlutverkið." Orðrómur hefur nú borist þess efnis að aðstandendur myndarinnar vflji fá vinsælli leikara í hlutverkið og að þeir hafi augastað á John Tra- volta, sem áður hefur getið sér gott orð fyrir söng og dans. Mörgum þykja þetta undarleg skipti þar sem Travolta hefur ekki halað inn meiri peninga en Banderas upp á síðkast- ið - en í peningum eru vinsældir metnar í Hollywood. Nú gætu STÓRU draumamir ræstl Komdu í áskríft! Það kynni að verða þér dýrt að sleppa útdrætti! Þú kemst í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað. i flóriöldum RtóApott. ÁBþinnálauganiagmn- sem gseti Kauptu þér miða fýrir kl.18.40álaugandaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.