Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 45
53 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 I>V Tilvera Myndgátan Bridge Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2002: LOKSINS! Reykjavikurmeistaramótinu í sveitakeppni, sem jafnframt er und- ankeppni Islandsmótsins í bridge, lauk um sl. helgi með langþráðum sigri sveitar Þriggja Frakka. Sveitin hefur náð ágætum árangri á undan- förnum þremur árum en alltaf vant- að herslumuninn til að sigra. Sigur- inn var því einkar kærkominn og ef til vill fylgja fleiri í kjölfarið. Reykjavíkurmeistararnir eru bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjalta- synir, Kristján Blöndal, Jónas P. Er- lingsson, Steinar Jónsson og Stefán Jóhannsson. Sveitin hlaut 388 stig í nítján um- ferðum, eða rúmlega 20 vinningsstig aö meðaltali í hverjum leik. í öðru sæti var sveit Subaru meö 374 stig og í þriðja sæti sveit SPRON með 363 stig. Flest skoruð stig i leik að meðal- tali hlaut Stefán Jóhannsson, en hann skoraði 1,45. í öðru sæti var Bragi Hauksson með 1,20, þriðji Steinar Jónsson með 1,05 ogjgórði Kristján Blöndal með 0,99. ' ; Einn af lykilleikjum mótsins var leikur Þriggja Frakka og SPRON. Þeir fyrmefndu unnu leikinn nokk- uð sannfærandi og átti spilið í dag stóran þátt í því. V/A-V * D963 *K863 * K82 * 69 * G74 V D42 * 74 * AKG74 4 1082 9» G763 ♦ 3 * D10853 «9 AKIO * AKG1098 * 2 N V A S * AK5 í opna salnum sátu n-s Jónas og Kristján en a-v Guðmundur Sv. Her- mannsson og Helgi Jóhannsson. Jónas opnaði í norður og eftir það var einungis spursmál um sex eða sjö: Stefán '1 k Guðjohnsen 1 \ 1 skrífar um brídge Bridgeþátturinn Noröur Austur Suöur Vestur 1 ♦ pass 2 ♦ pass 2 grönd pass 3 ♦ pass 3 grönd pass 4 ♦ pass 5* pass 5 •* pass 6 * pass 6 * pass 6 grönd pass pass Jónas og Kristján spila Precision og tígulopnunin lofar ekki tígullit. Tveir tíglar voru krafa og allar sagnir Jónasar eftir það bera keim af „(ja, ég átti nú varla opnun makk- er)“. Kristján pressar allan timann á sjö en að lokum er honum Ijóst að Jónas á ekki það lykilspil sem vant- ar, tíguldrottninguna. Jónas tók því sína 12 slagi og fékk 990. í lokaða salnum sátu n-s Ásmund- ur Pálsson og Guðmundur P. Arnar- son, en a-v bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir. Ásmundur opn- aði líka í norður og auðvitað héldu Guðmundi Páli engin bönd. En eitt- hvað fór úrskeiðis varðandi tíguldrottninguna og Guðmundur keyrði í sjö grönd sem voru að sjálf- sögðu vonlaus í þessari legu. Sveit Þriggja Frakka græddi því 15 impa. Það hefur loðað við yngri kynslóð bridgespilara að opna á allar hend- ur með 11 punkta og hefur mér stað- ið stuggur af því. Það er því tím- anna tákn að gamall bridgemeistari eins og Ásmundur Pálsson, hverra opnanir voru eins og bankainn- stæða, hefur aðlagað sig háttalagi yngri kynslóðarinnar. Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir I Skoðaöu smáuglýsingarnar á visir.is 550 5000 Hundalíf Búið er að rýmka reglur um hundahald í höfuðborginni og finnst sumum æði en öðrum miður. Dagfari er einhvers staðar mitt á milli. Fjölmörg dæmi sýna að hundar og kett- ir stytta fólki stundirnar en stundum gengur það út í öfg- ar. Bretum finnst til dæmis skemmtilegra að spjalla við kettina sína en eigin börn og kommúnistar benda á að fjár- magnið sem fer í gæludýr og fóður myndi duga til að brauðfæða hálfan þriðja heim- inn. En misskipting auðsins er gömul og ný saga og væri óréttlátt að skella skuldinni bara á voffa og kisur. Það er nú bara svo. Dagfari lætur því hunda og ketti almennt í friði og mest- megnis hefur það verið gagn- kvæmt þangað til fyrir skemmstu. Það var sunnu- dagsmorgunn og Dagfari að dunda í garðinum sínum. Bar þá að mann og hund og voru báðir leyndardómsfullir á svip. Maðurinn horfði í kring- um sig en sá ekki Dagfara. Gaf síðan skipun og fór þá hundurinn niður í afkáralega stellingu við lóðamörkin og gerði leiftursnöggt stykkin sín. Ljótur var svipur hunds- ins. Og hálfu verri svipurinn á eigandanum. Einn svartur hundur í ann- ars hvítri hjörð, hugsarðu kannski, sem þó breytir ekki því að fátt er ljótara en glott- andi hundur að kúka sam- kvæmt skipun hróðugs hús- bónda á lóðinni manns. Það er í lagi að rýmka regl- ur um hunda. En e.t.v. þyrfti að þrengja reglugerðirnar um eigendur þeirra? Sandkorn Umsjón: Höröur Kristjánsson • Netfang: sandkorn@dv.is Sterkar raddir eru um að Kristinn H. Gunnarsson líti nú í kringum sig vegna erfiðrar stöðu sinnar innan Framsóknarflokks- ins. Sagt er að á Akranesi geti ver- ið að opnast fyrir hann nýr mögu- leiki. Stuðnings- menn Ingibjarg- ar Pálmadóttur, fyrrverandi fram- sóknarráðherra, hafa leitað logandi ljósi að kandídat sem vænlegur væri til að takast á við þá Guðjón Guðmundsson, Jóhann Ársæls- son og Gísla S. Einarsson í næstu þingkosningum. Sá kandídat er sagður fundinn en það er enginn annar en Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Skaganum. Ef sú verður raunin væri opin leið fyrir Kristin H. að kúpla sér yfir í sveitarstjóm- arpólitíkina á Akranesi og setjast i bæjarstjórastólinn. Þá gæti hann sem best sönglað í þakklætisskyni fyrir Gísla lagið sem Magnús Stef- ánsson í Upplyftingu gerði heims- frægt á Islandi um árið, „Traustur vinur ...!“ ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismaður Framsóknarflokks- ins á Suðurlandi, er nú sagður af- huga þvi að sækj- ast eftir sveitar- stjórastöðu á Hvolsvelli í vor. Sterkur orðrómur er í sveitinni um að hann sjáist æ oftar gjóa augun- um yfir sundið til Vestmannaeyja. Fregnir af því að Guðjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri Eyjamanna, sé á fórum munu kitla metnaðartaug- ar þingmannsins á Uppsölum veru- lega. Til marks um að ísólfur Gylfi sé byrjaður að vinna að þessu er fyrirspurn hans á Alþingi og óstjórnlegur áhugi á að komið verði upp samgöngum með loftpúðaskipi tii Eyja. Myndi henta sérlega vel að sá draumur yrði að veruleika í vor, þegar Herjólfur fer í slipp. Það yrði mitt í lokahnykk kosningabarátt- unnar. Með þessari samgöngubót þyrfti ísólfur Gylfi ekki einu sinni að flytja, hann skutlaðist bara með loftpúðaskipinu í vinnu á morgn- ana úr fjörunni fyrir neðan Bakka- flugvöll... Björn Bjarnason er sagður hafa komist í mikinn bobba á þingi nú í vikunni. Var þá tekið upp mál sparkáhugamanna varðandi þann meinta skandal (sem öðrum þykir þjóðþrifamál) að Sjónvarpið hafi : ákveðið að sýna ekki frá heims- meistaramótinu í fótbolta í sumar. Birni, sem í dag ætlaði að ríða á hvítum fáki í gegnum borgarhlið Reykjavíkur, brá við þetta mál. Björn hinn klóki veit nefnilega að ef hann sem ráðherra ber ekki Sjón- varpið til undirgefni við fótbolta- bullur þá muni þær snúast önd- verðar gegn honum í væntanlegum borgarstjóraslag. Því er fullyrt að von Björns um borgarstjóraembætt- ið velti alfarið á þvi hvort honum tekst að gera sparkáhugamönnum til geðs ... Verkalýðsforystan er sögð vera komin í verulegan vanda. I DV I gær reyndi Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, fimlega að snúa sig út úr þeirri sérkenni- legu stöðu sem upp er komin. Allt fram til þessa dags hefur barátt- i an verið einföld á milli hins vonda kapítalisma og öreigastéttarinnar. I DV í gær mátti sjá að þetta er nú farið að riðlast og valda sálarangist innan raða verkalýðsforingja. Sjálf verkalýðshreyfingin er orðin hluti af íslenskri auðvaldsstétt með því m.a. að vera orðin stóreigandi í verslanakeðju Kaupáss ... Myndasögur Eitt er gott við gaulið. Við höfum ekki séð mús í húsinu eftir að Helga byrjaði söngnámið. Syndicate, Inc. World rignts rescrvcd. É B/ZöwHC CD l An Hvatningar hennar Ég vii eegja að ég á Ipetta alltj að (aakka minni yndislegu móður! An hennar hefði ég ekki getað gert þetta... | Takið fjandane I verðlaunln af V honum og afhendið móður hansl hefði ég gefist upp! An \ trúar hennar á mig hefði ég ekki haft trú á sjálfum mér! Án... Æi, látti ekki svona! f f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.