Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 DV Fréttir Dæmt um skipan sýslumanns á Keflavíkurflugvelli: Kolbrún var hæfari - dæmdar miskabætur upp á 2,3 milljónir „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu og þetta er reyndar sú niðurstaöa sem ég bjóst viö. Ég taldi mig hafa verið hæfari og hafa meiri reynslu og menntun en sá sem hlaut starfið," sagði Kolbrún Sævarsdóttir en héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á henni með skipun utanríkisráð- herra í embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. aprii 1999. Kolbrúnu voru dæmdar 2,3 milljóna kr., auk dráttarvaxta, í bætur en hún sótti um stöðuna á sínum tíma og fékk ekki. Hún fór hins vegar fram á tæpar 7,5 milljónir í skaöa- og miskabætur. Aðspurð sagði Kolbrún að upphæðin skipti ekki öllu i þessu máli. „Peningam- ir eru ekki allt heldur var þetta spurning um hvort okkar væri hæfara til starfs- ins. Niðurstaðan er nú ljós,“ sagði Kolbrún. Utanríkisráöu- neytið taldi Jó- hann R. Benediktsson hins vegar „langhæfastan sjö umsækjenda „ ... og hæfni hans hafi verið svo augljós umfram aðra umsækjendur að ekki hafi verið talin ástæða til að fara í tímafreka samanburöarúttekt á um- sækjendum eða kalla þá i viötöl," Kolbrún Sævarsdóttir. eins og í dómn- um segir. Var mat ráðuneytis- ins að sérþekking Jóhanns á Schengen-samn- ingnum réði þar miklu. Dómurinn hafnar því að þekking Jóhanns á þessu eina sviði geti valdið því að hann teljist hafa haft yfirburði fram yfir Kolbrúnu. Frá því embættið var veitt liðu tvö ár þar til Schengen- samningurinn gekk í gildi. í dómn- um segir að ekkert bendi til annars en á þeim tíma hefði Kolbrún náð fullum tökum á þeim verkefnum, w Jóhann R. Benediktsson. sem af samningnum leiddu fyrir sýslumanninn, og er þá miðað við fyrri störf hennar og nám. Kærunefnd jafnréttismála var á þeirri skoðun að Kolbrún Sævars dóttir teldist að minnsta kosti jafn hæf Jóhanni til að gegna sýslu mannsembættinu á Keflavíkurflug velli. Héraðsdómur segir hana hæf ari, því starfsferill hennar hafi nán- ast eingöngu verið á þeim sviðum sem nýtist sem undirbúning fyrir störf sem sýslumenn gegna, en Jó- hann hafi ekki starfað að neinu slíku „... nema hvað sumarstörfin í lögreglunni munu ábyggilega reyn- ast gagnleg," segir í dómnum. Utanríkisráðherra mun áfrýja málinu til Hæstaréttar. -aþ/sbs D-listi á Akranesi: Ellefu gefa kost á sér í gær var gefinn út listi með nöfnum þeirra sem hyggjast taka þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fyrir kosningamar í vor. Gert er ráö fyrir að prófkjörið fari fram í febrúar. Frambjóðendurnir er Egill Ragnars- son, Guðrán Elsa Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Hallveig Skúla- dóttir, Ingþór Bergmann Þórhallsson, Jón Gunnlaugsson, Kristjana Guðjóns- dóttir, Láms Ársælsson, Sæmundur Víglundsson, Sævar Haukdal og Þórð- ur Þ. Þórðarson. Sjálfstæðismenn hafa setið í minni- hluta á Akranesi þetta kjörtimabil og einungis einn þesséu'a frambjóðenda, Gunnar Sigurðsson framkvæmda- stjóri, situr nú sem aðalfulltrái í bæj- arstjóm. Pétur Ottesen, sem einnig hefur setið sem aðalmaður í bæjar- stjóm, er ekki á þessum lista. Jón Gunnlaugsson svæðisstjóri situr nú sem varamaður í bæjarstjóm ásamt Jóni Ævari Pálmasyni sem gefur ekki kost á sér nú. -HKr. Lundabaggar og annað Ijúfmeti í Hagkaupi Starfsmenn Hagkaups klæddu sig upp í tilefni bóndadagsins, sem var í gær, og buöu viöskiptavinum aö bragöa á þorramat. Mikil sala hefur veriö á þorramat undanfarna daga. Stjórn Orkuveitunnar ræðir gjaldskrárlækkun Ekki liggur fyrir hve mörg sveitaifé- lög hyggjast taka áskorun um gjald- skrárlækkanir til vamar verðbólgu. Formaður Sambands sveitarfélaga, Vilhjálmur Vilhjálmsson, segir að sveitarfélögin séu að skoða sin mál en þau geti ekki þegar allt kemur til alls verið ábyrg nema að takmörkuðu leyti fyrir verðbólguþróuninni. Sem dæmi um sveitarfélög sem þeg- ar hafa bmgðist við er Bessastaða- hreppur sem hefur dregið ákvörðun um gjaldskrárhækkun leikskólagjalda til baka. Akureyr- arbær hefur hins vegar svarað að þar verði engar lækkanir. Vil- hjálmur segir mestu máli skipta hvað stærstu sveit- arfélögin gera en bendir á að mörg landsbyggðarsveit- arfélög heyi erfiða varnarbaráttu og hafi varla nokkurt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. svigrám til að ganga á tekjustofna sína. Mögulegt er að Reykvíkingar muni innan tíðar njóta hagstæðara orkuverðs en þeir hafa greitt fyrir undanfarið. Óformlegar umræður hafa farið fram um hvort lækka eigi gjöld frá Orkuveitu Reykjavikur, að sögn Vilhjálms, sem sit- ur einnig í stjóm Orkuveitunnar. „Ég tek fram að þetta er aðeins óformleg umræða en við emm að skoða hvort rétt sé aö Orkuveitan leggi sitt af mörkum. Hver sem niðurstaðan verður veit ég að stjómin mun skoða þetta mál,“ segir Vilhjálmur. Sumir sveitarstjómarmenn hafa kvartað undan því að sveitarfélögin hafl staðið utan samkomulags ASÍ og ríkis- stjómarinnar um aðgerðimar gegn verðbólgu. Vilhjálmur tekur undir þær raddir. „Já, mér hefði fundist það skyn- samlegt og við höfum hvatt til þess að aukið samstarf yrði um efnahagsstjóm- ina milli ríkis og sveitarfélaga," segir formaður Sambands sveitarfélaga. -BÞ Stuttur tími til kosninga og uppstilling best fyrir flokkinn: Júlíus styður Björn Bjarnason Júlíus Vífill Ingvarsson lýsti í gær yfir stuðningi sínum við Björn Bjarnason menntamálaráðherra sem leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Samhliða tók Júlíus af allan vafa um hvort hann ætlaði sjálfur fram í leiðtogaprófkjöri og tilkynnti að hann hygði ekki á framboð í leiðtogapróf- kjöri. í yfirlýsingu sem Júlíus hefur sent frá sér kemur fram að mikill Qöldi fólks hafi sett sig i samband við hann og hvatt hann til þátttöku í leið- togapróíkjöri og segir hann það ánægjuefni fyrir sig, ekki síst i ljósi þess að hann hafi engar yfirlýsingar gefiö um að hann stefndi á slíkt fram- boð. Hann hafi vegna þessara áskor- ana íhugað málið vandlega en komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að tryggja flokknum gott gengi í kosningunum sé að hann standi sam- einaður og vinni einhuga að settu marki. „Það er vissulega hluti sjálfstæði- manna sem hefði kosið að prófkjör hefði farið fram í Reykjavík og það eru þær raddir sem hafa verið að ber- ast mér. Persónulega er ég í þeim flokki sem er hlynntur prófkjöri, ég kem úr þeim geira þar sem menn keppa á jafnréttisgrunni og svo kem- ur í ljós hvaða árangri menn ná. Það eru hins vegar ekki nema 120 dagar til kosninga, sem er í raun stuttur tími og ég hef metið þetta eins kalt og mér er frekast unnt og ég er sann- Júlíus Vífill Ingvarsson. Björn Bjarnason. færður um að það sé best fyrir Sjálf- stæðisflokkinn núna í þessari stöðu að ganga að uppstillingu og vinda sér svo beint í konsingabaráttuna," sagði Júlíus Vífill í gær. Aðspurður umi hvort hann muni sækjast eftir sæti á listanum eða hugsanlega draga sig í hlé frá pólitík sagði Júlíus: „Ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Hins vegar er röðun á framboðslista komin í hendur kjör- stjómar og það er hennar að ákveða hvernig hún telur skynsamlegt að raða á listann. Ég mun auðvitað tala við hana æski hún þess og fara yfir þessi mál, en fram að þeim tíma bíð ég bara rólegur." Júlíus segist sann- færður um að sá listi sem nú er verið að móta verði mjög öflugur og sterk- ur. „Bjöm kemur til meö að styrkja þann lista mjög mikið, hann er bar- áttumaður og ég treysti honum til að leiða þessa baráttu til sigurs í vor,“ sagði Júlíus. -BG Sverrir Hermannsson. Loðnuveiðin: Tæp 100 þúsund tonn á árinu Tæplega 100 þúsund tonn af loðnu höfðu borist á land frá áramótum samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva í gær. Afl- inn frá áramótum var þá 96.670 tonn, á sumar- og haustvertíð veidd- ust 147.412 tonn og því er heildar- veiðin á vertíðinni orðin um 244 þúsund tonn. Þá eru óveidd um 950 þúsund tonn miðað við að gengið verði að tillögum Hafrannsókna- stofnunar um heildarkvóta. Frá áramótum hefur mestu verið landað á Eskifirði, 16.136 tonnum, en næstu löndunarstaðir eru Nes- kaupstaður, 13,249 tonn, Seyðisfjörð- ur, 13.042 tonn, Vestmannaeyjar, 9.206 tonn, Þórshöfn, 8.296 tonn, Grindavík, 7.094 tonn, Fáskrúðs- fjörður, 6.161 tonn, og Vopnafjörður, 5.150 tonn. -gk Frjálslyndir óánægðir: Kastljóssfólkiö á teppið hjá útvarpsráði Sverrir Her- mannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, hefur sent útvarpsstjóra bréf þar sem hann mót- mælir „grófu hlut- leysisbroti ríkis- sjónvarps" í Kast- ljóssþætti Sjónvarps þriðjudaginn 15. jan- úar. Frjálslyndir eru ósáttir við að þá hafi Kristján Kristjáns- son talað eins og aðeins tveir valkostir byðust borgarbúum en óánægja Sverris er ekki ný af nálinni. Þannig sendi hann einnig bréf til útvarpsstjóra 28. apríl árið 2000 með kvörtun vegna Kastljóss en fékk þá afsökunarbeiðni frá stofnun- inni. Útvarpsráð óskaði skýringa for- ráðamanna Kastljóss á næsta fundi ráðsins. -BÞ Árborg: Grunnskolarnir sameinaðir Bæjarstjórn Árborgar kynnti í gær á fréttamannafundi tillögu að breyt- ingu á skólamálum á Selfossi sem samþykkt var á fundi fimmtudaginn 24. janúar með 6 atkvæðum gegn 3, að sameina i eina stofnun grunnskólana á Selfossi, Sandvíkurskóla og Sól- vallaskóla, sem taki formlega gildi 1. ágúst 2002. Markmiðið með sameiningunni er að bæta starfsemina, jafna aðstöðu nemenda, auka samræmi í grunn- skólastarfinu. Sameiningarhugmynd- imar vora gagnrýndar af starfsfólki skólanna í haust en í fréttatilkynn- ingu frá Árborg segir aö þrátt fyrir að fyrir liggi andstaða við málið sé skýr stuðningur frá þeim er láta sig skólamál varða. Þá var samþykkt á fund bæjarstjórnarinnar með 6 at- kvæðum gegn 3 nýtt skipurit í stjórn- sýslu sveitarfélagsins, sem taka mun formlega gildi þann 1. mai 2002. -NH Lýst eftir bíl: Mitsubishi Lancer stolið Bifreiðin YR-211, sem er Mitsubis- hi Lancer, árgerð 1991, rauð á lit, meö topplúgu, vindskeið og á sport- felgum var stoliö við Bogahlíð að- faranótt þriðjudagsins 22. janúar síöastliðinn. Þeir sem hafa orðið varir við bílinn eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna í Reykja- vík vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.