Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
DV
Helgarblað
63
Reykspólað
í flórnum
Jón Birgir
Pétursson
skrifar um
fjölmiöla.
Á laugardagskvöldum horfa
margir á Johnny International
sletta úr klaufunum á Skjá einum
og fórna þá í staðinn konfektmola
Rikissjónvarpsins, henni Stein-
unni Ólinu. Ég verð að viður-
kenna að ég hef lúmskt gaman af
honiun nafna mínum alþjóðlega.
Hann lætur menn „reykspóla í
flórnum“, en það orðtak heyrði ég
i fyrsta sinni af vörum þessa bein-
skeytta fréttamanns. Þátturinn er
eins og amerísk truntureið, ródíó.
Framan af bera menn sig vel, síð-
an bakka þeir í vörnina og loks
stimir á svita á enni. Að lokum
færist reiöin yfir andlitið og menn
bölva í hljóði fyrir að hafa látið
hafa sig í viðtal við Johnny og
segja þá með nokkrum þjósti: Ég
svara ekki svona bulli.
Gunnar í Krossinum og Snorri í
Betel, allt að þvi háheilagir menn,
létu sig hafa það að svara Johnny
á laugardaginn. Ertu í sambandi
yið önnur kristin samtök, til dæm-
is Ku Kux Klan? spurði Johnny.
Og síðar: Var ekki Satan bara finn
náungi? Svona lét hann dæluna
ganga, sumt ekki prenthæft.
Johnny hefur haft áhrif á íslenska
tungu. Hann kom inn sagnorðinu
að tsjilla. Núna bætir hann í safn-
iö orðunum bling-bling og ching-
ching sem eflaust verða í orðabók-
nm framtíðarinnar. Við notum
ekki svona orðbragð, drengurinn
®inn, sagði Gunnar í Krossinum
Þegar honum ofbauð Johnny, sem
hann taldi að Satan stjórnaði.
Tvær íslenskar hjónabands-
hrollvekjur voru á skjánum hjá
Ríkissj ónvarpinu um og upp úr
helginni, báðar nokkuð snjallar
þrátt fyrir ýmsa annmarka. f
fyrsta lagi var hér um að ræða
afar vel heppnað leikrit eftir Jón-
inu Leósdóttur og hins vegar stutt-
myndina Góð saman eftir Herbert
Sveinbjörnsson sem var hrá fram-
leiðsla en nokkuð eftirminnileg
engu að síður. Báðar myndirnar,
gjörólíkar, komust að sömu niður-
stöðu. Ungu mennirnir áttu í
vændum erfið hjónabönd. Brúður-
in á ljósmyndastofunni var óhugn-
anlega lík móður sinni. Tinna
Gunnlaugsdóttir lék kaldlynda
móður af mikilli Ust, hún var frá-
hrindandi og hrútleiðinleg frúin
sú og hafði flæmt ágætan eigin-
mann að heiman. í stuttmyndinni
var imgur og saklaus drengur Iát-
inn sættast við eins konar unn-
ustu sína, orðljóta, háværa,
heimska, freka og fráhrindandi
unga konu. Saman gengu þau út í
vorið og vesenið. Það var óhugn-
anleg sjón.
Ég gat hlustað á hluta af aí-
bragðsskemmtilegum og vel gerð-
um þætti Jóhönnu Haröardóttur
sem hét að mig minnir íslands
óveður. Þar var fjallað um nútíma
heiðahrakninga á skemmtilegan
hátt. Gamla gufan er frábær - ef
maður hefur tíma.
/T? 11 á i n I ftffT)
Sjóðheitasta mynd ársins er komin.
Tom Cruise + Penelope Cruz = Heitasta
parið í dag.
Ásamt ofurskutlunni, Cameron Diaz.
Myndin er hlaðin frábærri tónlist en Sigur
Rós flytur 3 lög í myndinni.
Frá leikstjóra “Jerry Maguire".
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 3.50 og 7.
★★★
ÓHT Rés 2
Sýnd kl. 1.50 og 3.40.
mhi.'.yniiMæ
Hringadróttinssaga ★★★★
Þaö er sama hvar kom-
iö er niöur í þessum
fyrsta hluta af Hringa-
dróttinssögu, allt er
eins og þaö á aö vera.
Sagan er gefandi ævintýri um baráttu ills
gegn hinu góöa. Persónur eru hver
annarri áhugaveröari. Og álfar, dvergar
og tröll eru eins og viö hugsum okkur
slíkar verur. Myndin er stórkostlegt ævin-
týri þar sem ieikstjórinn Peter Jackson
fetar dyggilega í fótspor Tolkiens og end-
urskapar veröld hans af mikilli snilld.
-HK
Enigma ★★★
Fyrir þá sem vilja
njósnamyndir meö
mörgum dauösföll-
um, æsispennandi
eltingaleikjum og
harösnúnum töffurum er Enigma ekki
máliö en ef njósnamyndir meö laglegri
fléttu, góöum samtölum og sterkum leik
er ykkar tebolli er Enigma eins og sniöin
fyrir ykkur. Þaö lýsir vel fjölhæfni leik-
stjórans, Michael Apted, aö hann skuli
geta gert rólega og margfléttaöa mynd
eftir James Bond-hasarinn, The World Is
not Enough. -SG
Regína ★★★
Heiöurinn af þvf að
Regína gengur upp
og skemmtir allri fjöl-
skyldunni á María
_______ Siguröardóttir leik-
ini fer sérstaklega vel úr hendi
meö efni sem á aö skemmta
urshópum. Söng- og dansatriö-
pins oe vera ber iangskemmti-
dansatriöin fagmannlega útsett og ekki
má gleyma vel skrifuöum söngtextunum.
Þá er myndin er litsterk, björt og fallega
tekin. -SG
alony camo a spider
mnym
^ CaÍs ? D@GS
un ii nuGitsimasroFA