Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
I>V
23
Helgarblað
DV-MYND BRING
Nýtt líf
Ég hef ekki mætt á fundi hjá Krossinum í nokkra mánuöi, “ segir Páll
Rósinkranz söngvari, „það er kominn tími til að gera eitthvað nýtt. “
Hef ekki misst
trúna
- segir Páll Rósinkranz söngvari
Páll Rósinkranz hefur oft verið i
sviðsljósinu. Hann átti glæstan feril
með hljómsveitinni Jet Black Joe en
var mikið á milli tannanna á fólki
fyrir meintan drykkjuskap og fikni-
efnaneyslu. Það þóttu því tíðindi þeg-
ar hann sneri bakinu við rokkinu og
gekk í Krossinn. Hann hætti þó ekki
að syngja og gaf út eina gospelplötu
og fyrir jólin átti Páll söluhæsta
geisladiskinn, Your Song, og endur-
tók leikinn frá því í fyrra þegar disk-
urinn No Turning Back seldist í met-
upplagi.
Eins og gefur að skilja verður frægt
fólk oft fyrir barðinu á kjaftasögum
og Páll hefur ekki farið varhluta af
því. Undanfarið hafa gengið sögur um
að hann hafi ekki höndlað frægðina
sem fylgir því að vera á toppnum og
að hann sé hættur í Krossinum og
dottinn í það af miklum krafti.
Deilur í Krossinum
Samkvæmt heimildum blaðsins
hætti Páll í Krossinum vegna deilna
við bróður Gunnars Þorsteinssonar,
forstöðumanns kirkjunnar. Einar
Þorsteinsson og Guðmundur Haralds-
son, bróðir tengdamóður Páls, eru
eigendur útgáfufélagsins Landco sem
gaf út geisladiskinn No Turning Back
í fyrra og mum Páll ekki hafa fengið
neinar greiðslur vegna hennar og
skulda þeir honum því háa peninga-
upphæð.
Páll vill ekki staðfesta þessa sögu
og hann blæs á þá fullyrðingu að það
samrýmist ekki lífi popparans að til-
heyra kirkju eins og Krossinum.
Hvefull bransi
„Það er rétt að ég hef ekki mætt á
fundi hjá Krossinum í nokkra mán-
uði,“ segir Páll þegar hann er spurð-
ur hvort eitthvað sé til í kjaftasögun-
um. Hann hlær aftur á móti þegar
hann er spurður hvort hann sé dott-
inn í það. „Nei, langt frá því, ég er
ábyrgur fjölskyldufaðir og hef ekki
verið á neinum fylliríum i mörg ár og
það stendur heldur ekki til. Ég á það
til að fá mér rauðvín með matnum og
öl annað slagið en læt það duga.“
Páll segir að tónlistarbransinn sé
hverfull. „Eitt árið er maöur „inni“
en „úti“ það næsta og fall af toppnum
getur verið hátt, en ég tek þessu með
jafnaðargeði og læt það hafa lítil áhrif
á mig. Það er einna helst að kjaftasög-
urnar særi þá sem standa mér næst.
Einu sinni hringdi systir konunnar
minnar í 118 til að fá gefið upp gemsa-
númerið mitt og heyrði fólk í bak-
grunninum vera að tala um hvað ég
væri mikill eiturlytjasjúklingur,
vondur við konuna mína og beitti
hana miklu ofbeldi vegna drykkju-
skapar. Þetta er náttúrlega fullkomið
rugi en getur komið illa við þá sem
vita betur.“
Með trú í hjarta
„Ég hef alltaf verið trúaður og það
er langt frá því að ég hafi kastað
trúnni. Eins og er tilheyri ég engri
kirkju en á sterka trú í hjartanu. Á
sínum tíma, þegar ég gekk í Kross-
inn, gerði ég það með miklum krafti
og braut margar brýr að baki mér.
Mér fannst ég þurfa að aðskilja mig
fullkomlega frá því sem ég hafði ver-
ið að gera og Krossinn hjálpaði mér
til þess. Núna er kominn tími til að
gera eitthvað nýtt.“
Allt getur gerst
Páll segir að hann langi til að gefa
út einn „Ratpack“-disk eins og hann
kallar það og taka gömul lög með
Dean Martin, Frank Sinatra og Sam-
my Davis Jr. „Ég hef alltaf haft gam-
an af þess konar tónlist og langað að
spreyta mig á henni, ég á líka nokkur
frumsamin lög í farteskinu sem mig
langar til að fullvinna og gefa út með
hjálp góðra hljóðfæraleikara.
Ég er reyndar farinn að hugsa um
næsta disk en ég veit ekki hvort það
verður jólaplata eða frumsamið efni.
Æ, ég er með hugmynd af nokkrum
plötum í kolllinum en ég veit ekki
hver þeirra verður fyrst.“
Fyrsta febrúar verður frumsýnt á
veitingahúsinu Nasa kokkteilshow
þar sem Páll syngur dúett ásamt
Védísi Hervöru en Margrét Eir syng-
ur bakraddir. Undirleikarar eru Guð-
mundur Jónsson á gitar, Jóhann
Hjörleifsson á trommur og Friðrik
Sturluson á bassa en Jón Ólafsson er
eins konar tónlistarstjóri.
Að lokum er Páll spurður hvort
hann sé búinn að fá greitt fyrir Your
Song. Hann fer að hlæja og segir að
gert verði upp við hann á næstu dög-
um. „Ég vona það aö minnsta kosti en
reynslan hefur kennt mér að allt get-
ur gerst þegar peningar eru annars
vegar.“ -Kip
ENN MEIRI
AFSLÁTTUR
Verslanir opnar 11-20 virka daga, 10-18 laugardaga og 12-18 sunnudaga / www.smaralind.is