Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 DV 37 Helgarblað leikar Artch mum. Þar sýndi Eiríkur að hann kann vel aö vera hárlaus en hann er sannartega ekki raddlaus. várð, það átti að gera myndbönd og margt annað sem ekki stóðst svo að endingu gáfumst við upp og hættum 1993 eftir að hafa gefið út tvær plöt- ur.“ Eiríkur tók því með heimspeki- legri ró þegar væntanleg heims- frægð Artch reyndist eiginlega and- vana fædd. „Nú þá var bara að snúa sér að poppinu aftur og gekk það mjög vel, ég held til dæmis að ég sé eini mað- urinn sem sungið hef fyrir tvær þjóðir í söngvakeppni Evrópu, hljómsveitin hét Just 4 fun og höfð- um við mikið að gera, gáfum út tvær plötur og um okkur var gerður sjónvarpsþáttur og margt fleira þannig að maður náði að skapa sér ágætis frægð i Noregi, bæði sem þungarokksöngvari og líka sem poppsöngvari." Kveðjutónleikar Artch Um þær mundir sem þetta viðtal var tekið í Noregi stóðu fyrir dyrum lokatónleikar þungarokkssveitar- innar Artch sem nú er tilbúin að leggja gítara og kjuða á hilluna og snúa sér að öðru. Blaðamaður DV var viðstaddur tónleikana en átti auk þess einnig kost að upplifa síðustu æfingu þeirra félaga. Við Eirikur vorum mættir upp úr klukkan 19 og fyrir voru prúðbúnir blaðamenn, eftir út- litinu að dæma. Nei, viti menn, þetta reyndust þá vera meðlimir Artch. Víst var Eirík- ur hárlaus en það var nú ekki mik- ið meira sem þessir piltar gátu gort- að af hvað hárgæðin snerti. Og þeg- ar bassaleikarinn dró fram úr pússi sínu nýbakaða eplaköku varð undir- rituðum orða vant. Hvar var allur bjórinn og búsið, villtar meyjar og gaddabeltin. Nei, kannski var rétti tíminn kominn til að halda lokatón- leikana? Að öllu gamni slepptu verður að segjast að tónleikarnir voru frábær- ir og fengu mikið lof í norskum blöðum. Eiríkur stóð sig eins og hetja og átti í áhorfendum hvert bein enda flestir þess vitandi hvern- ig ástandið var. „Þegar þessir tónleikar voru ákveðnir átti ég að vera búinn með meðferðina þann 11. desember og dagsetningunni 12. janúar varð ekki um þokað þó svo að ég útskrifaðist ekki fyrr en 2. janúar. Þetta var heilmikið bákn. Gríðarmikið hljóð- og ljósakerfi auk þess sem herleg- heitin voru filmuð í bak og fyrir. Ég var með rúmlega 38 stiga hita og engan veginn í standi til þess að syngja í einn og hálfan tíma, þannig að allir voru á taugum yfir þessu öllu saman. Ég veit að það var fyrst og fremst reynslan sem kom mér í gegnum þetta eins vel og raun bar vitni. Konsertinn verður gefinn út á video seinna á árinu þannig að aðr- ir geta þá um dæmt hvernig til tókst. Alla vega verður um að ræða einstæða heimild um mig sem sann- an skallarokkara/poppara." Krabbamein í eistaö Þannig getur Eiríkur gert að gamni sínu þótt það sem valdi hár- leysi hans og veikindum nú í lang- an tíma sé sjúkdómur sem flestir óttast meira en allt annað. Á síðasta ári urðu tvenn alvarleg skil í lífi Eiríks. í upphafi árs flutti hann út frá fjölskyldu sinni og með haustinu greindist hann með krabbamein í eista Gefum söngvaranum orðið. „Já, það má segja að árið 2001 hafi veriö afdrifaríkt. Skilnaður er alltaf mjög sárt ferli og skilur eftir djúp sár hjá þeim sem í þessu lenda. Ég var því engan veginn í topp- standi andlega þegar ég svo greind- ist með krabbann. Það var í byrjun ágúst að ég fór að finna fyrir eymslum í kjallaran- um, eins og maður segir. Mér þótti þó engin ástæða að rjúka til læknis út af slíkum smámunum. í septem- ber fann ég að annað eistað var hrufótt og leitaði þá loks til læknis. Þá gerðust hlutirnir hratt, læknir- inn var í engum vafa og ég var síð- an skorinn 5. október og eistað fjar- lægt. Ég fékk strax þau góðu tíðindi að það fyndist engin dreifing af meininu en þar sem um væri að ræða mjög „aggressíva" týpu af krabbameini væri til öryggis talið nauðsynlegt að skella mér í tvo lyfjakúra á krabbameinsdeildinni í Ösló.“ Meö lyfin í æð vikum saman „Eftir fyrstu meðferð greindust sýktar frumur í blóðinu og þá var mér skellt í þá þriðju. Þetta voru hörkutarnir. Ég var með lyfjagjöf í æð 10 tíma á dag í sex daga í einu. Fékk síðan tveggja vikna „frí“ með eins dags meðferð á sjúkrahúsinu í Fredrikstad," segir Eiríkur sem sýndi vel í þessu mótlæti að það rennur víkingablóð í æðum hans. Meðferðir eins og þessar eru ill- Meðan ég hafði hárið Svona leit Eiríkur út meðan hann skartaði enn sínu aðalsmerki sem var þykkt rautt hár niður á bak. Það fauk í þremur geislameðferöum við krabbameininu. ræmdar meðal krabbameinssjúk- linga fyrir heiftarlegar og erfiðar aukaverkanir. En hvernig leið Ei- ríki meðan á þessu stóð? „Þetta byrjaði ósköp vel má segja en þegar á leið varð líðanin verri, mótstöðuaflið þvarr og stöðug ógleði fylgdi i kjölfarið. Sérstaklega var erfitt að borða og drekka eftir því sem á leið. Ég ákvað í þrjósku minni að ég skildi aldrei gubba og ég hélt út þar til þriðja meðferð byrjaði. Þá ældi ég eins og múkki og var að mér fannst bara hreinlega búinn að vera. Jólum og áramótum 2001 gleymi ég alla vega aldrei og hvað mig varðar hverfur sjálfur Osama Bin Laden í skuggann þegar ég horfi til baka til síðasta árs.“ Hræddastur um háriö Án efa upplifa margir það sem hálfgerðan dauðadóm þegar læknir færir þeim þær fréttir að krabba- mein hafi greinst í líkama þeirra. Hvað skyldi hafa flogið um huga Ei- ríks þegar hann fékk fréttirnar? „Úff, nú missi ég hárið, var það fyrsta sem ég hugsaði upphátt. Spurningunni um líf eða dauða skaut aldrei upp í kollinn, hégóma- girndin réö ríkjum fyrstu augna- blikin,“ segir Eiríkur og hlær þegar hann rifjar þetta upp. „Jú, víst var það sárt að missa þennan rauða makka sem hefur ver- ið mitt sterkasta auðkenni öll mín fullorðinsár en í dag eru þetta hreinir smámunir þegar batahorf- urnar eru svo góðar sem raun ber vitni. Ég er harðákveðinn í því að ég er læknaður og þó svo að meinið geti blossað upp á ný beiti ég and- legum kröftum að öllu öðru en að velta mér upp úr slíkum þönkum." Alltaf verið hraustur Eiríkur var á þönum í atvinnu og einkalífi þegar þessi vágestur kvaddi dyra hjá honum. Fór lífið ekki á annan endann? „Já, það segir sig sjálft. Ég hef alltaf verið filhraustur, t.d. aldrei þurft að aflýsa djobbi á ferlinum, en svo vaknar maður upp við að mað- ur er kannski ekki ódauðlegur eftir allt saman. Maður hugsar til baka og pælir í því sem maður kannski á eftir ógert. Ég hef lifað góðu lífi, bæði sem privatmanneskja og músi- kant. Ég hef þó verið allt of metnaðar- laus síðustu árin hvað varöar að semja eigin tónlist en núna finnst mér allt í einu að mér liggi lifið á. Ég er alla vega staðráðinn í að gera eitthvað í málunum en verð þó að gefa mér tíma til þess að safna kröft- um fyrst,“ segir Eiríkur og það er ljóst að hann hefur ígrundað þessi mál töluvert mikið. Er ekki breyttur maður Hefur aldrei hvarflað að þér á þessum erfiðleikatímum að snúa aftur heim til íslands? „Nei, ég hef nú ekkert leitt hug- ann að því. Ég var ekki búinn að ná áttum eftir skilnaðinn þegar ég veiktist og það er svo margt óljóst með framtíðina. Ég á núna norska kærustu úti og mín börn og Helga, fyrrverandi kon- an mín, eru ytra þannig að framtíö mín virðist liggja í Noregi. Hins vegar er margs að sakna á íslandi og ferðir mínar í kring um Queen- showið kveiktu í mér von um áframhaldandi tengsl við land og þjóð í framtíðinni. Við sjáum hvað setur. Veistu hvað? Ég er meira að segja að spá í að brjóta odd af oflæti mínu og skaffa mér tölvu og farsíma svona með vorinu - gerast þræll nú- tímans eins og allir hinir. Úff, sveiðí bara. En ég er þó enginn gjörbreyttur maður. Ég er og verð þungarokkari í hjarta mínu og hef enn ódrepandi íþróttadellu, hrópa áfram ísland hvenær sem tækifæri gefst og styð mína menn, Leedsara, fram í rauð- an dauðann eins og Ragnar Reykás hefði orðað það,“ segir Eiríkur að lokum og lagfærir klútinn á höfðinu á sér sem hylur hárlaust höfuð hans sem áður bar uppi eldrauðan makk- ann. En það vex aftur. PÁÁ/Eyjólfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.