Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Side 17
17
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Gwyneth Paltrow
Sagt er aö hún hafi ekki viljaö
neinar Ijóskur í námunda viö sig.
Gwyneth Paltrow:
Engar ljóskur,
takk!
Hin íturvaxna Gwyneth Paltrow
er að mati margra meðal fegurstu
kvenna sem leika í kvikmyndum á
vorum tímum. Hún hefur nýlega
lokið við að leika í kvikmynd sem
heitir View from the Top og fjallar
um ævintýri flugfreyja. Um þessar
mundir er Paltrow æf vegna
orðróms um að hún hafi sett ákvæði
í samninga þess efnis að enginn
mótleikara hennar skyldi vera ljós-
hærð. Þetta á að sýna hve hégómleg
og óörugg Paltrow er.
Hún mótmælir þessu hástöfum en
það vekur athygli þeirra sem séð
hafa myndina á forsýningum að
Christina Applegate sem leikur á
móti Paltrow hefur litað hár sitt
ljósbrúnt fyrir tökur en hún er afla
jafna ljóshærð.
Við þetta bætast svo sögur um að
ef tfl vifl verði kvikmyndin alger-
lega lögð á hilluna og aldrei sýnd
því framleiðendur kvikmynda eru
eftir 11. september afar feimnir við
að gefa út kvikmyndir þar sem flug-
vélar koma við sögu á einn eða ann-
an hátt og hefur fjöldi kvikmynda
verið lagður í salt af þessum sökum.
Leonardo DiCaprio:
Hneykslar alla
Raddir frá Hollywood segja að
Leonardo DiCaprio gefi sjálfum
Russel Crowe ekkert eftir í dóna-
skap og óviðeigandi hegðun. Flestir
meðleikarar hans í Scorsese-mynd-
inni Gangs of New York eru t.a.m.
stórhneykslaðir á honum.
Hinn virti breski leikari, David
Hemmings upplýsir í nýlegu viðtali
að DiCaprio hefði tekist að misbjóða
honum, Cameron Diaz og Daniel
Day-Lewis við tökur á Gangs of New
York. Ástæðan er einfóld. Þau sátu
þrjú í tjaldi á tökustað þegar
DiCaprio kom inn. Hann heilsaði
þeim ekki heldur tók sér stól og
færði sig í hinn enda tjaldsins án
þess að virða þau viðlits. „Ég hef nú
verið í þessum bransa í fímmtíu ár
og mér fannst þetta hræðilega dóna-
legt. Ég sagði við hann að það hefði
verið allt í lagi fyrir hann að segja
halló. En hann var ekki í kurteisa
skapinu þann daginn. Hann er eini
leikarinn sem ég hef unnið með og
beinlínis mislíkað við,“ sagði
Hemmings í viðtalinu.
Hann ætti að prófa að vinna með
Russel Crowe!
Antonio Banderas:
Fær ekki hlutverkið
„Ekkert hefur verið ákveðið varð-
andi skipan í hlutverk," lét Andrew
Lloyd Webber talsmann sinn hafa
eftir sér við fjölmiðla, þegar hann
var spurður að því hvernig hlut-
verkaskipan yrði í nýrri kvikmynd,
gerðri eftir hinum geysivinsæla
söngleik, The Phantom of the
Opera. Þetta túlka slúðurblöð á
þann máta að Antonio Banderas,
sem mjög var orðaður við aðalhlut-
verkið, hafi nú verið útflokaður frá
því. Á sama tíma í fyrra sagði Band-
eras við fjölmiðla: „Ég kann Óperu-
drauginn eins og ég hafi skrifað
hann. Andrew hringdi í mig og
hann er mjög spenntur fyrir því að
fá mig í hlutverkið."
Orðrómur hefur nú borist þess
efnis að aðstandendur myndarinnar
vflji fá vinsælli leikara í hlutverkið
og að þeir hafi augastað á John Tra-
volta, sem áður hefur getið sér gott
orð fyrir söng og dans. Mörgum
þykja þetta undarleg skipti þar sem
Travolta hefur ekki halað inn meiri
peninga en Banderas upp á síðkast-
ið - en í peningum eru vinsældir
metnar í Hollywood.
Nú gætu STÓRU draumamir ræstl
Komdu í áskríft!
Það kynni að verða þér
dýrt að sleppa útdrætti!
Þú kemst í áskrift á lotto.is
eða næsta sölustað.
i flóriöldum RtóApott.
ÁBþinnálauganiagmn-
sem gseti
Kauptu þér miða fýrir
kl.18.40álaugandaginn.